Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.03.1870, Blaðsíða 4
flóa höfum vér frétt það um þetta mál, að víðast hafi menn átt fundi með sér, og að allir sé ein- huga á því, að bjóðast til, að skipta læknasjóðn- um hlut eptir hinum eldri lögum, og láta þar við lenda. það er víst, að óánægjan yfir hinni nýu spítalalöggjöf er mjög megn hér á Suðrlandi, enda mun það hafa komið berlega og alment í Ijós á öllum þeim mannfundum, eins og endrarnær. En það virðist oss eigi rétt af neinum þeim, sem telja nýu lögin óhafandi, eins og þau eru, að leita engra bragða í, til að fá þeim breytt, heldr ætla sér að þumbast svona þegjandi; og vér viljum alls eigi dyljast þess, að eins og Reykvíkingar ganga hérá undan öllum öðrum, eins fari þeir og hyggi- legar að en aðrir, þar sem þeir leita alls í, til að fá tilsk. 10. Ágúst 1868 frestað eða breytt á lög- legan liátt, og oss virðist, að þeir standi talsvert betr að vígi eptir á fyrir þessar tilraunir sínar, en aðrir sjávarbændr, sem hika við að fylgja þeim í þessu. En þótt nú svo fari, að Ueykvíkingar verði einir á bandi með að fara þennan bónarveg, þá er sízt að efa, að stiptsyfirvöldin líti réttvíslega á þessa formlegu og þegnlegu aðferð þeirra, og styð'i þvi kröptuglega málstað þeirra og allra Sunn- lendinga við sljórnina; mun þá málið vafalausl fá góða áheyrn hjá stjórn konungs, og hún láta að tillögum bæði alþingis og stiptsyfirvaldanna, að nema úr lögum tilsk. 10. Ágúst 1868 nú þegar, eða fresta framkvæmd hennar, og leyfa það beinlínis, að greiða spítalahlutinn fyrst um sinn eptir hinni eldri tilskipun. Hversu vandfarið sem stiptamtmanni er í þessu máli, bæði sem konungsfulltrúa á síðasta Alþingi og amtmanni í suðramtinu og stiptamtmanni yfir íslandi, þá treystum vér því eins og beiðendrnir, að stiptsyfirvöldin beri nú þegar með næstu gufu- skipsferð málið undir stjórnina, og beiti nú allri þeirri sannfærandi lægni, sem báðir þeir háu herr- ar eru alkunnir að, til að sýna stjórninni fram á nauðsynina, að fresta framkvæmd tilsk. 10. Ágúst 1868, og varla þarf að kvíða því, að nokkur ein af viðbárum þeim, sem meiri hlnti þingmanna í málinu hafði á hverjum fingri, villi nú sjónir fyrir háyfirvöldunum, eða nái að draga úr meðmælum þeirra með bæn Reykvíkinga. Yér hirðum eigi, að hreifa mótbárum þessum hér, eða slá varnagla við þeim; að eins eina þeirra er vert að nefna, af því að það voru helzt lagamenn meiri hluta þingsins, er beiltu henni, en hún er sú, að eigi væri til þess að hugsa, að fá frestun á framkvæmd tilsk. 10. Ágúst 1868, og tilsk. 27. Maí 1746 aptr gefið gildi þegar á nœsta vori (þ. e. nú í vor 1870), sökum þess, að eigi yrði auðið, að slík bráða- byrgða-ákvörðun, þótt stjórnin gæfi hana, gæti náð lagagildi með reglulegum þinglestri í tæka tíð, eða fyrir gjalddaga 1870. En það er eins og þeir menn, er halda slíkri kenningu fram, kunni eigi að gjöra réttan greinarmun á bráðabyrgða- lögum, eða st/órnarráðstöfunum til bráðabyrgða («provisoriske Love», »provisoriske Foranstaltnin- ger»), og fullnaðar-lögum («permanente Love»). það er auðskilið, og liggr þegar í sjálfu orðinu: «bráðabyrgðalög« Og «bráðabyrgðar-ráðstöfun», að slíkar ráðstafanir eða ákvarðanir yrði alveg að missa af tilætluninni, ef eigi mætti hlíta öðru og einfaldara formi, til að fá þeim framkvæmd, heldr en hinu sama þinglýsingarformi á manntalsþing- um, er gildir um almenn lög yfir höfuð; með öðrum orðum: ef eigi mætti koma fram neinni bráðabyrgðar-ráðstöfun nema svona þinglesinni, þá gæti engi siík ráðstöfun átt sér stað hér á landi. f>að eru og nægir lagavegir aðrir, en þing- lýsing á manntalsþingum, til að fá bráðabyrgða- lögum fult gildi, t. d. birting þeirra á kirkjufund- um, og jafnframt í því blaðinu, sem löggilt er til að auglýsa opinberar ráðstafanir (nú sem stendr í Pjóðólft). Og það er eigi langt á að minnast, til að sannfærast um þetla: bæði opnu bréfin 26. Febr. f. á. um að Alþingi skyldi uppleyst, og að kjósa skyldi til nýs þings. Konungsbréfum þessum var þegar hlýðnast og fram fylgt, með því að undir búa nýar kosningar með kjörskrám o. 11., og það viðstöðulaust, áðr en nokkur þinglestr þeirra gat átt sér stað, og voru þar með almenn gildandi lög (alþingislögin) svipt gildi sínu um stundarsakir; meira að segja: þó að konungsbréf þessi hafi verið sumstaðar þinglesin á manntalsþingum næstl. vor, er vér þó teljum mjög óvíst, þá var það þó enn ógjört í sumum kjördæmum, þá er kosning,ar fóru fram, og hið nýkosna þing kom saman 27. Júlí f. á., og mun þó engi hafa látið sér til hugar koma, að hér væri allar kosningar ólöglegar, og Alþingi fyrir þessar sakir ólögmætt. þess vegna er það auðsætt, að fengist nú þegar í vor fyrir tilstilli stiptsyfirvaldanna bráða- byrgða-ráðstöfun um frestun á framkvæmd tilsk- 10. Ág. 1868, en standa skuli fyrst um sinn við spítalagjaldið eptir hinni eldri löggjöf, þá getr sú ráðstöfun náð fullu gildi þegar í stað, og koinið að tilætluðum notum, enda þarf hér eigi um þinS' lýsingu að tala, þegar hlutaðeigendr hafa boði*l>

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.