Þjóðólfur - 18.10.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.10.1881, Blaðsíða 2
staður, sem ummæli þessi standa á í bréfinu meðal ýraislegs annars lauslegs hjals um einka-málefni, virðist benda á, að bréfritinn hafi ekki ætlað sér að koma fram með neina sér- staklega áskorun um, að taka upp laxakisturnar; og að síð- ustu er það, að þegar gætt er að því áliti, sem Bened. sýslu- maður Sveinsson [befir aflað sér'J með framkomu sinni á al- þingi, með málaferlum sínum við Thomsen kaupmann um veiðiréttinn í Elliðaánum og með meiðyrða-málsóknum þeim, sem hann hefir bakað sér út af þeim málaferlum, þá mega um- mæli þessi kallast mjög hógvær í samanburði við ofstopa þann, sem hann ávalt hefir komið fram með í nefndu máli og sem verulega hefir stutt að því að koma þeim ruglingi á skoðanir manna, sem hefir leitt alþýðumenn, sem að öðru leyti eru ráðvandir, til að skoða augljós ofbeldisverk sem leyfi- leg. Að mínu áliti er því ekki ástæða til að taka neitt frek- ara fyrir gegn Benedikt sýslumanni Sveinssyni út af þessu framlagða bréfi, enda þótt eg hafi ætlað mér skylt, að skjóta því til hins háa ráðgjafa að gera út um það. Einnig vil eg skjóta því til ráðgjafans, hvort hann kynni að finna ástæðu til að fyrirskipa frekari rannsókn um það, hversu Kristján sýslumaður Jónsson kom fram, þegar hlutað- eigandi oddviti hreppsnefndarinnar í Seltjarnarneshreppi snéri sér til hans í votta viðurvist áður enn framkvæmt var of- beldisverkið 25. Júlí 1S79, til að skora á hann að taka upp þær binar umræddu laxakistur, og bætti við þegar sýslumað- urinn neitaði að gera þetta, þessum orðum: «þá neyðumst við til að gera það sjálfir», þar sem sýslumaðurinn þá kvað hafa svarað: «svo gerið þið það», sbr. prófseptirritið bls. 256. —257., bls. 82., 289., 302,—303. J>ar sem rannsóknardómarinn, að því er eg fæ séð, að öðru leyti með dugnaði og ötulleik befir framkvæmt hina hér umgetnu rannsókn, þá hefir áreiðargerð sú, sem hann undir rannsókninni hefir framkvæmt 15. og 16. Desbr. f. á., að minni ætlun bæði legið algjörlega fyrir utan umboð það, er honum var falið, enda er þar að auki gjörsamlega þýðing- arlaus til að skýra málið. Til ráðgjafans fyrir Island. lnnlendar féttir til 12. 1». m. Nýkomið er nú hingað fhið amerikanska pólfararskip «Alliance». fað var sent frá Ameríku í sumar að leita að pólarskipi, sem lagði í norðurhöf 1879, en eigi hefir til spurst. «Alliance» komst alllangt norður, hér um bil á áttatugustu röst norðl. breiddar og hrepti allmiklar þokur og ísa, en eigi hafði það fundið týnda skipið, — 10. þ. m. kom hingað gufu- skipið «Kacoon» frá Skotlandi með vörur til Eggerts Gunn- arssonar og fleiri, og á að fara aptur héðan hlaðið af sauðfé og hrossum. — Póstar eru allir komnir, og sögðu þeir engin sér- leg tíðindi. — Hér um alt Suðurland hafa að undanförnu gengið votviðri mikil og stormar. Úr bréf'i f'rá Eyafirði, 26. Sept. Síðan um höfuðdag (29. Ágúst) hefir hér norðanlands mátt heita öndvegistíð. Nýting hefir alstaðar verið hin bezta hér nyrðra sem annarstaðar. Töður eru litlar; þó ætla eg að meðaltals muni töður eigi vera einum þriðjungi minni enn í meðalári. Allar harðbalajarðir, einkum í snjóléttum sveitum, eru hinar aumustu, og má svo kalla, sem á nokkrum bæum, t. d. fremst í Eyafirði og bingað og þangað hafi nálega eng- inn útheyskapur orðið í sumar, og alt harðvelli hefir brugðizt meira eða minna. Maðkur og kal og þurkur eru orsakirnar til þessa. Aptur hefir mýrlendi sprottið, sumt í meðallagi, 1) f>essi eða því um lík orð, sem hér eru sett í hornklofum sem tilgáta, eru auðsjáanlega fallin úr frumtextauum, eins og hann liggur fyrir prentaður (Alþ.tíð. 1881, I, 499). Þýðandinn. sumt allvel, en flest i lakara meðallagi. Heiðarmýrlendi hefir á flestum stöðum verið í góðu lagi og sumstaðar