Þjóðólfur - 17.08.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.08.1878, Blaðsíða 2
98 sem vildi reyna að bæta rímnakveðskapinn. Allar lians betri rímur, svo sem Núma- Svoldar- Víglundarrímur o. fl.,. eru kveðnar eins og í nýjum stíl, eru losaðar úr hinum gamla, stirða og storknaða eddu-drdma. í stað hins hlægilega eldra "Kjalara-hlúnkara-klúnkara stagls, kveður Sig. optast eptir mæltu máli, með hóflegum og opt heppilega völdum kenning- um, og kryddar frásögnina á margan hátt en einkum með sínum einkennilegu mansöngvum, sem sumir eru meðal hins skemtilegasta, sem hann hefir kveðið, t. a. m. mansöngvarnir: «Móðir jörð, hvar maður fæðist», og «Á eg að halda áfram lengra eða hætta», (3. og 9. ríma í Númar.), og ýmsir fleiri. En þar sem vér teljum Sigurð beztan alþýðuskálda, sem meðal vor hafa lifað, þá tölum vér ekki um hann eingöngu sem rímnaskáld, heldur sem skáld og mann yfir höfuð að tala. Hann er bezta skáld alþýðu að því leyti sem hann skemtir alþýðu bezt, og hún skilur hann bezt. Sig.var hvorki djúpur í anda né háfleygur, en ekkert íslenzkt skáld hefir verið gam- ansamari og smáskrítnari í ljóðum en hann. Einkum hefir kvennfólki voru þótt mikið varið í hans kveðskap, og skulum vér hér að endingu nefna eitt hans aðal-einkenni: hann var íslenzkur ástamaður og ástaskáld, eða hver er sá (sú) á voru landi, sem ekki kannast við Sigurð Breiðljörð frá þeirri hlið, — kannast við hans einkennilegustu og þjóðlegustu— efekki hina fegurstu og beztu hlið: þar sem hann kveður um stúlkur og indælar ástir? Að vísu þola ekki ástaljóð hans saman- burð við kveðskap Burns hins skozka og hans líka, ef nokkrir eru, og að vísu rnunu margar af þess háttar vísum hansgleym- ast fyrir öðrum fegri og fullkomnari, en til þessa hefir ekkert rímna- eða alþýðuskáld náð áliti og ástsæld Sigurðar Breið- fjörðs hjá alþýðu-kvennfólki, og — vér bætum við: fyrir dóm- stóli þeirra, sem bezt kunna að dæma um slíka hluti. Hið eina rit í óbundnum stýl eptir Sig, er bæklingurinn: «Frá Grænlandi» — ágætlega samið kver í sinni röð. Lýsing höf- undar æfisög. á útliti skáldsins mun vera mjög nærri sanni; þó segja oss menn hér, er þektu hann vel, að hár hans hafi svart verið (en eigi jarpt); hann var og meira en meðal-hár vexti, herðalotinn, svartur á brún og brá, og augun ein- kennileg mjög, svört, snör og leiptrandi. — Prentun og allur frágangur kversins er hinn bezti, og verð þess mjög lágt, hálf króna, enda er það að öðru leyti vel þess vert að allur al- menningur kaupi það og eigi. Mýprentað hjá Einari pórðarsyni: 1. Frsttir- fri Íúmíi ISff eptir Valdimar Briem. (Frá bókmentafélaginu). Kver þetta beldur sama lagi og er jafn vel samið og að undanförnu. 2. j Söngvar- eg kvæðí með tveimur röddum, II. hepti, út- gef. Jónas llelgason. í hepti þessu eru 41 lag með kvæðum við, öll fögur og vel valin, þótt mörg þeirra sé ókunnug al- menningi. Sum kvæðin eru áður kunn, stöku kvæði ný, og sumt eruþýðingar. Útgáfa þessi er vönduð í alla staði, og heptið á skilið að mæta jöfnum eða enn betri viðtektum og hið fyrra hefir þegar orðið fyrir. Kostar 1 kr. og fæst hjá útgefanda. I, Sfeýfila lærða skólans 1877—78, viðbætislaus og í sama sniði og í fyrra. Vér ætlum að mörgum þykji leiðin- legt og ástæðulítið, að sá sparnaður er við liafður, sem mein- ar lærdómsmönnum vorum við skólann að fylgja þeim forna og vinsæla sið, að prýða hina þurru skólaskýrslu með einhverri fróðlegri ritgjörð. Hinna síðustu ritgjörða (Jóns rektors por- kelss.) sem með skýrslum þessum voru prentaðar, höfum vér þó séð getið með lofi í erlendum tímaritum. Tökum vérþetta fram með tilliti til þess, að skýrslur vors eina lærða skóla, eru einmitt þau einu íslenzku rit, sem líkleg eru að berizt fyrir sjónir alþýðu lærðra manna á Norðurlöndum, þar það er siður, að lærðir skólar sendist á skýrslur. í tilliti til nefndrar skýrslu, skulum vér benda á hið sama hjá oss, sem bent hefir verið á í dönskum blöðum viðvíkjandi burtfararprófum frá lærðum skólum þar, bæði í fyrra