Þjóðólfur - 26.01.1870, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 26.01.1870, Blaðsíða 5
— 49 fcf það; en þá fengi þeir þó nokkuð að gjöra, ef þeir ætti að fara að grenslast eptir almennri hlutarhæð á ýmsum stöðum hver í sinni sýslu, á fiverri vertíðinni fyrir sig alt árið um kring, því að þeir yrði þó að skapa blutarhæðina að minsta kosti eptir því, sem almennast væri í hverri veiði- stöðunni; því að leggja það öldungis út í bláinn ástæðulaust, væri bæði mjög svo harðstjórnarlegt og helbert ranglæti; og svo ætti þeir á eptir að taka þetta gjald, sem þeir hefði skapað hverjum einum, lögtaki. þetta er reyndar hugsanlegt, en oss uggir, að þeir fengi nóg af því starfi, og þegar nú þar við bættist, að út úr því gæti risið lieil legio af málum milli formanna og háseta, að þeir bæðu sig því starfi undanþegna næsta ár. |>að væri sannarlega illa farið, ef sú yrði niðr- staðan, fyrir óhöndulega aðferð hlutaðeiganda, að læknasjóðnum greiddist ekkert spítalagjald þetta árið, eða þá næsta ár, og því verðum vér að skora 4 stjórnendr læknasjóðsins, að leggja alt sittfram til þess, að það verði eigi. það virðist þó liggja næst, að þeir riti stjórninni um málið, og fái hana til, að gjöra einhverja þá bráðabyrgðará- kvörðun um þetta mál, að læknasjóðrinn hvorki missi allar tekjur sínar af sjávarafia um heilt ár eða lengr, né sú úlfúð og mótþrói kvikni hjá gjaldendum, að altverði í einu báli. Og ef það er satt, sem vér höfum heyrt, að fieslir sjávarbændr í lleykjavík hafi nú nýlega ritað stiptsyfirvöldun- um, og beðizt þess, að þau sæi um, að fram- kvæmd tilsk. 10. Ágúst 1068 yrði frestað, og hafi jafnf'ramt boðizt til að gjalda spítalahlut svo sem að undanförnu, hirða sjálfir hlutinn, og skila verð- inu óskertu, eptir því sem stiptsyfirvöldin ná- kvæmar ákvæði, þá er líka víst að stiptsyfirvöldin geta að vísu eigi af eigin rarnmleik frestað fram- kvæmd tilskipunarinnar; en vér sjáum eigi betr, en að stiptsyfirvöldin ætti að hugsa sig vel um, áðr en þau höfnuðu slíku boði, heldr reyna að fá samþykki stjóruarinnar til þess með fyrstu gufu- skipsferð; og vér viljum þar að auki leyfa oss að spyrja hin háu stiptsyfirvöld, hvort þau þegar ^afi gjört allar nauðsynlegar og sjálfsagðar ráð- stafanir til þess, að hinni nýu löggjöf 10. Ágúst j868 verði alment og skipnlega framfylgt; —enda firþað stjórninni á sjálfsvaldi að fresta framkvæmd 'öggjafarinnar, því að Alþingið beiddi þess, að hún •frði úr lögum numin hið allra-fyrsta, og þá er auðséð, að stjórnin getr það eins í vor, eins og síðar; 0g þá hlýtr hún að hafa fult vald til, að táta hin eldri lög halda gildi sír.u til bráðabyrgða. — FJÁRKLÁÐINN er nú, eptir því sem milli- ferðamönnum ber saman um, að smá-koma í ljós á æ fieiri hæum meðfram öllum fjallgarðinum í Ölfusinu, alt norðan frá Reykjakoti og Grafnings- fjöllunum og suðr að Selvogsheiði. I Selvognum hefir enn eigi orðið kláðavart, og er þó sagt, að þar hafi verið haldið uppi rækilegum skoðunum. í annan stað vildi það ekki lánast, að kláðinn, er upp kom hjá Guðmundi hreppstjóra Guðmundssyni í Landakoti á Yatnsleysuströnd um mánaðamótin Nóvember—Desemberf?) f. á.1 svona smámsaman í samtals 4 kindum, er hann skar allar jafnóðum, léti þar við staðar nema; við síðustu skoðun hjá honum, nú í þessum mánuði, fanst að vísu engi vottr í hans fé þá í stað, en aptr óyggjandi kláði og talsverðr þar á næsta bæ, hjá báðum bænd- unum á Auðnum, og um sama leyti kom fram kláði í lambi einu í Knararness-fénu. Svona er þá fjárkláðínn lifnaðr og lifandi, eigi á einum einstökum bæ eðr tveimr, eins og var í Ölfusinu í vor er leið fyrst framan af (á Gríms- læk og Hrauni), heldr víðsvegar um tvær víðlendar sveitir heggjamegin við suðrheiðarnar, í 2 þeim sveitum, sem eiga og nota víðlend og mik- il heiðarlönd, þar sem er samgangna von, og meira að segja óhugsandi að varna samgöngnm á mis úr þeim mörgu sveitum alt um kring, er liggja að fjallgarði þessum. Á því getr heidr ekki verið neinn efi, eptir margítrekuðu áliti allra kláðafróðra manna fyr og síðar, eins og þegar var yfirlýst i reglugjörðum enna konunglegu erindsreka 1859, viðrkent af lækningastjórninni og staðfest með kláðalöggjöfinni 5. Jan. 1866, að með þeim sam- göngum fjárins, sem sjálfsagt hafa orðið að eiga sér stað, fyrst um Ölfus-fjallöndin í sumar, þar úr sveitinni, og í heimalöndum í haust, þar næst alt Vatnsleysustrandarféð og Vogaféð þar um Strand- arheiðarnar allan framanverðan vetrinn, það er vafalaust segjum vér, að allan sauðfénað í þess- um tveimur sveitunum og jivorri fyrirsig verðr nú að álíta »g r unaðan«; því fyrst er það, að óyggjandi kláði er þegar kominnupp í hvorri sveitinni fyrir sig og það eigi á allfáum bæum, og þar næst eruhér öll laga-»líkindi« fyrir því, að »kláðasýkin lcunni« nú sem stendr «að dyljast« í hinu öðru fé í sveit- inni, þó að sýkinni sé enn eigi farið að slá út um skepnuna, einmitt af því að það hefir svo nýverið haft 1) þab er haft fyrir satt, ab kláíii þessi hafi mi fyrst komib fram í kind, er Gifbmundr hreppstjóri fretti til í óskil- um etir úrear.gi austr í Selvogi og let sækja þangab og færa heim til siu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.