Þjóðólfur - 07.09.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.09.1881, Blaðsíða 2
80 26. ágúst. Frumvarp til laga um bann gegn niður- skurði á bákalli, gekk til 3. umræðu. — Frumvarp til laga um bann gegn innflutningi á útlendu kvikfé; var það sam- þykt með 14 atkv. gegn 3. — Tillaga til þingsályktunar um umboðsskrá Jóns landritara Jónssonar var samþykt með 15 atkv. og send landsb. — Frumvarp til laga um friðun á laxi, samþ. með 14 atkv. — Frumvarp til fjáraukalaga 1878—79, samþ. í einu hljóði og sent landshöfðingja. 27. ágúst. Frumvarp til viðaukalaga við lög 14. des. 1877 um fiskiveiðar á opnum skipum, samþykt með 18 atkv. og sent landshöfðingja sem viðaukalög. — Tillaga til þings- ályktunar frá efri deild um fyrirkomulag gufuskipsferðanna umhverfis landið, samþ með 18 atkv. — Kosnir 2 menn í tilefni af þingsályktun útaf umboðsskrá Jóns ritara Jónssonar, og hlutu þ.eir kosningu: Tryggvi Gunnarsson og Arnljótur Ólafsson — Frumvarp til laga um nöfn manna; var samþ. að kjósa 3 manna nefnd í mál það, en aptur á móti var það líka samþykt að fresta kosningu þessarar nefnáar til næsta þings. , |>ann 27. f. m. dó hér í bænum konsúll Edva rd Siemsen; var hann orðinn aldraður maður og heilsulaus síðustu árin. Jarðarför hans fór fram 3. þ. m. Burtfararpróf á prestaskólanum 22.—31. ágústmánaðar. Magnús Helgason með 1. einkunn 51 stig. Sigurður Stefánsson — 1.-50 — Lárus Eysteinsson — 1.-45 — Jón Ó. Magnússon — 1.-43 — Pétur Jónsson — 1.-43 — Helgi Árnason — 2.-41 — Spurningar í skriflega prófinu voru: í biblíuþýðingu : 1. Kor. 6, 1.—10. í trúfræði: Að útlista biblíulega og trúfræðislega lærdóm opin- berunarinnar um sköpun mannsins í Guðs mynd. í siðfræði: Að meta gildi fegurðarinnar í samanburði við hugsjón hins góða. liæðutexti: 1. Pét. 2, 1.—5. Ekki er um annað talað enn heyleysið, bæði nær og fjær, og engar nýlundur heyrðust nú með póstunum, sem eru ný- komnir að. vestan og norðan, nema hvað vestanpóstur segir hafísirin nálægt ströndum vestra ekki lengra burtu en á 60 faðma dýpi, en nú brá til sunnanáttar með deyfu með höfuð- deginum og hefir hér verið hvassviðri nokkra daga, og mun það reka hann frá, enda eru hlýindi nú í veðrinu meiri enn hefir verið og tún eru að grænka sem óðast. — Nú er búið að selja hið stóra skip, sem rak á land í Höfnunum syðra, nálægt pórshöfn; er það óefað hið stærsta skip sem sést hefir hér á landi; sagt er að það sé 47 faðma langt og 7 faðma breitt, þrímastrað og með þrem þilförum. Úr því hefir verið bjargað rúmum 20,000 plönkum löngum og breiðum, og þó er sagt, að allur helmingur hafi verið eptir í því, þegar það var boðið upp, og var það selt eins og það var, með þessu lítilræði í fyrir rúmar 300 kr. Skipið mun vera frá Boston í Ameríku, en hvað lengi það hefir verið í sjó veit maður ekki, en getgátur að 16 mánuðir muni hafa verið frá því það var yfirgefið af skipshöfninni og þangað til það rak upp. Á uppboðinu var plankinn seldur á 50 aura upp og niður, og voru þeir frá 6 til 9 ál. langir og 6 til 11 þuml. breiðir. f>areð prentari Einar pórðarson hefir haft svo annríkt við prentun fyrir alþingi í sumar, hefir hann vanrækt prent- un "pjóðólfs'i svo að hann ekki hefir getað komið út á fast- settum tíma, og verðum vér að biðja kaupendur ha'ns virða þetta á betra veg. f>að hefir þannig verið ómögulegt að skýra greinilega frá helztu málum á þinginu, og skal nú hér eptir verða úr því bætt svo sem blaðið leyfir, stærðarinnar vegna. Vér viljum hér stuttlega minnast á greinarkorn í ísafold 2. þ. m., sem merkt er »alþingi». |>ar stendur: «Er það 1 fyrsta sinni að það er efri deildinni að þakka, að fjárlögin kuma fram í boðlegu