Þjóðólfur - 28.07.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.07.1869, Blaðsíða 3
— 1 59 mennr stúdentafundr í Kristianíu. Á þann fund var boðið stúdentum frá Iiaupmannahafnar háskóla, Lundi og Uppsölum. |>ess var fyrirfram getið, að fundr þessi væri að eins skemtifundr og hefði hann enga politislca þýðingu. Fimm íslendingar voru í förinni, og sögðu þeir, að Norðmenn hefði tekið sér með mestu virktum, og það ser í lagi, af því að þeir voru Islendingar, þótt ekki kæmi þeirfram sem fulltrúar af hálfu íslands. Einn þeirra sagði mer, að sig hefði furðað á, hve miklu kunnugri Norðmenn og enda Svíar eru högum Islands en Danir, og má eiga það víst, að það eykr mikið á- huga þeirra fyrir oss, þegar þeir sjá og tala við mentaða íslendinga, og væri óskandi, að vér hefð- im meira færi á að kynnast þeim heldr en er. Um sama leyti var og listamannafundr og lista- gripasýning frá öllum Norðrlöndum í Gautaborg, og sömu dagana var þar blaðamannafundr frá öll- um þrem ríkjunum. Hinn 4. þ. mán. var og al- þýðufundr við Ililleröd á Sjálandi (Nordisk Folke- mödejog daganaáeptiríKaupmannahöfn; sóttuþann fund allmargir Svíar og nokkrir Norðmenn. J>ótt eigi sé vert að eigna mannfundum þessum of mikla þýðingu, þá er þó það víst, að þeir efla allmikið viðkynningu þessara þriggja þjóða og áhuga þeirra hverrar fyrir annari, og fremr eru þeir eilt fótmál í þá stefnu, að öll norðrlönd sameinist ein- hvern tíma, eins og einnig virðist að vera eðlileg- ast. En þó er sá flokkr miklu fjölmennari í Dan- mörku, sem eigi vill neitt vita af slíku sambandi, og er það eigi að undra, því að það hefir lengi verið mein Dana, að þeir eigi hafa séð, hvað til þeirra friðar heyrði, hvorki í þessu né öðru. Ekki er alveg hætt að minnast á fréttaþráð yfir ísland til Ameríku. Hið mikla Norðrlanda fréttaþráðafélag, sem hefir aðalaðsetr sitt í Kaup- mannahöfn, hefir lagt fréttaþráð frá Danmörku til Rússlands yfir Eystrasalt, og nú er það félag að leggja fréttaþráð frá Skotlandi til Noregs, og það félag kveðst hafa í hyggju að ieggja þráð yfir Fær- eyar og ísland til Ameríku, og segir það félag, að sá þráðr muni vel geta keppt við enska þráðinn, sem þegar er búið að leggja, og frakkneska þráð- 'nn, sem kominn er langt á leið. í vor var endað eitt af þrekvirkjum aldar þess- arar í Ameríku, það er að fullgjöra járnbraut um hana þvera frá Atlantshafi til hafsins kyrra. Braut- *n er milli 80 og 90 þingmannaleiðir að lengd, og hafa þeir, sem lögðu hana, átt við mikla örðugleika að berjast, því að járnbrautin gengr sumstaðar yfir ^áfjöll og djúpa dali; enn fremr höfðu þeir, sem lögðu járnbrautina, stöðugt að verja sig fyrir árás- um hinna viltu Indíana. |>að er eigi lítið, sem þessi braut hefir létt fyrir ferðum og samgöngum um þvert fastaland Ameríku, svo nú geta menn farið það á færri dögum en áðr á vikum; og eptir að þessi járnbraut var fullbúin, er sagt að menn geti farið á 80 dögum kringum allan jarðarhnöttinn. Menn vænta eptir, að hið annað þrekvirki þessarar aldar, skurðrinn milli Miðjarðarhafsins og Rauðahafsins, í gegnum Suezeyðið, verði fullbúinn í Septembermánuði næstkomandi. Jarlinn á E- gyptalandi hefir verið að ferðast um Norðrálfuna til að bjóða konungum og keisurum til að vera við, er hann yrði opnaðr. TÍMI ER PENINGAR. það hefir verið talin nauðsynleg fyrirhyggja í búnaði vorum, að búa sig sem bezt undir hinn stutta og oss sveitabændum dýrmæta heyanna-tíma, bæði með því, að Ijúka af þeim störfum, sem eiga að réttu lagi að ganga á undan slættinum, og hafa öll áhöld og nauðsynleg verkfæri, sem til heyvinnu útheimtist, í sem bezta standi, svo aðgjörð þeirra og ýmislegt ólag tefi sem minnst að mögulegt er fyrir heyönnum, því búmenn vorir hafa kveðið svo að orði: »sláttrinn er stunda glöggr«; því þeir hafa fundið, hve áríðandi það er að geta aflað nægilegs fóðrs fyrir allan búpening sinn, því nægi- legar heybyrgðir er vissasti ábyrgðarsjóðr fyrir land- búnaðinum, ogfyrirrétta brúkun tímans geta flestir átt kost á að afla sér téðs ábyrgðarsjóðs, og þurfa ekki að óttast fyrir fóðrskorti handa peningi sín- um, eða afnota-missi, þp harðindi upp á falli, eins og alla jafna má búast við á landi voru, eptir af- stöðu þess, og ekkert hefir eins kollsteypt búnaði vorum eins og óframsýni og vanbrúkun tímans í þessu tilliti, eða stendr eins fyrir sönnum framförum í búnaðinum, ef vér ekki nú þegar ráðum eindregið Og alment bót á þeim galla búnaðarins, að hafa ekki nægilegar heybyrgðir handa öllum peningi vorum. það getr því ekki dulizt fyrir neinum, hvað áríðandi það er, að hver einn sé sér í tíma í út- vegum um allt það, sem getr leitt og flýtt fyrir heyvinnunni, og meðal annars svo góða ljái, sem kostr er á, og hefir að undanförnu verið mikill munr vorra íslenzku ljáa að lögun og til bits, svo að sá sem hefir haft góða ljái, hefir afkastað helm- ingi meira, en sá, sem hafði þá lítt nýta, þó þeir hefði annars verið jafnir til sláttar, fyrir utan það, hver þreyta og skapraun það er að brúka þau verk- færi, sem þannig tefja fyrir verkinu; þar að auki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.