Þjóðólfur - 16.04.1870, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.04.1870, Blaðsíða 3
'or Guðbrandr Vigfússon hefir verið að auka og endrbæta nú í nokkur ár. Munu allir verða að játa, að hann hafl leyst það verk af hendi sér og bókmentum vorum til mesta sóma, og er mér ó- hætt að fullyrða, að hún steudr fullkomlega jafn- faetis hinum beztu orðabókum á öðrum máltim; enda hefir og Guðbrandr Yigfússon fengið maklegt lof fyrir hana í blöðum hér, t. a. m. í «Times», og segir ritdómandinn þar meðal annars, að enskir orðabókasmiðir megi vel laka sér dæmi af ná- kvæmni og vandvirkni útlendings þessa. En mér þykir slæmt að verða að geta þess hér um leið, að annar landi vor, sem hér er, hefir verið að smeygja inn í ensk blöð dómum um orðabók þessa, er engi heiðvirðr maðr mundi vilja hafa skrifað. þessir dómareru ekki annað en hártoganir, útúr- snúningr og aðfinningar, sem als ekkert hafa við að styðjast, þegar vel er að gáð, nema lærdóm(ll) og góðgirni(l!) höfundarins sjálfs. Hjá þeim, sem nokkuð þekkja ísienzku, munu nú þessir dómarað litlu hafðir, því að fijótt er auðséð, af hvaða toga þeir eru spunnir. En þeir, sem lítið eðr ekki eru kunnugir máli voru, kunna að halda, að þeir sé á ineiri rökutn bygðir en þcir eru, og þá hefir höf., ef til vill, gjört sér sjálfum eins óþarft verk og Guðbrandi með því að níða orðabókina. En hvað sem nú þesstt líðr, þá er eg viss um, að þessi orðabók verðr til þess, að fleiri vilja kynna sér mál vort og búkmentir. — Árið sem leið, komtt út hér Gunnlaugs saga Ormstungu Og Grettis saga. Kiríkr Magnússon og Mr. Morris, enskt skáld, höfðu útlagt þær sögur. Eg hefi og séð útleggingu af Færeyingasögu, sem kom út í haust, en ekki veit og hver hefir út lagt hana. J>að er og bráðum von á íslenzkri málfræði eptir enskan prest að nafni Bayldon. Ilann hefir sjálfr verið að lesa ís- lenzku' í 20 ár, án nokkurrar tilsagnar. í Frakklandi hafa menn eigi þurft að kvarta yfir tíðindaleysi í vetr, en þó hefir alt farið nokk- urn veginn friðsamlega. Menn voru fyrst hræddir um, að einhverjar hreifmgar yrði hinn 26. Októ- ^er, daginn, sem þingið átti að koma saman, en Þó varð þá sem optar, að ekki verðr alt að regni, 8em rökkr í iopti. Leið svo fram alt með kyrð ^ngað til í miðjum Nóvember, að kosningar fóru fram i París, og skorti þá ekki æsingar af hálfu flmna áköfustu mótstöðumanna keisarans, og er Uenry Kochefort fremstr í flokki þeirra. Ilann er f)laðamaðr, og hefir hann ekki hlífzt við að breiða llt alt satt og logið, er keisaranum og konu lians nia’Ui verða til minkunar. Ilann hefir opt orðið fyrtr sektum, svo hann hefir hafzt við í Briissel í Belgíu um nokkurn tíma. Ilann var kosinn og tveir aðrir af þeim flokki, er engum sættum vilja taka af keisara («Irreconciliables»). 29. Nóv. setti keisari þingið með ræðu, og kvaðst hann mundu trúlega fram fylgja þeim loforðum, er gefin hefði verið í ráðsályktuninni 8. Sept, og enn fremr gjöra aðrar þær breytingar, er meira hluta þingsins þætti þörf á, t. a. m..að stjórnin skyldi eigi ota fram sínum mönnum til þingkosninga, að bæir mætti sjálfir velja borgarstjóra sína o. s. frv. En nú leið fram eptir Desembermánuði, svo lítið var að gjört, en þó þótti mega eiga víst, að keis- ari mundi verða að skipta um ráðgjafa, ef hann ætlaði sér að efna loforð sín, og svo varð og. Ilinn 27. skrifaði keisarinn M. Ollivier, sem er hinn helzti maðr af þeim, er halda fram takmörk- uðu einveldi og þingstjórn, svo látandi bréf: «Ráð- gjafar mínir hafa sagt af sér, og með fullu trausti til föðrlandsástar yðar, bið eg yðr að benda mér á þá menn, er geti myndað samhuga ráðaneyti, er sé sannir fulltrúar meira hlutans á þinginu, og vili framkvæma ráðsályktunina 8. Sept. eptir orði hennar og anda. Eg treysti því, að þingið láti sér ant um hina sönnu hagsmuni landsins, og að þér og það vili hjálpa mér til að láta þingstjórnina ganga reglulega». M. Ollivier tókst að fá ráðgjafa með sér, þó tregt gengi í fyrstu. Og nú tók hið nýa ráðaneyti til starfa, og fór að gjöra ýmsar ráðstafanir, er þingið hafði farið fram á. En þá kom alt í einu snurða á þráðinn. Prins Pierre Bona- parte, bræðrungr keisarans, varð manni að bana, er hét Victor Noir. þessi Noir skrifaði greinir fyrir La Marseillaze, blað Rocheforts. Við það sama blað var og riðinn annar maðr að nafni Grousset; hann skrifaði og í annað blað á eynni Gorsica, og um þetta blað hafði prins Bonaparte skrifað meiðyrði í öðru blaði á Corsicu, svo Grous- set skoraði á prinsinn til einvígis, og sendi Victor Noir og annan vin sinn með áskorunina til prins- ins. J»eir fundu prinsinn heima, og þeirra fundi lauk svo, að prinsinn skaut á Victor Noir ogsærði hann til ólífis; hann komst að eins út á strætið, og dó þar. Prinsinn segir, að Noir hafi slegið sig í andlitið að fyrra bragði, og að félagi hans hafi otað að sér skammbyssu, og þá hafi hann hleypt af sinni skammbyssu sér til varnar. En lélagi Noirs, sem komst undan ósærðr, segir, að prinsinn hafi slegið Noir að fyrra bragði án nokk- urs tilefnis, og að vörmu spori hleypt af skamm- byssunni. Hvor réttar segi frá, skal eg láta ó-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.