Þjóðólfur - 23.04.1881, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.04.1881, Blaðsíða 3
35 Um forsælu-tíðar fagra stund var friðar-sól í heiði, þá þagnaði fugl í laufgum lund og lækjar-niður deyði — því rósin er hnigin hels í blund og hallast nú að leiði. par áður vér lítum lifsins hrós, vér lítum staðinn auða, og sloknað og dáið lífsins Ijós og litinn fagurrauða, Vér kveðjum þig nú, þú kæra rós, og kyssum þig í dauða. Vér lítum í anda gullna glóð við grindur vestursala, þar lífsins og dauðans blikar blóð og bærist lindin svala; þar fjarlæg vér heyrum hörpuljóð og himinraddir tala. fj/'tí. GröndaL 2. Eptir húskveðjuna. Nú kveður harmandi húsið sitt f>að hugþekka kvennvalið mæta ; Sem liljan, af dauða-ljánum bitt, Er leifir þó ilminn sæta, Svo eptirlét minniug hið ástríka víf, Sem alt kunni’ að milda og hæta. Og tíminn líður, en treginn ei þver, Því tómlegt verður um bæinn ; Hver dagur, sem kemur, sinn bjartleik ber, En bætir ei sorgarhaginn, f>ví burt er það kvenndygðar blessað ljós, Sem bjartari gerði daginn. Ö, gætum vér aptur þig grátið frá hel, Uú góðkvendið elskulega! f>að eina vér megnum: með ástar þel Að inna þér fórn vors trega, |>ér fylgir vor blessun, þér fylgja vor tár A friðarins engilvega. Stffr. Tkorsteinsson. I , t 17. febr. þ. á. sálaðist á ísafirði höfðingskonan Sigríður uomundsdóttir, eptir langvinnan og mjög svo mæðulegan sJúkdómskross. Hún fæddist að Arnardal 1817, og voru for- eldrar hennar hin góðkunnu hjón G. Pálsson og Elisabet Guð- ^úndsdóttir, sem lengi bjuggu þar sæmdarbúi. Sigríður sál. 'arð þrígipt og átti fyrst (1840) Jón Bárðarson skipstjóra, en >e*rra sambúð varð ekki löng, því hann sálaðist ungur. En gekk hún að eiga Hinrik Sigurðsson borgara eða kaup- ^aún á ísafirði, dugnaðarmann mikinn, og varð þeirra sam- júð 21 ár. f>riðja sinn giptist hún 25. Apríl 1872, Magnúsi °chumssyni kaupmanni, sem nú lifir eptir hana. Hún á j'úgin börn eptir sig á lífi, en fjölda fósturbarna; tók hún þau est af fátæki og reyndist öllum hin bezta móðir. Sigríður var atgjörvis- og kostakona, þótt kvennamentun væri lít- Á Vestfjörðum í hennar ungdæmi; hún var hin mesta bú- elslukona og auðsæl mjög, en valkvendi um leið, guðhrædd, tuföst og góðgjörn og kvenna ríkust að ölmusugjörðum. Síð- Ustú ár æfi hennar þjáði hana löng og sorgleg vanheilsa með t ugstríði og rænuleysi. Við útför hennar, 24. febr., fylgdi ‘®nni oál. allur bæarlýður á ísafirði með mikilli hluttekningi h eg sorg. Árni prófastur Böðvarsson flutti einhverja sína bezti ^ðú í kirkjunni, en heima hélt kand. theol. Grímur Jónssor i . * auftjuuui, eu i iartnæma húskveðju. Hún hrópaði lengi um hjálp í neyð frá hjarta síus djúpa leyni, og hvað hún stríddi við harðan deyð, veit himnafaðirinn eini; Svo grátlegt varð hennar voðamein, að vöknuðu tár á steini. En auðug hún var, og auðugust þó, að andans og hjartans dáðum. Hví leið hún þá svo, er lifði og dó, sem líknaði öllum þjáðum? Ó hættum að spyrja : Herrans leið er hulin í djúpum ráðum. f>risvar und krossinum Kristur féll, svo kennir hin helga saga. Mun oss þá ei hált um harmasvell, er hjarta vort ormar naga? f>að fáum vér betur síðar að sjá er sólin skín yfir haga. f>á sérð þú hana, sem böl hér bar, á blíðustu dýrðarhæðum. Guðs aumingjar hér eru orðnir þar að englum í skínandi klæðum; þar launa þeir henni líkn og tár, með lifandi náðargæðum. Matth. Jochumsson. f Úr þungum og langvarandi sjúkdómi, andaðist 10. þ. m. heiðurskonan Anna Guðrún Eiríksdóttir, rúmra 53.