Þjóðólfur - 16.04.1870, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.04.1870, Blaðsíða 2
— 90 — eirðarseggi og morðingja. Feniaflokkrinn erengu ánægðari með aðgjörðir stjórnarinnar, því að bún heflr neitað að láta lausa óeirðarmenn af flokki þeirra, sem nú eru í fangelsi. þeim hefir heldr eigi batnað við það, að páfinn hefir bannfært félag þeirra; en þeir kveðast eigi hirða um hótanir lians. Og mælt er, að prestar muni eigi þora að lesa upp bréf þetta víða á írlandi og í Bandaríkjunum, því að þeir eru hræddir um, að það muni verða til þess, að þeir missi margan sauð úr hjörð sinni. Stjórnin enska hefir nú lagt fyrir þingið frnmvarp til nýrra bj'ggingarlaga á írlandi, og bætir það að nokkru úr því ústandi, sem er, en þó eru menn hræddir um, að Irar muni hafa vænzt eptir meiri bót af Mr. Gladstone og Mr. Bright, og er því hætt við, að þetta frumvarp verði eigi eins góðr friðarboði og óskandi væri. f>að þykir nýmæli hér, að háskólastjórnin í Edinburgh hefir veitt konum að ganga að háskól- anum til að nema læknisfræði; og ætla menn, að allmargar konur verði til að nota sér þetta leyfi, því að hér gefa margar konur sig við læknisfræði, en þær hafa átt við marga örðugleika að berjast, þar eð þær hafa eigi haft aðgang að háskólum. Eg þekki eina enska konu, sem hefir mikið álit fyrir lækningar sinar. Ilún fór til Parísarborgar, og tók þar læknispróf með bezta vitnisburði. Mörg- um þykir þetta eigi vera kvennastarf, en eigi er gott að sjá, að konur sé síðr færar um það nú, en þær voru i fornöld. J>að eru og farin að opn- ast augu margra manna með það, að það sé ekkert ókvæði, þótt konur leggi stund á sömu mentir og karl- ar, og hafi jafnrétti með þeim í borgaralegu fé- lagi. Að því er hið fyrra atriði snertir, þá geta konur nú tekið hér próf í ýmsum vísindum við London University. Nokkurs konar háskóli hefir og verið stofnaðr fyrir konur eigi langt frá London, þar sern Hitchin heitir. Læra þær þar latínu, mælingarfræði og heimspeki. Kennarar frá Cam- bridge og Oxford halda þar daglega fyrirlestra. Að því er hið síðara atriði snertir, þá hafa nú komið bænarskrár til þingsins víðs vegar að, um að veita konum atkvæðisrétt til þingmannakosninga, þegar þær hafa þá hæfilegleika til að bera, er veita karlmönnum kosningarrétt. J>elta er nú hvort- tveggja í byrjun sinni hér, en í Yestrheimi erþað komið miklu lengra á leið. Hér hafa dáið ýmsir merkismenn í vetr. Fyrst er að telja Derby jarl, er dó í Októbermánuði. Hann varð fyrst þingmaðr 1821, og síðan 1846 var hann foringi höfðingjaflokksins (Tories); hann var fyrsti ráðgjafi drottningar 52, 57—9 og 66— 8. f>að er sagt um Derby jarl, að hann væri sannr höfðingi bæði að kostum og löstum. f>að var trú- arjátning hans í stjórnarmálefnum og innileg sann- færing, að höfðingjar væri bornir til að ríkja og ráða yfir öilum öðrum stéttum, og þótti það litlu minna en guðlöstun, er almúgi vildi fá nokkurn þátt í stjórn landsins. Á síðari tímum hefir engi varið hin fornu réttindi höfðingjanna með jafnmik- illi einurð og fylgi, enda setti hann sig manna fastast á móti öllum frjálslegum tilslökunum; og lét hann að eins undan ofreflinu, þegar frjálsari lög fengu framgang. Ilann er þvi mjög harmaðr af höfðingjaflokkinum, og veitir þeim örðugt að fá annan til að fylla það skarð, er liann lét eplir, því varla er sá nokkur meðal höfðingja, er hafi sömu hæfilegleika og hann, og sé eins ósveigjan- legr fyrir frjálsari hugmyndum seinni tíma. Sonr lians hefir eigi eins mikla trú á fiokki sínum, og er miklu tilleiðanlegri til að kannast við jafnrétti allra manna, en faðir hans, en þó eiga þeir nú ekki völ á öðrum betri foringja sem stendr. Der- by jarl hafði mikið gaman af veðreiðum eins og margir af Englcndingum, og segja menn, að eigi hafi verið fallegri hestar á Englandi, en hans voru. Hann var og bóknámsmaðr mikill; hann lagði út Ilíonskviðu, og þykir mikið til hennar koma. Allir Ijúka uppsamamunni um, að hann hafi verið hinn hreinskilnasti og einlægasti maðr, en aptr á móti eru mjög misskiptar meiningar um stjórnvizku hans. Rétt á eptir Derby jarl dó the marguis of Westminster, og er hans einkum getandi fyrir þá sök, að sagt er, að hann væri ríkastr maðráEng- landi. Ilann hafði hér um bil 10,000 rd. tekjurá hverjum degi, en þó var hann sagðr mjög spar- neytinn og fremr aðsjáll. Skömmu síðar dó hér og Mr. Peabody, er víða var nafnfrægr eigi að eins fyrir auð sinn, heldr og fyrir örlæti. Hann var fæddr og upp alinn í Bandaríkjunum í Vestr- heimi, og dvaldi þar hinn fyrra hlut æfi sinnar. J>á fór hann hingað til Englands, og græddist hon- um brátt fé bér eigi síðr en í föðrlandi sínu. J>að er mælt, að hann hafi gefið ýmsum stofnunum 1 Vestrheimi alt að 9 miljónum dala; og hér gaf hann 3,150,000 rd. til að bæta kjör fátækra í Lon- don. Hann kvæntist aldrei, og átti aldrei hest eðr vagn, og er það sjaldgæft hér um svo ríkan mann- Skömmu eptir að eg skrifaði yðr síðast, kom út í Oxford fyrsti partrinn af hinni islenzku orða- bók með enskum þýðingum, sem Mr. Cleasby hafð* safnað til fyrir mörgum árum síðan, en sem laBíl1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.