Þjóðólfur - 16.01.1881, Page 1

Þjóðólfur - 16.01.1881, Page 1
Þ'JÓÐÓLFUK. ar. Kostar 3 kr (erlendis 41cr.), borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík 16. Jan. 1881. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema q KIqíS Jab sé gjört fyrir 1. okt. árinu fyrir. "• 11 — 9. þ. rn. kom hér skipið «Annetta Matthilde», skipst. Rasmussen, frá Liverpool með salt til Knudtzons verzlunar eptir 13 daga ferð; er fátt af nýmælum í blöðum þeim, er það hafði meðferðis. í austræna málinu var það helzt tíðinda, að Abdul Hamid Tyrkjasoldán hafði látið borgina Dulcigno af hendi til Montenegrina (Svartfellinga), og hin sex stórveldi kvatt herflota sína heim frá Ragusa. Grikkir lialda áfram herbúnaði sínum og vilja ákaft fara í stríð við Tyrki, en stór- veldin gera alt til að letja þá; ein af hinum síðustu uppá- stungum er sú (frá Bismark), að Grikkland láti sér nægja Krítey, en falli frá kröfum sínum til Epírus og J>essalíu. A Irlandi gengur á sömu róstum sem áður, og í Rússlandi er gengið hart fram á móti níhilistum (gjöreyðendum). Á pýzka- landi er nú sem stendur talsverð æsing móti Gyðingum, þykja þeir þar orðnir ofjarlar í peningalegu tilliti og eins hvað dag- blöðin snertir, sem flest eru í þeirra höndum, en stefna þeirra ekki sem hollust fyrir kristilegt félagslíf. í Danmörku var fátt til tíðinda. Af merkum mönnum var þar látinn Berg- green, (f. 1801.) kompónisti (tónaskálfl) í betra lagi og ein- hver hinn sönglaga-fróðasti maður á sinni öld, sem hin fjöl- skrúðugu sönghépti hans bera vitni um. J>á hefir oss einnig bor- Ízt sú fregn, að kaupmaður Carl Lehmann í Bergen væri dá- inn, hann var reiðari þeirra Akraneskaupmanna Snæbjarnar og Böðvars J>orvaldssona, og mörgum fleiri íslendingum að góðu kunnur. Yeturinn í Evrópu var eptir síðustu fréttum frostalítill og mildur. Póstskip átti að leggja af stað frá Kaupmannahöfn þ. 15. þ. m. Kornvara var í háu verði, tnikið óselt af íslenzkum vörum, og rjúpan í mjög lágu verði. — 29. dag f. m. andaðist hér í bænum factor Joseph Blöndal, 41 árs gamall, hafði hann lengi þjáðzt af megnri brjóstveiki. 7. þ. m. andaðist tómthúsmaður Jón Ólafsson í Finnbogabæ, eptir 3 daga legu, hafði hann i mörg undanfarin ár verið mjög larsburða; hann varð 60 ára gamall. 30. f. m. dró hér úr hörkunui og 31. f. m. eður á gamlaársdag gjörði hagstæða hláku, svo að allur ís var rekinn burt á Nýársdag' °g hélzt hlákan með hægð og blíðu í rúma viku, en þá kom fi'Ostið aptur og heldst það við enn, þó ekki mjög hart, og úæstum logn á hverjum degi. Fiskur nægur fyrir í Garðsjó, pn ísrekið hér í firðinura hamlar mönnum frá að róa hér á innnesjum. — Tveir ,menn nýkomnir hingað að norðan, er fóru 29. des. af Akureyri, segja mikil illviðri úr Eyjaf. og pingeyjar- sýslu, skárra úr Skagaf. og Húnavatnssýslu. Hafís rak inn u>n Jólaleytið og fylti firði alla og víkur, snjóþyngslin ákaf- fega mikil og harðviðrin fram úr hófi. ' Hey áttu menn góð °g í meira lagi frá næstu árum á undanr en höfðu þó á orði að fækka fóðurpeningi. Menn bjuggust við meiri stillingu á Veðrinu úr því ísinn var orðinn landfastur. Ekki er getið uúi slysfarir að norðan. (íleðileikar í lærða skólauum. í fríinu milii Jóla og ,^rs léku skólalærisveinar sjónarleika í 6 kvöld, og voru ^lónarleikarnir þessir: '«Skugga-Sveinn» eptir Matth. Jokk- uttisson, «Brandmajórinn» nýr leikur eptir skólapilt Einar Jö'leifsson og Hermannagletturnar (Soldaterlöjer) eptir Ho- lruP- Hinn nýi leikur «Brandmajórinn» er snoturlega og sk UÍeP sam*nn með innlögðum liprum söngvísum, og þótti Vejtttilegur er hann var leikinn. Leystu leikendur starf sitt kr n