Þjóðólfur - 20.12.1869, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.12.1869, Blaðsíða 2
margt annað hjá oss að vera aumlegt ástand, því að auðvitað er, að svo getr bæði vantað þessa og aðra nauðsynjavöru, þegar kaupför verða fyrir ó- höppum, svo sem nú hefir átt sér stað á Norðr- landi. Eins og kunnugt er af ferðabók Olaviusar, var saltgjörð stofnuð á Reykjanesi á Vestrlandi seint á fyrri öld, og er sagt að menn hafi til búið þar smátt og fallegt salt, en því miðr fórst sú salt- gjörð fyrir, er hún hafði staðið um nokkur ár. }>að er sagt, að menn hafi soðið saltið úr sjón- um við hveri nokkra, er þar eru rétt við sjávar- mál, en því miðr munu menn þá eigi hafa verið kunnugir þeim hætti, er seinna tíðkaðist, að þétta sjóvatnið við sólarhita eða við frost (»Hede- og Iíuldegradering«), áðren hann væri soðinn niðrtil saltgjörðar, og því mun ágóðinn af slíkri saltgjörð eigi hafa orðið svo mikill, sem hann annars hefði mátt verða. í Síberíu hafa menn nú um mörg ár búið til salt á þann hátt, að menn láta sjóinn frjósa í rennustokkum eða ílátum, því næst taka menn ís- skánina af og fieygja burt, og eyma svo löginn, þegar mönnum þykir hann nægilega megn (eðr sterkr) orðinn, yfir eldi. Ilafið kring um ísland inniheldr vanalega 4% af hreinu matarsalti, en þegar sjórinn er látinn frjósa í (látum í hörðu frosti, svo sem eina nótt, þá hefi eg fundið, að þetta getr aukizt til 12%, og ætti maðr þá eptir því að geta fengið liðuga 3 fjórðunga af salti úr 100 pottum af sjóseltu, er þannig væri þéttuð, en mér þykir eigi ólíklegt, að þetta geti með ílrekuðu frosti orðið hálfu meira. Saltsuðan sjálf á þéttuðum saltlegi er mjög einföld, því hún er að eins innifalin í því, að láta vatnið eymast við hægan eld, en eptir því sem vatnið í saltleginum minkar, fer að koma saltskán í pottinn, og sumt af saltinu tekr að setja sig á pottbotninn. Taka menn þá skánina og saltið frá botninum jafnótt og það skilur sig, og lála það í trog eða kerald, sem hefir ofr-smá göt á botnin- um, svo að lögrinn, sem hangir við það, geti rnnn- ið frá saltinu, og þennalög láta menn aptr í pott- inn, en þurka saltið við hægan hita. í saltsmiðjunum (Saltværkerne) eyma menn saltið á stórum og víðum járnpönnum, og þurka það við hinn sama hita, sem vatnið er eymt við, en hjá oss mætti vel bjargast við hina stærri potta til að eyma sjóvalnið í, og mundu menn bráðum sjá, að með þessum hætti mætti töluverðu til leið- ar koma, ef haganlega væri að farið, og að mönn- um að minsta kosti í bráðri nanðsvn gæti tekizt að fá svo mikið salt úr sjóvatninu, sem nauðsyn- legt væri til að geta saltað kjöt og fisk þann, er menn þurfa til vetrarforða á heimilinu. }>að er svo sem auðvitað, að ef íslendingar ættu að geta til búið sér sjálfir alt það salt, sem landið þarfnast, í saltfisk sinn og kjöt það, sem út úr landinu er flutt, þá yrði það eigi gjört nema með reglulegum saltgjörðasmiðjum, en þetta, sem liér er sagt, ætti að geta hjálpað fólki í bráðum viðlögum, því það er eins og orðtækið segir, að »við lítið má bjargast, en eigi við ekkert«. þegar menn eyma saltlög eða sjósalt í »ó- glasseruðumn eða ótinuðum pottum, þá vill í fyrstu slá á sallið nokkuð rauðleitum lit; kemr það af járninu, en af þessu getr eigi verið neinn skaði búinn, því að járnið sjálft er als eigi óholt fyrir mannlegan líkama, enda hverfr litr þessi, þá er hinn sami pottr hefir verið hafðr um hríð til salt- gjörðarinnar, þar sem nokkrs konar saltskán setr sig innan í pottinn, svo að saltlögrinn liggr þá eigi lengr upp við bert járnið, ef skán þessi er látin sitja kyr í pottinum. Saltlög má eyma við als konar eld, og þó hvað bezt við jafnan mó- eða skán-eld, og má líka til þess liafa vel þurkaða þöngla. Roykjavík 30. Niívembr. 1869. J. Ujaltalín. — Jafnframt og herra biskupinn sendi ritstjórn þjóðólfs til birtingar í blaðinu biblíufélagsreikn- inga þá, fyrir 4 næstliðin ár, sem hér fylgja á eptir, ritaði hann oss, 14. þ. mán. svo látandi bréf: • Um leið og eg hérmeð sendi yðar endurskoð- aða reikninga biblíufélagsins fyrir 4næstliðin ár, til birtingar í blaði yðar, skal eg með tilliti til þess, sem sagt er í seinasta þjóðólfi geta þess, að orsökin, hvers vegna félagið hefir ekki látið prenta reikningana seinustu árin, er sú, að síð- an íslenzka Nýa testamenlið ogbiblían varprent- uð í Lundúnum, hefir' orðið hlé á aðgjörðum félagsins, útgjöld þess hafa verið næstum því engin og árstekjurnar nærfelt hinarsömu, nefnil- vextir af höfuðstólnum, gjöf konungs, það lítið, sem inn hefirkomið fyrir seldar biblíur og árs- tillag 1 eða 2 félagsmanna. Reikningarnir hafa hvert ár verið endurskoðaðir á venjulegan hátt, og þótt það alls ekki sé lögboðið, að birta reikn- inga slíkra félaga á prenti, hefir félagsstjórnin ekkert á móti því, að það sé gjört, nema hvað það bakar félaginu nokkurn kostnað. Fyrir mih

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.