Þjóðólfur - 15.05.1869, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.05.1869, Blaðsíða 2
— 118 - bls. 181); — úrgangr þessi úr Selvognum gekk þaðan austr í Ölfus, eins og vandi kvað vera, og þar var hann parrakaðr sér og innibyrgðr nokkrar nætr, en síðan var hann seldr við uppboð með því skilyrði, að hver sú kind skyldi drepin þá þegar. En Eyólfr á Grímslæk setti eigi að síðr á vetr 2 eðr 3 af kindum þessum; er og í mæli að hann hafi orðið kláðans var í gemsum sínum þegar um páska. — Nýar alpingisltosningar, nýtt stjórnarsleip- unnrfrumvarp fyrir nýtt Alþingi 1809. þetta hringir stjórnarbjallan nú fyrir eyrum íslendinga, og kallar þá saman til kjörfunda yfir allt land. Hvorugt konunglega opna bréfið 26. Febr. þ. árs minnist reyndar á nýlt stjórnarlagafrumvarp eða neitt þess leiðis. Annað segir: »Ver (konungr) viljum hysa upp Alþingi þab sem nú er«; hitt segir: »Það er allra hœslr vili Vor (konungs), að nýar lcosningar slculi nú í ár fara fram til aJþingis fyrir næstu 6 ár«. Svo þegar ekki er lengra litið en til þessara 2 opnu bréfa 26. Febr. næstl., þá er þetta eina víst, að alþingismennirnir, er kosn- ir voru 1864, þá kjörnir til 6 ára, eru nú allir sviptir lögföstum þingseturétti sínum þetta hið 3. þing, 1869, er kosning þeirra náði yfir. Hitt er eins víst, að lagaboðið 26. Febr. þ. á. skipar ekki að kjósa til neins aultaþings, því nú á að kjósa »til alpingis fyrir hin nœstu 6 ár«, Og það hreintog beint nsamlevœmt álevörðunum þeim, sem sellar eru í tilsh. 8. Marz 184 3 (alþing- istilskipuninni) sbr. tilskipun 6. Janúar 1857« (þ. e. kosningarlögin yngri). En svo verða menn aptr að játa, að svo framarlega sem nýtt stjórnarskráarfrumvarp skal nú leggja fyrir þetta hið nýkosna Alþing í sumar, svo framarlega sem stjórninni er það full alvara og fastráðin fyrirætlun hennar, þá geta menn ekki beinlínis sagt, að neitt af téðum aðalákvörðunum i þessum 2 opnu bréfum 26. Febr. er leið, sé beinlínis móthverfar vara-uppástungu Alþingis 1867 í álitsskjali þingsins lil konúngs um stjórnarskip- unarmálið, — sbr. alþ.tíð. 1867 síðara part bls. 617 og 618. — Á hinn bóginn er ekki annað að sjá, en að það se full og föst fyrirætlan stjórnar- innar, að leggja nýtt frumvarp til stjórnarskipunar- laga fyrir þetta nýkosna Alþingi 1869. J>essari fyrirætlun lögstjórnarinnar var þegar yfirlýst í laga- frumvarpi um "fjárhagsmálefni íslands«, er lagt var fyrir Ríkisþingin í haust er leið, einnig með því er stiptamtmaðr Hilmar Finsen var boðaðr suðr á fund stjórnarinnar þegar / Nóvembermán- uði f. á., einmitt til þess að hafa hann í ráðum við samning og frágang á hinu nýa stjórnarlaga- frumvarpi. En þetta allt var reyndar af ráðið hjá lögstjórninni sumpart áðr en málið var komið fram fyrir rikisþingin, og sumpart á meðan málinu var ekki komið lengra heldr en rétt aðeins ný afgeng- in þessi glæsilega atkvæðagreiðsla i Fólksþinginu 23. Nóvbr. f. á., er samþykti fjárhagsfrumvarp stjórnarinnar, að kalla mátti óbreytt, með 44 atkv. gegn 41, (sbr. þ. árs þjóðólf bls. 21). En þar á Ríkisdeginum kom brátt annað hljóð í strokkinn, og rættist þar, eigi síztþar sem Fólks- þingið átti í hlut, »að ekki er lengi að skiptast veðr í lopti«. þegar málið kom þar til þriðju og síðustu umræðu og atkvæðagreiðslu, þá gekk þing- nefndin sjúlf, auk heldr flestirþeir aðrir er greiddu atkvæði með stjórnarfrumvarpinu 23. Nóvbr. f. #á. — á móti niðrlagsuppástungum og atkvæði sjálfra sín, svo að nú, við síðustu umræðuna varð yfir- borð atkvæðanna fyrir því að veita ekki íslending- um meira né öðruvísi árgjald en 12,000 rd. fastar og 48,000rd. á lausu að eins um 12 ár. Ekki kastaði samt tólfunum, fyr en málið komfráFólks- þinginu til Landsþingsins, skömmu fyrir .Tólin, — eins og einnig var getið í pjóðólfi 27. Febr. þ. á., og gjörði Landsþingið sér þá gang- skör að því, að verða sem andstæðast málinu og stjórninni, að engi þeirra fáu, er þar mæltu með frumvarpinu er það kom fyrst til umræðu, var kosinn í nefndina, heldr einmitt allir úr hinna ílokki, er harðast töluðu í móti. Álitskjal þing- nefndarinnar og niðriagsatriðin sóru sig þá líka í ættina við þessar undirtektir, eins og við var að búast. Kúmið leyfir ekki að skýra frá öllum gönu- hlaupum Landsþingsnefndarinnar út i yztu æsar, enda er nú nefndarálitið á dönsku i hóndum margra Islendinga úr vísindamanna- og þingmanna- flokknum, er framsögumaðr málsins og aðal-odd- viti í móti íslendingum og þeirra málstað, jafnt sem í móti stjórninni, Orla Lehmann, fyrverandi amtmaðr og ráðherra, sendi þann bækling sinn, er hann hefir síðar ritað og útgefið: »Den is- landske Forfatningssag i Landsthinget 1868 —69. ýmsum mönnum hér víðsvegar um land með síðasta póstskipi. Nægir að geta þess, að Lands- þingsnefndin vildi ekki láta stein yfir stein standa í-frumvarpi lögstjórnarráðherrans, því er lagt var fyrir Ríkisdaginn, en bjó til annað nýtt frumvarp frá stofni í 7 greinum, tók þar inn í hyrningar-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.