hendi‘ sumir Þóttu leika mæta vel- Hln fyrstu fjögur Kku piltar ókeypis fyrir ýmislegt bæjarfólk, sem þeir buðu til að horfa á, en í tvö síðustu kvöldin voru seldir inngöngumiðar og arðurinn, sem orðið mun hafa 400 kr. látinn ganga til Bræðrasjóðsins. J>etta er í annað sinn á fáum árum, sem piltav hafa ó- keypis skemt fjölda bæjarmanna með sjónleikahaldi, og virðist ekki nema sanngjarnt, að bæjarmenn, sem skemtunina hafa þegið, reyndu aptur að sínu leyti að gera leikendunum eitt- hvað til ánægju! Elliðavatns-funduriim. J>ann 5. dag f. m. setti landritari Jón Jónsson, sem ran- sóknari í Elliðaármálunum, rétt að Elliðavatni, kl. 12 á há- degi. Hafði hann stefnt til þessa réttarhalds öllum þeim bændum, sem búa á jörðum þeim, sem að ám þessum liggja, og þess utan dómkirkjupresti H. Sveinssyni, til að gæta rétt- ar kirkjujarðarinnar Breiðholts, sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu til að gæta réttar þjóðeignarinnar Hólms og yfirdómsprócurator P. Melsteð, til að gæta réttar kaupm. Thomsens ; rnættir voru þar einnig eptir stefnu, fyrrum al- þingismaður |>orl. Guðmundsson í Hvammkotí og bóndi Jó- hannes Oddsson á ELústöðum, og áttu þeir að vera áreiðar- menn, því þenna dag átti áreið fram að fara á ánum og landa- merkjum ýmsra jarða þeirra sem að þeim liggja. Allir hinir stefndu voru mættir, nema dómkirkjupresturiun, sýslumaður- inn og málaflutningsmaður P. Melsteð. En óstefndur var þar mættur Egilsson úr Reykjavík, fyrir hönd sýslumauns B. Sveinssonar, sem eiganda að allri laxveiði fyrir Elliðavatns, Elliðakots og l/2 Árbæjarlandi. Lagði ransóknarinn fram, strax í byrjun .réttarhaldsins uppdrátt, stóran og greinilegan yfir PJlliðaárnar, frá upptökum þeirra til sjáfar, og sagði bænd- um að kynna sér það, og segja sér ef nokkuð væri öðruvísi á því en þeim væri kunnugt. Á meðan bændur skoðuðu kortið vandlega og báru sig saman um það, yfirheyrði ransóknariun vitni eitt, sem hann hafði stefnt, og hafði það verið í 15 ár á Vatnsenda hjá föður sínum, og hafði þá jafnaðarlega verið veitt í ánum, umtölulaust af þá verandi eigeudum eða not- endum veiðarinnar upp að Stórahyl við Árbæ, hver veiði til- heyrir kaupmanni Thomsen. Gjörðu bændur ýmsai athuga- semdir viö kortið, mest að því leyti, að í það vantaði ýms örnefni sem til greina þyrfti að taka við laxamálið, og var það, að undirlagi og skipun ransóknarans sett í kortið, og með svo feldum viðauka var uppdrátturinn samþyktur í alla staði réttur af málspörtum. Sagði ransóknari að þeir sem ekki voru mættir af þeim, sem stefndir voiu til þings þessa, mættu sjálfum sér um kenna, þótt þeim þætti á síðan miður, að kortið hefði verið samþykt í þessari mynd. Sannaðist þá og um leið, að dregið hefði verið á árnar 1876 eptir að friðunarlögin komu út, og það verið ‘gjört ofan frá og alt að Skorarhyl í suðuránni, og hefðl veiðzt 15 vænir laxar, og að gjörningsmennirnir hefðu sýnt vökumönnum Thomsens veiðina, og beðið þá að minnast, að þetta sýndi hvort laxinn ekki gæti gengið upp fyrir fossana. pótti ransóknara þetta mikilsvert atriði í málinu, og sagði að ekkert hefði getað verið á móti því, að bændur, með án- um, veiddu ft/rir sinu landi, en á veiðisvæði Thomsens mættu þeir ekki veiða. j>egar svo var komið, vildi ransókn- ari byrja áreið á árnar og aðliggjandi lönd, en áreiðarmönn- nm þótti það ekki vera tiltækilegt því kvöld var komið (kl. 5 e. m.) og þó að tunglsbirta væri talsverð, leizt þeim ekki að byrja áreiðina og framkvæma bana á næturþeli. Sagðist ran- I sakarinn þá verða kyrr á ElliCavatni þá nótt, og tilkynti

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.