Þjóðólfur - 01.05.1869, Síða 1

Þjóðólfur - 01.05.1869, Síða 1
21. ár. Rei/kjavik, Laugardag 1. Maí 1869. 28.-29. SKIPAKOMA. — Herskipið Fylla, yflrforingi Capit. Wrisberg, kom hér 29. f. mán., og hafði verið um hríð við Djúpavog og víðar um Austfirði. — Póstgufuskipið Arcturus hafnaði sig hér ná- lægt kl. 8 f. m. hinn 27. f. mán. Með því komu þessir farþegar: kaupmennirnir A. Thomsen, og G. Lambertsen, danskr verzlunarmaðr, að nafni Löwe, í erindum Glasgow-verzlunarinnar hér í bænum; danskr vatnsveitingamaðr að nafni Niels Jörgensen, og tveir Englendingar, er ætla að halda til Krisi- vikrnámanna, til að skoða, hvar tiltækilegast muni verða að leggja veginn niðr til sjávar. — Með gufuskipinu Vigilante, sem getið er um f siðastablaði »J>jóðólfs», komu aptr jarðyrkjumaðr Torfi líjarnason, og Benedikt Smith, sonr konsuls M. Smith, er hefir dvalið hin síðustu missiri á Skotlandi. — Vestanpóstrinn kom hér 28. f. mán.; bann staðfesti það, sem einnig er að ráða af bréfum úr Snæfellsnessýslu með honum, að enn var ókomið fram skip það, er agent Clausen gerði af stað frá Kliöfn í öndverð- um Febr. þ. á. (en mun hafa legazt fyrir and- viðrum þar í úthöfnunum fram eptir sama mán.) með kornfarm til Stykkishólms og Ólafsvíkr. En aptr var annað skip komið til Stykkishólms rétt áðr póstr fór; komið var og skip til verzlunar hr. Clausens á ísafirði fyrir 18. f. mán., og eitt til Grams verzlunar við Dýrafjörð. — Verðlag á kornvörum var, þá er gufuskipið lagði frá Höfn, nokkuð líkt og áðr, og þó heldrhærra; en kornverzlun öll treg og dauf alstaðar. Kaífi og sykr seldist 1—l’/2sk- hærra en áðr, hvertpund. — Hvalrekar á Vestfjörðum, sjá bls. 115. — Verzlunarþrot Sveinbjarnar Jacobsens kaup- manns standa enn við sama og þegar póstskip kom síðast; átti nú að verða lokafundr 26. f. mán. með umráðamönnum og skuldheimtumönnum þrota- búsins. Enda fengu þeir verzlunarþjónar hans hér ekkert skjal eðr skýrteini frá honum, er að því iyti, að hann væri búinn að fá bú sitt aptr fram- selt úr þrotunum og orðinn fjár síns ráðandi. Aptr var það að sögn, þegar er póstskipsbréfin voru komin í land að morgni 27. f. mán., að einn fornvina Jacobsens brá við og hljóp að gluggum 2 eðr fleiri kunningja þeirra og æpti þar hástöf- um «bravo!» eðr «hurra». Ilefir síðan verið í mæli hér í staðnum, að R. Jacobsen (sonr S. Ja- cobsens) hafi nú skrifað nokkrum af þessleiðis vinum föður hans, að hann (S. J.) mundi von bráðar gera út hingað heldr 2 en eitt skip með vörur til verzlunar, og að þeirra skipa mnndi von innan skams. jþorl. Johnson hefir allt um það haft fram, af hendi R. B. Symingtons í Glasgow, er einn sér á 53—54000 rd. skuldar að krefja í þrotabúi S. Jacobsens, og gjörði út f>. J. þeirra er- inda hingað, — að við sama skuli enn standa með hapt á allri verzlun Jacobsens hér að sinni, svo að engu megi þar út svara og engi viðskipt eiga sér stað fyr en næsta póstskip í Júní færi nákvæm- ara fyrirlag frá forstöðumönnum þrotabúsins. En þegar er nú þorl. Johnson búinn að láta skrifa upp allt, sem þar er til óselt í búðinni, hverju nafni sem heitif, og gera upp bækrnar. Er sagt, að óseldar vöruleifar hafi verið samtals um 17000 rd. eptir útsals- eðr búðarverði; um 14000 rd. úti- standandi skuldir, en um 6500 rd., er landsmenn eigi þar innistandandi. — Hafisinn. þegar póstskipið nú kom, leitaði það á að koma við á Djúpavog, en þótti þess engi kostr vegna hafíss, og varð svo frá að hverfa; eins var um «Fylla». Neðanmáls við bréf af ísa- firði 14. f. mán. segir svo: »Hafísinn fyrir öllum Húnaflóa, Ströndum og Yestfjörðum«. — Drukknun, manndauði og aðrar slysfarir. Um dagana 5.-8. f. mán. var það, að alskipa var róið frá Landeyasandi; en er fram á daginn kom sneri vindr sér til austrs og tók að brima, svo öll skipin, nema 2, formenn Sigurðr bóndi á Skúm- stöðum Magnússon og llalldór þorvaldsson í Álf- hólahjáleigu, hleyptu út til Vestmannaeya, reiddi vel af og komust upp nokkrum dögum síðar. Hin tvö skipin héldu hvort til sinnar lendingar, og gekk það slysalaust fyrir Sigurði, en af Halldóri drukn- uðu 3 menn í lendingunni. — (Úr bréO að vest- — 109 —

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.