og í ár, en það er, að stúdentum skuli vera gefið heimspekilegt verkefni til skriflegs prófs í móðurmálinu. þ>eim, sem að slíku finna erlendis, finst hið sama og oss, að það sé mjög ísjárvert. Hinn almenni hæfi- legleiki pilta, sem útskrifast, er varla þannig vaxinn, að nokk- ur jafnaðar-kunnátta í (moðwrimálinu geti með því orðið op- inber. Að vísu gjöra piltar nokkrar þess konar ritgjörðir meðan þeir eru í skólanum. En, hvernig? í tímum eða heima og eptirlitalaust? Eða, er víst, að viðkomandi kennari kenni eða geti kent þess konar til hlítar? Eða þá piltarnir sjálfir, — eru margir þeirra þroskaðir til að semja slíkar rit- gjörðir, og það fríhendis og mjög illa fyrirkallaðir til áreynzlu hugsunarinnar? «Að lýsa kristilegri hugprýði», var verkefni í íslenzka ritgjörð þeirra sem í vor tóku burtfararpróf. J>etta verkefni virðist nú að vísu ekki þúngt í sjálfu sér, ef pess- konar ritgjörð skal seraja, og þó er oss nær að ætla, að sár- fáir lærisveinar hins lærða skóla, eða nokkurs lærðs skóla, séu færir um, að útlista þetta efni svo í lagi fari, og liggur orsök þess fyrst og fremst í eðli hinna úngu, að sá þroski, sem til þess konar hugsunar þarf, er varla fæddur hjá þeiin, og þar næst liggur orsökin í því, að piltar fá svo sárlitla til- sögn og æfing í þeirri ment við skólann. Píltar skyldu þá kunna að rita þolanlega rétt og lipurt bréf eða stutta frétta- grein, samda með náttúrlega lipru og lifanda máli, sem hvorki sé bækluð af bókreglum eða beinfreðin eptirherming, sem enginn frjáls andi er í og enginn óspiltur maður vill læra eða getur lært og eptir haft. Að halda málinu lifanda, á því ríður alt; og þar næst að kenna mönnum að skrifa málið rett og satt, rétt eptir þess vissu lögum og satt eptir því, sem maður hugsar og finnur til sjálfur, því hver maður á að læra ekki einungis annara mál og stíl, heldur og sjálfs sín mál og stíl. Sé ekki kent og sé ekki lært að rita með þetta fyrir augum, verður ekki lærdómstilganginum náð. — í ísafoldar prentsmiöjuni er útkomin bók séra Porkels Bjarnasonar á Koynivöllum : útgef. af Bókmentafélaginu, 11 arkir (með formála og nafna- registri). fessi saga er jafnt bókmentum vorum og höfund- inum til sóma. Höf. segir fyrst í inngángi stutt en mjög greinilcga frá aðalatriðum kirkjusögu lands vors til byrjunar siðbótarinnar; síðan skiptir hann efni sjálfrar sögunnar í 11 kafla (kapitula), og síðast er eptirmáli sér um fyrirkomulag kirkjunnar næst eptir siðbótartímann. Höf., sem ereinkar fróður í almennri kirkjusögu, hefir fullkomlega ráðið við efni sitt og- að því sem vér getum séð, mjög vel farið með og kunnað að nota drög þau, er hann hefir samið eptir, en þessi drög eru: Annálar þeirra séra Jóns Egilssonar, Jóns Gizurarsonar og Björns á Skarðsá, Árbækur Espólíns, kirkjusaga Finns biskups (á latínu), Harboes siðbótarsögu (á dönsku), og loks ýms er- lend rit.1 í fljótu bragði má álíta, sem auðvelt sé að gjöra eina sögu eptir svo mörgum og merkum sagnaverkum, eins og líka má segja hitt, að fá tímabil í sögu landsins standa ljósari fyrir meðvitund flestra, sem mentaðir mega heita, en þetta tímabil. En slika bók sem þessa, er þó mikill vandi að semja. Vilji menn semja sjálfstcett rit, mega menn ekki taka aðra höfunda trúanlega að óreyndu, nema þar sem ekki er annars kostur, heldur verða menn að læra að gjörþckkja °g gegnhugsa svo sjálfir söguefnið, að menn síðan geti dænat og vegið menn og þeirra verk, viðburði og þeirra orsakir, sambönd og afleiðingar, og komið svo hverju á sinn stað °S öllu heim þannig, að sagan eins og sanni sig sjálf, þegar verkið er búið. í samningi þessarar sögu hefir höf. víða orðið að laga r° viðburðanna (sumstaðar eptir ágizkun) frá því sem í annáluui 1) það var skaði að „Fornbréfasafnið“ var ekki komið svo langt höf. hefði getað notað brefabók Gizurar biskups Einarssona^ sem, eins og annað, er geymd í Khöfn; að pví er vér pekkjum til; c bréf pau einkar merkileg í sögu siðbútarinnar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.