Þjóðólfur - 17.02.1883, Page 2

Þjóðólfur - 17.02.1883, Page 2
26 ara framkvæmda og stuðningsmenn þeirra telja, að það sje á þingsins valdi, að afnema ofangreinda örðugleika, og berum vjer því betra traust til þingsins í þessu efni, sem ástæða er til að ótt- ast, að án fulltingis þingsins verði þessi mikilsverðu atriði, er vjer nú höfum nefnt, slagbrandur fyrir framkvæmd þessa allsherjar-velferðarmáls landsins. Afskipti og hjálp þingsins í þessu máli höfum vjer hugsað oss þannig: Að það geri ráðstöfun til, að nægi- legt fje sje fáanlegt gegn gildu veði, til að kaupa fyrir hentug skip, ásamt tilheyrandi veiðarfærum til fiskiveiða, hvort heldur það er með stofnun banka, eða tilhlutun þingsins til, að fje lands- ins, sem nú er á vöxtum erlendis, verði framvegis fáanlegt gegn gildum veðum eða á annan hátt, til eflingar atvinnu- vegum vorum og ýmsum nauðsynleg- um framkvæmdum. Einnig með þvf, að veita ábyrgðar- fjelagi voru fullkomna tryggirigu fyrir nægilegu bráðabyrgðarláni handa þvf, ef svo mikinn skaða bæri að höndum, að sjóður fjelagsins ekki hrykki til að útvega þegar i stað, það sem honum ber að borga, gegn veði, er ekki sje einskorðað við fasteignarveð, heldur megi eins gefa landssjóðnum tryggingu með veðum í þeim skipum, sem í á- byrgð fjelagsins eru, það ábyrgðar- tfmabil, sem skaðinn kemur fyrir, eða sameiginlegri selvskyldner-caution skips- eiganda fyrir skilvísri greiðslu þeirrar upphæðar, er fjelaginu yrði lánuð úr landssjóði, og sem ætti að mega standa svo lengi, sem fjelagið þarf með, og svo vel er um búið, að landssjóðnum er engin hætta búin að missa hinalán- uðu upphæð ásamt vöxtum. Enn fremur yrði það vafalaust tll efl- ingar fiskveiðum hjer á landi, ef nú þegar á næsta þingi yrði ákveðið, að fiskiveiðafjelaginu yrði veittur einhver tiltölulegur styrkur gagnvart framlög- um fjelagsmanna, t. d. rjit er næmi allt a.ð 25000 kr., og væri það rentulaust lán, er væri óuppsegjanlegt frá lands- ins hálfu í 10 ár, eða þá á annan hátt, er fjelaginu væri jafn-hagkvæmt, og þinginu kynni þykja betur til fallinn; svo og að veita ókeypis kennslu í sjó- mannafræði, svo fullkomna, að þeir, sem lokið hafa námi sínu hjer, sjeu færir um, eigi síður en útlendir skipstjórar, að stýra skipi sjá bæði lífi manna og skipum, er þeir stýra, borgið, hvar sem þeir eru staddir, svo ekki þurfi, eins og hingað til hefir tíðkast, að útvega skipstjóra frá öðrum löndum, þrátt fyrir hve fá stór skip, enn sem komið er, eru hjer. Vjer, sem hjer ritum nöfn vor undir, höfum tekið það fram, að vjer ogmargir ir fleiri, er vilja koma hjer á fót öflug- um fiskiveiðum og jafnhliða ábyrgðar- fjelagi fyrir skip og tilheyrandi veiðar- færi, treystum þinginu til hins bezta í þessum málum sem öðrum. En vegna hinna mörgu, sem efast um, að þingið geri nokkuð í hjer umræddu efni, eða styðji framgang þessa fyrirtækis, höf- um vjer tekið það ráð, til þess að nauð- synjamál þetta ekki, af þeim orsökum, frestist um lengri eða skemmri tima, að rita ýmsum þingmönnum (auk annara merkra manna), og biðja þá um álit sitt hjer um, þannig útbúið, að oss sje leyfilegt, að sýna öðrum brjef þeirra, þar eð vjer vonum, að þau öll muni bera með sjer, að hver og einn vilji framgang málefnis þessa og veita þar til fulltingi sitt. Og leyfum vjer oss einnig að biðja yður að sýna oss þá velvild, að rita oss við fyrsta tækifæri álit yðar hjer að lútandi, þar eð vjer með því nú, að heyra álit svo margra, er unna sönnum framförum og framkvæmdum, höfum að líkindum tækifæri til, að und- irbúa mál þetta, betur en þegar er gert, undir alþing í sumar“. Allir hinir konungkjörnu þingmenn og alþingismennirnir E. Egilsson, H. Kr, Friðriksson, Jón Olafsson og Ei- ríkur Briem hafa g. þ. m. svarað brjefi þessu á þessa leið: „Ut af brjefi því, er þjer, heiðruðu herrar, hafið skrifað oss 7. þ. m., lát- um vjer þess getið, að vjer erum yður samdóma um, að mjög æskilegt sje, að fiskiveiðar á þiljuskipum hjer við land aukist og eflist, og að full ástæða sje til, að fyrirtæki í þá átt sjeu studd af landsfje. En að því er sjerstaklega snertir þann styrk og stuðning af hálfu fjárveitingarvaldsins fyrir hið væntan- lega íslenzka fiskiveiðafjelag og á- byrgðarfjelag fyrir skip, sem um er getið í nefndu brjefi, þá tökum vjer það fram, að vjer erum sannfærðir um, að komist fjelög þessi á, og fái góða hluttekning almennings, þá muni þau fá líkan stuðning af almannafje, sem þann, er ræðir um f brjefi yðar, og vjer fyrir vort leyti munum styðja slíkt fyr- irtæki af fremsta megni að hverju því leyti, er vjer sjáum oss fært1M. 1) I brjefi H. Kr. Friðrikssonar og Eiríks Briems var síðasta setningin þannig: „er vjer, að öllum ástæð- um íhuguðum, sjáum oss fært og álítum haganlegt.