Þjóðólfur - 18.10.1881, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.10.1881, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 33. ár. Kostar 3 kr. (erlendis 41tr.), borgast fyrir lok ágústmán. Reykjayík 1S. Oktbr. 1881. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema pað sé gjört fyrir 1. okt. árinu fyrir. 24. blað. f 29. i?i f. m. andaöist á Eakifirði frú Kristrún Jónsdótti r, ekkja eptir Hallgrím próf. Jónsson á Hólmum, dóttir síra Jóns sál. riddara á Grenjaðarstað. Frú Kristrún var valinkunn merkiskona, er hver maður unni, sem hana þekti. NOKKUR SKJÖL til upplýsingar sögu Elliðaármálanna. Laudshöföingiim yfir Islandi. I. jpýtt úr dönsku. Reykjavík, 2. Maí 1881. Eptir að eg 7. Október f. á., samkvæmt bréfi hins háa Táðgjafa frá 26. Agúst s. á., hafði ad mandntum útgefið allrahæsta umboðsskrá handa Jóni ritara Jónssyni, til þess sem sérstaklegur rannsóknardómari að gera réttarrannsókn Utn árásir þær, er gerðar hafa verið, síðan lögin 11. Maí 1S76 ^omu út, á laxveiðivélar þær, er Thomsen kaupmanni tilheyra i Elliðaánum, að svo miklu leyti, sem fulinaðardómur um þær er ekki fallinn fyrir undirrétti, og í sambandi þar við uppá- lagt honum, þegar rannsókninni væri lokið, að senda hingað eptirrit af því, sem fram hefir farið, svo að eptirrit þetta, samkvæmt bréfi ráðgjafans af 26. Ágúst f. á., verði sent honum (ráðgjafanum) — hefi eg með bréfi af 25. f. m., sem þýðing er hjá lögð af, frá amtmanninum yfir suðuramtinu íengið hjálagða skýrslu, stílaða til ráðgjafans, frá ofannefnd- um rannsóknardómara ásamt meðfylgjanda eptirriti af prófum þeim, er hann hefir tekið í málinu. Af ofbeldisverkum þeim, sem skýrslan getur um, er í þeim, sem talin eru undir stafl. A. og B. og sem framin voru 1877 og 1878, fallinn undirréttardómur undir einkamáls- sókn, er Thomsen kau|imaður hefir hafið gegn ofbeldisraönn- um þeim, sem í hlut áttu. Að því, er snertir ofbeldisverk það, er getið er um undir stafl. E. og framið var 25. Júlí 1879, þá hefi eg í bréfi af 29. Júli f. á. út af bænarskjali frá hreppsnefndinni í Seltjarnarneshreppi um, að öll málsókn út af þessu broti mætti hætta, skýrt hinum háa ráðgjafa frá, að opinbert mál hafi verið boðið að höfða út af þessu broti á laxakistunum og þeir seku dæmdir við undirrétt í 50 kr. sekt hver, og sömuleiðis, að eptir að undirréttardómurinn var ó- tnerkur dæmdur með dómi hins konunglega landsyfirréttar, sakir yfirsjóna, er dómaranum höfðu á orðið, hefði verið hafin ný rannsókn móti hlutaðeigendum. Með því nú að undir- úómarinn var ekki lengra á veg kominn með rekstur þessa utáls, enn að búið var að birta nokkrum af hlutaðeigendum sfefnu, en stefnurnar voru enn ekki fallnar í rétt, þá féll ,-annsóknin um þetta verk inn undir umboðsskrána eptir orð- Utu hennar, og er því framkvæmd af umboðsdómaranum. Að þv>. er snertir ofbeldisverk þau, er framin voru 5. Júní 1875 (stafl. C.), 24.-25. s. m. (stafl. D.) og 5.