Þjóðólfur - 03.03.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.03.1883, Blaðsíða 1
MÓÐOLFR. XXXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 3. marz 1883. M.ll. f>ESSI ÁEGANGE „jþJÓÐÓLFS" GILDIR EINETIG SEM VI. ÁEGANGE „SKULDAE' Enn um Bj. Björnson. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá". í „pjóðólfi" (XXXV, 2) er ritgjörð eft- ir síra Jón Bjarnason á Seyðisfirði, sem vill leiða rök að því, að Björnstjerne Björnson sé „beinn fjandmaðr kristin- dómsins", og var það náttúrlega rétt gjört af sira J. B., að hann kom fram með alt, sem hœgt var, til að staðfesta þessa skoðun sína með. En hefir hann þá sannað hana til hlítar með greininni ? Vér svörum : nei. Hann hefir að eins leitt rök að því, að Bj. Bj. mótmæli ýmsum skilningi lútersku kirkjunnar (og fleiri kirkjufélaga) á ritningunni, að hann vefengi ýmsar algengar skoðanir og kenningar guðfræðinganna; en hann hefir ekki sannað að hann afneiti nokkr- um sönnum kristindómi eða hegði sér ókristilega. Um sum orðatiltœkin, sem skáldinu eru eignuð, vantar oss að vita, hverja þýðing hann leggr í þau sjálfr, ef hann annars hefir talað þau. En af því vér trúum staðfastlega (og sira J. B. mun án efa sömu trúar), að kristin- dómrinn sé ekki fólginn í bókstafnum, heldr sé hann andi og líf, fólginn í glæðingu mannsins beztu krafta, mann- elsku, frelsis og skynsemi, þá þurfti herra J. B. að voru áliti helzt að sanna, að Bj. Bj. væri mótstöðumaðr alls pessa, til þess að geta kallað hann af- dráttarlaust „beinan fjandmann kristin- dómsins". En það hefir hann ekki gjört, heldr enda bent til ins gagn- stæða, með því að kalla skáldið fræg- an og merkan mann, sem hann á eng- an hátt gæti verið, ef hann virkilega væri svo, sem höf. lýsir honum. pað er því hætt við, að margr skynsamr maðr muni enn ekki geta séð „ina svörtu og sorglegu hlið" á starfsemi þessa þjóðskálds Norðmanna. En ef það er „svart og sorglegt starf" að rann- saka kenningar kirkjunnar, — sem að vorum skilningi er stofnun til að boða kristindóminn, en als ekki sama sem kristindómrinn — í staðinn fyrir að trúa þeim í blindni og þvert ofan í allar rannsóknir vísindanna, þá má sira J. B. vissulega eiga von á, að margr verði með tímanum á þann hátt „fjandmaðr kristindómsins". Við grein hans er það athugavert, að þar er blandað saman kirkjutrú og kristindómi, þó að reynsl- an hafi sýnt og sýni, að það getr verið sitt hvað. Höfundrinn hlýtr að vita, að Lúther sneri biflíunni á þjóðmálið ein- mitt til þess, að hver maðr gæti átt kost á að lesa hana, og leggja í hana þann skilning, er skynsamlegr þætti; hann ætlaðist til, að öll rannsókn skyldi vera frjáls, að menn skyldu lesa ritn- inguna, ekki með augum annara, heldr með augum sjálfra sín; og hann sá það manna bezt, að það er skaðlegt, að binda manninn við hugsunarlausa trú, sem troðið er inn í hann af öðrum, heldrþarf hver einn sjálfr aðvera með og vita, hverju hann trúir, og prófa trú sína. Ætli kirkjan sér ekki að verða óvinr allra framfara og eilífr steingjörv- ingr, þá hlýtr hún að þola frjálsa rann- sókn; og yngi hún sig ekki upp með nýjum sannindum, nýjum rannsóknum og frelsishreifingum og umbótum eftir þörfum tímans, þá mun hún enga fram- tið geta átt fyrir höndum aðra en þá, að færa fólkið aftr til heiðindóms; því að ekkert í heimi þessum getr staðið í stað. petta skilr skáldið Bj. Bj. og margir fieiri, og er óskandi, að sá timi láti sín ekki lengi bíða, að almenningr skilji það. Hafi nú skáldið skilið ritn- inguna í sumum greinum öðruvisi en kirkjufélögin gjöra, hvað geta þau þá gefið honumaðsök"? Svar: skilnings- skort geta þau í hæsta lagi brugðið hon- um um, en annað ekki; því að enginn