Þjóðólfur - 13.03.1878, Side 2

Þjóðólfur - 13.03.1878, Side 2
34 10 90 80 51 85 9 25 Alin. Aur. 56 56 92 59 40 49 352 Verðlag-sskrár, samkv. St.tíð B. 2., sem gilda frá miðjum maímán. 1S78 til sama tíma 1879. A, í Rangárvallasýslu. Meðalverð á hverju hundraði og hverri alin í HundraSiðá landaurum verður: Kr. Aur. í fríðu.................................67 - ullu, smjöri og tólg..................66 - ullar tóvöru.................... . 109 - fiski.................................70 - lýsi................................ 47 - skinnavöru............................59 En meðalverð allra landaura samantalið 421 og skipt með 6, sýnir: meðalverð allra meðalverða ... 70 2i 59 B, í BorgarQ., Gullbr. og Kjósar, Arnes., Vestmannaeyjasýslu og Reykjavík: í fn'ðu.................................85 - ullu, smjör og tólg...................72 - ullar tóvöru..........................82 - fiski.................................77 - lýsi ................................43 - skinnavöru............................63 En meðalverð allra landaura samantaiið 425 og skipt með 6, sýnir: meðalverð allra tneðalverða . . . 70 99 59 97 » 71 58 80 90 96 72 60 69 65 37 53 356 Sálmabók vor. Ýmsir framfaravinir hafa optar en einu sinni óskað af oss að hreifa því máli í jpjóðólfi, hvort kirkju- og kennivald landsins gjörði réttíþvíað láta sálmabók vora sitja við þá end- urbót sem hún síðast hefur fengið. Mun það álit vera almennt um allt land, að pað se ekki rett. Að vísu bættust sálmabókinni ekki fáir góðir sálmar við hennar síðustu endurskoðun, en þessi endurskoðun var þó og verður hálfverk í allra þeirra augum, sem færir eru um slíkt að dœma, (og þeirra dóm eiga menn mest að marka). Sálmabókin, eins og hún var, má enn heita ó- breytt, og endurbótin varð lítið önnur, eins og kunnugt er, en sú, að «viðbætrarnir» voru settir inn á tilhlýðilegumstöðum, en bætt við nokkrum nýjum ogeldrisálmum, og loksins var fáeinum eldri sálmum vikið við nær réttari kveðandi. Aptur hölt sér ólagfærður meginkafli allrar sálmabókarinnar. En nú spyrja menn: var það ekki þessi meginkafli, var það ekki öll sálma- bókin í þeirri mynd, sem Magnús Stephensen gaf henni síð- astliðin aldamót, sem endurbótarinnar þurfti? Að vísu hefði . nú sií endurskoðun orðið mikið verk og viðsjárvert, og að vísu viljum vér ekki lá biskupinum, þótt hans ábyrgðartilfinning í því efni yfirgnæfði traust hans á kröptum þeirra, sem hann kaus til að starfa að endurbótinni — en það sem menn lá og finna að, er það að nefndin skyldi ekki vera látin standa lengur, starfa meira og hafa fleiri mönnum á að skipa, Úr því viðbætarnir voru til og breytingin varð svo óveruleg, hefði ■— segja menn — farið betur að hin minni endurbót hefði beðið eptir hinni meiri. |>essi er vor skoðun. En þar eð nú er komið sem komið er, stoðar ekki að fjölyrða um, hvernig það hefði mátt fara, heldur er nú spursmálið, hvernig sálma- bókin er og reynist. Hvernig er hún og reynist? Að því er oss heyrist og hefur heyrst og skilist síðan þessi endurbætta bók kom út í fyrra (fyrsta) sinn, eru menn jafnóánægðir með þessa sem hina eldri að því leyti, að fjöldi sálma þeirra, sem staðið hafa óbreyttir síðan öldin byrjaði, eru ekki samboðnir kröfum vorra tíma, ekki svo mjög hvað efni snertir, heldur hvað kveðandina snertir. Um aldamótin var sú list að þýða (ekki sízt sálma) í barndómi, og það svo, að nú getur hver bagorður maður, einkum ef hann þekkir «metrik», fullt svo vel íslenzkað erlent kvæði, eins og beztu skáld gátu þá. (Vér frátökum ef kveðið var undir fornyrðalagi eða öðrum auðveld- ustu bragarháttum). Nálega á hverju einasta blaði í eldri hluta bókarinnar hneykslast menntaður lesari á alveg óhæfi- egri kveðandi. |>að, að sálmarnir sumir eru daufir eða litlum andans kostum gæddir, er sök sér; ekki höfum vér heldur annað út á meðferð trúarlærdómanna í neinum þeirra sálma að setja, en livað oss finnst að andinn dragi dám af búningnum, að efnið virðist optlega