Þjóðólfur - 18.06.1880, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.06.1880, Blaðsíða 3
ur, geta laugarnar með þyí eina móti orðið bænum til gagns og sóma, eins og þær virðast ákvarðaðar til, en reyndar þarf töluvert fé til að leggja, að þær geti orðið fullsæmilegar. Fornleifatelagið (frh.). Eptir að lokið var við Biskupabúð, hefir verið rannsakað Lögbergi og grafinn kross- skurður gegnum það mannvirki, sem þar er; skurðurinn er alveg niður á berg, og nær þvi 3 álna djúpur, þar sem dýpst er, það sýnist fullsannað, að engin stór búð eða slík forn- bygging hafi þar getað verið. Síðan var grafin búðin á árbakkanum móti fingvallabæ, svo kölluð «Njálsbúð»; því verki er nú lokið. Búðin er c. 84 fet á lengd (út á ytri hleðslur) og 26 fet á breidd. fá var grafinn kross-skurður í gegnum hleðsluna á gjá- barminum norður frá Snorrabúð (á svo kölluðu nýja lögbergi). Skurðurinn er 3 álna breiður og grafinn niður á berg, jarð- lagið eða hleðslan á berginu er þar l1,/* alin á þykkt. þ>ar hefir fundizt niður við bergið gamalt eldstæði og allmikið öskulag, sem liggur niður við bergið, og sýnir að staðurinn hefir upphaflega verið hafður fyrir arinn. (Frá Snorrabúð?) Að lokum var grafið niður til að finna undirstöðuna undir Snorrabúð, og virkið kringum hana. Búðin er 70 feta löng, og 30 fet eða meir á breidd. — IByrning'arsteiim hins nýja alþingishúss var há- tíðlega lagður 9. þ. m. í viðurvist fjölmennis af öllum stétt- um, aukþeirra, sem sjálfsagðir voru : landshöfðingjans og liinna nefndarmanna byggingarinnar, biskups vors og þeirra alþing- ismanna, sem hér í grend búa. Hinir helztu menn voru á einkennisbúningi sínum. Á Austurvelli var tjald mikið og voru þar til sýnis uppdrættir allir til hússins, en yfir grunn- inum héngu fánar á stöngum 'og veifur á stögum; á einni stóð : með lögum skal land byggja, en á annari: vísindin efla aUa dáð (c: söfnin); þar blöktu og fálkamerki tvö. Kl. 1 voru lúðrar þeyttir og sönginn sálmurinn: VorGvð er borg á bjargi t.rawi Gekk þá landshöfðingi herra Hilmar Finsen að horn- steininum og lagði silfurskjöld ferhyrndan niður í gróp á hon- um, svo og hinar núgildandi dönsku peningamyntir, síðan lagði hann steinlok yfir. pá gekk þar að biskupinn Dr. P. Pjetursson og laust með hamri 3 högg á steininn og mælti: í nafni heilagrar prenningar. Landshöfðinginn tók þá til máls og skýrði frá letri því, er á skildinum stæði og fór síð- an nokkrum fögrum og velvöldum orðum um hinn heppilega valda ritningartexta, er þeir biskup höfðu látið grafa á skjöld- inn, (sem smíðað hafði og grafið Páll gullsmiður f>orkellsson). Að endingu var sungið: «Eldgamla ísafold». Á skjöldinn var grafið: Samkvœmt fjárlögum íslands fyrir árin 1880 og 1881 og ályktun alpingis 1879, er þetta hús byggt handa alpingi og söfnum landsim, á 17. ríkisstjórnar-ári K r is tj áns konun g s hins IX. Ráðgjaf J. Nellemann. Landshöfðingi Hilmar Finsen. Forsetar alpingis : biskup Pjetur Pjetursson og Jón Sigurðson frá Gautlöndum. Byggingarnefnd kosin af alpingi: Arni Thorsteinsson, Bergur Thorberg, Grímur Thomsen, Tryggvi Gunnarsson, Pórarinn Böðvarsson. Arlcitekt, : F. Meldahl. Yfirsmiður: F. Bald. Jóh. 8. 3‘2.: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. 