Þjóðólfur - 07.12.1881, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.12.1881, Blaðsíða 1
ÞJODOLILR. 33. , Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ár. borgast fyrir lok ágústmán. Reykjayík 7. Decbr. 1881. JSX,^"gT «. S&SST 29. blað T ildrög til skilníngs á aðalágreiníngnnm um Elliðármál. Eftir Arnljót Ólafsson. (Niðrl.). Bn er það eigi merkilegt, munu menn nú segja, a°" almenníngr skuli eigi hafa tekið eftir þessu? Als ekki ^erkilegt. Mönnum er svo tamt, að fara eftir því, er auganu %gr næst, er auðsæast er, og líta því á yfirborð atburða og SÍörða manna, en rannsaka lítt eðli þeirra, upptök og afleið- 'ngar. Menn fylgja vananum, því vaninn er inngróinn og r'klundaðr. Hér við bætist, að allfiestir menn verða, þótt eQ>bættmenn sé og ríkir valdamenn, að marka sér bás, að setja sér skorður. Embættisannir og dagleg störf heimta Þetta jafnvel af hverjum manni. Valdsmanninum er markaðr bás sem hinum valdalausa; sérhver hefir sína sýslan, sína at- vinnu, sitt umdæmi; við sérhvern segir hin harðráða nauðsýn: "Farðu eigi upp fyrir framleistinn, skóari». Dómarinn er hundinn við dómsgjörðirnar, og því er það fornt máltæki: "Eigi eru gögn nema í gjörðum standi» (Quod non est in actis, n°n estinmundo). Skrifstofumaðrinn segir: Svona stendr það í 8krifunum eðr skjölunum. Bókamaðrinn segir: Svona stendr Það í minni bók. Höfum þessar almennu athugasemdir í liuga °g hugleiðum svo hvernig alt hefir til gengið eðlilega. Kon- •íngr úrskurðar að selja skuli þjóðjarðir1. Sýslumaðr selr og gefr kaupanda afsalsbref í bezta lagi (in optima forma juris). K'aupandi þakkar fyrir, stíngr bréfinu í vasa sinn, fer heim °g læsir bréfið niðr í kistu. Kaupandi hyggr nú, og að hyggja er fyrir hann hið sama sem að vita, með því að toaðrinn er ólögkænn og ræðst um við engan, að hann keypt bafi jörðina einmitt með sömu réttindum, hvorki meirum né tninnum, sem ábúandi hafði hana til leiguliðanota. Skömmu síðar einn góðau veðrdag- vaknar stiftamtmaðr árla morguns. Stiftamtmaðr er maðr árvakr, starfsmaðr óþreytandi og svo hirðusamr í embætti sínu, að hann veit, svo sem stjörnu- spekíngr veit stjarnanna gang, hvað hann gjöra skal á hverj- utn degi, svo alt standi í skorðum. Stiftamtmaðr hríngir, skrifsveinninn kemr inn, stiftamtmaðr segir: Skrifaðu mér sem amtmanni Sunnlendínga að gefa sýslumanni Gullbríngu- °g Kjósarsýslu þá skipun* að bjóða tafarlaust upp laxveiðina í Elliðánum, leigumálinn síðasti er útrunninn að fám dögum fiðnum. Sýslumaðr býðr upp laxveiðina, menn bjóða í, og laxveiðin er slegin hæstbjóðanda. Enginn talar og enginn kvartar. Alt gengr sinn vanagang. Vindmylnan á Hólavelli tnalar sem áðr, og vanamylna viðburðanna malar alt eins og %•. Ef vér nú bætum hér við því, er vel getr verið, að stiftamtmaðr sé nýkominn til landsins, bann er nú sjálfsagt sprenglærðr í dönskum lögum, en hann hefir enga hugmynd urn hið frábrugðna í íslenzkum landbúnaðarlögum, sem og e«gin von er til. Hann fær eigi afsalsbréfin frá sýslumanni, "sjái þeir (kaupendrnir) þar fyrir», heldr aðeins skýrslu um sÖluna, og andvirðið gengr í jarðabókarsjóðinn. En enginn má nú ætla að eg þykist fyrstr manna hafa rekið augun í þenna skilníng á veiðirétti konúngs í Elliðám, eur hafi uppgötvað nokkurn spánnýan sannleika. Nei, því fer 'iarri. Verið getr að margr hafi skilið þetta málsatriði sem eg\ þótt eg viti það eigi. En hitt veit eg að tveir menn að nainsta kosti hafa skilið þetta mál á sama hátt, eðr þó að meginefninu og niðrstöðunni til, á sama hátt sem