formi»; þetta er nú ekki til annars enD að rifja upp fyrir almenníngi að dr. Gr. Thomsen var ekk* kosinn í þetta sinn í fjárlaganefndina, sem margur var búinn að gleyma, því enginn saknaði hans þar, en ísafokl ætti að vita hvað hún segir, því þetta, sem hún nú fræðir menn á, ®r ósatt, því fjárlagafrumvarpið fékk ekkert annað form í efrl deildinni enn það hafði frá hinni neðri, og breytingar voru þnr gjörðar við það og sumar af þeim líka feldar, og fór fjárlaga- málið svo vel úr hendi í þetta sinn. að það kennir manni að varast að kjósa þá menn aptur í slíkt mál, sem með eintrján- ingsskap og ofviti taka engum skynsömum tillögum, og hæl- ast svo um á eptir og þykjast alt hafa einir gjört og ráðið. Örfáar línur um læroa skolann. (Framhald). FraTikneska er að vísu kend hér í öllum skólanum, en til hennar er eigi varið nægum tíma, þar sem stundum hefir eigi verið varið meira enn 1 stund á viku í surnum bekkj- um, eins og sjá má af skólaskýrslum, og er það eigi alskost- ar hyggilegt. fví að allir, sem þekkja nokkuð til frakknesku, vita, að erfitt er að nema hana; og þó aldrei, nema að þeitn veiti liægra að læra hana, sem kunna eitthvað í latínu, er hún samt þung. í henni ætti að gera stíl við og við, því að nauð- synlegt er, að geta brugðið fyrir sig, að rita frakknesku, ernS og yfir höfuð öll lifandi mál; þau er og náttúrlegu sjálfsagt að geta talað nokkurnvegiun. Kennarar 1 ölluin lifandi málum ættu að vera svo vel að sér, að þeir gætu kent lærisveinum að tala, og ættu þá líka að gera það, og tala við þá í hverri kenslustund það mál, sem þeir kenna þá í því bili. linska er ken d hér við skólann að eins í fjórum ueðn bekkjum eptir reglugjörðar-ákveðningunni 1877, en of fáurö stundum er varið til hennar í hverjum bekk, og hún eig1 kend nógu vel. í henni þyrftu piltar að hafa stíl, og han* er nauðsynlegt að geta talað. Af grein porvaldar í Andvara má sjá að mikil stund og áhersla er lögð á ensku í Svíþjáö- Latina Líti menn nú á stundatöfluna í síðustu skóla' skýrslu, sem út er komin nl. 1879—80, blasir þar við, varið hefir verið í öllum skólanum á viku hverri 40 stundum til latínu, og er það meira enn þriðjungi meiri tími enn til nokkurrar annarar námsgreinar í skólanum. Ofangreint skóla' ár hefir verið jafnmiklum tíma varið til latínu einn°' Hiá og til ensku, frakknesku og náttúrusögu til samans. ^ Svíum er allt öðruvísi varið latínukenslu enn hér. þ>ar þur[a eigi aðrir að vera sprenglærðir í latínu enn þeir, sem ætla se að stnnda fornmálin (nl. latnesku og grísku o. s. frv.), en eiga allir að vera það, hvað sem þeir verða, hvort scm Þ01' verða prestar, lögfræðingar eða læknar og hvað sem vera sl<a^ |>cssi latínubelgingur hér við skólann er alveg óþolandi, Þv óhæfilega miklum tíma er eytt með þessari geysilegu latíu11 Hel' af kenslu frá öðrum greinunum, sem eru langtum þarfan. þarf heldur ekki að vera kenna latínu í krapti og kergju því, að svo margir íslendingar verði fílologar, beldur þv°r ^ móti. í’æstir þeir, sem ganga gegnum, skólann nema fræði, heklut' verða alt annað flestir, sem þeim kemur , að engu verulegu gagni við. Prestar í sveitum hafa lítið gagn af því að þeir hafa lesið latínu eða latneska höfunda. það er auðvitað, að gott og skemtilegf £ &{ verið að lesa sumt, sem skráð er á latínumáli, en P ^ ekkert í samanburði við rit hjá seinni tíma þjóðum, nieð 3 af virðing fyrir Sícero talað, og auðvitað má eitthvert £n®’.1 g,. því hafa einhverstaðar, en eigi alstaðar. Við skóla erlen það venja, að piltar í efri bekkjunum fái að kjósa þann nam er þeir síðar ætla að ganga, og eptir því er kensl1111111

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.