eins «frá annari hendi» komið eins og kveðskapurinn sjálfur. Að aldamótasálmar vorir séu ekki nægilega «rétt-trúaðir», er fjærri oss að ætla. Menn hrífa og ekki í söng með trúarlærdómunum sjálfum (in abs- tracto), heldur með því lífi þeirra og sannleika, sem bergmál" ar í óspilltum brjóstum. Beri menn saman kveðandi á sálm- um annara þjóða og kveðskap aldamótar-þýðendanna hjá oss! í veraldlegum kveðskap, í Ijóðum, sem lofa ástir og vín, stoð- ar nú ekki að bjóða nema algjörða kveðandi, en á altari Drotlins má fórna því, sem að forminu til (ef ekki að efni líka) er leirburður! Eða hvort stefnir sá kveðskapur, sem menntaðir menn ekki vilja sjá né heyra? Menn svara, að nú sé hvorki kirkjuleg né sálmaleg öld. En vér svörum: J>að er osss sjálfum að kenna, það er sjálfra vor ábyrgðarhluti. Held- ur enga sálma og engan sálmasöng en ónýtan og Ijótan, því allt andleysi, sem tákna skal andríki, allt ónýtt, sem tákna á nýtan hlut, er miklu verra en ekkert. J>að er auðvitað, að vér eignumst aldrei hæfilega sálmabók fyr en menn hækka kröfurnar, kalla ekki sálm nema sálmur sé, guðsorð, nema guðlegt sé, frambærilegt í guðshúsi, nema það sem að minnsta kosti er óaðfinnanlegt að formi og frágangi. Að telja upp alla meira og minna óhæfilega sálma í sálmabók vorri, eða galla hvers sálms fyrir sig, ætlum vér ekki hér að gjöra; en þá aðalreglu viljum vér benda hverjum þeim á, sem meta vill kveðandi og formlegt gildi sálma, að kveðandi fylgi föstum og sjálfu sér samkvæmum rímreglum, því auk þess, sem kveðskapur (undir vissu lagi)spillir söng sálmsins, þá ersálminum,hvaðgóður sem kynni að vera að öðru leyti, spillt rneð því svo, að hann er óhæfilegur. Önnur aðalregla við góðan kveðskap á sálmum er sú, að orðaskipanin sé sem beinust og eðlilegust sem verða má, svo og að áherzlan falli þar sem áherzla á að vera en hvergi ella. En að benda mönnum á reglur til að meta eptir efni eða efnisverðleik sálma, þarf ekki, því vér eigum í því tilliti nógar fyrirmyndir meðan sálmar Hallgríms Péturssonar eru í hvers manns munni. Á hans dögum var sálmakveðskapur mest virt- ur og mest vandaður af öllum kveðskap hér á landi; svo hef- ur og verið á öllum sálmaöldum, jafnvel Forngrikkir þekktu ekki hærri eða veglegri tegund kveðskapar en þá, sem sam- svaraði mest sálmum kristinna manna (ódur, hymnar, kór- söngvar), að vér ekki nefnum sálmasöng Gyðinga (Davíðs), sem er hinn háfleygasti skáldskapur, sem mannkynssagan get- ur um. Hvað má sá maður hugsa, sem ekki er að öllu leyti vanans barn, er menntaður maður, og þekkir vel almennar reglur og kröfur listafræðinnar — hvað má hann hugsa, ef honum yrði að ganga í kirkju hjá oss, og hann hlýddi fyrst á sönginn og læsi síðan kveðskapinn — vér meinum, þar seffl hvorttveggja væri samvahð af lakara tæginu? Hvað mundí hann hugsa, væri hann vel kristinn, og hvað, ef hann enginn trúmaður væri? Hvað hann hugsaði er ekki gott á að gitska, en hitt er víst, að einum þykir það grátlegt sem öðrum þykir hlægilegt. Nú, sálmasöng vorn (eða feðra vorra) getum vér nú ekki fremur en margt annað bætt allt í einu, en viljum vér bæta, verðum vér fyrst að þekkja gallana eða viðurkenna þá- Sú viðurkenning í þessu efni ætlum vér og að sé þegar kom- in nokkuð á veg, og orðin jafnvel töluverð almenn meðal al- þýðu, það sýnir sú viðleitni, sem þegar er gjörð ekki einasta í því að bæta sálmabókina, holdur og víða kirkjusöng vorn- En sú endurbót, er þó enn í barndómi. Menn svara oss eflaust með þeirri athugasemd, að það sé jafuan varhugavert að hreifa hvatskeytslega við því, sem almonningi er heilagt fyrir vanans sakir, enda reyndist optast svo að hið nýja, þótt betra sé, eigi nær æfinlega við óvinsæld að búa í fvrstu. Víst er slíkt var- hugavert — nema hið nýja sé betra, þá er ekkert varahuga- vert, utan egin hagur þess, sem fyrstur ber fram nýmælið og berst fyrir því. En um sjálfs sín hag hirðir ekki sannleikans

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.