Þjóðólfur - 07.12.1881, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.12.1881, Blaðsíða 4
//& strigafötum. En þetta gjörði hann ekki, og jeg vonast eptir, aö hann ekki heldur gjöri það framvegis, þó prestinum kynni að þóknast það betur. Samkvæmt því, sem hér er skýrt frá, eru útásetningar prestsins svo smásmuglegar og ósanngjarnar, að sýslunefndinni þóttu þær ekki svaraverðar, og einasta til að lengja fundinn að óþörfu. £ess utan eru þessar spurningar auðsjáanlega gjörðar, ekki til þess að fræðast um það, er óljóst kynni að vera, heldur gjörðar af löngun til þess að finna að og setja út á annara verk; því fátt mun finnast óaðfinnanlegt, hafi það ekki fengið getnað í heila eða hugskoti herra prestsins. pá er eptir að minnast á þær 2 greinir, sem presturinn kemur með úr sýslufundargjörðunum 1881 og hann setur sem sýnishorn upp á óskiljanlega bókfærslu. Eg viðurkenni að vísu, að bókfærsla mín á stöku stöðum getur verið ógreinileg, en ætti presturinn að bóka innihald hvers málefnis, og jafn- hliða þar með veita umræðunum eptirtekt, kynni einhvers- staðar að skjótast í eins óskiljanleg grein og þessar, því ekki þarf annað en að breyta orðunum: «sem opt sé ófær» þann- ig: «af því áin opt sé ófær». Yið síðari greinina finn eg ekkert óskiljanlegt, því bæði þessi og sú fyrri verða að sjást í því sambandi. sem þær standa í við næstu málsgrein á eptir og verða báðar þá svo ljósar sem hægt er að hafa þær og skiljanlegar flestum, að undanskildum herra prestinum. Jafn- vel þó klerkurinn á Ólafsvöllum sé sagður allgóður ræðu- maður, get eg þó ímyndað mér, að hægt væri að finna greinarkorn, sem, slitin út úr þvi sambandi. sem hún stendur í ræðunni, og fram sett fyrir almennings sjónir ein síns liðs, þyrfti útskýringar við til að skiljast. Að endingu vil ég leyfa mér að lagfæra grein sem prest- urinn þykist taka úr sýslunefndargjörðunnm 1880 svona hljóð- andi: «að sýslunefndin lætur sig einu gilda, hvernig^ farið er með fé sýslusjóðsins». Hér er orðinu: «ekki» sleppt úr, og hlýtur því að vera annaðhvort prentvilla í blaðinu, eða rit- villa í eptirritinu til hreppsins, eða í þriðja lagi afbakað svona að gamni sínu. Til þess að vera viss um að fá svar frá ^sýslunefndinni upp á væntanlegar útásetningar, vonast ég eptir að prestur- iun gjöri sér far um framvegis að hafa þær þýðingarmeiri en þessar síðustu voru, og ekki svo smásmuglegar að þær fyrir þá sök verði fyrirlitlegar. Eyrarbakka 24. Nóvember. 1881. St. Bjarncirson oddviti sýslunefndarinuar. ý Sigurður Lyngi var fœddur hinn 28. Mai. 1813. faðir hans var Jóhannes Lyngi ná- skyldur frú Soffíu Jónassens háyfirdómara. Foreldrar hans voru fátæk o_g sjálfur var hanu alla æfi fátækur, en pó aldrei annara þurfi; mestan sinn aldur var hann á Akranesi bæði giptur, búandi og búlaus ekkju- maður; barna varð honum ekki atiðið, en tnargrabarna kennari. Hann var mjög skyldurækinn og óeigingjarn, sérlega trúvandur og trúræk- inn, friðsamur og sannleikskær, þolinmóður og pakklátur við forsjónina og glaður yfir annara velgengni. Aldrei var hann til menta settur, samt var mentun hans mikil sem hann afiaði sér sjálfur: skrifari góður og skrifaði mikið einkum í guðfræði. vel reikningsfær, fróður í sögu lands og pjóðar, skáldmæltur og skildi dönsku; hann var árvakur, iðinn og verkvandur, en gjörði ekkert til að sýnast fyrir mönnum; hann gekk veikur, en glaður til hviln — og hvíldar í drottni hinn 25. júni. p, á. „Sæll og heilagur er sá, sem hlutdeild tekur í hinni fyrri upprisu“ Opinb. b. 20. 6. voru pau síðustu orð, er hann skrifaði í handrit sitt, sama daginn og hann létzt. Minning hans mun lengi lifa i Garðasókn á Akransei og sér i lagi í hjörtum hinna ýngri, sem hafa notið tilsagnar hans og áminninga. Auglýsingar. — Hérmeð er því lýst yfir eptir fyrirskipun stjórnanda lands (stipts) bókasafnsins hér í bænum, að það verður ekki opnað til að lána þaðan bækur héðan af og þangað til eptir nýjár 1882. Um leið er skorað á alla þá, er þaðan hafa bæk- ur eða handrit að láni, að vera búnir að skila þeim í síðasta lagi 21. þ. m. og mun jeg verða til staðar á bókasafninu til að veita bókunum viðtöku á venjulegum bóklánsdögum og