Þjóðólfur - 26.01.1870, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.01.1870, Blaðsíða 4
12) óhultara að taka það npp i bænarskrána til konungs, sjálfsagt til þess að sýna stjórninni, hvern veg hún ætti að ganga, til þess að óvild allra gjald- enda gegn spítalagjaldinu gæti haldizt sem mest. þetta urðu þá úrslit þessa máls á síðasta Al- þingi, og þannig var bænin löguð til konungs. Oss er það með öllu ókunnugt, hverjar tillögur konungsfulltrúans hafi orðið um málið við stjórn- ina; en vér getum eigi dulizt þess, að vér mund- um telja það óskiljanlegt af honum, sem mætti og ætti að vera orðinn nokkuð kunnugr landshögum og hugsunarhætti landsbúa, ef hann sæi enn eigi, að gjaldstofn meirihluta þingsins er óhafandi, hversu sem með hann er farið ; ef hann enn í- myndaði sér, að gjaldendr nokkru sinni mundu við hann sættast, eða að sýslumönnum nokkru sinni mundi takast, að ná þessu gjaldi inn, svo að sem næst færi aflanum; ef hann enn eigi sæi það, að slík löggjöf er, eptir hugsunarhætti og á- liti landsbúa, eins og bænarskrárnar skýlaust sýna, til niðrdreps fyrir gott siðferði og ráðvendnislegan liugsunarhátt; vér skulum því eigi trúa því, l'yr en vér tökum á því, að hann hafi látið nú í sumar aptrsveigjastaf tillögum bœndannah þinginu, þeirra bœnda, sem með öllu eru óviðriðnir gjaldið, og sem því hvorki bera fullt skynbragð á málið, og geta alls eigi gjört sér skýra grein fyrir því, hvaða erfiðleikum þessi gjaldmáti er bundinn. Yér skul- um eigi trúa því, segjum vér, að hann hafi lagt með uppástungum meirihluta Alþingis, þvert of- an í þær 14 bænarskrár, sem tii þingsins komu, úr 9 kjördæmum landsins, og sem 630 gjaldendr spítalahluta höfðu undirskrifað. Af öllum þeim rökum, sem bænarskrár þessar báru fram, og öðr- um fleirum, sem komu fram á þinginu, hlýtr liaun að hafa séð, að liann hafi orðið nokkuð bráðráðr 1867, er hann þá mælti fram með uppástungum meiri- hlutans af þeim ástæðum, að gjald þetta yrði vin- sælt, sökum þess, að bœndrnir á þinginu hefðu verið því meðmæltir (sjá stjórnartíðindi 1868 bls. 548—550). En á hinn bóginn getum vér heldr eigi dulizt þess, að af ræðum hans að ráða, eins og þær koma fram í þingtíðindunum, hefir hann engan veginn tekið svo í þetta mál, sem iands- menn mundu ætla honum og vér verðum að ætla, að bezt hefði gegnt; því að þegar hann sá bæn- arskrárnar, og hugleiddi allar ástæður, hefði mátt vonast eptir, að hann hefði kröptuglega mótmælt þeim, sem vildu halda grundvelli tílskipunarinnar, og stuðlað að því, sem mest hann mátti, að sú uppástunga fengi framgang, að framkvæmd tilsk. 10. Ágúst 1868 yrði frestað, en spítalagjaldið yrði fyrst um sinn greitt eptir tilskip. 27. Maí 1746, uns málið væri aptr rætt á Alþingi, og ný lög kæmu út um það. Vér getum alls ekkert séð á móti því, að stjórnin hefði nú þegar í vor frest- að eða numið úr gildi tilsk. 10. Ág. 1868 eptir beiðni Alþingis, og boðið að gjalda spítalahlutina framvegis og fyrst um sinn eptir hinni eldri lög- gjöf. f>að var uppástunga bænarskránna, og það var uppástunga nefndarinnar. F'orseti og þingið taldi reyndar síðara hluta 3. niðrlagsatriðis nefnd- arinnar (á atkvæðaskránni 6 b): «en þangaö tilpaö (o: frumvarpið 1867), verðr að lögum, verði gjald til læknasjóðsins greitt eptir tilsk. 27. Maí 1746», væri fallinn við það, að fyrri hlutinn féll; og það getr má ske sýnzt svo, þar sem þetta orð «það» er miðað við frumvarpið 1867; en að meining- unni var það alls eigi fallið; þvi að búið var að samþykkja að biðja um, að tilsk. 10. Ág. 1868 yrði úr lögum numin hib allrafyrsta, og þá lá beint við, að biðja um eitthvað í staöinn; enda þurfti alls eigi annað, en víkja orðunum lítið eitt við, og þá lagði þetta sig sjálft; þetta átti forseti að sjá, og bera uppástunguna undir atkvæði með nauðsyn- legri útskýringu. Vér skulum nú alls eigi leiða neinar getgátur að því, hvort forséta í raun og veru hefir sézt yfir þetta eða eigi; við hinu mátti má ske búast, að meirihlutinn hefði fellt þennan staflið, þótt hann hefði komið til atkvæða, en það réttlætir ekki þessa aðferð forsetans. En hvað sem öðru líðr, þá verðr að líkind- um látið heita svo, að tilsk. 10. Ág. 1868 verði í gildi næsta ár, nema því að eins, að stjórnin sjái betur fyrir, en þá sýnir reynslan bezt, hversu hún gefst. Vér viljum engu spá, en hitt er víst, að einn af hinum helztu hreppstjórum og sjávarútvegsbændum hér á Suörlandi hefir fyrir skömmu sagt við oss, að hann skipti sér alls ekk- ert af innheimtu þessa spítalagjalds, enda hefðí sér eigi til hugar komið, að reyna til að hafa tölu á afla þeim, er hann hefði fengið á útveg sinn, því að það hefði sér eigi verið auðið, en þess skyldi hann glaðr sverja eið, að hann ekkert vissi um tölu á aflanum; gæti nú vel verið, að fleifl yrði slíkir, og ef nú sýslumennirnir og bæarfó' getarnir hér á landi fengi alment þessi svör, hvei verða þá úrræðin fyrir þeim? Vér sjáum eng]a önnur en þau, að sleppa öllu saman, og þá v®rl löggjöfin eigi til einskis. Einhverir kunna a^ svara, að yíirvöldin yrði þá að skapa sér tölu°a á allanum, og taka svo gjaldið lögtaki. Jú, satt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.