mun neita, að maðrinn beri sannfæring sína tram, sem einmitt er ein af kristin- dómsins höfuðskyldum. Vér skulum ekki fara langt út í skoðanir Bj. Bj. á einstökum atriðum, enda vitum vér eigi vist, hvort allt er haft rétt eftir honum. Að „guð hljóti að verða fundinn á vís- indalegan hátt", það er með öðrum orðum: þektr af verkum sínum, finnst oss ekki vera þær öfgar, að það þurfi kristindómshatara til að bera það fram. Eins er að sínu leyti með boðorðin, að ef Bj. Bj. hefði mótmælt innihaldi þeirra, þá skyldum vér hafa kallað hann kristindóms fjandmann, en vér látum það ógjört, fyrst hann að eins efast um höfund þeirra eða staðinn, sem þau urðu til á. Um aldr heimsins sýnist oss sanngjarnt, að skáldið hafi sínar skoðanir ; enda vitum vér ekki til, að biflían segi nokkurs staðar, hve gamall heimrinn er, né gjöri kristnum mönn- um að skyldu að hafa um það ákveðna tölustafi. Um eðli guðdómsins segir kirkja vor sjálf, að „það fáumvérekki skilið", hvernig erþá að heimta af Bj. Bj., að hann skilji það, eða þá hitt, að hann látist trúa mót sannfæringu, sem vitanlega er hverjum manni jafn gagns- laust sem það er heimskulegt. En hafi maðrinn hafnað barnstrú sinni, af hverju getr það komið, nema sannleiksþrá ? Hvað sem þessu líðr, þá væri þarfara að fylgja tímanum og kynna sér rann- sóknir vísindanna, bæði heimspekinnar og málfræðinnar, en að hvíla við staðn- aða ríkiskirkjutrú. Reynslan sýnir, að það þarf ekki svo mikinn mann til að segja: eg trúi, en hitt er meira vert, að sannleikrinn sé manni fyrir öllu. Bókstafr ritningarinnar er, að vorri sannfæring, ekki af himnum fallinn, heldr er hann myndaðr á jörðunni; og því er orð hennar óumflýjanlega háð sama náttúrulögmáli sem hvert annað rit, að það til lætr á sínum stöðum ýms- an skilning, og stendr því til frjálsrar rannsóknar; en þar af leiðir beinlínis, að lærdómsbygging hverrar kirkju sem er hlýtr að vera undirorpin skynsam- legri skoðun, og jafnótt sem mannlegr andi þroskast, hlýtr ein „reformatiónin" að leiða til annarar. Ef leita skal að ávöxtum (og höf. mun ekki neita, að það sé rétt), þá er vert að athuga, hvort liklegra er til framfara, hvort heldr það að leita og prófa, eins og ritningin sjálf býðr, og trúa ekki öðru en því, sem trúlegt er, því sem kemr heim við beztu rannsóknir, svo og við skynsemi manns og samvizku, eða hitt að gefa mótstöðulaust skynsemina (og þar með aila sálarkraftana) fangna undir skilning og útlistanir annara manna og standa svo kyrr við það takmark alla sína æfi. Vér skulum svo ekki orðlengja frek- ara. Oss þykir einsætt, að það sé ekki andi kristindómsins, ekki sannleikrinn sjálfr, sem skáldið mótmælir, heldr að- ferð ríkiskirkjunnar til að boða hann. —Vér kunnum herra J. B. þökk fyrir, að hann dró fram alt, sem athugavert var um ið útlenda skáld; en meiri þökk hefðum vér þó kunnað honum, ef hann hefði snúið sér að því, að athuga ið innlenda kirkjulíf. Kirkjan hjá oss mun standa á þeim fótum, er settir voru undir hana á miðöldunum; enda eldist hún nú óðum og fyrnist þrátt fyrir ó- bifanlega trú manna á hvern bókstaf, sem hún boðar. Lögin um sóknanefndir reynast, eins og við var að búast, gagns- litlar bætur á gamalt fat. pau geta ómögulega haft neina verulega þýðing, enda tekst þeim ekki að draga að sér athygli almennings. Páfadómrinn hjá oss er svo rammr og ríkr, að meira þarf en að skvetta vatni á þá gæs. prátt fyrir öll lærdómskver og alla dogmatík sækir kirkjan svo fast niðr á bóginn og fullnægir svo lítt andlegum þörfum safnaðanna, að sumir finna virkilega hugsvölun f því að gjörast — mormónar! Einn af lærisveinum ríkiskirkjunnar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.