lánstímum nema 7. þ. m. býst ég ekki við að geta verið þar, en í þess stað mun ég verða þar til staðar í því skyni kl. 2—3, næsta dag, 8. þ. m. Reykjavík 3. desenber 1881. Jón Arnason. — Við verzlun herrá.Th. A. Thomsen eru byrgðir af glys- varnaði, sem hentugur er til jólagjafa. Einnig fæst þar Hoffs heilbrigðisöl og kostar hálfflaskan 85 aura. — Yér undirskrifaSir enn á ný bönnum hér með öllum nær og fjser að láta hross eða annan fénað ganga í heimildarleysi í landeign vorri, og framfylgjum nú pessu okkar banni með pví við byrjum smölun pann 21. p. m. og áframhald af henni í pað minsta einu sinni í viku hverri og pað sem pá fyrir finst í óskilum, meðhöndlum vér sem lög fram- ast leyfa. Nesi við Seltjörn 8. Nóvember 1881. Guðmundur Einarsson, Br. Magnússon, Sigurður Ingjaldsson, Pórður Jónsson. — Eg gef til kynna að eg hef í hyggju að halda parfanaut fyrir kýr (bola) á yfirstandandi vetri. peir sem óska eptir að fá hann léðann, pá kostar hann 3 kr. fyrir hverja pá lcú, sem hann er leystur til og borgun pessi komi jafnhliða. Hrólfskála 8. Nóvember 1881. S. Ingjaldsson. — Til kaups fást með góðu verði: útlenzkur kvennsöðull nýr, og enskur söðull nokkuð notaður. Utgefandi pjóðólfs vísar á seljandann. — Eg undirskrifaður bið alla menn,^sem fara yfir brúna á Baugstaða á, að láta huröina aptur, því ef útaf þessu er brugðið, er allur sauðfénaður á nefndum bæ í tapi við sjóinn. Baugstöðum 12. Nóvember 1881. Magnús Hannesson. — í haust var mér 1 Reykjaréttum á Skeiðum dreginn hvítur lambhrútur með mínu klára marki: hamarskorið hægra og tvírifað í sneitt aptan vinstra; en þar eð eg á eigi áður- nefnt lamb, getur réttur eigandi vitjað þess til mín að Hreiðri í H&tum. Guðmundur Jónsson. — í óskilum er hér rauð meri ungleg mark á henni er sýlt hægra, oddfjaðrað aptan vinstra; réttur eigandi getur vitjað hennar hingað enn borga verður hann hirðingu og þessa auglýsingu; verði hún óútgengin um jól verður hún seld. Torfastöðum í Grafningi 10 November 1881. Sigurður Arnfinnsson. — Nú í haust vantaði mig af fjalli 2 hrúta hvíta, annan tveggja vetra með mínu rnarki hvatt h. og tvístýft framan vinstra. Hinn 3. vetra með mark biti framan h. boðbíldur aptan vinstra, brennimark H B kanske nokkuð máð. Hvar sem téðir hrútar kynnu að hafa komið fyrir í óskilum annar eða báðir bið ég láta mig vita það og skila mér andvirði að frádregnum kostnaði. Hróarsholt í Árnessýslu 24 Nóvember 1881. Halldór Bjarnason. — 24 þ. m. fyrirfundust í brossasmölun hjá undirskrifuðum. 1. Gráblesóttur foli veturg. mark gagnbitað h. biti apt. v. 2. Skolgrá meri —»— — —»— — heilrifað v. Réttir eigendur að trippum þessum geta vitjað þeirra til mín, eptir 14 daga frá útkomu þessarar auglýsingar, með því að borga allan áfallinn kostnað; gangi þau ekki út á þessu setta tlmabili verða þau seld við opinbert uppboð. þ>ormóðsdal 24 Nóv. 1881 Halldór Jónsson. — Fjármark Benóníusar Benidiktssonar Stóra-Nýabæ í Iírísuvík: Tvírifað í stúf bægra og gat vinstra. — Undirskrifaðan vantar af fjalli í haust rauðskjóttan fola 4. vetra með mark standfjöður aptan h. standfjöður jframan v. afrakaðan og taglskeltan í vor. Sá sem hitta kynni fola þennan er vinsamlega beðinn að gjöra mér aðvart. Úthlíð 12. nóvember 1881. J. Kolin J>orsteinsson — f>areð mig undirskrifaðan vantar rauðan fola á 3. vetur með mark sneitt aptan h. og biti framan, óvanaðan, bið eg þá er vita kynnu nokkuð til hans að láta mig vita, hvar hann er. Reykjavík 1. Decembr. 1881. Magnús Árnason trésmiður, — Ef nokkur kynni að brúka fjármark mitt sem er stýft og lögg aftan bæði, þann bið ég gefa sig fram, helzt til mín fyrir næsta vor. Stóru Háeyri á Eyrarbakka 29. Nóvembr. 1881. Magnús Magnússon. — Til leigu: 1 herhergi með húsbúnaði. Útg. pjóð. ávísar. peir, sem vilja gjörast kaupendur að 3. ári «FKÓÐAlli geta fengið 1. og 2. ár hans óskemt fyrir hálft verð. Hlutaðeigendur eru beðnir að snúa sér til útsölumanns blaðsins, Sigurðar Kristjánssonar prentara í Reykjavík. Afgreiðslustofa þjóðólfs: húsið M 8 við Austurvöll. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. Ó. {>orgrímsson. Prentaíur í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.