Þjóðólfur - 27.01.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.01.1883, Blaðsíða 1
MÓÐÓLFR XXXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 27. janúar 1883. M 4. f-ESSI ÁEGAWGE, „fJÓÐÓIirS" GILTJIR. EHSTNIG SEM VI. ÁRGATíGK „SKULDAB". Bjornson ogkristindömrinn. (Svar til séra Jóns Bjarnasonar), pegar eg sá að séra Jón Bjarnason fór að frœða menn um, að Bjornstjerne Bj*0rn- son væri orðinn „beinn fjandmaðr krist- indómsins", þá gat ég þess til, að séra Jón mundi hafa felt þennan dóm of hvatvíslega og „farið eftir sleggju- dómum óhlutvandra mótstöðumanna" Bjernsons. Skoraði ég því á hann að fœra sönnur fyrir ummælum sínum. Eg hafði satt að segja búizt við því af öðrum eins manni og séra Jóni, að ef hann fœri að reyna að fœra sönnur á sögusögn sína, þá mundi hann vísa til rita Bj^rnsons. Nei! það gjörirhann ekki. Hann þekkir ekkert rit eftir Bj^rnson, þar sem hann geti fundið svo mikið sem eina 'setningu, er beri vott um fjandskap til kristmdómsins. Hvað gjörir hann þá til þess, að sanna orð sín? — Jú, hann kemr með als konar hégóma, sem hann ber ómerkileg og sumpart óhlutvönd blöð fyfir, að Bj0rn- son hafi átt að segja. Eg skalnúekki fá mér til orða, að mikið af því mergj- aðasta á að hafa komið fram í ræðu, sem Bj. hélt í Chicago g. apríl 1881, þar sem ég ritaði æfisögu-ágripið í Jpjóðvinafélags-almanakið í marz-mánuði sama ár; en fullafsakaðr mundi ég vera þó ég vissi ekki í marz 1881 í Kaup- mannahöfn, hvað Bjarnson kynni að ætla að segja mánuði síðar hinu meg- in á hnettinum. Af því að ég vissi, hve fáfróðr, sál- arlaus og forskrúfaðr skríll hávaðinn af synodufólkinu norska í Ameríku er, og hvementunarlausirhálfskrælingjarmarg- ir af ritstjórum og skýrslu-ritum (refer- entum) norsku blaðanna í Ameríku eru, Svo að þá vantar alt til að geta skilið B]0rnson og haft rétt eftir1, og enn fremr hve samvizkulausir skrökmenn margir þeirra eru, svo að þeir mundu eigi svifast sumir hverjir að rangherma viljandi orð hans og affœra þau, ef þeim þætti svo sér henta — og af því ég enn fremr hafði, er ég ritaði í vor er leið, séð skýrslur í tveim af þeim blöðum, er séra J. B. nefnir, um ræður Bjornsöns, þar á meðal um rœðuna í Chicago, — og af því ég einnig hafði lesið skýrslur Bjarnsons sjálfs um þess- ar ræður (prentaður í bréfum hans til „Dagbladet" í Christiania; endrprent- I) Sem dæmi þessa má talsa það, er síra J. Bj. eignar Bj. þau orð, að „in kristna t r ú hefði á- valt komið fram sem óvinr frelsis og framfara;" Bj. hefir náttúrlega aldrei sagt slíka óhœfu; en um k y r k j u n a kann hann að hafa sagt eitthvað í þessa átt; en á því er allr munr. aðar í „Verdens Gang", og að miklu leyti í danska „Morgenbladet"), og séð af þeim, að Bj^rnson hafði sagt alt annað, að sjálfs hans vitni, heldr en þessi norsku Ameríku-blöð eignuðu honum, og að hann hafði beinlínis borið til baka skýrslur þessara blaða um margt í Chicago-ræðunni, — þá satt að segja datt mjer í hug 1 vor, er ég las grein séra Jóns í Norðanf., að hann mundi hafa farið eftir sögusögn þess- ara norsk-amerísku blaða eða þá eftir norskum aftrhaldsblöðum, einkum kyrkjulegu blöðunum sumum í Noregi, er trúlega lepja hverja lygi um Bjorn- son til að gjöra hann tortryggilegan í augum alþýðu, og til þessa laut það beinlínis, er ég gat þess til, að séra J. Bj. mundi hafa farið eftir annara sleggju- dómum.