Þjóðólfur - 13.03.1878, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.03.1878, Blaðsíða 3
K 35 vinur, lieldur byrjar hann sitt verk þegar köllunin kemur til hans og spyr hvorki um hag sinn né óhag, lof manna né last, sízt þeirra, sem ekki vita hvað um er að vera. Aldamótar- sálmabókin t. a. m. kom eflaust fram af sönnum framfara- hvötum þess mikilmennis er gjörði hana úr garði; tók hún ó- neitanlega fram landsins eldri sálmabók í ýmsu tilliti, en ekki Var hún vinsæl fyrst og aldrei varð hún né verður í því formi þjóðleg; veldur því mest hið mikla útlenzku-snið á sálmum hennar. En nú? Mun nokkuð sérlegt vera að óttast þótt beztu skáld, sem nú lifa, gengu í nefnd, tækju sálmabók þessa fyrir, og ynnu hver með öðrum eptir samkomulagi að endur- bót henuar frá rótum? Vér segjum: fyr er ekki reynt að út- vega þjnðinni hcefilega sálmabók en föst nefnd beztu skálda landsins er sett til þess starfa og henni gefnar alveg frjálsar hendur og svo langur tími, sem hún þyrfti, uns bún kœmi loks saman og samþykti ásamt bislcupi bókina í heild sinni. þetta þykjumst vér vissir um að sé vilji og sannfæring allra þeirra manna, sem áhuga hafa á máli þessu og vaxnir eru um það að dæma. Að ætla að alþýða vor muni hcldur kjósa hinn lakari kveðskap einungis fyrir þá sök að hún er honum vanari, er að gjöra minkun jafn skáldmæltri þjóð og upplýstri, enda ætti henni ekki að haldast slíkt uppi ef hún gjörði það. Vér sleppum svo þessu máli að sinni, og þetta sem vér höfum bent á, höfum vér skrifað af hreinni hvöt og að eng- Um einstökum beinst, því málið á að tala sjálft. fessi nefnd- aruppástunga er að öðru leyti ekki frá oss, heldur var hún eitt af áhugamálum hins unga framfaramanns, séra Gunn- ars sál. Gunnarssonar; hefði hann lengur lifað hefði mál þetta varla legið í þagnargildi öll þau 4 ár, sem liðin eru frá hans láti, enda er hér við litlu fjöri og því síður framkvæmd að búast innan þeirrar kirkju, sem hvorki hefur prestastefnur, sem nokkra þýðingu hafa, né blöð eða rit, né nein önnur sameiginleg frelsis- framfara-, eða varnarmeðul. En — þetta lagast allt með tíð og tíma, enda mega menn þá ekki mis- virða né misskilja þá, som í góðum tilgangi hreifa við hlut- unum, þótt orð og ummæli kunni að þykja misjafnlega valin. Að anstan. Árið 1877, sem nú er langt liðið, hefur yfir höfuð gengið i Norðíirði líkt og flest hin árin að undanförnu, án mikilla tíðinda eða stórra slysa almennings (nema ef telja skyldi báta- skaða sumra í haust). Má samt hklega telja þetta ár eitthvert hið merkilegra ár í sögu Norðlirðinga, þar sem þeim hefur tekizt að sá í akur framtíðar sinnar tvennkkonar úlsæði, er stefnir að tnenutun, fróðleik, hagnaði, sæmd og siðgæði. þetta er lestra- felag og bindindisfelag. Lestrarfélagið er helmingi eldra og hefur í einu og öðru minni erviðleika við að stríða, svo sem allir þeir fá skilið, er þekkja til um slofnanir beggja félags- tegundanna að fornu og nýju. í báðum félögum eru að eins karlmenn. (Iívennjafnfrelsishugmyndln er ekki heldur komin svo langt á leið enn meðal vor). Munu Norðfirðingar æ því tneir gleðjast af þessum tvennskonar framfara- og vonar-vísi sínum, er þeír hiynna vel að viðhaldinu, lífinu og þroskuninni f hinu ný-útsprungna, því þeir sjá glöggt, að þar við liggur bæði sómi og gagn, ekki að eins felagsmanna sjálfra, heldur sveitarinnar I heild sinni, því bæði félögin eru sveilarmanna- stofnun, sveitareign og sveitarmanna, er Norðfirðingar stofnuðu félögin sér sjálfum til góðs og niðjnm sínum. Hvað lestrarfélagið snertir, hafði það fyrirrennara sinn ^ámkyns, það er leslrarfélag, stofnað 28 árum áður, sem þó Varla var við líf og starfa fyrsta áratuginn allan. Sú félags— stofnun varð sveitinni til góðs, bæði að því leyti, að það mun hafa glætt menntunaráhoga, meðan það stóð og fróðleiksfýsn, °8 lika vegna þess, að það greiddi með endurminning sinni fyrir stofnun þessa félags, þar sem þá lika, að bækur hins Samla félags voru enn við lýði og geymdar af hreppsljóra sveíl- j'rinnar og voru þær afhentar þessu hinu nýstofnaða leslrarfé- a8i og er nú sem steudur meir en helmingur af bókasafni *ú'ja