Þjóðólfur - 13.01.1883, Síða 1

Þjóðólfur - 13.01.1883, Síða 1
tJÓÐÓLFK. XXXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 13. janúar 1883. J\g. 2. §ESSI ÁKGANGR „J>JÓÐÓLPS“ GILDIR EINISriG SEM VI. ÁKGANGK „SKULDAR". 'T/m Bjornstjerne Bjornson og kristindómrinn1. í 148. nr. „Skuldar“ er grein nokk- ur með fyrirsögninni „Björnson og krist- indómrinn‘(, þar sem höfundr æfi-ágrip- anna í pjóðvinafélags-almanakinu fyrir 1882, herra ritstjóri Jón Olafsson, svar- ar mér upp á það, sem ég nokkru áðr í „Norðanfara“ (13.-14. nr. þ. á.) hafði fundið að annari af þessum æfisögum, nefnilega æfisögu Björnsons. Eg hafði fundið að því, að ekki væri í þessari æfisÖgu skýrt frá því, hvernig þessi frægi Norðmaðr kæmi opinberlega fram í kristindómsmálum, og að þannig væri „breitt ofan á ina svörtu og sorglegu hlið í lífsstarfi þessa merkismanns“. Ég hafði sagt, að Björnson hefði á síðari árum „gjörzt beinn fjandmaðr kristin- dómsíns", og að það væri „ekki rjett af þeim, sem vilja kristindómslífi þjóð- ar vorrar vel, að fræða alþýðu um slíka menn eins og Björnson, en benda ekki með einu orði á það, sem hættulegt er og öfugt í stefnu þeirra“. Ut af þess- um ummælum mínum tekr nú hr. J. O., æfisögu-höfundrinn, fram, að hann hafi varla neitt sagt um trúarskoðanir Björn- sons, ekki nema það, að hann hafi „lengi framan af“ verið „áhangandi Grundtvigs-skoðana í trúarefnum, en berjist nú af alefli fyrir frjálsri rann- sókn í þeim efnum“, og að slíkt sé „eðlileg þroska-framför einlægrar og sannleiks-þyrstrar sálar“. Bætir hann því svo við, að Björnson hafi hvergi í bókum sínum gjört trúarskoðanir að «<fo/umtalsefni sínu, að köllun sú, sem hann hafi helgað starf sitt, sé, fyrir utan skáldskapinn, menning þjóðar sinnar í stjórnmálum og öllum hugsunarhætti og betrun hennar í siðferðislegu tilliti; „en hvað trúna snertir, lætr hann sér, mér vitanlega, nægja að prédika umburðar- lyndi og rétt hvers manns til að trúa því, sem hann vill“. Enn fremr segit hr. J. O.: „Hverju Björnson trúir eða ekki trúir, það kemr æfisögu-ritara hans að eins við að svo miklu leyti, sem þetta lýsir sér í verkum hans og hefir áhrif á þau eða skýrir réttan skilning þeirra. En nú vill svo til, að Björnson hefir hvergi, mér vitanlega, prédikað fyrir mönnum, hverju þeir skyldu trúa eða ekki trúa“. Síðan er þess getið til, að þegar eg sagði, að Björnson hefði gjörzt beinn fjandmaðr kristindómsins, þá hafi eg þar farið eftir sleggjudómum óhlutvandra mót- stöðumanna hans um hann, og er harð- ’) Vér munum svara þessu fám orðum 1 næsta bl. Ritstj. lega skorað á mig, að færa sannanir fyrir þessum ummælum mínum. Já, eg skal nú, þó það þyki ef til vill nokkuð seint, leitast við að sýna og sanna, að Björnson hafi gjörzt beinn fjandmaðr kristindómsins. En áðr en ég segi meira, skal eg taka fram, að mér er með öllu óskiljanlegt, að hr. Jóni Olafssyni geti, eins og hann full- yrðir, verið ókunnugt um, hvað Björn- son hefir á seinni árum opinberlega lagt til kristindómsmála, þar sem það hefir oft og nákvæmlega verið gjörtað umtalsefni í inum norsku blöðum og tímaritum bæði smáum og stórum, og þar sem heyra má, við nálega hvern norskan mann sem maðr talar um Björnson, hvort sem hann er meðhalds- maðr hans eða mótstöðumaðr, að hann gengr út frá því sem sjálfsögðu, að þessi alkunni landi sinn sé genginn út í opinbera baráttu gegn kristilegri trú og kirkju. Hr. J. O. veit, að Björnson var lengi framan af „khangandi Grundt- vigs-skoðana í trúarefnurn“, en um það, hvar Björnson er nú staddr í trúarlegu tilliti, hvaða skoðun hann nú heldr op- inberlega fram á kristinni trú, veit hann ekkert, eftir því sem hann sjálfr segir. Mér gat ekki dottið i