Þjóðólfur - 25.11.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.11.1869, Blaðsíða 4
— 20 — aðhyltist og amtmaðrinn í vestrumdæminu með þeirri einni breytingu, að sama gjald skyldi greiða af fjögramannaförum sem bátum. Stiptamtmaðr- inn vildi lála gjaldið fara eptir árum, þannig að 4 fiska skyldi gjalda eptir hverja ár á tveggjamanna- förum; 2V3 fisk eptir hverja ár, þar sem 3 árar væru á borði, og 2 fiska eptir hverja ár á stærri skipum. Amtmaðrinn fyrir norðan féllst beinlínis á uppástungu nefndarinnar, með þeirri breytingu, að gjaldið af bátum, sem hafðir væri fyrir norðan land eingöngu til þorskveiða, ætti að færa niðr um helming. það er nú kunnugt, hvernig frumvarp það var, erstjórnin lagði fyrir þingið 1867, nefni- lega, að stjórnin félst á uppástungur nefndarinnar með þeirri breytingu, sem amtmaðrinn í vestrum- dæminu hafði stungið upp á. Á þessu er þá auð- séð, að nefndin, amtmennirnir og sljórnin sjálf voru einhuga á þvi, að halda hinni fornu undir- stöðu óhaggaðri, að skoða spítalagjaldið sem viðr- kenningargjald, og halda því, en að alls eigi ætti við, — enda höfðu hin fyrri Alþingi aldrei farið fram á það, — að leggja hér neina þá nýa undirstöðu, er hefði skattgjald eðr tollgjald í för með sér. J>að er og kunnugt, hversu meiri hluti þingsins 1867 tók í málið, að það var hann, sem breytti allri undirstöðu frumvarpsins, og öllu upprunalega eðli spítalagjaldsins, og bjó til úr því reglulegan al- mennan skatt, að oss virðist, eins vanhugsaðan og óeðlilegan og ástæðulaust, eins og innheimtan verðr örðug og umsvifamikil, og því næst ómöguleg; og hefði þó víst eigi verið ætlazt til of mikils, þótt ætlazt væri til, að þingmenn sæi, að eigi væri vert, að búa til nýa skatta, meðan stjórnarmál vort stendr eins og það stendr; og allir sjá, að það væri eigi hið æskilegasta skattaform, að bollaleggja svona sér- stakan sJcatt til hverrar einnar þurftarvorrar útaf fyrir sig, eða hverrar stofnunar, sem kynni að rísa upp hér álandi. En allt nm það tók stjórnin þessari uppá- stungumeiri hlutans meðbáðum höndum,og konungr staðfesti frumvarpið, eigi vegna þess, að stjórnin þættist sjá, að frumvarpið, eins og það kom frá þinginu, væri svo gott eða samsvarandi tilgangi sínum, heldr sökum þess, að konungsfulltrúinn á Alþingi 1867 ætlaði, og taldi stjórninni trú um, að þetla frumvarp yrði svo vinsælt með landsmönnum, er bændr væri höfundar og hvata- menn þess, og því nær allir bændrnir á þing- inu hefði goldið því jákvæði sitt, og svo, ef til viil, til að geta haft það sem sleggju á Alþingið sjálft síðar meir. En því var þegar spáð afminni hluta þingsins 1867, að löggjöf þessi mundi eigi verða að gcði landsmanna, enda rættist sú spá fijólt. J>að má svo að orði kveða, að allr almenningr á íslandi sæi þegar, er þeim varð kunnug tilsk. 10. Aug. 1868, að fremr væri hér ofhröpum farið að lagaverki þessu, og ófyrirsynju eðr að nauðsynja- lausu, að gjaldið væri næsta óbilgjarnt, næsta þung- bært, og allt of þungt á sjávarútveginn, sem er mjög stopull, að innheimtan var öldungis ókljúf- audi, og að það væri ekki petta, ekkertaf þessu, sem hefði verið beðið um og ítrekað aptr og aptr í bænarskrám frá undanförnum þingum. Svona leit nú almenningr og gjaldþegnarnir sjálfirámál- ið, eins og sýna þær samtals 14 bænarskrár ernú komu til Alþingis í sumar, víðsvegar að úr landinu, og voru sumar þeirra heldr þungorðar um lóggjöf þessa, og að vorri ætlun með fullum ástæðum. Af þessum 14 bænarskrám er eigi ein, er fylgi fram sömu undirstöðunni, og er í löggjöfinni*. Fimm af þessum hænarskrám, biðja beinlínis um, að þessi hin nýja löggjöf verði þegar úr lögum numin; 6 bciðast þess, að henni verði frestað fyrst um sinn; og 3 að henni verði breytt, og ein af þeim (úr ísafjarðarsýslu) þvi nær beint í það horf, sem minni hluti þingsins fór fram á 1867; 1 (úr Vestmannaeyjum), að gjaldið yrði tekið eptir hlutatölu (Va alin af hverjum hlut) án tillits til hlutarhæðar, og hin 3. (úr Barðastrandarsýslu), að gjaldið yrði sumpart ákveðið gjald af hverju skipi, og sumpart gjald af hreinum ágóða, er allr kostn- aðr væri frá dreginn. Að öðru leyti eru uppá- stungur bænarskránna ýmislegar, þar sem sumar beiðast þess, að frumvarp það, sem lagt var fyrir Alþingi 1867, verði lagt aplr fyrir þingið, og gold- ið verði eptir tilskipun 27. maí 1746, unz mál þetta sé komið í kring; sumar, að frumvarpið ó- breytt sé gjört að lögum, og surnar, að hin eldri löggjöf standi óhögguð. J>egar menn nú virða fyrir sér bænarskrár þessar, þá er eigi annað að sjá, og engi getr ann- að sagt, en að landsmönnum yfir höfuð hafi geðj- azt vel að undirstöðu þeirri, sem nefndin í Reykja- vík lagði 1864, og stjórnin aðhylltist síðar i frum' varpi sínu, er hún lagði fyrír þingið 1867. (Niðrl. síðar). DÓMR YFIRDÓMSINS í máliuu : Ilelgi Helgason (á Lambastöðum í Garðit gegn (fógetanum í Gullbringusýslu) sýslumanm Clausen. (Upp kveiiim 2 5. Jan. 1S69. — Jcín Gutmmndsso'1 9|,ttl 1) Sjá Alþirigistií). 1869, II., bls. 98.-102.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.