Þjóðólfur - 29.01.1880, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.01.1880, Blaðsíða 1
32- ár. Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavik, 29. jan. 1880. oo Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef RevliiflVÍk. 2r: •W’ öF. borgast fyrir lok ágústmán. JicjhjaVIKj i&o •u„ ioon Sé borgað að haustinu kostar árg. m ki.,* • Jall* looU* 3kr. 25a., en 4kr. eptir árslok. J»jóðjarðasala. (Aðsent). I>að er líklega af landssonarlegri umhyggju fyrir fjárhag landsins, að ísafold hefur í 26. tölublaði af 14. Nóv. þ. á. efst á blaði að færa þjóðinni grein um þjóðjarðarsöluna á síð- asta þingi; það mun mega telja það víst, að grein þessi se eptir þeim anda, sem nú stjórnar blaðinu, og einn þykist flest rétt sjá, og öllu ætlar um koll að þeyta. Greinin er yfir það heila þur og merglítil, þó hún væri nú ekki skoðuð nema frá peninga og pýngjulegu sjónarmiði; en hvað þá ef farið er að skoða hana og þá hlið málsins, sem hún heldur sig við, frá búnaðarlegu og framfaralegu sjónarmiði fyrir landið í heild sinni,- auk þess hefur hún meðferðis gersakir, en ekki nóg af sannleiksást. Gersakir eru það, er hann segir: njafnvel eigin- gjarnar skoðanir». Eg hygg, að sú skoðun, að þjóðjarðirnar eigi að seljast, sé alls ekki sprottin af eigingirni, eða föluðu menn fyrir sjálfa sig, vandamenn sína eða vini? En að því leyti, það var uppborið sem almennt mál, var almenningsgagn fylli- lega haft fyrir augnamið; það má þá líka segja um hvert frum- varp eða uppástungu, sem flutt er á þingi, og flutningsmenn þó víst optast gjöra í góðum tilgangi, að það sé af eigingirni. Hvað Ivaldaðarnes áhrærir, þá er það ekki rétt, að enginn hafi þekkt neitt tií þess; annað mál var það, að enginn var við búinn eða vildi gefa fullnægjandi skýrslu um eignina þar á þingi, en hitt er satt, að það var flumfúslega framborið af flutningsmanni, því það kom ljóslega fram, að hann þekkti það ekkert. Landsstjórnin vissi þó það, að heimabóndinn gat ekki verið umboðsmaður yfir sjálfum sér, en eg ætla, að þeir væru ekki margir, sem fylgdu því frumvarpi til grafar. J>að kemur ekki vel saman, að landsstjórnin hafi ekkert þekkt til þessarar jarðar, svo nærri henni, en segja þó á öðrum stað, að um- boðsstjórninni sé engin vorkunn á, að sjá um, hvernig þjóð- jarðirnar eru setnar, en eptirlitið verður landssjóði alla tíma dýrt, og þó sjónin aldrei nema í þoku. Stjórnin telur svo í fjárlagafrumvarpi því, er hún lagði fyrir síðasta þing, að um- boðsleiga, prestsmata o. fl. séu 9500 kr. |>arfir fóðragemsar! f etta er nú ekki, að ausa upp landssjóðinn, og ekki að byrgja uppsprettu hans, að halda þessum embættum við. Setjum nú, að allar þjóðjarðirnar yrðu seldar á tímabilinu frá 1881—1901 eður á næstu 20 árum, umboðsleigan væri þá orðin laglegur sjóður, ef henni væri haldið saman í eitt um 100 ára bil. pað mundi þó mega gjöra sér von um, að það vantaði ekki mikið á millión, með rentum og renturentum. Eg veit ekki til, að neinn hafi sagt, að það fleygði öllu áfram á bænda- eignunum,. nema ísafold segir það nú, það er einungis sjálfs- eignarábúðin, sem tekin heflr verið tii samanburðar, euda tel eg það alls ekki rétt fyrir einstaka menn, að vera að safna jörðum, því þó það hefði átt við, og verið rétt á þeim tíma, sem peningabrúkun og veðsetningar ekki voru þekktar í land- inu, þááþað nú ekki framar við, enda verður sjaldau annaðá- batasamara enað eiga peninga á vöxtum mót áreiðanlegu veði; auk þess að það ætti að vakna sú sómatilfinning hjá þjóðinni, að það sé minnkun að eiga niðurníddar jarðir, eins fyrir þann einstaka sem landssjóðinn. |>ó farið væri nú að leggja fé úr landssjóði til að bæta þjóðjarðirnar, þá er það mikið spursmál, hvort það er rétt (skyldi ekki vera ráðlegra að byrja í smáum stíl á endanum í Skaptafellssýslum?), og hvort þjóðjarðir eigi fremur heimting á, að landsins fé sé lagt í þær, en aðrar jarðir. Farsælast og réttast virðist vera, aö þjóðin eigi landið, og yrki það, en að laudssjóður eptir megni leggi fé til að mennta þjóðina bæði í því efni og öðru. Að sumar þjóðjarðir finnist vel setnar, neita eg ekki, en þá munu þær samt flestar vera hlunnindajarðir, enda má lengi þrætaumþað; einn getur