Þjóðólfur - 23.09.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.09.1881, Blaðsíða 2
88 Áætlun hefir verið gerð, fyrst um það, hvað hús til söngskemtana eingöngu, án senu eða leikpalls, mundi kosta, og er sú niðurstaða, að hús, sem rúmar alt að 200 manns, útbúið með ofni og nægilegu plássi til veitinga, mundi fást hygt fyrir svo sem 6000 kr. Ætti húsið að vera svo stórt, að i því sé föst, standandi sena, eins og að vísu væri æski- legast og sjálfsagt, ef menn sjá nokkurn veg til þess, þá mundi kostnaðurinu til þess verða nálægt 10,000 kr. J>ó nú aðaltilgangurinn með hús þetta sé, eins og fyr er um getið, að hafa það til söngs- og sjónleiks skemtana, eða æfinga, sem þar að lúta, þá er svo til ætlað og þar til höfð hliðsjón, að það gæti orðið notað til fleiri þarfa, svo sem til sýninga, funda, fyrirlestra, dansleika eða veizluhalda,' alt eptir því sem kynni að fyrirfalla. Vér förum ekki fieirum orðum um þetta, því stærð og lögun hússins er auðvitað bezt falin þeim, sem í broddi ganga með framkvæmdina. Tilgangur vor með línum þess- um er að eins sá, að mæla fram með fyrirtækinu eptir megni við bæarbúa, eða þá, sem í nánd búa, að þeir vildu styrkja það sem bezt og örlegast, svo því yrði sem fyrst í verk komið. Hverjum þeim, sem nokkra eptirtekt heílr, getur ekki dulizt, að bæarbragur hér er fremur stirður, daufur og ófélagslegur, en hitt er ekki efamál, að fagrar skemtanir og frjálslegar samkomur mundu stuðla til þess að gera hann félagslegri, viðfeldnari og mannúðlegri. Reykjavík er nú þegar orðin of stór bær til þess að standa hér eptir á jafnlágu stigi og hingað til hvað þetta snertir, og vonum vér að fleiri finni þörfina enn vér einir. Til að. bæta úr henni eru hér í bænum vissulega nógir kraptar, ef ekki vantar viljann. Örfáar línur um lærða skolann. (Niðurl.). í Svíþjóð er skólastjóra eða einhverjum kennara gert það að skyldu að rita vísindalega ritgjörð, sem fylgi vskóla- skýrslunni öðru hverju. pet.ta er svo litla ögn öðruvísi hér; hér er engin skylda á því, og er það hvers girnd hér, sem hann gerir, og féstyrkur gengur hér tregt til prentkostnaðar auk heldur meira. Hinn lærði skólastjóri vor hefir nú um nokkur ár unnið að samningi á viðbæti við íslenzkar orð- bækur (Supplement til islandske Ordboger), og hefir átt fullhart með að fá fé til þess, að láta prenta 5 arkir árlega með skólaskýrslunni auk heldur meira, náttúrlega ekki að nefna að hann hafi fengið neitt fyrir starfa sinn, þótt mjög sé erfitt að semja þvílíka bók, þar sem alt verður að týna sitt úr hverri áttinni með mestu aðgætni og yfirlegu. j>að hefir heyrzt, að hann hafi orðið að kosta prentun téðs rits að nokkru af sínu fé. Hvað umsjónina fyrir alvöru snertir nú hin síðustu ár við skólann, má kannske um hana segja, að hún sé nokkuð breytt frá því, sem áður var, þegar umsjónarmannsembættið var við skólann sérstaklegt, og er það eðlilegt, því að nýir siðir koma með nýum herrum, og getur það stundum verið gott, einkum ef hinir nýu herrar eru góðir, siðgóðir og sið- vandir. f>að, sem mjög ríður á við skólann, eins og alstaðar þar, sem margir unglingar eru saman á ýmsu reki, er að sá, sem umsjón hefir með þeim, sé dagfarsgóður og þó stjórn- samur, lítillátur en þó eigi auðvirðilegur, einbeittur og al- varlegur, en þó eigi of strangur, geðspakur og eigi uppstökk- ur né ofsafullur og hafi stjórn fyrst og fremst á sjálfum sér, svo að honum verði eigi á í fágætri fólsku sinni að ráða á pilta og misþyrma þeim. j>ví að geti hann eigi stjórnað sjálfum sér getur hann eigi stjórnað meiru en hundraði manns með neinni mynd, og getur eigi haldið virðing sinni, heldur því gagnstæða. Geta má því nærri, hvort eg dirfist og hvort mér dettur í hug að finna margt að umsjónar- fyrirkomulaginu við skólann, eins og það er nú, sé því fylgt með samvizkusemi og skynsemi, sem geta má nærri, hvort efast þarf umað skynsamir menn geri, Samt æt.la eg nú að dirfast að drepa á eitt atriði. j>ví neitar enginn. að gott er og alveg nauðsynlegt að venja pilta með hæfileg1'1 