-6. Júlf 1880 (stafl. F.), þá hefði það ekki heppnazt hlutaðeigandi sýslu- manni að afla nokkurrar minstu upplýsingar um, hverjir verkin frömdu; en alt um það og þótt rannsóknin væri orðin miklu meiri örðugleikum bundin fyrir það, að svo langt var umliðið frá því glæpirnir voru drýgðir, hefir þó hinum skip- aða rannsóknardómara nægilega tekizt að leiða það í ljós, sem þörf er á, um framkvæmd þessara glæpa. Samkvæmt bréfi amtmannsins af 25. f. m. hefir rann- sóknardómarinn, um leið og hann sendi honum hjálögð prófs- eptirrit og fylgiskjöl málsins, skýrt frá, að hann hafi enn eigi að fullu lokið rannsókninni, nefnilega að svo miklu leyti, sem eptir er að yfirheyra nokkra menn, og er mér kunnugt um, að dómarinn hefir þessa dagana tekíð ýtarlegra próf í mál- inu; en eg er amtmanninum samdóma um, að í prófseptir- ritinu séu næg atriði fyrir höndum til þess, að nú þegar megi ákvörðun taka um málshöfðun út af ofbeldisverkum þeim, er hér um ræðir. í því tilliti skal eg leyfa mér að taka fram, að rök- semdaleiðsla sú, er rannsóknardómarinn byggir á tillögu sína um, að eigi beri að höfða opinbert mál út af ofbeldisverki því, er getið er um undir stafl. E, er að minni ætlun sprott- in af algerðum misskilningi á eðli málefnisins, og mundi af- leiðingin af henni leiða til viðurkeuningar á hreinni og beinni skrílstjórn («en Godkjendelse af Lynch-Justitsen»). Eg efa því als ekki, að eins og bæði að háyfirvöldin hafa fyrirskipað opinbera málshöfðun í þessu máli og undirrétturinn dæmt hinn ákærða til hegningar, og einnig hin háa ráðgjafastjórn í bréfi 26. Ágúst f. á. úrskurðaði, að engin ástæða sé til, að hætta við hina byrjuðu málshöfðun þá af hendi hins opinbera í máli þessu, þannig beri nú einnig að halda málshöfðun- inni fram. Hinsvegar get eg verið samdóma rannsóknardómaranum um, að ofbeldisverk þau, sem um ræðir undir stafl. C., D. og F., verði eptir ásigkomulagi sínu að álíta sem röskun á al- mennum friði og réttar-öryggi, og skal eg því fallast á tillögu hans um, að höfðað verði opinbert mál á móti þeim 13 per- sónum, sem orðnar eru uppvísar að því, að hafa tekið þátt í ofbeldisverkum þessum og sem nánara eru nefndar í skýrslu þeirri, er hér liggur fyrir. far sem Árni bóndi Jónsson á Breiðholti er undir máli þessu orðinu uppvís að því, að hafa unnið eið að ósönnum framburði (bls. 240, í prófseptirritinu), þá hefir rannsóknar- dómarinn skýrt mér frá, að hann hafi sent arntinu endurrit af prófunum, að því leyti sem hinn þannig drýgða glæp snert- ir, og að væntanlega sé samkvæmt því höfðað sérstakt mál út af glæp þessum. £>ar sem Sæmundur bóndi Sæmundsson á Vatni (bls. 223. i prófseptirritinu)hefir borið fyrir sig, að hann hafi leið- ast látið af fortölum Benedikts sýslumanns Sveinssonar og fram lagt bréf frá honum sem sönnun þessa, hefi eg fundið mér skylt að leggja bréf þetta hér með, og óska eg að það verði mér endursent eptir að það hefir verið notað. Bréf þetta er dags. 2. Nóvbr. 1877 og er í því, meðal fjölda um- mæla ýmis efni, er þessu máli koma eigi við, svo að orði kveðið, að í laxamálinu sé það aðalatriðið, að menn haldi fast saman með að taka laxakisturnar upp úr Elliða-ánum, ef Thomsen vogi að setja þær niður, cn sumpart er ekki skýr- lega í ljósi látið, að þessi upptekt skuli framfara án lilbeina yfirvaldsins, og sumpart hafa ummæli þessi, að því er út lít- ur, ekki haft nein áhrif á viðtakanda bréfsins, eins og líka sá 95

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.