Þjóðólfur - 03.03.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.03.1883, Blaðsíða 2
30 (Aðsent). Srar til J»órðar ftuðmundssonar. í fjóðólfi nr. 4, 27. janúar þ. á stend- ur grein frá herra oddvita þórði Guð- mundssyni á Hala í Holtamannahreppi, í hverri hann álítur að mig hraparlega rangminni samtal okkar síðastl. haust. |>ótt eg nú geti kannazt við það, að minni mitt sé ekki svo gott, sem vera skyldi, man ég samt svo mikið, að herra oddvitinn kom til mín í vetur—að mig minnir í nóvembermánuði—og kvartaði yfir því, að Eyrarbakkaverzlun væri ekki nógu byrg af kornvöru. Svaraði ég honum þá, að ef honum lægi á mat handa sinni sveit, þá gæti hann fengið hann keyptan. Hann svaraðiþá: „það er gott“, en gaf því svo ekki frekari gaum í það skifti. í byrjun janúarmán. kom hann hér aftur, og þakkaði mér fyrir þetta góða tilboð; þegar ég þá spurði hann að, hvað hann vildi fá af korni, sagði hann: 5 eða 6 tunnur. Ekki er hann samt farinn að taka þær enn þá. Mér finnst annars, að herra p. G. vilji láta almenning skilja—án þess þó að segja það með berum orðum—að ég hafi látið íljósi þá skoðun, að Eyr- arbakka verzlun hefði nóg korn til að verja allt austurland frá neyð, jafnvel þótt ekkert gjafakorn hefði komið; en þá skoðun hefi ég aldrei haft ogaldrei lát- ið í ljósi, enda hefði það víst ekki verið hægðarleikur, fyrst að Holtamannahrepp- ur einn, að sögn oddvitans, þyrfti enn þá að fá korn fyrir nokkrar púsundir króna, og sé þörfin að því skapi alstað- ar, þá myndu ekki margir skipsfarm- ar hafa hrokkið til að fullnægja henni, heldur hefði þá orðið að byggja nýtt paakkhústilað geymaþetta mikla korn í, en slíkt er heimskulegt að ætlast til af einni sérstakri verzlun, einkum þegar maður veit, að hinir nauðstöddu þurfa einungis að láta svo lítið, að biðja, til þess að fá ókeypis það korn, sem þeir með þurfa. |>á kemur þessi makalausa grein hjá herra oddvitanum: „en að hann geti selt þurfandi hreppsbúum mínum það af korni, sem þeir geta keypt, er trú- legra, því snauðir hafa ekkert fyrir korn að láta“.—Hvaða gagn hefði eft- ir þessu Holtamannahreppur haft af þessum ógurlega kornforða, sem odd- vitinn heimtar að ætti að vera á Eyr- arbakka? Fyrst hreppsbúar hans ekki geta keypt, lítur svo út, sem að hann hafi hugsað sér, að allt þetta mikla korn ætti að fást ókeypis. Mér er annars næsta óskiljanleg sú óvild, sem lesa má milli línanna, að herra p. G. hefir til Eyrarbakkaverzl- unar. Eg hef nú veitt henni forstöðu hér á landi í nærfelt 36 ár, og ég veit bezt, að Holtamenn — og jafnvel herra oddvitinn sjálfur — hafa ekki orðið var- hluta af hjálp frá henni á öllum árstím- um, hve nær sem á hefir legið, og það enda í haust og vetur, máske meira en gott er í þessari vandræðatíð. Eg verð að bæta þvi við, að mér kom ekki til hugar, að ég þyrfti að hafa votta við þegar ég talaði við hr. p. G., og get ég þvi ekki leitt nein vitni máli mínu til sönnunar; enda skal ég ekki lengja þetta þrætumál við hann með því að skrifa eitt orð í því framar. Eyrarbakka, 8. febrúar 1883. Guffm. Thorgrímsen. Hér með er útrætt um mál þetta í „þ»jóðólfi“. Bitstj. Sæluhúsið á Kolviðarhól. þ>egar ég í siðastliðnum desember var á ferð yfir Hellisheiði, kom ég, eins og lög gjöra ráð fyrir að Kolviðarhóli, var það sumpart af þvi, að mig lang- aði til að sjá Sæluhúsið, er svo margir höfðu gefið til, og sem allir hljóta að álíta ómissandi, gjörði ég mér góða von um að geta dvalið þar hálfan klukku- tima óneyddr af kulda; ég styrktist líka í þeirri von, þegar ég lauk upp hurð- inni á gestastofunni, því þar blasti við augunum ofn, sem tók upp undir loft, en þegar ég fór betur að gæta að, sá ég að ofn þessi mundi vera settr þarna einungis til málamynda, því ekki sáust nein merki til þess að í hann hefði kom- ið eldr, því að hann var allr alþakinn ryði, enda sáust þess ljós merki á hús- inu sjálfu, því ekki sást litr á því fyr- ir slaga og klaka, sem