Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.02.1883, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 24.02.1883, Qupperneq 1
NÓÐÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, laugardaginn 24. febrúar 1883. M 10. SW* f>ESSI ÁRGANGR „fJÓÐÓLPS" GILDIR EINNIG SEM VI. ÁRGANGR ,, SKULDAR". Óhafandi embættismenn. (Framh. frá bls. 14). petta hefir því haft þau óþægindi í för með sér, að mönnum hefir verið ómögulegt að bera gjörðir sínar sam- an við fyrri fundi, enda hefir sýslu- maðr reynzt svo fáfróðr í lögum og sveitastjórn hér, að við ramgjörðum axarsköftum hefði legið, ef aðrir vitr- ari menn hefðu eigi hlaupið undir bagga með honum. f>ar að auki hefir Fischer bæði á þingum og sýslufundi heft málfrelsi manna, ef til vill bæði af því, að hann hefir eigi skilið um- ræðurnar og einnig af því, að hann, eftir því sem virðist, hefir viljað sjá um, „at han fik en ende paa det“. Meðferð hans á einu dánarbúi, sem sjálfsagt er gjaldþrota, virðist oss einn- ig kynleg; og vér skiljum eigi í öðru, en hún sé þvert á móti lögum og rétti, ef oss er satt frá skýrt. pað er og afglöpum næst, að Fischer ekki getr talað svo eitt íslenzkt orð, að óbreyttr sveitabóndi skilji hann; veitingarvaldið hefir því að líkindum fremr farið eftir bókstaf en anda laganna, þegar það veitti honum embætti á íslandi sam- kvæmt þekkingu hans á íslenzkri tungu. En þetta er þó sök sér. Menn geta eigi búizt við því, að Danir hafi þá þekkingu í tungu vorri og á lífernis- háttum vorum, sem yfirvöld í sveitum þurfa að hafa, til þess að geta orðið svo þjóðleg sem þarf að vera, bænd- um og búalýð til nauðsynlegra þrifa og framfara. fetta á þvi í raun réttri eingöngu rót sína í öfugri stjórn og óþjóðlegu veitingarvaldi, sem oft og tíðum virðist beita rétti sínum gegn vilja og hagsmunum þjóðarinnar. Vér skulum i sambandi við þetta minnast á- þá ráðstöfun veitingarvaldsins, að flytja annan eins aumingja, og Arn- grímr prestr Bjarnason er, úr einu embætti í annað. pað mun engum, sem þekkir séra Arngrím eða hefir heyrt hans getið, blandast hugr um, að hann hefir aldrei haft þá hæfileika til að bera, sem mentuðum manni — og þvi síðr andlegu yfirvaldi — ber og sæmir. pað verðr ekki svo mikið sagt um hann, að hann sé meinlaus og gagnslaus. Að vísu hefir séra Arn- grímr nú að nafninu þjónað í 35 ár sem prestr ; en hvað sannar það? Jú, það sannar andlegt volæði þeirrar al- þýðu, sem við hann hefir átt að búa, og það sannar einnig ljóslega, hve umhugað veitingarvaldið lætr sér, að uppbyggja landið með dugandi og nokkurn veginn mentuðum embættis- mönnum. Oss þætti fróðlegt að fá að vita hjá stiftsyfirvöldunum, hvernig þau ímynda sér, að Arngrímr prestr á Brjánslæk framkvæmdi boð inna nýju laga um kenslu barna í skrift og reikningi; hann, sem ekki getr s,vo viðunanlega sé, uppfrætt börn í krist- indómi; en í Brjánslækjar og Haga sóknum þarf þó sannarlega á meðal uppfræðingu að halda, ef ungmenni eiga ekki að verða nær því heiðin og enda verra en heiðin. J>að er sannast að segja um alla embættisfærslu séra Arngrims, að það hefir engin mynd á henni verið síðan hann kom að Brjáns- læk, enda er þess ekki að vænta, því það er engin mynd á manninum sjálf- um. Ið eina, sem honum virðist svipa til Adams ættar, er, að hann heimtar tvöfalt og stundum þrefalt endrgjald fyrir þessi skemtilegu em- bættisverk sín, og heimtar að öll sín gjöld séu borguð í peningum á réttum gjalddaga. Hann tekr ekkert tillit til þess, að hann stundum vanrækir skyldu- verk sín—sem að nokkru leyti eðlilegt er, því hann er orðinn fjörgamall —, vekr hneyksli í söfnuðinum í embætt- isverkum sínum og kemr svo fram í daglegu lífi, að enda ómentuðustu mönnum ofbýðr að sjá og heyra til hans. (Niðrlag i n. bl.). Auglýsingar. t Kristín Kristjánsdóttir, (móðir Guðmundar heitins Jóhannessonar, smiðs), fædd, 24. desbr. 