Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.04.1870, Blaðsíða 3
hafi samþykki páfans, þá er eigi að furða, þótt biskupum rísi hugr við kenningu þessari kirkjunn- ar vegna, því að sízt þarf að ætla, að stjórnendr eðr þjóðir mundu gefa slíkri kenningu annan gaum en þann, að segja við páfa : «Ef þú vilt brjóta niðr landslög vor og þjóðarvilja, munum vér segja skil- ið við þig að fullu og öllu«. Heyrzthefir, að fund- inum muni verða skotið á frest þangað til í haust. Ekki er Spánn úr öllum sínum kröggum enn. Rétt þegar búið var að bæla niðr Karlistaflokkinn, reis lýðveldisflokkrinn upp, og gjörði uppþot á ýmsum stöðum, en með því herinn er enn fylgi- samr stjórninni, urðu uppreistarmennirnir yfirbug- aðir. Iíonungslausir eru og Spánverjar enn, því að þegar til kom. neitaði Victor Emanuel ítala kon- ungr, fyrir hönd hertogans af Genua, boði Spán- verja um konungstign hertogans. Spánsk blöð gefa slæma lýsingu af ástandinu þar. Fjárhagr ríkisins er í hinu aumlegasta ástandi, verzlun rýrnar dag frá degi, og flokkadrættir eru miklir meðal lands- manna, en engi flokkrinn er þó svo öflugr, að hann geti einn sér bælt undir sig hina og þannig komið á fastri og reglulegri stjórn. «Ratar gjör- liga ráð» Spánverja. Uppreistin á Cuba í Vestr- heimseyum er og ósefuð, og verðr þar að öllum líkindum sá einn endir á, að Spánn missir ný- lendu þessa, og munu margir kveða það fara að maklegleikum. Á J>ýzkalandi hefir verið tíðindalítið í vetr, nema megn óánægja hefir lýst sér í miðríkjnm J>ýzkalands, Raden og Bayern, með aðfarir stjórn- endanna, er af öllu megni vilja reyna að fá sam- þykki þegna sinna til að sameinast sambandi Norðr- Jjýzkalands, eðr með öðrum orðum Prússlandi. Prússar finna nú og, að þeir þurfa bandamenn, ef þeir eiga að geta borið kostnað þann, er leiðir af herbúnaði þeirra, og af því að bera ægishjálm yfir Norðr-þýzkalandi. í Bandaríkjunum í Vestrheimi er alt með kyrð og spekt. Bandamenn eru nú að taka aptr hin siðustu ,af uppreistarfylkjunum í lög við sig sem góða borgara, og hins vegar cru þeir að borga ríkisskuldir sínar í ákafa, sem nemr hér um bil 12 eðr 13 miljónum ríkisdala á hverjum mánuði. En á miklu er að taka, svo nokkur tími er þang- að til þær eru allar greiddar. J>að er í mæli að eyan San Domingo, ein af Vestrheimseyjum, muni bráðiím sameinast Bandaríkjunum, og ef til vill, Hayti líka. En á þessum eyum eru nokkrar ó- eirðir, og enda mótspyrna móti sameiningunni, svo óvíst er, hvernig það muni fara fyrst um sinn. Lesendr yðar kannast við trúarbragðaflokk þann, er nefnast Mormónar við vatnið Salta í norðrhluta Vestrheims. Nokkur hluti þeirra hefir nú sagt sig úr lögum við yfirprest þeirra Brigham Young, og eru þar á meðal synir Smiths þess, er stofnaði trúarbragðaflokk Mormóna. J>að sem þá einkum skilr á við Brigham Young er, að þeir vilja eigi hafa prestaríki né fleirkvæni. Sú uppástunga hefir og verið lögð fyrir þing bandamanna, að fleirkvæni yrði bannað með lögum. Og verða þá Mormónar þeir, sem halda því fast, annaðhvort að láta undan, eðr flytja sig eitthvað í burtu, ef til vill, til einhverra eyanna í Suðrhafinu, þar sem eigi er hætt við að járnbrautir eðr tíðar samgöng- ur við aðra menn ónáði þá bráðlega. í Mexico hefir ftokkr risið móti Juarez for- seta, ogjþykja engar líkur til að hann muni fá hann bældan. J>að lítr annars út svo, sem fremr só róstuöld þarna um miðbik Vestrheims, bæði í Mexico og eyunum í Mexieoflóanum; og verið getr, að með tímanum verði sá endir á þeim styrjöld- um, að Bandarikin nái öllum þeim löndum með lítilli fyrirhöfn. BRÉF OG FRÉTTIR FRÁ OXFORD. (Frá herra karnl. Gubbr. Vigfússyni). I. Milli mín og vina og ættingja út á íslandi er svo mikið djúp staðfest, að ekkert nema hugr manns getr þar yfir flogið um skammdegið með- an vetrarríkið er sem mest, og Guð einn veithvað við má hafa borið svo langan tíma, menn dánir, manntapar á sjó og landi; en mánuðir líða svo, að enginn veit hér neitt af því; svo einmana og af- skekt er okkar land og segir því fált af einum. En eins og máltækið segir: »sáer engi einn, sem guð er með, og vonum því að alt hafi komizt vel af, og að þessi vetr hafi liðið af sem svo margr kaldr vetr hefir áðr liðið af okkr íslendingum; þó hann hafi krept fastað, þá sé samt eptir hold og hams í fólki. Vetrinn hefir hér verið fremr kaldr, eptir því sem hér er kallað, þó margir á mínu landi mundi þakka drottni fyrir svo milt vor eða haust, eða enda sumar, eins og hér er vetr kallaðr; fram yfir jól var rigningasaint, en síðan komu nokkur frost, og aptr nú fyrir fárn dögum herti að á ný, og var hér ein svellhúð kringum Oxford, því að áin ílóir hér yfir á vetrum, og er þá dalverpið hér eins og fjörðr yfirsýndar, og slanda upp úr reinar og raðir af trjám, en engjar og eyrar allar í vatni; jörð var hér líka öll grá af snjó ; hvít verðr hún ekki,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.