reykjarsvælan úr eldhúsinu hafði ekki náð til að bræða. þ>essi vanhirðing á húsinu hlýtr að vera mjög skaðleg, og undir eins sorgleg fyr- ir þá, sem af litlum efnum gáfu til þessa nytsama fyrirtækis; og annaðhvort er það, að sá, sem nú býr í sæluhúsinu á Kolviðarhóli, hefir oflítinn styrk af op- inberu fé, eða hann að öðrum kosti er ekki fær um að hafa það til umráða. Að síðustu vil ég óska þess, að þeir, sem eiga að hafa yfirumsjón með hús- inu, vildu sjá um, að þetta nytsama hús verði ekki þannig á fáum árum eyði- leggingarinnar bráð. Ferðamaðr. Á v a r p til yfirkennara Halldórs Friðrikssonar. Herra yfirk. og núverandi alþingismaðr ! þegar þér fyrir rúmum 2 árum síðan voruð kosinn til alþingismanns fyrir Reykjavíkrbæ, þá varð kosningu yð- ar framgengt að eins af því, að eng- inn hæfari maðr bauð sig fram, en als eigi af því, að kjósendr bæri traust til þingmensku yðar; samt sem áðr gjörðu sumir sér von um, að þér sem þingmaðr munduð koma einhverju góðu til leiðar, annaðhvort fyrir landið alt í heild sinni eða fyrir bæjarfélag vort sérstaklega, með því að þessir menn skoðuðu yðr þó að minsta kosti sem ga^nlan þingmann. En von þessara manna hefir með öllu brugðizt. Á inu síðasta þingi var rödd þingmanns Reykjavikrbæjar sem rödd hrópandans í eyðimörku og mátti ganga að því vísu, að hvert það mál, sem hann mælti fram með, væri felt af þinginu. Kom þetta vantraust þingsins á yðr meðal annars fram í því, að þingmaðr Reykjavíkrbæjar eigi fékk sæti í neinni nefnd, sem nokkuð kvæði að. Að því er snertir velferðar- mál bæjar vors, skulum vér sérstaklega taka fram, að það eflaust má kenna þessu vantrausti þingsins á yðr, að það eigi vildi að neinu leyti leggja neitt fram til gagnfræðiskenslu við barnaskóla bæjarins, og teljum vér víst, að öðruvísi mundi hafa farið í þessu máli, hefðuð þér eigi setið á þingi sem talsmaðr Reykjavíkrbæjar. En hvernig getum vér ætlazt til, að þingið beri traust til yðar, þar sem þingmenn hljóta að vita, að allr fjöldi kjósenda yðar hefir vantraust á yðr bæði sem þingmanni og sem bæjar- fulltrúa fyrir frammistöðu yðar í ýms- um velferðarmálum bæjarins? pað er og eitt atvik, sem sýnir, að þér eruð yðr sjálfr þess meðvitandi, að yðr alveg vantar alt fylgi kjósenda yðar, en það er það, að þér forðizt sem heitan eld að halda fund með þeim um alsherjarmál. pa.6 mun eins dæmi í eins fjölmennu og þéttbygðu kjördæmi, eins og Reykjavík, að þing- maðrinn aldrei kæri sig um, að heyra raddir kjósenda sinna. þ>ér vitið, að oftar en einu sinni hefir verið á yðr skorað, að halda almennan fund með kjósendum um landsmál, en hingað til hefir það einhvern veginn dregizt úr hömlu. pér getið nærri, að kjósendr bæj- arins eigi með neinu móti geta borið traust til þess manns, sem þeir nú vita að stendr uppi einmana á þingi og sem þar að auki annaðhvort als eigi hirðir um eða er hræddr við að heyra vilja kjósenda sinna. það er skoðun vor, að völ sé á mörgum góðum þing- mannsefnum hér í bænum, sem mundi geta áunnið sér traust þingsins og af- rekað ýmislegt þjóð vorri og bæjarfé- lagi til sannarlegs gagns og sóma, ef þér eigi væruð þar Jrándr í Götu. Vér lýsum því yfir vantrausti voru á yðr sem þingmanni, og skorum á yðr í nafni lands vors og bæjar, að afsala yðr þingsetu svo tímanlega, að annar hæfr þingmaðr verði kosinn í yðar stað áðr en næsta þing kemr saman. Skylduð þér mót von vorri eigi verða við þessari áskorun vorri, þá leyfum vér oss, að krefjast þess, að þér í tæka tíð kallið saman almennan kjós- endafund, svo að kjósendum yðar gef- ist færi á að láta í ljósi skoðanir sínar bæði um þingmensku yðar og um þá stefnu, sem þeir vilja að þér fylgið í næsta þingi. Fjöldi kjósenda. Lestrarfélag Álftnesinga. Árið 1877 gjörðum við undirskrifaðir tilraun til að koma á fót lestrarfélagi í Álftaneshreppi; og tókst okkr það ár að fá 18 menn í félagið; var þá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.