ágætt. Alt þetta bendir til hins sama, að kuldi og þurkur, auk maðksins og kalsins, eru tilefnin til grasbrestsins. Síldaraflinn byrjaði hér eigi fyr enn seinustu dagana í ágúst, en hefir síðan verið svo góður, að 40 norsk síldarsldp, er hér hafa dvalið á Eya- firði, eru sum farin, sum ferðbúin og sum þegar full, öll blað- in í sjó af síld. Margar af síldarskútum þessum eru svo smáar, að þær taka að eins 4 -600 tunnur, sumar aptur 1500 kr., og má því ætla, að þær hafi veitt samtals 40,000 tunnur.1 Auk þessa hafa þeir saltað nokkuð í tunnur, er þeir geyma í landi. Nú hafa Norðmenn margar þúsundir tunna í vörpum sínum, því þá vantar bæði tunnur og salt- Ætla þeir, er fyrstir fóru til Noregs, að senda hingað gufu- skip með salt og tunnur til að sækja síld og veiða, ef veður leyfir. Enginn Norðmanna tregðast hið minsta við að greiða spítalagjald sitt. Á Eyafirði eru 11 félög búsett. Eitt iun- lent síldarfélag var stofnað á Siglufirði í vor undir forstöðu hins duglega verzlunarstjóra, Snorra Pálssonar. ý>að hefir keypt öll veiðiáhöld, en hefir eigi flutningsskip, heldur tunnur, salt, nætur, vörpur og önnur veiðarfæri. J>egar eg seinast frétti var félag þetta búið að fá í land 7000 tunna, og átti mikla sild í vörpum. Fremur hefir verið þorskfiskilítið það er af er. Ef á alt er litið, er ástand manna allgott, og miklu betra enn á horfðist. Skotar komu fyrst á Húsavík og keyptu at fingeyingum 2250 sauði, en hér á Eyafirði hér um bil 2450, og eru af því fé um 1400 úr þungeyarsýslu.. Geld- sauðir [>ingeyinga og fiskveiði Eyfirðinga (síld- og þorskfiski) eru máttkir bjargstafir sveita þessara. Nú eru Akureyrar- kaupmenn farnir að selja, sem Gránufélag, varning sinn í góðkaupum (= stórkaupum): 200 pd. mæsar á 17 kr., 200 pd. grjóna 26 kr., kaffi 65 a:, hvítsykur 36, steinsykur 40, púður- sykur 28, ef keypt eru 50 pd. eða meira. Kafli úr bréfi aö vestau. Hér voru harðindi mjög mikil næstliðinn vetur, bæði fyrir menn og skepnur, svo til vandræða horfði, og hefðu sannarlega orðið tilfinnanlegri, einkum í Dýrafirði, ef hinn veglyndi þýzki verzlunarstjóri F. R. Wendel á J>ingeyri hefði ekki með sinni vanalegu nákvæmni og alúð einmitt valið úr þá bágstöddustu til að hjálpa þeirn, ekki einasta í jnngeyrar- hreppi, þar sem hann er hreppsnefndaroddviti, heldur líka í Mýrahreppi; hann tók 30 fjár um langan tíma, og styrkti síð- an fátækan fjölskyldumann til að kaupa sér kú, sem hafði orðið að skera sína einu vegna heyleysis; yfir höfuð hefði bjargarleysið orðið mörgum óþolandi, hefði hann ekki tekið að sér óbeðinn að fá kornmat á Isafirði, sem hann útbýtti til beggja hreppanna svo nákvæmlega, að enginn varð í vand- ræðum, og sjálfur fargaðj hann svo frá sinni eigiu verzlun, að hann varð að taka bráðabyrgðar-matvörulán fyrir sjálfan sig, og munu það megaheita eins dæmi; sá maður hefir optar enn nú sýnt, að hann stendur feti framar með góðvild og hjálpsemi, heldur enn sumir íslenzkir gera við sveitunga sína, enda þótt bæði séu hreppsnefndaroddvitar og efnamenn. — Allir fagna því, að skólinn á Möðruvöllum fær svo mikinn viðgang, að færri komast í hann enn vilja, og að á- stæða er til að hann verði stækkaður ef aðsókninni heldur á- fram. Öllum þykir og vænt um það, að kenslan í honum fær góðan orðstír, og að lærísveinarnir þar fá góðan vitnis- burð. Lærði skólinn hér í Reykjavík er og að fyllast og svo ásett í honura, að ekki er bætandi á það. j>að er auðséð, 1) Ekki er á þessu að sjá, að rætast ætli hrakspár Gríms Thomsens og fylgifiska hans, er komu fram í sumar á þingi viðvíkjandi áætlun fjárlaganefndarinnar. j>egai svona veiðist á Eyafirði einum. er auðséð, að áætlun Jóns Ólafssonar hefir verið miklu réttari, enn Gríms, og þó hk- lega helzt til lág. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.