aðferð á alla reglusemi og eigi sízt á að forðast drykkjuskap- En vel að merkja, verður að gera alt þetta með lagi> en eigi því gagnstæða, með nærgætni en eigi Þvl gagnstæða, með forsjá en eigi því gagnstæða. j>að hef eg fyrir satt, og veit það er- satt, að sú regla hefir nú í seinni tíð við pilta, að þeir mættu als ekki koma inn á veitingahús, hvernig sem á stendur, ella fá þeir «nótu"< sem þykir illt í skól, og burtrekstur úr skóla vís, ef ítrekað er. j>egar litið er nú á þessa reglu og hún athuguð, sýnist hún mjög ónóg og áþjál. ' J>að er nú fyrst, að hún er alveg ónóg, því að umsjón skólans, sem hefir ekki fieiri en fjögur augu, getur eigi ábirgst. það, að piltar geti eigi um sumar- tímann komið inn á þau veitingahús, sem eru annarstaðav en í Reykjavík. Ef umsjónin ætlaði að sjá, hvort svo væri eða eigi, veitti henni ekki af, að hafa hundrað augu, eins og Argos. Piltum þeim, sem eru á ferðalagi, og koma við t. a. m. á Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri etc., er nauðugUr einn kostur að leita til veitingahúsanna, þar sem þeir eru alveg ókunnugir. j>ó að nú umsjónin væri með annan fót- inn á hverju veitingahúsi i Reykjavík, væri ekki ómögulegt að henni gæti sézt yfir, nema ef vera skyldi með því móti, að hún befði lánsaugu á hverri «knæpu» og snakk, sem færíti henni alt. En það væri hálf’ leiðinlegt fyrir umsjónina og varla samboðið virðing þeirri, sem hún ætti að hafa- j>essi regla er óþjál, segi eg, að því leyti sem eg nú skal taka fram. Eg set svo, að einhver piitur þyrfti að finna umsjónina, en þá stæði svo á, að hún væri að «inspiceran á einhverju veitingahúsinu — en það yrði hún að gera, ef hún vildi fylgja samvizkusamlega þeim reglum, er hún sjálf hefur sett, en auðvitað væri það bezt til fyrirmyndar, að hún fengi sér þá aldrei neðan j því sjálf, enda er þeirri um- sjón, sem nú er, óbætt með það. Nú veit pilturinn, að einungis þar er umsjónina að finna í þann svipinn, er hann á erindi við hana og kemur það sér þá illa að geta eigi fundið hana fyrir báða; fer hann þangað samt, finnur hana, lýkur af erindi sínu en neytir einkis. j>á væri það ekki eptir góðri umsjón að gera piltinum mein fyrir þetta og eigi vséri heldur hægt að segja «að ólíklega væri leitað». j>essi regH virðist vera lítt hæf. j>að væri nær, að finna pilta heldui' í fjörunni fyrir það, ef þeir sæjust druknir til muna, hvort sem það væri á veitingabúsum eða annarstaðar. Um kenslustofurnar og aðbúð þá, sem piltar liafa, má segja ýmislegt, Eg tel til kenuslustofanna borð, bekki, ljós etc., því að piltar sitja hér á löngum trébekkjum, sem eru náttúrlega harðir og ónotalegir og níða mjög föt, en eigi á stólum við púlt, eins og hjá Svíum, og mætti það þó efiaust vera svo hér í efri hekkjunum, og það ér ekkert víst, slíkt væri fremur brotið hér, en þar. Hreinlætið í kenslu- stofunum hefir, trú eg, ekki verið alt í gæzkunni. j>egar piltar hafa sezt. við borðin á morgna hefir verið svo mikið ryk á þeim að skrifa mátti á þau öll skýrum stöfum. Af lampahlífunum hefir heyrzt að aldrei hafi verið strokið í allan vetur, og hefir því jafnóðum brunið af þeim ofan á borðiU' Eptir þessu ætti nú hin fereyga eða sexeyga umsjón að líta- Með hita og hlýindi hefir gengið nokkuð misjafnt í vetur sögn; heyrzt hefir, að stnndnm hafi eigi verið hitað upP meir en svo, að tveggja til sex stiga hiti hafi verið inni 1 kennslustofunum, er tuttugu stiga kuldi var úti, og er engi° mynd á slíku, þar sem kolabyrgðir höfðu verið nægilega1'- Ilúmfötin í sumum svefnloptunum segja kunnugir mepn séu léleg og naumast boðleg og lítt hafandi á vetrum. pótt lagt sé í ofn í svefnloptunum, þegar kaldast er, fer hitinn 1 stóra svefnloptinu — þar eru rúmfötin lökust — eigi mikið yfir 2—3 stig altént. pað svefnlopt er líka hálfgerður hjall' ur og dregur súg mikinn um það alt og þola piltar þar varl® við í kuldum á vetrum. Geta má nú nærri, hvort annar eins aðbúnaður og þessi drepur ekki niður heilbrigði. SkóH J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.