Þjóðólfur - 06.01.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.01.1883, Blaðsíða 1
NÓDÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, laugardaginn 6. janúar 1883. Jl£ 1. IPF" JjESSI ÁRGANGR ,,{.JÓÐÓI,FS“ GIIiDIR EINWIG SEM VI. ÁRGANGR „SKULDAE". "•B T ])JÓÐÓLFR“ er í fyrstunni getinn og " í fæddr á þeim tíma, er frelsisþrá þjóðar vorrar fór að koma til sjálfs- meðvitundar. Hann var það fyrsta blað, er komið heíir út hér í landi, og ekki hefir verið gefið út af embættismönn- um; því að svo stóð á um öll þau blöð, er áðr höfðu út komið: bæði „Islandske Maanedstidender “ , Klaustrpóstinn , Sunnanpóstinn og Reykjavíkrpóstinn. Af þessu er það skiljanlegt, að öll þessi blöð voru eingöngu fréttablöð og fræði- blöð, en gáfu sig eklci við stjórnmál- um. „f>jóðólfr“ er ið fyrsta blað, sem komið hefir út hér á landi með póli- tískri stefnu. Frelsishreifingarnar, sem gengu yfir álfu vora um miðbik þess- arar aldar, og fæddu af sér stjórnar- skrá Dana 1840, náðu einnig hingað til lands. Séra Svembjum heitinn Hn.ll- grímsson, sem stoínaði blaðið með að- stoð tveggja iðnaðarmanna í Reykjavík, sýnir fullglögt fram á það í fyrstu á- varpsgrein sinni til kaupenda blaðsins, að það sé stofnað í þeim tilgangi, að vekja pjóðina. Sveinbjörn heitinn rit- aði allra manna liprast, og mun vart nokkur ritstjóri annar á íslandi hafa haft betra lag á að vinna athygli al- þýðu. Og þá er þess er gætt, að eng- in blöð áðr höfðu unnið hér þá út- breiðslu, að þau borguðu kostnað sinn, þá mátti útbreiðsla sú furðu-mikil heita, er fjóðólfr ávann sér undir ritstjórn stofnara síns og fyrsta ritstjóra. Eigi skorti það, að ýmigust höfðu embættis- menn og stjórnarsinnar á jþ>jóðólfi. |>eir þóttust þá einir færir að skamta alþýðu úr hnefa það, er henni væri holt að heyra og vita. Skorti eigi ofsóknir og banatilræði við þetta fyrsta frjálslega og þjóðlega blaðfyrirtæki. Stiftsyfir- völdin bönnuðu prentun blaðsins í lands- prentsmiðjunni, sem þá var in eina á landinu, og varð f>jóðólfr þá að flýja til útlanda til að komast út. Inn ó- trauði útgefandi hans vann þó sigr á þessari hindrun, en svo var öðrum að mæta, er einnig var örðugt að buga, eins og þá stóð. Stiftsyfirvöldin sáu sem sé til þess, að láta önnur blöð koma út samhliða f>jóðólfi, til að steypa honum; fengu þau lipra menn og gáf- aða til að stýra þeim, en prentsmiðja landsins mun hafa verið látin bera pen- ingahallann. Engu að siðr urðu þau öll skammlíf, og loks lauk þessu með öllu, er ísleningr leið undir lok. Eftir þjóðfundinn og úrslit þau, er þar urðu, voru tveir menn, er báru höfuð yfir aðra sem forsprakkar frelsishreifing- anna hér. f>að voru þeir Jón Sigurðs- son og Jón Guðmundsson. Eftir að Jón Guðmundsson hafði tekið lögfræði- próf og settist að hér í Reykjavík, tal- aðist svo til á þfingvallafundi 1852, að hann fengi „f>jóðólf“ til eignar og um- ráða. Sveinbjörn Hallgrímsson var, eins og kunnugt er, gáfumaðr og frjálslyndr og allra manna liprastr og bezt lagaðr til að rita við alþýðuhæfi, en hann var eiginlega enginn stjórnmálamaðr, og því má segja, að straumr tímans stýrði honum qg f>jóðólfi í því efni; enda leit hann ávo á starf sitt siðar (er hann kvaddi kaupendr Ingólfs). Tíðarandinn var þannig leiðtogi blaðsins, fremr en blaðið væri leíðtogi tíðarandans. f>etta broyttíst nokkuð við ritstjóraskiftin. Jón gaf sig mjög við landsmálum, og var þrekmaðr og einbeittr í skoðunum, og þó að tíðarandinn auðvitað hefði sín áhrif á hann, þá hafði hann hins vegar engu minni