Þjóðólfur - 10.05.1870, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 10.05.1870, Blaðsíða 6
— 110 — — Af því að þess hefir áður verið getið í f»jóð- 61 fi (XXI. ár, bls. 198), að sira Eggert Sigfússon sendi næstl. haust umkvörtun sína til kirkjustjórn- arráðsins yfir því, að stiptsyfirvöldin hefði ekki viljað veita sér Fijótshlíðarþing eptir að honum var nýveitt Hofs prestakall í Húnavatnssýsln, þykir eiga við hér, einnig að geta þess, að hlutaðeig- andi stjórnarráð hefir (8. Febr. næstl.) svarað því, að það fyndi ekki ástæðu til að taka umkvörtun þessa til greina. í »Dansk Tidsslirift for KirTce- og Follceliv, Liieratur og Kunst.» 1870 8. hepti, eptir B. S.1 stendr svofeldr dómr um Handbók fyrir presta á íslandi. Endrskoðuð; Reykjavík 1869 : Eptir biskup Pétr Pjetursson Dr. theol. er enn komin út bók, sem tæpast er minna í varið (en hin rit hans, sem áðr er um getið að hafi fengið alment lof og orðið mjög vinsæl á íslandi. Ilún kallast eigi nema endrskoðun þeirrar handbókar presta, er hingað til hefir verið gildandi, en í raun réttri er hún öll löguð og umbætt, eða þó helzt alveg nýtilbúin handbók; gömlu smekklausu kollektunum, sem opt eru óskiljandi, það eg frek- ast get séð léleg útlegging á kollektum angli- könsku kirkjunnar, hér þokað burt, og í þeirra stað komnar nýar, er hrífa mann með þeim sama hjart- næma yl, og «upplyptanda» og styrkjanda krapti, er einkennir allar hinar nyu bækrnar, sem eru: bæn eptir prédikun á Kóngsbænadaginn, bæn eptir barnafermingu sem hér eru komnar í stað mögruog lönguogleiðinlegu bænanna í íslenzku handbókinni. íþessumnýu bænum leggr á mann einhverblíðr og lífgandi blær, hið kvíðafulla- og hviklynda, efahlandna og órólega hjarta kennir hér þeirrar ununar, er það fyr aldrei hafði þekt, því er sem það sé komið á fjall ummyndunarinnar, og finni þar Drottinn sinn í sínum undrsamlega rniskunarmætti og finni hjá honum fullnaðarhvíld. í þessari loflegu bók liefir mér mest fundizt til um bænirnar, og eg sé það glögglega, að Pétri biskup er það mjög vel lagið, að hefja hjörtun með sér í hæðirnar. Ilins vegar sé eg líka marga verulega kosti, sem þessi bók hefirfram yfireldri handbókina ; það er eigi það að eins, að orðfærið er fjörlegt, að frummálið í pistlum og guðspjöllum alstaðar er þýtt með mestu nákvæmni. Hún hefir líka það fram yfir, að prest- ar liafa leiðbeiningu um skírn á fullorðnum, um 1) AÍ> líkindum prestrinn sira Benedikt Scheving, landi vor, á Fjóui. Ritst. barnafermingu, kirkjuvígslu og kirkjugarðsvígslu, og í henni stendr prestaeiðrinn; eptir barnaskírn er bætt við kollektu. Aptr á móti hefir biskupinn slept því, sem viðvíkr sængrkonum, yfirsetukonum, opinberri aflausn og freistuðum, og erþaðaðminni hyggju rétt. Hinir kaflarnir í «vegleiðslu fyrir presta» eru breyttir og mjög umbættir, og er auð- séð, að sá einn hefir um fjallað, er vel kunni; og við hvert atriði um sig er vísað til núgildandi laga- ákvarðana. Að vísu er það auðséð, að höfundr- inn hefir haft við að styðjast og sumstaðar notað, er hann tók saman handbókina, hið mikia og góða, er Mynster biskup hafði í haginn unnið. En eg get eigi skilið, að það geti hið minsta rýrt það lof, er höfundr þessarar nýu handbókar á skilið, þótt hann á stöku stað hafi haft stuðning af Mynst- er, og það þeim mun síðr, sem biskupinn á ís- landi hefir einn fengizt í þessu starfi, sem er svo umfangsmikið, og einum svo erfitt, að það er víðast annarstaðar að margir hinir beztu klerkar vinni að því. Og um það verðr sá, ergreinþessa ritar, að vera íyllilega sannfærðr, að samanburðr- inn milli íslenzku handbókanna þeirrar eldri og hinnar yngri er hér ræðir um, alt hvað hann væri eigi gjör af handahófi um of, muni leiða til þeirr- ar niðrstöðu, að kirkjunni á íslandi hafi komið óefanlega stórvægilegr ávinningr þar sem er þessi hin nýa útgáfa handbókarinnar frá 1869. — Fislciveiðafelagið danska. Félag þetta átti ársfund sinm'Khöfn föstudaginn 14. dag Janúar- mán. þ. á. Var þá iagðr fram reikningr yfirtekj- ur og útgjöld þess hið liðna ár, og höfðu útgjöld- in þetta ár orðið 36,000 rd. meiri en tekjurnar, en í þau 4 ár, sem félagið hefir staðið, hefir reikningshallinn (Underballancen) alls orðið 196,000 rd. Allt um það var ráðið af, að halda áfram fiskiveiðunum, en reyna að selja gufuskipíð »Tho- mas Roys« við opinbert uppboð; en fengist eigi viðunanlegt boð fyrir skip þetta, veitti fundrinn félagsstjórninni heimild til, að taka að láni, eink- um hjá hluta-cigendum, fé til að gjöra skipið út til selveiða með því skilyrði, að lánendrnir fengi helming allrar selveiðarinnar, og að auk helming ábatans, að öllum útgjöldum frátöldum, en hinn helmingrinn skyldi ganga til félagsins. Útgjöldin til ferðar þessarar voru talin að verða mundu 12,000 rd. Uppboðið á skipinu var reynt 4. Fe- brúar, eða um þá dagana, en hæsta boð var að eins 42,000 rd., cn að því boði vildi félagsstjórn- in eigi ganga, og var svo skipið gjört út til sel-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.