félagsins, leyfar frá hinu forna félagi. Bindindisfelag hefur, að ætla má, naumast áður verið ^ofnað I Norðfirði og komust bindindisfélög þó á stofn á Austnrlandi og gjörðn sjálfsagt gagn, svo sem viðar. Hér 8hiddi því fortiðin minna; enda eru og bíndindisfélög ekki Qa:rlendis enn þá, en vona rná, að þau fari að myndast smátt og smátt, eiunig á austurlandi, svo sem þetta hefur átt sér stað f meiri fjarska. í’að þarf ekki að segja, að hinn afskekkti Norðfjörður hafi verið afskiptur hvað snertir atgjöríi líkamans og þá ekki slður sálarinnar. Fólk er almennt skrifandi, einkum hið yngra; þar er margur maður, bæði karl og kona, útbúinn góðri greindar- gáfu, og má óhætt vona, að félög þessi aöagi ekki sveitarmenn, hvað snertir hugmynda- og þekkingar hag, tíma-meðfylgd, siðferði. það má yfir höfuð segja, að félagsandi Norðlinga fari ekki versnandi, heldur væri það hitt, að hann færi batn- andl, einnig félagsandi hinna ungu félaga. Enda finna félags- menn, að góður og eindreginn félagsandi er líf hvers félags, en vernd þessa llfs, heilsuviðhald og langllfi, er komið undir tryggri hlýðni við lög og samþykktir hvers félags, jafnvel í smá-atriðum. En séu iög í einhverju óhagfelld, verður að breyta þeim á löglegan hátt, en ekki óhlýðnast þeim. Lög- hlýðnin er viðhalds- og lifs-pantur hvers féíags, stórs og lít- ils, allt frá ríkja- og þjóðfélögunum, til heimilis- og hjúskap- arfélaganna; frá Frímúrarafélaginu og biblíufélaginu mikla (brezka og útlenzka), til lestrar- og bindindisfélaga, er myndast stærri eða smærri í einstakri sveit á voru fáráða Brennivins- landi. — Hneykslist ekki, samlandar, á þessu síðasta orði, þar er tekið fram hið lakara, en ekki hið betra, því líka mætti kenna ísland við upplýsing og bókfýsi, siðsemi og hóf, ef til vill, bindíndi, bæði yfir böfuð og líka ekki síður, ef maður horfir f uonar-sjónpípuna. En þetta er sagt helzt af þvi, að það gjörir gagn, að sjá það, sem miður er, og er sjaldnast of vandlega hugað; en allirbyggi á hinu góða og sanna, hvort það heldur er f nálægð eða fjarlægð staðar eða tíma, hvort heldur í endurminning, ásetningi og tilraun eða f von. Austfirðingur. REIKNINGUR yfir tekjur og gjöld styrktarsjóðs verzlunarmanna í Reykjavík frá 31. desember 1876 til 31. desember 1877. Tekjur: Kr. A. 1. l sjóði eptir f. á. reikningi 436 17 2. Eptirstöðvar f konungl. og privat skuldabrjefum 8648 » 3. Ógoldnir vextir næstl. ár frá einum félagsmanna 33 92 4. Vextir til 11. júnf af konungl. skuldabr. 7,400 . 148 » 5. Keypt 2 konungleg skuldabréf að upphæð . . 400 » 6. Ársleiga af 2 skuldabréfum félagsmanna að upphæð 1248 kr 49 92 7. Vextir til 11. des. af konungl. skuldabr. 7,800 156 » 8. Tillag félagsmanna þ. á. samkv. fylgiskjali . . 255 5 AUs 10127 6 Útgjöld: Kr. A. 1. Borgað fyrir auglýsingu samkv. fylgiskjali . . 5 » 2. Styrkur til ekkju eins félagsmanna samkv. fylgisk. 66 » 3. Styrkur til barns eins félagsm. samkv. fylgiskjali 24 » 4. Sent til innkaupa af konunglegum skuldabrj. 360 » útgjöld við sama, samkv. fylgiskjali .... 5 40 5. Enn fremur í desember sent til innkaupa af konunglegum skuldabréfum 363 60 6. Eptirstöðvar í konungl. og privat skuldabréfum . 9048 » í sjóði hjá gjaldkera . 255 6 Alls 10127 6 Reykjavik 31. desember 1877, II. St. Johnsen. Reikning þennan höfum vér undirskrifaðir endurskoðað, og álitum hann i öllu réttan. J. Steffensen. J. Ó. V. Jónsson. GJAFIR eða áheit til Strandarkirkju afhent prófastinum i 1877 Árnesþingi. kr. a. Marz 7. Frá einni fröken I Árnessýslu.................4 » Júní 9. — ónefndum á Gónhól.........................' • Júlí 3. —--------á Landinu..........................2 » — 29. — manni að austan............................1 30 Ágúst 3. — stúlku í Selvogi...........................2 » Septbr. 12.— ónefndum ( Selvogi........................2 » _ 19.— Bjarna Bjarnasyni á Ráðagerðií Leiru . 2 » Oktbr. 14. — konu í Árnessýslu .........................1 » Nóvbr. 4. — stúlku í Stokkseyrarhrepp..................3 » _ 27.— konu í Landeyjum ...................._•__________! Uraungerði 2. jan. 1878. 20 50 Sœm. Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.