1805; dáin 15. ágúst 1882. Ó ! sárt er nú að sjá þitt rúmið auða, ó ! sárt er opt að þola skuldar-dóm ; ó ! sorglegt er að svalur andi dauða, svífur yfir gjörvöll lífsins blóm, ó ! sárt er að vita hlýja móður-hönd, þá sem að öllum aumum vildi hlúa, og elskaði Jesú kærleiks-boðið trúa, hafa fjötrað heljar-kulda bönd. þú drottins orð í hreinu geymdir hjarta, þér hvert sem mætti gleði eða kíf, því gegnum trúar-blysið leiztu bjarta, brosa móti sjónum æðra líf ; þú sýndir það á langri æfileið, að ljós þér skein úr fögrum andans-heimi, það Ijós er mörgum dylst í þessum heimi, skein þjer æ, en skærst í sjálfum deyð. j?ú gladdir margra sorgum þrungið sinni, er saknaðs fella tár þitt leiði á, og munu síðla manndygð gleyma þinni, þó myrkur grafar hylji liðinn ná ; en þó er huggun þeirra eins og mín, að ei má dauðinn okkur lengi skilja, en aptur finnumst þá að drottins vilja, eilifðar nær árdags-röðull skín. Æ ! farðu vel í drottni þínum dáin, til dýrðar-heima mærra, sprunda-val, eg veit þú lifir, lífs þó hverfi bráin, því lífi sem að aldrei halla skal; því dauðinn einn er aðgangur til lífs, og okkar náðar-gjöf frá kongi hæða, sem megnar gjörvöll mannleg sár að græða, og lægir allar öldur sollnar kífs. Guðný Jónsdóttir. Eftir skýrslu hlutaðeigandi sýslumanns hafa rekið upp á Hornsfjörur innan Skaftafellssýslu 4 skipsflakar, inn 1. 6 álnir á lengd, 5 áln. á breidd; 2. 4 áln. á lengd, 4x/2 al. á breidd; 3. 11 áln. á lengd, 4 áln. á breidd; 4. 20 áln. á lengd. Réttir eigendr innkallast hér með, samkvæmt lögum um skipaströnd 14. jan. 1876, 22. gr., með árs og dagsfresti, til að sanna rétt sinn til þessara vog- reka fyrir amtmanninum yfir suðramt- inu og meðtaka andvirði þeirra að kostn- aði frádregnum, en missa ella rétt sinn í þessu tilliti. íslands suðramt, 15. febr. 1883. Bergr Thorierg. Eftir skýrslu hlutaðeigandi sýslumanns hafa í síðastliðnum maímánuði þessir munir borizt á land í Vestmannaeyjum : Tunna með rauðvíni, með þessu auð- kenni: Bordeaux—Libour. 3 tómar tunnur stórar, með þessum stöfum á: B. L. Réttir eigendr innkallast því hér með, með árs og dags fresti samkvæmt lögum um skipaströnd i4.jan. 1876, 22. gr., til að sanna rétt sinn til þessara vogreka fyrir amtmanninum yfir suður- amtinu og meðtaka andvirði þeirra að kostnaði frádregnum, en missa ella rétt sinn í þessu tilliti. íslands suðramt, 15. febr. 1883. Bergr Thorberg. Á Litlu-Breiðuvíkurfjöru í Norður- múlasýslu rak 17. oktbr. f. á. af hafi skipsbát, rauðan að lit, en dökk efstu borðin. Aptan á gaflinum var hann auðkenndur með þessum stöfum „Jane Elizabeth, Grimsby“, en innan á stafn- inum stóð, „Oxetoy“. Fyrir því skal hérmeð samkvæmt lögum um skip- strönd 14. jan. 1876, 22. gr. (sbr. opið bréf 4. maí 1778, 1. gr.) skorað á eig- andann að báti þessum, að segja til sin innan árs og dags, frá því er auglýs- ing þessi í síðasta sinn er birt í þessu

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.