Þjóðólfur - 05.07.1881, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 05.07.1881, Blaðsíða 4
58 því færa vill kærleiki föðurins hreinn fullsælu börnin sín að. Hann braut ei til skemda þá blómlegu rós: hún blómgast nú himninum á; hann slökti’ ei til dauða hið lífglædda ljós: það lifir nú útvöldum hjá. Og syrgjendum bent er í samfunda heim þars samfagnaðs eilíf er vist, þars bót allra harmsára búin er þeim, þars bezt er að koma sem fyrst. Br. J. ÞAKKARÁVAEP. Eg get ekki annað enn fundið skyldu mína til að minnast þess með innilegu þakklæti o pinberlega, hvernig allir, sem eg hafði gisting bjá næstliðinn vetur í póstferðum mínum og þeim vandræðaveðrum sem allir vita — sýndu mér einstaka aðhjúkrun og hirðingu í öllu því sem mögulegt var fyrir mig og skepnur mínar, þó sérstaklega meiri og meiri eptir sem austar dró; þar rnargir urðu fyrir heilsu og limatjóni af orsökum veðranna, komst eg með guðs og góðra manna hjálp óskemdur og á allar hliðar happasamlega mínar fyrirsettu ferðir, og votta eg því mína ósk í því, að biðja hann, sem alt hefir í sinnijalmáttugu hjálpar-og kærleikshönd, að styrkja og launa öllum þeim sem mér sýndu áður áminsta hjálp, þó vil eg þar með minnast þess, að betur mundi tekið móti ferðafólki á Kolviðarhól ef Hallbera á Lækjarbotni væri þar en ekki sú, sem þar er. Hannes Hansson. Aiiglýsingar. — Hér með er skorað á erfingja Jóseps sál. Helgasonar, að gefa sig fram og veita móttöku á skrifstofu sýslunnar örfum þeim, er þeim hafa hlotnazt eptir Margrétu Halldórsdóttur frá Hólagerði á Skagaströnd, og föðurbróðir þeirra Jóhannes Helgason, sem var til heimilis á suðurlandi, en andaðist í kaupavinnu hér í Vatnsdalnum haustið 1879. þ>á er og einnig hér með skorað á þær systur Guðbjörgu og Solveigu Skúladætur, að vitja hingað á skrifstofu sýslunnar arfalóðs síns eptir móðursystur þeirra Ingiríði sál. Jónsdóttur frá Enniskoti. Skrifstofu Húnavatnssýslu, 21. Júní 1881. Lárus þ. Blöndal. — Hér með er skorað á þá, sem telja til skuldar hjá dánar- búi Gyttu E. Thorlaeius, ekkju Bjarna læknis Thorlaciusar, að vera búnir að lýsa skuldakröfum sínum fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda innan útgöngu yfirstandandi árs. Skrifstofu Suðurmúlasýslu 22. Apríl 1881. Jón Johnsen. — Hér með auglýsist öllum hlutaðeigendum, að áformað er að skipti á dánarbúi steinhöggvara Sverris sál. Runólfssonar fari fram hér á skrifstofu sýslunnar laugardaginn hinn 17. septembermánaðar næstkomandi um hádegisbil. Skrifstofu Húnavatnssýslu að Kornsá, 21. Júní 1881. Ijárus. þ. lilöndal. Safnaðarfnndur. — Af því að einungis örfáir tnenn sóttu safnaðarfund þann, sem eg boðaði 24. dag Júní, verður fundur haldinn á ný þriðjudaginn 12. 'þessa mán. kl. 4 á þingstefu bæarins, til að kjósa sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa, samkv. lögum 27. febr. 1880, og ræða um þau safnaðarmál sem upp kunna að verða boiin á fundinum. Eg leyfi mér að skora alvarlega á limi safnaðarins, sem gjalda til prests og kirkju, ;að sækja fundinn með meiri áhuga on áður, svo að hann verði það, sem hann á að vera: Almennur sii/'naðarfundiir. líeykjavík, 1. Júlí 1881. Hallgrímur Sveinsson. Hér með leyfi eg mér að biðja fjárhaldsmenn skólapilta að senda mér bónarbréf fyrir þá um fjárstyrk, heimavist i skólanum o. s. frv., eigi síðar enn 11. dag þessa mánaðar. }h 81. J/j/t þorkclsson. Hos Undertegnede faaes: Portvine á 3,20, 2,45 & 2 Kr. Sherry á 2,70 & 2 Kr. Malaga á 2,10. Malaga Muscat 2,60. Mavrodaphné (græsk Vin) 2,30. Champagne 4,50. Rödvin 1,50. Alt reelle, gode Vine. Kristiania Baier- Öl, Bruslimonade. Nedkogt Kjed & Pisk. Anchiovis. Sveitsersost, Gedeost. Syltetnier, Pickles, eng. Sennep. M. Johannessen. Et lste Klasses nyt ildfast Skab er til salgs hos M. Johannessen. Kalk, Mursten, ildfast og almindelig, faaes hos M. Johannessen. Et Udvalg af Jeruvarer, Værktoi, Laase, Dörvridere og meget andet, anbefales til billigste Priser. M. Johannessen. — Lipur og reglusamur unglingspiltur getur fengið pláss við «Gamla-Bakaríið» í Reykjavík, annaðhvort sem lærisveinn eða aðstoðarmaður við brauðagjörð. Lysthafandi getur snúið sér til undirskrifaðs, og samið við hann nákvæmar í þessu efni. 25. Júní 1881. />. Bernhöft. — Fundizt hefir á Lækjamóti í Húnavatnssýslu reiðbeizl' með, koparstaungum, sem eigandi þess getur vitjað gegn sanngjörnum fundarlaunum, og borgun fyrir þessa auglýsing. Lækjamóti 24. Júní 1881. J. S. Jónsson. — Nóttina milli24.og25.næstliðinn Júní hvarf mérúrpössun í Reykjavík rauður hestur aljárnaður góðgengur, hér um bil miðaldra með mínu marki gagnbitað bæði. Hvern semhitta kynni bið eg að halda til skila (mót sanngjarnri borgun) annað hvorý til Guðmundar |>orvarðssonar eða til mín undirskrifaðs. Lángholti í Flóa 1. Júní. 1881. Sit/urður Sitjnrðsson. k — Jörðin Akrakot í Bessastaðahreppi 18.3 hndr. að dýrleika fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1882. Jörð þessi er h ' sjávarjörð og hefur þangskurð og þöngulreka; hún er vel býsfc og hefúr góð tún, sem fóðra 4—5 kýr, engi nokkurt og hag3 fyrir kýr og hross. feir, sem vilja kaupa jörð þessa, gefca snúið sér til prófasts I>. Böðvarssonar í Görðum. pórukoti 25. júní 1881. Jón Magnússon. — Hjá undirskrifuðum hefir verið í óskilum síðan viku fyrir lok brúnskjótt. hryssa með mark: gagnbitað hægra, b1*3 apt. vinstra með netfljettur í tagli. Morastöðum í Kjós. þorsteinn Jónsson. Fundnir peningar. 16. þ. m. fanst peningabudda nokkrum skildingum á Hlíðarhúsastíg, og getur réttur eig30 sem leiðir sig með rökum að henni fengið hana á afgi'efcðs - stofu fjóðólfs, gegn sanngjörnum fundarlaunum og að borga auglýsing þessa. Afgreiðslustofa þjóoólí's: húsið M 8 viö Austurvöll. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. 0. þorgrímsson. Prentaður i prentsmiðju Einars þórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.