— Og nú kemr séra Jón sjálfr og sannar sögu mína. Hann hefír ekk- ,ert fyrir sig að bera nema 5 norsk- ameríkönsk blöð, og eru tvö af þeim að minsta kosti („Fædrel. og Emigr." og „den christel. Talsm.") svo svívirði- leg blöð, að enginn ætti að láta sér detta í hug að trúa einu þeirra orði, nema betri heimild sé önnur til, og hin þrjú öll ómerkileg, eins og ó'll norsk- ameríkönsk blöð eru undantekningar- laust. pað er svo sem auðvitað, að Bjern- son hefir aldrei dottið i hug að segja annað eins og það, „að ef nokkur guð væri til, þá hlyti hann að geta orðið fundinn á vísindalegan hátt". Aftr er sumt af þvi, sem síra Jón kemr með, til að sanna kristindóms- hatur Bj^rnsons, svo einfaldlegt, að ég skyldi aldrei trúa því, að sá séra Jón Bjarnason, sem ég hefi þekt, mundi „diska upp" með slíkt og þvílíkt, efég þekti ekki svo vel höndina hans á því. „Hann (Bjernson) sagði, að inarsbœkr Mósesar væru ekki eftir Móses"!!! — ergo er Bj. fjandmaðr kristindómsins!! Trúir séra Jón því, að allar Mósesbcekr sé eftir Móses ? Sé svo, þá er hann víst einstœðing'r meðal lærðra manna. „Hann sagði" [æ, fáið þið nú ekki fyr- irhjartað!]—já, „hann sagði, að heimr- inn væri eldri en biblían segir"!!!. — „A! hold pd mig, Magdelone!" Eins og nokkur maðr með heilbrigðri skynsemi láti sér detta í hug að neita því, að þessi okkar jörð, sem við lifum á, hvað þá heldr allr heimrinn, sé eldri en 5850 eða 65g6 ára ? Önnur stórkostleg yfirsjón hjá séra Jóni er sú, að hann álítr alla þá fjand- menn kristindómsins, sem ekki trúa öllu því sama í kristindómskenningum, sem hann. Jpetta er fjarstœðasta ofstœki. Getr nokkrum, sem veit t. d., hvað Úní- taríanar eru, dottið í hug að kalla þá fjandmenn kristindómsins ? Eða þó að Bjornson trúi ekki eilífri fordœming — hvað svo ? Er það ekki margra manna skilningr, að Páll post- uli hafi í þessu átt sammerkt við BJ0rn- son ? Ef mig minnir rétt, þá mun séra J. Bj. sjálfr einhvern tíma hafa skilið apokatastasis tón pantón (Post. gj. 3, 21) á þennan veg. Er séra Jón sannarlega á því andlegu reki, að hann álíti hvern þann fjand- mann kristindómsins, sem aðhyllist skoð- un Darwins á uppruna mannsins og upp- runa tegundanna yfir höfuð? J?á álítr hann margan þann vera fjandmann krist- indómsins, sem alment er álitinn góðr guðsmaðr, og komast ekki svo fáir guð- frœðingar í þá tölu. Eg skal enn sem fyrri geta þess, að Bj. hefir aldrei gjört trúna að aðal- umtalsefni í neinuriti sínu. Hann hefir aldrei lofað því (eins og séra Jón hermir) að gefa út tímarit um slík efni og heldr aldrei gjört það. Hann hafði fram til marz 1881 aldrei reynt til, að hafa nein áhrif á trú þjóðar sinnar. Hann er skáld og hann er frelsismaðr. Sem slikr hef- ir hann haft mikil áhrif áþjóð sína og enda miklu fleiri. Til þessa leit ég, er ég reit æfisögu hans, en ekki til trúar hans, sem hvorki mig né aðra varðar neitt um. Að ending eitt. Séra Jón segir: „Hr. J. O. má fyrir mér trúa hverju, sem hann vill. .. en ef hann aðhyllist .. . skoðanir Bj^rnsons á kristindómin- um. . .þá er hégómi fyrir hann að halda því fram að hann sé kristinn". Hvað varðar séra Jón eða nokkurn annan mann í víðum heimi um, hverju ég trúi ? Hvaðan kemr honum vald til að dœma um, hvort ég sé kristinn ? — Hvað á slikt að þýða ? Og hvað kemr það þessu máli við ? pótt ég væri Darwínisti, tryði ekki þrenningarlærdóminum, væri sannfœrðr um að jörðin sé 100 þúsund ára göm- ul, og neitaði því, að ljósið hafi verið skapað á undan sólunni, hvað sem 1. Mósesbók segir, og dirfðist að ef- ast um, að himin og jörð hafi ver- ið sköpuð á sex dögum, já, þótt „Luth- ersk Kirketidende" kœmi með „feyki- langa ritgjörð" til að sanna, aðégværi Anti-Kristr, og séra Jón vottaði, að það væri „án als efa með réttu" svo álitið um mig — þá samt, ef ég elska það, sem gott er og rétt, og forðast að gjöra það öðrum, sem ég vildi eigi að mér væri gjört, en reyni af megni að elska náungann eins og sjálfan mig, þá spyr

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.