Þjóðólfur - 26.02.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.02.1881, Blaðsíða 2
18 bugaður af áreynslu, vökum og kulda, svo hann treystist ekki til að fylgja póstmeistara suður, en að 14 dögum liðnum tel- ur læknirinn, hann muni ferðafær. Einn af hinum 4, sem vestra eru, er mjög veikur, og lítur helzt út fyrir að hann missi tær nokkrar, en 2 á góðum batavegi og sá 5. alheill, og varð hann eptir hjá skipherranum honum til aðstoðar. «Phönix» er sagður sokkinn, hefir hann lagzt svo mjög á hlið- ina, að hann hefir runnið aptur á bak ofan af skerinu, og ból- ar ekki nema á apturmastrinu, sem óhöggvið var úr honum. Engu hefir orðið hjargað að telja megi, og lítið sem ekkert rekið; allar-tilraunir til að ná póstbréfum voru árangurslaus- ar Margir hér í bænum hafa stórkostlega gefið strandmönn- um þessum, sem sannarlega þurftu þess við, því þeir höfðu mist alt sitt. Læknirinn, sem amtmaður sendi héðan vestur, til að hlynna að þeim sjúku strandmönnum, er kyrr vestra. — í 3. tölublaði «þ>jóðólfs» þ. á. er bréf til ritstjórans frá bæarfógeta og formanni fátækranefndarinnar í Reykjavík, í hverju hann vill verja fátækranefnd Iteykjavíkur og sjálfan sig sem lögreglustjóra gegn ranghermingum, sem hann telur að standi í grein í 2. tölublaði J>jóðólfs þ. á. með yfirskript: • Mormónarnir í Reykjavík». Af því eg hér undirskrifaður hafði skrifað áminzta grein, «mormónarnir í Reykjavík», þá leyfi eg mér að svara herra bæarfógetanum með fáeinum línum, bæði sem formanni fátækranefndarinnar og einnig sem bæarfógeta og lögreglu- stjóra bæarins. Hann segir, að eg hafi ranghermt það, að fátækranefndin bægi héðan fólki, sem leitar sér atvinnu, en jafnfrarat játar hann, að síðastliðið ár hafi verið bægt héðan meir enn fjórða hverjnm manni, sem í þessu skyni leitaði hingað, og hefir hann þannig tekið ómakið af mér að sanna það, sem eg hafði skrifað, og þó hafa opt verið meiri brögð að þessu hér enn síðastliðið ár. Hann segir, að það sé ekki fátækranefndin, sem leggi útsvör á slíka menn, heldur gjöri það svo kölluð niðurjöfnunarnefnd, og hefir hann að sönnu rétt í þessu, að því leyti, að þessi niðurjöfnunarnefnd segir til, hversu hátt þetta tillag eigi að vera, en hún leggur ekki á neinn fyr enn fátækrauefndin hefir sagt að á hann skuli leggja, °g rneíra sagði eg ekki. Hann furðar á, hversu ó- kunnugur greinarhöfundurinn sé aðgjörðum fátækranefndarinnar, en — hver er kunnugur þeim, nema nefndarmennirnir sjálfir, því hinir aðrir í bæarstjórn Reykjavíkur, hvað þá heldur aðrir út í frá, hafa nú í síðustu 2 ár aldrei heyrt eitt orð um það, sem í þeirri nefnd framfer, og verður hann því að fyrirgefa hverjum sem helzt slíkan ókunnugleik; en hitt er það, að einmitt mér er kunnugt um þetta atriði í aðgjörðum fá- tækranefndarinnar, því flestir af þeim, sem hafa orðið fyrir þessu skakkafalli frá henni, hafa borið sig upp við mig, °S eg sumum sint og sumum ekki. og hafa þá optast kornið fram ástæður gegn aðferð nefndarinnar, það er að segja, hún ekki hefir haft nægar og réttar ástæður til að neita slíkum, og stundum gefið þeim miður réttan vitnisburðj h1 æðri staða, hvar málefni þeirra liafa átt að fá endileg afdrif- Hvað viðvíkur því, sem herra bæarfógetinn segir framgöngu sína gegn mormónunum hör, þá er engin von $ aðgjörðir hans í því hafi borið ávöxt, því þeir hafa ekki heyrt neitt frá honum, og enginn borið orð til þeirra frá honum síðan í fyrra, og ekki er heldur nema aunar þeirra farinn héðan, og fór hann af sjálfsdáðum austur, og ætlaði til Vest- mannaeya. Hinn (Jakob) er hér enn og hefir altaf verið 1 mesta yfirlæti, nema hvað hann fylgdi bróður sínum á leið austur, og var burtu nokkra daga. J>að er bágt, að a 1 lir bæarmenn skuli vita betur enn sjálfur