Þjóðólfur - 07.06.1881, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.06.1881, Blaðsíða 4
hefir látið falla um sig í sambandi við mormdna, í alþektri grein í „í>jóðólfi“ þ. á. Árangur þessa trúarstríðs mun aug- lýstur sem fyrst, þegar dómur er fallinn i málinu, sem að líkindum ekki verður fyrir nóttina helgu þ. á. — Athugasemd við greinina um kjörþing ísfirðinga, sem stendur í fyrsta tölublaði þjóðólfs 1. Janúar 1881. í grein þessari segir höfundurinn f>. K. að eg sé með kappi mínu orðinn þingmaður fyrir þetta kjördæmi. Jeg leyfi mér að spyrja, hvað meinar höfundurinn með þessu kappi, sem hann talar um? Ef það skyldi vera meiningin, að eg hefði sókt eptir atkvæðum, þá skora eg fastlega á höfundinn, að hann sanni það með einu einasta sönnu dæmi, að eg hafi óskað eptir atkvæði utan fundar eða innan. Ekki heldur kannast eg við, að hafa brúkað neitt annað lag til þess heldur enn lögin fyrir skipa, nefnilega, að þeir, sem taka móti kosn- ingurn, gefi kost á sér, en að eg gaf kost á mér, var af því sem eg sagði opinberlega á fundinum, að margir í nærsveitum höfðu beðið mig að taka á móti kosningum, þó þeir væru fæstir á fundi. Ef höfundurinn þar á móti talar um kapp og lag hjá mér, einungis til að lýsa eiginlegleikum mínum eða okkar, þá veit eg fyrir mig, að það eru eiginlegleikar, sem eg vil helzt ekki án vera, að bafa kapp, som stjórnast af lagi eða réttara sagt viti, svo það verði ekki um of, því annars er kappið lítils virði. Hafi höfundurinn orðið var við áhugaleysi kjósenda yfir höfuð um að sækja fund, þá hefði hann í það minsta hvatt sveitunga sína til að sækja fundinn, einkum þar hann þykist hafa ætlað að mæla með efnilegum manni til þingsetu. Hann telur það óhapp, að við höfura orðið þingmenn; er það líklega vegna þess, að Lárus komst ekki að þingmensku, og mun það mest því að kenna að höfundurinn K. mælti með honum, því auðvitað er að hann eða þeir, sem mæla með ókunnugum manni, verða að hafa almenna þjóðhylli í því kjördæmi, en það þarf ekki að bera þessum á brýn. Að landið voni mikils af þessu kjördæmi, er víst hugarburður einn, þar eð það á víst minni völ enn mörg önnur kjördæmi á góðum þingmönnum innan héraðs, sem þó fiestir kjósendur vilja heldur hafa. fó að kjördæmið ætti lengi að undanförnu sjálfkjörinn fulltrúa, þá var það víst ekki höfundinum J>. K. að þakka, þareð það má víst fullyrða, að hann var aldrei eða í það minsta mjög sjaldan samþykkur skoðunum þess mikla manns, Jóns sáluga Sigurðssonar, og hefir heldur aldrei, svo menn viti, unnið landinu neitt sérstakt gagn í þj óðarinnar framfara mál- um, nema ef hann telur sér til gildis, veru sína á þjóðfund- inum forðum. Að riddarinn hafi á fundinum gjört nokkuð Lárusi til meðmæla, held eg fáir hafi heyrt eða séð, hann hefir þá skotið því út undan sauðargærunni, eins og honum er svo títt. Hitt má fullyrða, að enginn hafi verið svo ósiðaður á fundinum nema riddarinn einn, að biðja mann eða menn að láta sig fá vissa tölu atkvæða, eins og hann gæti ímyndað sér að nokkur siðaður maður hefði atkvæði til sölu. Ritað í Marz 1881. þ. 31. •s- Auglýsingar. Norska v e r z 1 u n i n. — Hérmeð kunngjörist almenningi, að hin íslenzka samlags- verzlnn í Björgvin hefir selt mér allar skuldakröfur þær, er hún enn á gagnvart þeim, sem eru eða hafa verið í reikningi við verzlanir hennar hér í Reykjavík og í