“ Einbættaskipun. 12. þ. m. var ad- júnkt við lærða skólann Bened. Gröndal leystr frá embættiisstörfum fyrst um sinn. Næsta blað laugard. 24. febrúar. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju Isafoldar.-Sigm.Guðmundsson. 6 úr pelanum. það reynir oft að taka brjóstið, en verðr jafuskjótt að hætta aftr. Misjafnt er það, hve tíðr hóstinn er, og hve mjög hann reynir á barnið; oft verðr andlitið blóðrautt af áreynslu í hvið- unum. Við hóstann losnar einatt nokkuð af slími (hor) upp frá lungunum, en það fer ekki fram úr munninum, nema maðr nái því fram með fingrinum, þvf að annars kingir barnið því. Af og til koma uppkastahviður sjálfkrafa. Talsvert af slími (hor), sem kingt hefir verið, getr þá komið upp úr maganum, og stundum líka nokk- uð samtíða frá lungunum sakir þrýstings þess á brjóstholið, sem uppsölu-áreynslan veldr. Nú er það auðsætt að kraftar barnsins hljóta að smáeyðast við áreynsluna, sem andardráttrinn veldr, og þau börn, sem veikluð eru undir af langvarandi sjúkdómum, t. a. m. niðrgangi, hljóta að verða fyrst yfirkomin, ef eigi er unt að greiða götu andardráttarins gegn um lungnapípurnar. Af meðölum til þessa eru uppsölumeðölin helzt; en það er lækninum einum hent að nota þau; því að sé uppsölumeðal gefið, þá er það á ekki við, getr það oft gjört meira tjón en gagn. það skyldu menn varast, að láta freistast til að taka barni blóð, er þannig stendr á, þvf að með því veikjast einmitt enn meir kraftar barnsins; en lækningin er hvað mest undir því komin að við halda kröftunum. Meðan barnið dregr djúpt og rösklega andann, og það þótt með nokkurri áreynslu sé, og þó að bringspalirnar dragist talsvert inn við and- ardráttinn, og á meðan barnið grætr, hóstar og kastar upp, hefir það enn allgóða krafta, og hættan er þá ekki nærri eins mikil, eins og þegar það liggr kyrrt og sem í dái, oft með hálfopin augu, lítt merkjanlegan andardrátt, náfölt andlit og blá- 7 leitar varir, þvf að þá er barnið þrotið að kröftum, til að berjast við loftskortinn. það er þvf nú auðskilið, að þangað til læknirinn kemr, eiga menn að reyna að við halda kröftum barnsins og létta því andar- dráttinn á allan hátt. Til þess að styrkja barnið, er gott að gefa því dálítið af góðu víni (Tokayer, Malaga eða Scherry), og skal af því gefa the- skeið í dálitlu af vatni annanhvern tíma. Vilji barnið drekka volga hafrasúpu eða volga mjólk, þá skal lofa því það. það ber og ósjaldan við, að það vill heldr kalt vatn, og skaðar það heldr eigi, með því að barnið svitnar einatt af því, en það er mjög holt í þessum sjúkdómi. Til að létta andardráttinn, verðr að sjá um að barnið hafi góðar hægðir, svo að ekkert þrengi að þindinni, en hún geti sem frjálsast stutt útþenslu brjóstsins. þá er svona stendr á, er ef til vill hægast aðhjálpa barninu til hægða með stólpípu. Reynslan hefir nógsamlega sýnt, að grautarbakstr eða vatns- bakstr haganlega lagðr á brjóstið léttir andardráttinn með því að halda brjóstinu heitu; en varast verðr að leggja þá of fast á, því að þá hindra þeir frjálsa hreifingu brjóstsins. þar næst verðr að annast um, að halda góðu hreinu lofti í herberginu, og varast alla stybbu og reyk, og þarf að halda jöfn- um og góðum hita þar inni. Loftið má með engu móti vera of þurt; þvert á móti verðr sem unt er að sjá um að vatnsgufa sé í loftinu, því að það léttir andardráttinn og losar slímið úr lungna- pípunum. Til að fá næga vatnsgufu í loftið næst barninu, má

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.