Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 3
tiema þessarar nákvœmni og greinilegleika væri gœtt, mundi engi stjórn leyfa sér að heimta skatta og skyldur af þegnunum. það er fyr tekið fram, að frágangnum á reikn- ingum smærri opinberra sjóða og stofnana hér hjá oss sé eigi ábótavant að neinu verulegu. En þegar farið er að skoða ársreikninga þeirra sjóð- anna og stofnananna, sem hafa veruleg áhrif á gjaldskyldu almennings, eins og er um jafnaðar- sjóðina, og um niðrjöfnun og endrgjald alþingis- kostnaðarins, eðr jafnframt hafa mikinn fjárstofn og almenna og verulega þýðingu á annan veg, svo sem «lœlcnasjóðrinn« eðr spítalasjóðirnir fornu, og Thorkillíí- barnaskólasjóðr, þegar menn skoða reikninga þessara sjóða og stofnana, eins og þeir koma út árlega frá háyfirvöldum vorum, og menn vilja finna þar þann greinilegleik, nákvæmni og áreiðanlegleik sem er lögboðinn með kgsúrsk. 2. Marz 1861, þá geta menn brátt sannfærzt um það, að til þessa hafa háyfirvöld vor ekki litið öll á einn veg á þetta mál, ekki látið sér vera það jafn-hugarhaldið hvert fyrir sig, að fulinægja orð- um og anda lagaboðsins í því að hafa reikning- ana greinilega og nákvæma. Jafnaðarsjóðsreikn- ingar amtmannsins í Yesturamtinu og allir veru- legri reikningarnir frá amtmanninum fyrir norðan (eigi síðr en binir smærri) bera það Ijóslega með sér, að báðir þessir amtmenn hafa gjört sér far um að ganga svo frá þessum sínum reikningum, að lagaskilyrðum konungsúrskurðarins um greini- legleik, nákvæmni og áreiðanlegleik væri fullnægt, að minsta kosti í öllu því sem verulegast er. Niðrskipunin og flokkaskipun tekjanna og útgjald- anna er fyllilega greinileg og nákvæm, einnig að því að þess er getið með fám orðum við hvern þann útgjaldapóst, sem sérstaklegr er og óvanalegr, hvernig á honum standi. í jafnaðarsjóðsreikningi heggja amtanna er þar að auk skýrskotað til konungs- árskurða eða stjórnarúrskurða, t.d. til þess að helga og réttlæta upphæð þeirra útgjaldapóstanna, sem eigi er fastákveðin eðr sjálfsögð eptir eldri lögum; 8'ona er t.d. í báðum þeim jafnaðarsjóðsreikningum tafnan skýrskotað til stiptamts-ákvæðis um upphæð Þess hluta alþingistollsins, semáað lenda álausa- fenu J amtinu ár hvert; að vér ekki nefnum, að 1 hverjum ársreikningi er til fært, hvað margir ^ildingar sé ákveðnir af amlmanni til niðrjöfn- l>nar á hvert lausafjárhundrað, og hvað mikið gjald- lst úr hverri sýslu amtsins eptir þeirri niðrjöfnun. Eins er og þess jafnan getið neðanmáls, ef ó- f°knar skuldir hvíla á sjóðnum, hve mikið skuli endrborga 'upp í hana ár hvert, og hve miklar að sé skuldar-eptirstöðvarnar um Iok reikningsársins1. (Niðrlag í næsta bl.). spítalagjaldsmálið. í 12.—13. blaði þjóðólfs þ. á., bls. 49, gát- um vér þess, að vér hefðim heyrt, að flestir sjáv- arbændr í Ileykjavík hefði þá nýlega ritað stipts- yíirvöldunum og beðizt þess, að þau sæi um, að þeir mætti gjalda spítalahlutinn núna á vetrarver- tíðinni á sama hátt og að undanförnu, þ. e. eptir tilsk. 26. Maí 1746, en jafnframt boðizt til, að hirða sjálfir hlutinn og skila andvirðinu afdráttar- laust. þessari beiðni Reykvíkinga er nú sagt, að stiptsyfirvöldin hafi svarað bréflega á þá leið, að þau gæti eigi leyst, hvorki Reykvíkinga né aðra sjávarbændr undan því, að hlýðnast boðum tilsk. 10. Ágúst 1868, en játi þó jafnframt örðugleik- ana á því, að hlýðnast henni, án þess að sveigt sé að því, að þau mundu ætla sér að bera málið undir stjórnina, og leita samþykkis og ráðstafana hennar til bráðabyrgðabóta í málinu. þannig munu sjávarbændr hér í Reykjavík hafa skilið bréf stipts- yfirvaldanna, og þannig munu þeir tveir sjávar- bændr, sem fóru til stiptamtmannsins, til að fá fullnaðarandsvar um þetta mál, hafa skilið orð hans, að stiptsyfirvöldln ætluðu að láta við svo búið standa af sinni hálfu, að segja nei, og gjöra ekkert. það var þegar viðrkent í fyrri grein vorri um þetta mál, að stiptsyfirvöldin gæli að vísu eigi leyft þetta af eigin rammleik — og Reykvíkingar máttu líka ganga að því vakandi —; en það lá og beint við fyrir stiptsyfirvöldunum, að bera málið undir stjórnina. Reykvíkingum hefði nú reyndar verið innanhandar, að láta og hér við staðar nema af sinni hálfu, láta sjá hvar setti, og treysta því, að hér mundi sem optar að reka á endanum: «Pað líðst svo margt, að það leyfist ckki». En Reykvíkingar vilja heldr fá formlega heimild og lagaleyfi fyrir því, er þeir hér sjá sér eitt fært að leýsa af hendi, og sökum þess hafa þeir, að því er sagt er, enn að nýu ritað stiptsyfirvöldunum, og beiðzt þess, að þau bæri mál þetta undir stjórn- ina með næsta gufuskipi, og skýrði benni fráfram- boðum sínum og öllum málavöxtum, og væntist þeir þess, að þau mælti fram með bæninni, og fulltreystum vér og hinu sama. Úr nærsveitunam hér sunnan fram með Faxa- 1) pessa var einnig gætt t fyrsta jafnaílarsjlibsreiku- ingnmn, sem stiptamtmabr Hilmar Finsen samdi og birti reglu- lega (fyrir árib 1865, sbr. pjóbálf XVIII, 135), en síban aidrei.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.