Þjóðólfur - 26.09.1870, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.09.1870, Blaðsíða 2
174 — — EMBÆTTÍSPRÓF í prestaskólanum 22.— 26. Ágúst. Þorvaldr Jónsson frá Gilsbakka: 1. aðaleinkunn (49 tröppur). Spurningar í skrifiega prófmu voru: í biflíuþýðing: Róm. 8, 1—8. - trúarfræði: Að útlista sambandið milli réttlæt- ingar, trúar og helgunar? -siðafræði: Hvernig ber að svara spurningunni um það, hvort dygðin verði lærð? og hvaða gildi hefir hugmyndin um dygðameðul í kristilegri siðafræði? Ræðutexti: Matt. 16, 24—27. FJÁRKLÁÐINN. — Réttir voru nú hafðar á Vatnsleysuströnd (Vogarétt) fyrir hálfum mánuði, og í Álptaneshrepp (Gjáarrétt) 2 dögum síðar; fund- ust þá í Vogarétt nálægt 20 kindr með kláða, sem kallaðr er, og 2 í Gjáarrétt, og voru allar þessar kindr að sögn þegar skornar; munu þær allar eða flestallar hafa verið frá Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, enda var sagðr kláði eða þess konar óþrif í því fé í vor, og það eigi baðað eða læknað sem skyldi, áðr en því var algjörlega sleppt. Önnur kláðakindin, sem kom í Gjáarrétt, var úr Hafnarfirði, frá þeim bænum, sem óþrifinvoru þar á í sumar. I Mosfellssveitarréttinni (Kambsrétt) 20. þ. m. fannst enginn óþrifavottr, og heldr eigi í Ölfusréttum 22. d. þ. m. Af þessu má þó ráða það, að óþrifin hafa eigi breiðzt út í sumar, og virðist því eigi hafa verið mjög sóttnæm; en alt um það verða fjáreigendr þeir, er fé þeirra liefir gengið saman við hið sjúka, að hafa alla varúð við, og það ætti eigi að þurfa yíirvalda-hoð eða nauðung tit, að þeir böðuðu nú þegar alt fé sitt svo, að öruggt væri; enda er þeim sjálfum það mestr hagrinn, og mundi þeir fá þann kostn- að og fyrirhöfn fyllilega borgaða við hetri þrif fjárins, þótt kláðahræðslan eigi kæmi til, enda víst, að yfirvöldin muni styðja þá til þess, að baðið fari reglulega og skipulega fram, þar sem nú er hér kominn dýralæknir. SKIPSTRÖND. Nóttina milli 21. og 22. þ. m. kom hér syðra slíkt ofsaveðr af suðri, að menn minnast varla slíks, og hélzt mestallan hinn 21. Skip það, sem getið erum hér á undan að komið hafi hingað til konsúls Srniths, lá hér á höfninni, og var að eins búið að flytja úr því um 200 tunnur salts; en milli hádegis og dagmála tók það að reka undan, og var þá höggvið úr því annað siglu- tréð, en það hjáipaði eigi, og rak skipið upp á sker við Engey sunnanverða, og laskaðist þar, svo að mest það salt, sem í því var, rann í sundr og ó- nýttist, og við skipið eigi gjörandi hér. Skip kaupm. W. Fischers, Nancy, skipstjóri II. Fischer, sem kom frá Liverpool hinn 19. d. þ. m., hlaðið með sait, bamp og steinolíu, lá þá á Vogavík syðra, með því að flytja átti nokkuð af saltinu þar í land, en skip þetta rak upp þegar um nóttina, skömmu eptir að ofviðrið datt á, og rak á iand, og brotn- aði svo og skemdist, að eigi varð sjófært. Hamp- urinn náðist allr, en saltið fór mestalt, og munu bæði þessi skip að líkindum verða seld við opin- bert uppboð, og salt það, sem bjargað hefir orðið. Stórskaðar hefir enn eigi frétzt liingað að orðið hafi aðrir af óðviðri þessu, en hér á nesinu tók upp nokkur skip og báta, er löskuðust; trjágríndr féllu hér víða um í bænum, og helluþak rcif hér nokk- uð á einu húsi. Skip lá á Eyrarbakkahöfn, og slitnuðu festarnar, er það var bundið með í skerin og kastaði sjórinn því síðan langt á land upp; er reyndar sagt, að það sé heilt að öðru en því, að undirkjölrinn hafi farið undan, en óvænt þykir, að það verði sett á sjó, og muni því verða höggvið upp. VEÐRÁTTA SUMARIÐ 1870. Hér á Suðr- landi, að minnsta kosti austr að ^keiðará, hófust rigningar og óþurkar með lognmollum þegar í byrjun sláttarins, seint í 13. viku sumars, og hélzt sama veðrátta við hundadagana út, svo að alment má segja, að varla var baggi nokkurs staðar í garð kominn 28. Ágúst, og leiddi af því, að töður allar voru meir eða minna hraktar, og jafnvel skemdar, nema þar sem snemma var tekið til sláttar, svo sem í Viðey og á Ilessastöðum. Sama veðrlag gekk yfir Borgarfjörð og alt Vestrland og vestari hluta Ilúnavatnssýslu; þó voru undantekningar nokkrar, svo sem hér í Kjósinni og fram til dala í Borg- arfirði; þar komu flæsudagar svo, að töður náðust þar mjög lítt hraktar. í Múlasýslum aptr á móli og mestum hluta Norðrlands er sagt að hafi verið þurkatíð góð allan túnaslátt og nýting á heyum hin bezta. Að hundadögunum liðnum þornaði hér upp, og varð hér hin bezta nýting á útheyi 3 vikna tíma; en nú hefir liinn síðasta hálfan mánuðinn aptr brugðið til óþurka, svo að heyskapr varð sökum þess mjög endasleppr. 4. —11. þ. m. var hér norðanstormr allmikill og kuldi, og snjóaði þá aðfaranótt hins 7. talsvert niðr eptir Esjunni; en í J>ingeyarsýslu og Eya- fjarðarsýslu snjóaði um þá dagana svo á fjöllum, að kviðsnjór varð, en slyddubylr í bygðum, en sagt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.