lögreglustjórinn, því sannarlega hafa mormónarnir prédikað mikið optar en hariD segir, og á fleiri stöðum, og flestir munu hafa verið óboðnif' sem á þá heyrðu í þessi skipti, og þar voru sannarleg* öðruvísi menn á meðal þessara safnaða, enn að megi kalla hræður, því þar voru bæði lærðir og leikir. Smáskamta- læknar, sem mörgum hjálpa, en hafa engum gjört mein, eru ofsóttir með stefnum og dómum, duglegum fiskimönnum, seru með atorku vilja sækja sjóinn án þess að brjóta í hinu minsta helgidagalög vor, er stefnt sem glæpamönnum og það að til' hlutun prests vors; gruuaðir og ekki grunaðir menn um a^ hafa brotið spítu í Elliðaánum, eru teknir fastir og kastað > dýflissu, sem ekki mun vera sem réttlátast eptir stjórnarskrá vorri ; en þessir falsspámenn, sem ekki korna nema illu t'1 leiöar, spilla friði á heimilum, komast upp á milli hjóna, °& ganga í berhögg við kristilega trú, þeir eru látnir ganga >5' átalaðir og þeim er hlíft við að bera almennar skyldur, °S þeir, sem grunaðir eru um að vera áhangendur þeirra hér> eru í opinberri þjónustu, launaðir af fé kristins safnaðar, °S settir til að gæta góðrar reglu í guðshúsi. Eigi slík löggæzla sér langan aldur hjá oss, þá mún virðing fyrir lögum rétti eiga sér skamman aldur hér í höfuðborginni og vaert það illa farið. Reykjavík 23. Febrúar 1881. Et/Hsson, bæarfulltrúi í Reykjavík. 23 24 fyrir þér, elskan mín», sagði Guðrún og hallaði sér upp að Sigurði. «Og ætlarðu alt af að elska mig, Guðrún» ? sagði Sig- urður. «Já, já, já,» sagði Guðrún. «Og að verða konan mín, hvað sem faðir þinn segir» sagði Sigurður og þrýsti Guðrúnu upp að sér. «Nei, eg get ekkert gjört á móti vilja föður míns. |>ú ert karlmaður, og ekki barnið hans, og ætlar að gjöra mikið, en eg er dóttir hans og gjöri ekkert með að særa hann svo í elli sinni, nema það að fara eptir mínum eigin vilja; og eg er viss um að hann er ekki næg ástæða til slíks stórræðis, — Vertu sæll, Sigurður.» «Vertu sæl, Guðrún,» sagði Sigurður og kysti hana. Svo fóru þau beim að Grund. Klukkan er þrjú e. m. á áttunda sunnudag eptir Trini- tatis. Presturinn á Eyri, næsta kirkjustað við Vatn, og kirkju- fólkið — það er að segja bændurnir — sitja inni í stofu og eru að drekka kaffi. Menn tala um hitt og þetta, þangað til presturinn segir: «Mér þótti annars vænt um að svona margir komu til kirkju í dag, því að eg hafði ætlað mér að bera upp málefni eitt, sem kirkjuna varðar, og sem eg tel miklu skipta, hvor vel verður tekið undir eða ekki». Hér tók presturinn sér litla málhvíld og leit fast fra®a” í tilheyrendur sína. Allir gláptu á hann, eins og tröH ^ heiðríkju, og gátu ekki gjört sér nokkra hugmynd um, hy®1^ mikilsvarðandi kirkjumál það gæti verið, sem kæmi til Þel"‘ kasta. J>eir höfðu aldrei verið kvaddir til slíkra mála ^ ’ nema þegar þeim hafði verið skipað að fara að byggja upP ki111 kirkjugarðinn sinn. Nú liöfðu þeir gjört það með rn> 'nauðung fyrir fáum árum, og þótti hart, ef það ætti að Ia'^ að reka sig til þess þegar aptur. J>eir biðu því óþreyj0' 5 kvíða-fullir eptir framhahlinu. . j. . «Ykkur er öllum kunnugt um framför þá, sem koh11 hefir á hjá nágrönnum ykkar, Vatnssóknarmönnum, þa r sCn! veg1 þeir hafa komið á orgeli í kirkju sinni og eru á góðu’11 með að koma upp ágætum söng, því það er sagt að SigUI í sók»' organistinn þár, hafi lofað að kenna ungum mönnum - ^ inni söng í vetur, svo að dálítill söngflokkur geti wy11, * J>essir menn ætla svo að skuldbinda sig til að koroa til h11^ á hverjum sunnudegi að öllu forfallalausu, svo að organis þurfi ekki að vera í vandræðum með að fá menn til að syu^r með orgelinu. J>etla er að minni meiningu fjarska 011 j framfarir, og án þess að eg vilji lasta söngmennina he>

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.