Hafnarfirði, og verður verzlun samlagsins hér í bænum eptirleiðis haldið áfram í mínu eigin nafni. peir sem ennþá eru í skuld við hina fyrverandi norsku verzlun í Hafnarfirði, er |>orsteinn Egilsson éinu sinni veitti forstöðu, og hina norsku verzlun hér í bænum, er fyrst Sigfus Eymundarson og síðar Egill Egilsson og ég veittum forstöðu, eru því hérmeð kvaddir til þess að semja viö mig sem allra fyrst um borgun á skuldum sínum. Reykjavík, 7. Maí 1881. Malth. ,/oha////essrn.. — Hérmeð er skorað á þá, sem telja til skulda hjá dánar- búi Gyttu E. Thorlacius, ekkju Bjarna læknis Thorlaciusar, að vera búnir að lýsa skuldakröfum sínum fyrir undirskrifuðuffl skiptaráðanda innan útgöngu yfirstandandi árs. Skrifstofu Suðurmúlasýslu 22. Apríl 1881. .///// Johnsrn. — jþriðjudaginn, þann 28. júní næstkomandi verður fundur haldinn í þinghúsi Garðahrepps í Hafnarfirði. Fundurinn verður settur kl. 12 á hádegi og geta kjósendur í GullbringU' og Kjósarsýslu þá borið upp þau mál, er þeir vilja að hreift verði á næsta alþingi, og látið í ljósi tillögur sínar um þau sem koma fyrir á næsta þingi. Margir hafa látið í ljósi Þa® álit, að hagkvæmast væri, að 4 eða 5 kosnir menn úr hverjum hreppi kjördæmisins sæktu fund þennan. Görðum, 31. maí 1881. þúra rin n /iöðvarsson. — Eg undirskrifaður hefi nú fengið sýnishorn af nokkruna veiðarfærum frá Noregi, svo sem síldarnet, bæði lagnet og flotnet, ennfremur þorskanet, sökkur og öngla til þorskveiða, og geta menn því fengið að skoða þau hjá mér, og jafnfrafflt fengið tilsögn, óheypis, við notkun þeirra. Ef menn óska a^ fá keypt norsk veiðarfæri, get eg pantað þau og fengið tilbuin frá Björgvin, hvar þau fást með svo vægu verði sem unt er, þó með því móti að þau séu borguð fyrirfram. Nokkrir monn hafa nú þegar beðið mig að panta síldarnet (lagnet), því eS hefi til reynslji lagt þau hér með landi fram, og hefir Þa® sýnt von um góðan árangur. Flekkuvík 24. Maí. 1881. Ivar Helgason. — Árbók fornleifafélagsins fyrir 1880 og 1881. Ársfélagar fá árbók félagsins fyrir 1880 og 1881 ókeypis, ef þeir bafa greitt tvö fyrstu árstillög sín, og þeir, sem greiða tillög fyrir þessi ár um leið og þeir ganga í félagið, fá hana fyrir sama verð. Fyrir utanfélagsmenn eru fáein expl. til sölu og k°sta 5 krónur. Fornleifafélagið æskir að fá skýrslur um fornstöðvar allaf og fornleifar, svo og um forngripi, sem annaðhvort finnast eða eru í geymslu einstakra manna. Öllum gripum, sem félaginU gefast, eða það getur útvegað, er haldið til forngripasafnsm8, Til kaups fást: 1. Hálf jörðin Efriholt í Vestur-Eyafjallahreppi í Rang^1 vallasýslu 30 áln. landskuld og 1 kúgildi. 2. Hálf jörðin Efrikvíhólmar í sama hreppi og sömu sýsfu’ 25 áln. landskuld og Vj kúgildi. 3. Hálf jörðin gata í Selvog, 40 áln., landskuld, sem borgaS í harðfiski. 4. Sjötti partur í Helgastöðum í Biskupstungum 37% 8 landskuld og 1*/« kúgildi. t>eir, sem kaupa vilja þessa jarðarparta, eru beðnlf snúa sér til mín. Reykjavík í Maí. L. Larsen. NÝUPPTEKIN FJÁRMÖRK. #r- — Síra Ólafs Ólafssonar á Vogsósum : sýlt h., na skorið v. - fr, þ.. — Magnúsar Magnússonar á Flekkuvík: sneiðrif30 boðbýlt fr. v. Afgreiðslustofa þjóðólfs: húsið M 8 við Austurvöll. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. Ó. {> o r g r í m«s 0n- Prentaður í prentsmiSju Einart pórðaraonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.