Þjóðólfur - 15.05.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 15.05.1869, Blaðsíða 4
— 120 árgjaldið mundi fást hækkað upp í 60,000 rd. föBt, — sé nú komin efndunum nær, heldr en þegar þetta var talað á þingi hér. Og hverju erum vér íslendingar þá nær heldr en vér vorum í þinglok 1867? Hverju er konung- inn sjálfr nær og hans ríkisráð, þó að nú sé upp- leyst Alþingi, afsettir allir alþingismenn, sem voru enn í löglegri kosningu, þó að nú sé skipað að kjósa nýa menn á nýtt Alþingi til þess að nýir samningar og nýtt samkomulag verði reynt milli einvalds-konungsins og þegna hans á Islandi um fyrirkomulagið á sljórnarbótinni, um efndirnar á frelsisgjöf einvaldskonungs Friðriks hins 7. eins til vor íslendinga eins og til samþegna vorra í Danmörku, sem þeir eru búniraðvera aðnjótandi, en vér að fara á mis við nú um 20 vetr? Vér spyrjum enn, hverjn er konungr vor nú nær með að láta ísland verða aðnjótandi þessa sama frelsis og sjálfsforræðis í stjórnarmálefnum þessa lands, eptir meðferð Rikisþingsins á málinu í vetr og undirtektir undir fjárveitinguna? — konungrinn er yfirlýsti því sjálfr fyrir alþingi 1867: »að stjórn- »arlögin sem í vændum sé, verði ekki látin ná • lagagildi fyr en búið er að veita petta tillag«; fyr en búið er að veita íslandi fast árgjald, fyr en nfjárhagtmálefni íslands og Danmerkr« eru »að- ikilin fyrir fullt og aUt«. (Umboðsskrá konungs 20. Sept. 1861), og fyr en öllum afskiptum og at- kvæði Ríkisþingsins um fjármál vor og fjárforræði er pannig algjörlega lokið. það er livorttveggja, að þessi grundvallarat- riði eru bygð á skýlausum yfirlýstum heityrðum ' og fyrirætlunum konungsins^til vor íslendinga, og að það er bert af fjárhagsfrumvarpinu, erlögstjorn- in lagði fyrir Ríkisþingið í vetr, að hún hefir þar viðrkent þessi grundvallaratriði, enda er vonandi að eigi verði að neinu frá þeim vikið í því hinu nýa stjórnarlagafrumvarpinu, sem lögstjórnin hefir nú afráðið að leggja fyrir hið nýkosna alþingi í sumar. En vér ætlum líka að þetta sé hið eina, er menn megi treysta upp á, að stjórnarlagafrum- varpið, sem er í vændum, haldi fast við. En aptr getr vart hjá því farið að það verði næsta viðsjált og varhugavert í ýmsum öðrum greinum, er þó standa á afarmiklu. f>að er fyrst, eins og öllum er auðsætt af undirtektum Rikisþingsins, að kon- ungr getr, cnn sem fyrri, engu vissu heitið um jjártillagið, hvorki að upphæð þess til né varan- legleik, þess vegna eigi heldr neina fullvissu gcfið um, að Alþingi fái fullt fjárforræði og alveg óháð Ríkisþinginu og þess atkvæði. í annan stað eru því miðr engi líkindi til, að þetta nya stjórnarfrum- varp 1869 færi oss eða frambjóði neina verulega tilslökun frá því sem gjörðr var kostr á í stjórnar- málsfrumvarpinu 1867 um æðstu yfirstjórn yfir landi þessu ("em/iueraf þeim ráðgjöfum konungsins sem hefir áðyrgð stjórnargjörða sinna fyrir ríkis- pingi Dana«), eða um fulla stjórnarábyrgð yfir- stjórnarinnar fyrir Alþingi. f>að eru því síJr lík- indi til tilslökunar í þessum 2 atriðum, sem þó hafa jafnan verið álitin hvað mest umvarðandi í hverri stjórnarskrá, er lögbindr kóngsvaldið, þar sem ríkisþingin hanga svo fast einmitt á því, að konungr skyldi aldrei mega fela æðstu yfirstjórn íslands á hendr neinum öðrum en einhverjum hinna diinsku ráðgjafa sinna, sem siti á Ríkisþinginu. Að þessu finnum vér skylt að leiða athygli allra kjósenda í landinu, þegar þeir eiga nú að velja nýa fulllrúa til næsta Alþings. |>egar þjóð- þingið er uppleyst af konunginum, eins og hér er nú, og fylgir áskorun hans og boð til nýrra kosninga, þá er þetta ekki annað en »appell« eðr áfrýun þjóðrnálsins, af konungsins hendi, undan atkvæði þjóöþingsins sem upp er leyst og undir alsherjar atkvæði og dóm lýðsins, en lýðrinn segir upp dóm sinn og gjörð í málinu fyrir munn og atkvæði fulltrúa þeirra er hann nú kýs af nýu. |>að er mikill og veglegr þjóðréltr sem hér í er fólginn^er konungrinn »appellerar« svona til þjóð- arinnar um úrslit einhvers alsherjar máls; en Iýð- inn verðr þá líka að láta ásannast, að hann bæði kunni að mela það og með að fara; er því ís- lendingum næsta vandfarið i kosningum þeim, er nú liggja fyrir, og vonandi að þeir yfirvegi sem vandlegast og beri sig saman innbyrðis um það, hverja nú skuli kjósa af nýu. f>að er eins víst, eins og það er staðfest af reynslunni um næstliðin 24 ár, að fslendingar eiga eigi fá vel brúkandi þingmannaefni meðal presta- stéttarinnar og eigi síðr í bændastéttinni, eins góð þingmannaefni ef eigi fremri til jafnaðar, heldren almennt er íöðrumlöndum úr þeim 2 stettum. En vér eigum enga mentaða meðahtett, þaðan sem þjóð- þingin í öðrum löndum fá þessa mentuðu fjölhæfu velmegandi- og auðmenn, sem hvorki eru háðir em- bættum eða stjórnarmönnum, og því síðr beygðir af örbyrgð og öðrum afkomuvandræðum1, en það er 1) Vonandi er, ab ekkert kjördæmi gjíiri þab most fyrir gustukasakir aí> kjúsa fremr þann til þingmanns sein tí- tækr er og í afkomu vaiidræbum, ef hann heflr lilib eíir ekki unnaí til ágætis ser fram jftr únnur þiugntannaefui seia

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.