áhrif á tíðarandann. f>ar sem f>jóðólfr áðr einkum hafði verið bergnidl þjóðarinnar, þá varð hann nú leiðtogi hennar. f>að var þetta mikla þrek og stefnufesta Jóns, sem olli þvi, að J>jóðólfr á hans tíð náði meiri útbreiðslu, en nokkru sinni fyrr né síðar, alt fram að þessu ári. J>að var og þetta, sem olli því, að Jón kom blaði sínu í það álit, að J>jóðólfr varð sú „stórmagt“, þó smá væri, sem bæði stjórn og þjóð varð að taka tillit til. Og er það þvi merkilegra, hver áhrif Jón hafði á alþýðu og hverri út- breiðslu blaðið náði hjá henni, sem hann sjálfr ritaði ekki alþýðlegt mál; stíllinn var ávalt nokkuð þunglamma- legr og löng og flókin setningaskipun- in. Og það er góðr vottr um heil- brigða skynsemi alþýðu vorrar, að hún þannig kunni að meta kjarnan meira en skelina. Jón Guðmundsson var sá blaðamaðr, sem hóf blaðamenslcu til vegs og álits hér á landi; og það er sá hluti lífs- starfs hans, sem ef til vill hefir ekki áðr verið tekinn svo slcarpt fram, sem vert er. J>ví að með því vann hann það verk, að þess mun ávalt menjar sjá meðan ísland á nokkurt blað með sjálfstæðri og óhikandi stefnu. Um síðustu æfi f>jóðólfs þarf ekki að ræða, með því að hún er öllum í minni. En eitt er óhætt að segja, að verið hefir ávalt stöðugt einkenni f>jóðólfs þrátt fyrir öll ritstjórnarskifti, og það er það, að hann hefir aldrei verið ófrjálslynt blað. Hann var stofn- aðr til að vekja þjóðina og hann hefir lengi verið rödd hennar og leiðtogi. f>að skal vera viðleitni vor; að fága hvern flekk af hans skildi og bletta eigi hans gamla nafn og góða orðstír undir vorri ritstjórn. Stefnu vorri þurfum vér eigi að lýsa; hún er öllum kunn. J>að, sem fortíð vor lofar, viljum vér reyna að láta framtíðina halda. Vér höfum ásett oss, ef ekkert ó- vænt hindrar það áform vort, að láta Þjóðólf koma út á hverjum laugardegi. En með því að árgangr hans á að vera 36 arkir, þá verða þannig að koma 32 hálfarkir og 20 heilarkir út, er hver telst sem 1 númer, og verða þau þann- ig als 52 um árið. Án þess að fast- binda það alveg, hverjar vikur heilörk komi út, og hverjar vikur hálförk, viljum vér geta þess, að vér munum heldr gefa hálfarkir út að vetrarlaginu og heilarkir fremr að sumarlaginu, þá er ferðir eru nægstar. Með því móti getum vér og sagt ítarlegri þingfréttir en önnur blöð. Vér viljum sérstaklega vekja at- hygli allra, er auglýsa vilja eitthvað í blaðinu, að því, að það er þeim mjög hentugt, að blaðið kemr út hvern laug- ardag. Nafn blaðsins látum vér haldast ó- breytt, og vonum að þeir, er áðr hafa keypt Skuld og ekki hafa sagt henni upp, kaupi eins f>jóðólf fyrir því, að svo miklu leyti, sem þeir hafa ekki áðr verið áskrifendr hans. f>ar sem blað vort hefir nú miklu fteiri fasta kaupendr en nokkurt annað blað hér á landi, þá er það öllum auð- sætt, að bæði ritgjörðir og auglýsingar fá miklu meiri útbreiðslu í f>jóðólfi, en í nokkru öðru blaði hérlendis. f>etta ætti að vera þeim hvöt, er rita vilja um almenn mál, til að birta ritgjörðir sínar í f>jóðólfi. Vér vildum óska að þeir, sem vér til þessa höfum notið þeirrar góðvildar af, að fá fréttabréf frá þeim, lofi oss að njóta sömu velvildar framvegis, og von- um vér að þeir inir sömu fjölgi að því skapi, sem f>jóðólfr eykst að útbreiðslu. f>ar sem vér nú höfum um hálft priðja hundrað kaupendr í bænum hér, þá munum vér að sama slcapi veita at- hygli málefnum höfuðstaðar vors. Að svo mæltu óskum vér öllum góð- um mönnum gleðilegs nýárs. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.