ára, fædd á Akureyri 8. Febr.1828, giptist þar 13. Júní 1856, Jóni Borgfirðing, síðar lögregluþjóni í Beykjavík; þeim varð 7 barna auðið, hvar af 6 lifa, 4 synir og 2 dætur. Hitt og petta. — í fyrra höfðu Frakkar hér við land 242 skip, með 4400 mönnum til fiskiveiða, og iiskuðu þau frá 36 til 70 þúsundir fiska hvort. Flest þeirra (103) frá Dunkerqve. — Eptir skýrslum frá Grænlandi, 1880, var fólkstalan þar 9633 og var það 102 fieira enn 1879. — Á Færeyum eru sagðar almennar umkvartanir um, að þeir hafi fengið ofmikið verzlunarfrelsi, og sækja þeir nú um að það verði takmarkað að ýmsu leyti. Miklir framfaramenn eru Færeyingar, og ekki væri um skör fram, þó ísafold ráðlegði oss íslendingum að feta í þeirra fótspor með fleira enn peisuprjónið. — Bæarfógeti H. Clausen í Thisted, sem hér var sýslu- maður í Gullbringusýslu, var þ. 20. oktbr. f. á dæmdur í 100 kr. sekt eða 10 daga einfalt fángelsi, fyrir að liafa vanbeitt embættisvaldi sínu. Hann mætti um kvöld 2 druknum mönnum á götu bæarins, sem höfðu nokkurn hávaða, og skipaði þeim heim, en þeir hlýddu ekki strax; sló hann þá til annars þeirra með priki sínu, enn hinn snérist við og sló fógetann í andlitið, svo blóðið fossaði úr honum. Fékk fó- geti þá fleiri sér til hjálpar, og kom þeim druknu í varð- hald, en þegar þar var komið, gaf hann þeim báðum utan- undir, og sló annan þeirra aptur með priki sínu. Fógeti var ekki í einkennisbúningi. Var hann fyrir þetta dæmdur í á- minsta sekt, og þakkaði fyrir að sleppa með það, en hinir sluppu við svo búið. Hvernig haldið þið piltar, að slíkt hefði verið dæmt hérna? — pegar general Garfield var innsettur í forsetatignina, og hélt fyrstu ræðu sína í þinginu í Washington, 3. marzm. þ. á. þá mintist hann einnig á Mormóna, og fórust hon- um orð á þá leið, að hann áliti að «stjórnin ætti ekki að þola Mormóna, þvíþar semhverjum manni annars væri heimilt að játa hvaða trúarbrögð sem hann vildi, þá innibindi þetta frelsi enganveginn leyíi til að framfylgja glæpsamlegri hátt- semi (criminal practices)». Á s k o r u n. — Vér undirskrifaðir, saklausir himinsins fuglar, skorum á yður, þér jarðeigendur og leiguliðar, að þér ekki látið á þessu nýbyrjaða 3umri né framvegis framandi þjóðir vaða yfir lönd yðar og veita oss árásir, því vér höfum lesið pjóðólf og sjáum af honum, að þér hafið fult lagalegt leyfi til, að banna slíkt; vér höfum hingað til álitið, að enginn gæti verndað oss frá þessum vondu mönnum, en nú er oss það fullljóst, að þér getið það og eigið að gjöra það. Biðjið yfirvöldin að veita yður lið til þessa, og vér skulum aptur á móti fylla landgr-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.