9. júní 1880. —■ Hin nýja steinkirkja i Görðum á Aiptanesi er þess verð að hennar sé minst í blöðum. Hún er nú ein- hver hin fegursta og vandaðasta kirkja á landi hér, og sá, sem skoðar hana, mun furða sig á að hún hafi ekki kostað meira en 12000 krónur. Helztu smiðir hennar voru Björn múrari Guðmundsson, Jóhannes snikkari í líeykjavík og Páll Halldórsson. Kirkjan er 28 ál. löng og eptir því breið, á hæð upp á turnkross 30 ál.; hún er öll hvelfd undir bitum og hvelfingin bæði há (3—4 mannhæðir) og fögur, blá með gylt- um stjörnum; hún rúmar nálægt 400 manns; öll sætin sveig- mynduð, prédikunarstóllinn fremst í kórnum og beint fyrir altari, en kórinn myndar pall eins og í Reykjavíkurkirkju. Konst-málverk af upprisu Krists, er kostaði 700 kr., stendur yfir altari; eins á kirkjan bæði skrautlega ljósahjálma og har- móníum. Til byggingarinnar lánaði landssjóður 10,000 kr. þeir sem með uísafold” eru að vegsama hina sálugu 18. öld fyrir hennar smjörbú og annað ágæti, ættu að bera sam- an meðal annars kirkjurnar í Gullbringusýslu þá og nú. Engin sýsla á landinu á nú eins margar veglegar kirkjur eins og þessi sýsla; auk hins nefnda musteris og steinkirkj- unnar á Bessastöðum, má eins nefna hinar fögru nýbyggðu timburkirkjur að Kálfatjörn, Útskálum, Stafnesi og í Höfnum. Fram yfir aldamót, segja oss gamlir menn, að þar hafi hver- vetna verið auðvirðilegar torfkirkjur. — Ný komið er út: Smásögnval eptir T. P. Hebel, með 4 myndum, þýtt hefir Finnur Jónsson (Borgfjörð), prentað í Khöfn, kostar 50 a. og er til sölu hjá Sigf. Eymunds. — SU/ríðvr Eyjafjarðarsöl, sjónarleikur í 5 þáttum, eptir Ara Jónsson. Akureyri hjá B. Jónssyni, 1879. Oss hefir gleyrozt að geta fyrri leiks þessa; höfundurinn er «ólærður» og einn af þeim gáfumönnum, sem auðsjáanlega hefir orðið varhluta við þá menntun, sem þeir menn þurfa að hafa (þótt skáld séu að upplagi), sem ætla sér að fást við sjónleikasmíði. pó dettur oss ekki í hug að kasta þungum steini á höfund- inn, þótt honum hafi orðið það á, bæði að semja og síðan út gefa leik þennan. Engum manni, sem þykist liafa gáfu eða köllun til að semja slíkt, er viðleitnin láandi, sízt meðan svo fáar eða jafnvel engar góðar frumsamdar fyrirmyndir eru til á voru máli í þeirri skáldskapartegund, en þörf manna og lönguu til þess að hafa eitthvað að leika fer sívaxandi. Hvað leikkorn þetta snertir, þá má játa, að hann er ekki óskáldlega eða óskipulega hugsaður; málið er og einfalt og alveg til- gerðarlaust og í visunum bregður fyrir fjöri og lipurð, en því miður hvergi eiginlegum krapti og því síður hnyttni og fyndni. Aðalgalli leiksins er þó vöntunin á svokallaðri dramatiskri efnismeðferð; það er ekki nóg að menn hugsi sér gang í leiknum og persónur og skipti niður þeirra hlutverkum: þessi gangur á að sjást sem fjörug og eðlileg framkvœmd, og per- sónurnar verða að koma fram sem einkcnnilegar persónur eða karakterar, sem halda leiknum uppi, einkum höfuðpersón- urnat’, eins og máttarviðir húsi. Yfirferðin hjá höf. er svo fljót og flaustursleg og öll framsókn atburðanna svo laus í sér — og þó öll full með álfum og ódæmum — að persónurnar ná hvergi niðri, endast ekki til að mynda karaktéra eða sýna það, sem mest ríður á í þeim skáldskap, en það er sálin, viljinn Og tilfinningin, skaplyndið, ástríðurnar og þeirra strið. Enginn á að fást við að semja sjónarleik, sem ekki hefir les- ið marga sjónarloiki áður og helzt séð þá leikna, og enginn á að fást við þess konar smíði, nema hann hafi höfuðpersón- urnar glöggvar, eins og menn, sem annaðhvort eru fáum líkir, eða þá eru fyrirmyndir heilla flokka af mönnum. En þrátt fyrir leiksins miklu ófullkomlegleika, er hann þó svo snotur- lega og siðsamlega saminn, skáldlegur að efni (mótívi) og auðveldur, að með honum má vel skemta á svoitabæjum eins og húsleik, þar sem litlu er til kostað ef menn annars nenna að læra hann. — Hcr með er skorað á alla, sem búa nælægt sjó eða fara um hann, að rannsaka nákvæmlega sérhvert vogrek eða rekald er fyrir peim kynni að verða, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.