eg. Og það eru þeir tveir einir, er allir verða að taka ofan fyrir og landshöfðíngi með, eigi sízt, þá er um lög er að ræða. f>essi tvö vitni mín eru þeir hinir miklu lögspekíngar, Magnús konferenzráð Stephensen og A. S. 0rsted. f>að er kunnugt að á uppboðsþíngi 19. júlí 1828 hóf Magnús Stephensen, sem eigandi Klepps, mótmæli gegn skilmála þeim í leigusamníngi laxveiðarinnar, er reið í bága við veiðiréttinn fyrir Klepps- landi1. En nú þótt Magnúsi Stephensen, er þá var á 66. aldrsári, maðr margmæddr og lítt vinum horfinn í flokki stjdrnmanna, entist eigi aldr eðr heilsa til að framfylgja mótmælum sínum, þá getr enginn efað að hann vissi glögg skil á veiðirétti konúngs í Elliðám gagnvart veiðirétti hinna seldu jarða með ánum, ella er óhugsandi að hann, sá maðr, hefði nokkru sinni hafið mótmæli þessi. Svo ber og á það að líta, er eg hygg að mestu hafi um ráðið bjá Magnúsi Stephensen, að honum hefir þótt illa sitja á sér, þar er hann var sjálfr yfirdómari í landsdóminum, að verða fyrstr manna til að sækja fyrir eiginna hagsmuna sakir mál gegn fjárhirzlu konúngs síns. ^essi umhugsun og þessir málavextir hlutu, og það í hinu brýnasta máli, að ráða úrslitum hjá hinum höfðínglynda og drottinholla þjóðmæríngi. Nú leið og beið langr tími, og eigi veit eg til að nokkur jarðareigandi með Elliðám hafi látið sér dæmi Magnúsar Stephensehs að kenníngu verða, þar til D. Thomsen kaup- maðr reis upp, er þá var eigandi að Ártúni og Bústöðum. En eigi var hann svo vitr, að hann hæfi mótmæli gegn sjálfum veiðiskap konúngs í ánum, sem Magnús Stephensen. £>að var og engin von, að hann, útlendr maðrinn, skyldi til þess verða, er enginn hafði til orðið innlendr, síðan Magnús Stephensen leið. D. Thomsen bjó svo sitt mál, að hann fyrirbauð leigunaut laxveiðarinnar alla yfirför yfir lönd sín og grjót að taka til girðínganna2. Skaut hann síðan málinu til hæstaréttar. Á bréfi innríkisráðgjafans 11. ágúst 1851, er leggr samþykki á samning milli stiftamtmanns og D. Thom- sens um leigumála laxveiðarinnar, geta menn séð, að þá er þræta um veiðirétt jarðanna og veiðirétt konúngs í Elliðán- um komin inn í málið. Samníngrinn var á þá leið, að D. Thomsen skyldi greiða í leigu eftir árnar 50 rd., ef ríkis- sjdðr ynni málið algjöriega, 30 rd., ef hann ynni veiðina ein- göngu, en ella ekki. En D. Thomsen langaði til að eignast árnar, og beiddist því að fá þær keyptar, annaðhvort við því verði, er samsvaraði innstæðu af 50 rd. leigu, 4 taldir af 100, en það er 1250 rd., ef hann félli á málinu, eðr 30 rd. leigu, það er 750 rd. innstæðu, ef konúngssjóði yrði dæmdr bara veiðiréttrinn í ánum. Beiðni þessi var send til stjórnarinnar með meðmælum stiftamtmanns. En nú kemr -Orsted, lög- vitringrinn mikli, til sögunnar. Hann var nú orðinn inn- ríkisráðgjafi. Svo sem sjá má af tillögu eðr skýrslu hans til konúngs um málið, dags. 6. maí 18533, hefir hann skjótt rekið augun í þessa klausu í afsalsbréfum Bústaða eg Ártúns, að konúngr hafi selt þær «með öllum réttindum til lands og !) Sjá um þetta efni Johnsnes jarðatal 437—38. bls. 1) Sbr. rentukbr. 6. febr. 1830 í Lovs. f. Isl. 9. 482—83. ' 2) HéraBsdómrinn er dagsettr 24. okt. 1849, en yfirréttarclómrinn 31. marz 1851. Því miSr, hofi eg hvorugan penna dóm söð. En aðaldómsefnið stendr í aðdragandanum að konúngsúrskurði 11. maí 1853 (Lovs. f. Isl. 15. 420). 3) Ágrip af pessari tillögu er prontað framan við konúngsúrsk. 11. maí 1853 í Lovs. f. Isl. -75^—. //r

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.