hug, að honum væri ókunnugt um ið síðara úr því honum var kunnugt um ið fyrra, sem bæði almenningi í Noregi og ann- ara þjóða mönnum, sem til Björnsons þekkja, er miklu síðr kunnugt; og eg þóttist hafa ástæðu til að ætla, að hr. J. O. þekkti eitthvað til innar opinberu kristindómsmótstöðu Björnsons í seinni tíð, þar sem hann þó í æfi-á- gripinu tekr fram, að hann nú berjist af alefli fyrir frjálsri rannsókn í trúar- efnum. í grein minni í „Norðanfara“ færði eg engar sannanir fyrir því, að Björnson væri orðinn „beinn fjandmaðr kristindómsins“, af því að eg hugði, að það væri eins alkunnugt og þyrfti eins lítið sannana við eins og það að Björn- son er frægt skáld og einn af forvígis- mönnum þess flokks í Norvegi, sem berst móti lconungsveldinu. f>að er alkunnugt, að Björnson er inn mesti mælskumaðr, og þess getr líka hr. J. O. í æfisögu hans. Heldr hann einatt opinberlega rœður fyrir fjölda fólks um ýms þau mál, sem honum þykja miklu varða, og hefir orð það, er hann þannig munnlega flytr, engu minni, og ef til vill öllu meiri, áhrif á hugsunarháttþjóðar hans, heldr en bœkr þær, sem hann hefir ritað, enda hefir hann haldið opinberar rœður um miklu fleiri efni en hann hefir ritað bœkr um. Hr. J. O. segir einnig frá því, að vetr- inn 1880 — 81 hafi Björnson dvalið í Bandarikjum Vestrheims, ferðazt þar um víða og haldið rœður fyrir löndum sinum þar vestra. jþað var einkum þrennt, sem hann gerði að umtalsefni í þessum rœðum sínum: skáldskapr, stjórnmál og kristindómr. Aðal-ágrip af mörgum þessum rœðum Björnsons var jafnótt prentað i öllum helztu blöð- um Skandinava þar vestra. Eg hefi nú nokkur af blöðum þessum fyrir mér, og þó að sum þeirra sé með, en önnur á móti Bjömson, ber þeim i öllu veru- legu nákvæmlega saman um það, sem hann í það og það skiftið hafi sagt. Eg skal leyfa mér að nefna nokkur þessara blaða: „Norden“, „Skandina- ven“, „Budstikken", „Fædrelandet og Emigranten“, „Den kristelige Tals- mand“, öll norsk og að lfkindum öll kunnug hr. J. O. Og hvað sagði nú Björnson samkvæmt samhljóða vitnis- burði þessara blaða viðvíkjandí kristin- dómsmálum ? Hann sagði, að ef nokk- ur g-uð væri til. bá hlvti hann að geta orðið fundinn á vísindalegan hátt. Hann sagði, að maðrinn hafi upphaflega ver- ið dýr, api eða eitthvað því líkt, en hafi svo smámsaman þroskazt, þangað til hann hafi náð því stigi sem hann nú er á; „þetta er kenning gvolutionis- tanna' og hana játa ég sem mína trú“ (eigin orð Björnsons). Hann sagði, að inar fimm bœkr Mósesar sé ekki eft- ir Móses ; ef til vill hafi Móses verið til, ef til vill ekki. Abraham, ísak og Jakob hafi aldrei verið til, en þetta hafi verið nöfn á heiðnnm hjáguðum, sem Gyðingar hafi gjört að sínum guð- um, og hafi Abraham og ísak táknað sólina, en Jakob og Esaú daginn og nóttina. „Esaú var dökkr og loðinn, það þýðir: nóttin er dimm ; Jakob var óloðinn ; það þýðir dagrinn er bjartr“. „Glíma Jakobs við guð er ekki nema æfintýri og táknar baráttu Jakobs við Esaú, þ. e.: dagsins við nótt- ina“. „En Jakob táknar líka sólina; Lea táknar túnglið, því Lea var augn- döpur, og birta túnglsins er döpur“. „Hinir 12 synir Jakobs eru inir 12 mán- uðir ársins, sem koma fram þegar tungl- ið giftist sólinni". „Samson hefir ekki heldr nokkurn tíma verið til; hann var lika sólarguð ; hár Samsonar táknar sólargeislana; Dalíla táknar vetrinn ; þegar hún klippti hár Samsonar, þá dvínaði máttr hans, þ. e.: vetrinn tekr burt mátt sólarinnar; Samson lagði höf- uð sitt í kjöltu Dalilu, það þýðir: sól- in sígr til viðar og nær ekki að skína“. í stuttu máli: Björnson sagði, að ísra- elsmenn hafi tilbeðið marga hjáguði

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.