sagt: eg þekki þjóðeign betur setna, og annar haldið fram bændaeign; hvað kemur til þess, að svo margir af bændum vorum, sem nokkur dáð og kjarkur er í, kljúfa þrítugan hamarinn til þess að ná eignarumráðum yfir býlum sínum, og flestir af þeim bæta þau að einhverju? hvað er það sem hvetur æskumann- inn til að leggja út á sollið heimsins haf og afla sér mennt- unar, Qár og frama? og hvað er það, sam hvetur þjóðirnar til að berjast fyrir frelsi sínu? ekki annað en hugsjónin um að geta orðið sjálfstæður borgari í mannlegu félagi, og ekki jafningjum sínum algjörlega háðir. þ>að mun vera komin nóg heimsreynsla fyrir því, að þjóðlegt frelsi eykur hverskyns dugn- að og framfarir, eins og ófrelsið drepur allan þjóðþrifnað. Hve nær var það, sem þjóðinni vegnaði bezt? var það ekki þegar hún átti landið beinlínis sjálf? og hvenær vegnaði henni verst? var það ekki þegar leiguliðar voru flestir í landinu, og jarð- irnar voru flestar lcomnar undir annarlegt vald? allir vita, hvernig óðulin eru undan þjóðinni gengin, og komin undir krúnu, kóng, kirkju og klaustur, það var á sorglegan en þótt sögulegan hátt, fyrir harðstjórn og ofurvald kaþólskunnar ífá- vizkunnar myrkrum miðaldanna; hvað sýnist þá annað réttara eptir guðlegu og góðu lögmáli, þegar þjóðin hefir fengið aptur frelsi sitt og fjárforráð, en að hún fái að utleysa óðulin með fullu lausnargjaldi ? þ>ótt sumir telji svo, að stólsjarðasal- an fyrir næstliðin aldamót, hafi verið ríkissjóði skaði og lands- sjóði nú, þá er það hégómi hjá þeim hag, sem landið hafði af því í búnaðarlegu tilliti; en hver réði því að þær voru seldar? það látast menn að vísu vita, en víst er það, að ekki voru það grunnhyggnir eigingjarnir, sannleikanum frávilltir sauðir á löggjafarþingi íslendinga 1879, nei, það var sú sama hönd, sem leiddi Israel út af Egyptalandi, og ekki vildi fremur, að þessi þjóð heldur en sú, skyldi allar aldir verða ánauðug; að landssjóður hafi verið mildari en aðrir landsdrottnar, heíir nú misjafnlega tekið sig út, því viðskipti umboðsmanna við lcigu- liðana hafa ástundum verið allt önnur heimuglega en fyrir hafa legið á pappírnum, og sumir af þeim hafa reynzt mildir og mannúðlegir, aðrir harðir og sérdrægir, eða hvernig átti það að verða á síðasta þingi? man hann ekki, hverjir það voru, sem vildu koma peningagjaldinu á, en að leiguliðar fengi ekki að gjalda í þeim aurum, sem gjaldgengir eru í skattgjöld til landssjóðs? En það heppnaðist nú vel, að þeir herrar urðu að setjast niður og slíðra sverðið, eins og jporkell karlinn forð- um. fað var einungis þá, sem sýndist vanta hjartagæði hjá sumum, að skygnast um kringumstæður og gjaldþol fátækra leiguliða — þó heldur hann, að þessir menn muni þó ekki að svo stöddu ágirnast kirkju- og Ijensjarðir ; ekki er því að leyna, að þeir vona, að sá dagur muni á sínum tíma upp renna, að kirkjujarðir verða seldir og prestar settir á föst laun; það ber ekki að þræta þess, að sumir staðir eru vel setnir, en sannast að segja, er allt of mikið afhinu gagnstæða oghrylli- legt að hugsa um það, hvað sumir staðir og kirkjujarðir eru af mannavöldum eyðilagt. Hvernig eru ekki skógarnir farnir hér á landi, sem hafa legið undir kirkjur og staði, flestir þeir beztu, og það má segja, að margan smokkinn hefir melurinn eyðilagt, eu ekki hefir lianu verið minnstur á þeim eignum. jpetta er og eðlilegt, því það hefir sama sóttin gengið yfirall- ar jarðir, hver sem þær hefir átt; þótt einn eða tveir hafi endurbætt, hafa aptur komið aðrir í þeirra stað, sem hafa eyðilagt eins mikið eða moir, og svo lengi sem lendið ekki er byggt mcð lögum, verður því mcð ólögum eytt, svo lnngi sem vér ekki fáum hontug og skerpandi landbúnaðarlög og eitt- hvort eptirlit með að þeim sé hlýtt, þá mun lítið áfram miða. J>á kemur nú sjálf kylfan, sem algjörlega á að rota þettamál, að þetta séu sömu mennirnir, sem vilja fá banka; heldur hann þá virkilega, að ef jarðirnar væru seldar, að þjóðin eti þær, svo að þeirra sjái ekki framar menjar, eða eins og þegar mögru kýrnar átu hinar feitu á Nílárbökkum? Vilji bændur fá banka, geta þeir léð jarðir sínar; þori þeir það ekki, veri 13

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.