Þjóðólfur - 07.03.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.03.1883, Blaðsíða 1
XXXV. árg. WÓÐÓLFR. Reykjavík, miðvikudaginn 7. marz 1883. M 12. f>ESSI ÁKQAIíGE „f>JODOLFS" GILDIK EINITIG SEM VI. ÁRGAJSrGB. „SKDLDAE' Bæjarfulltrúakosning i Reykjavik. 19. f. m. fór fram kosning á einum bæjarfulltrúa í stað Jóns sál. landritara Jónssonar. Var séra Eiríkr Briem kos- inn með 43 atkvæðum. Alls munu 90 atkv. hafa greidd verið; en hér um bil 140 kjósendr munu hafa mætt á kjör- staðnum ; en liðugir 50 þeirra snéru aftr dn þess að greiða atkvæði, og margir kváðu hafa snúið aftr á stígnum upp að bæjarþingsstofunni. Orsökin til þessa var sú, að hávaði kjósenda mun hafa verið einhuga á því að kjósa Jón alþingismann og ritstjóra Ölafsson; en er sá fyrsti greiddi hon- um atkvæði, gat oddviti kjörstjórnar- innar þess, að J. 0. sfœði e.kki á kjör- skrá. Jón ritstjóri var við og spurði oddvitann að, hver orsök til þess væri. En oddviti tjáði það orsökina, að J. Ó. hefði ekki verið búinn að greiða bæjar- gjald sitt á nýdrí. Jón gat þess, að hann hefði í höndum kvittun frá sjálf- um oddvitanum fyrir því, að gjaldið væri greitt, og væri hún dagsett áðr en kjörskrá hefði legið frammi ; kvaðst því álíta sig ólöglega útilokaðan af kjör- skrá. Ei bar oddviti kjörstjórnar (bæj- arfógetinn) móti þvi, að þetta væri rétt hermt, en sagði, að það hefði ekki verið kvartað um þetta í tíma. Neitaði hann því að rita atkvæði þau, er Jón fengi. Alt um það kusu 38 kjósendr Jón, og kváðust engan til kjósa ella ; nokkrir, er ætluðu að kjósa hann, gáfu séra Ei- ríki atkvæði; 12 eða 13 gengu burtu þegar af fundi; 9 greiddu öðrum at- kvæði, og 40 kjósendr snéru aftr þeg- ar niðri í fordyrunum, er þeir heyrðu um aðferð kjörstjórnarinnar; mættu þeir öðrum á leiðinni, er einnig snéru aftr við fregnina. Jpað má nú, ef til vill, deila um það, hvort það sé meining laganna, að maðr, til þess að hafa kjörgengi, skuíi hafa innt af hendi bæjargjald sitt eða ekki áðr en kjörskrá hefir full-legið frammi, eðr hvort það er ekki nóg, að sú gjald- hæð, sem á er lögð, nemi inni ákveðnu upphæð, hvort sem hún er greidd þá þegar eigi, sé það eigi sannað með lögtaki, að hlutaðeigandi geti eigi greitt hana. Hitt er vatalaust, að það er skylda kjörstjórnarinnar, að setja hvern þann á kjörskrá, sem að öðru leyti hefir alla kjörgengis-kosti, bæði hvað aldr, mannorð og gjaldhæð snertir, ef hann hefir greitt bæjargjald sitt, áðr en kjör- skrá heíir full-legið frammi, og kjör- stjórninni er það kunnugt. En auðsætt er, að kjörstjórninni getr eigi verið það ókunnugt, að minsta kosti eigi bæj- arfógetanum, þegar hann sjálfr hefir tekið við gjaidinn og kvittérað fyrir eins og hér átti sér stað. Auðvitað má lá J. Ó. það, að hann treysti svo vel vandvirkni og réttvísi kjörstjórnarinnar, að honum skyldi ekki detta í hug að tortryggja hana og skoða kjörskrána. En það var hvorttveggja, að honum mun ekki hafa leikið sérlegr hugr á að verða kosinn, enda mætti, ef til vill, öllu fremr lá það kjósendum hans, einkum þeim, er fyrir því hafa gengizt að hafa samtök um að kjósa hann. En þeim var sannlega full vor- kunn, því engum lifandi manni nema kjörstjórninni mun hafa getað komið til hugar að hann væri útilokaðr af kjörskrá. Og hvað, sem um það er, þá afsakar það í engu kj'örstj'órnina, ef henni var fullkunnugt um það, að J. Ó. var kjörgengr og átti rétt og heimting á, að standa á kjörskrá. Jpetta hlaut bæjarfógetinn að vita, og það er því ólíklegra, að hann hafi gleymt því, ef hann hefir haft fulla vitneskju um fyrirfram, að margir kjósendr ætluðu að kjósa Jón, og sjálfr gjört sér far um að telja mönnum trú um, að það mundi óheppilegt að fá hann í bæjar- stjórnina. Og sé það satt, að annarúr kjörstjórninni hafi getið þess nokkrum dögum á undan kjörfundi við kunningja sinn, að J. 0. stæði ekki á kjörskrá, hann hefði að vísu greitt bæjargjald svo tímanlega, að hann hefði átt rétt á að heimta sig tekinn inn á kjörskrána, en úr því hann hafi eigi komið fram með kceru, þá hafi kjörstjórnin eigi kært sig um (eða fundið sér skylt) að leiðrétta þetta á kjörskránni, sé svo, þávirðist sem það hafi verið álit þessa kjörstjóra, að kjörstjórnin væri eigi skyld að gjöra skrána svo úr garði, sem hún vissirétt- ast, heldr að hún hefði leyfi til að gleyma viljandi, ef viðkomandi kærði eigi. Að dæma um slíkan skilning og aðferð, skulum vér yfirláta öðrum. En hins virðist oss rétt að geta, að sama ætti þá yfir alla að ganga. En það virðist heldr eigi hafa gilt fyrir þessari kjörstjórn. Að minsta kosti mun maðr hafa verið settr á kjörskrá í þetta sinn, er borgaði bæjargjald sitt á laugardag- inn (þann 17. febr.) — kjördagr var á mánud. 19.—, og það dn þess hann kvart- aði eða belddist upptöku á kjörskrána. Fleiri en einn munu jafnvel hafa verið settir á kjörskrána í þetta sinn, sem ekki greiddu bæjargjald fyrri en eftir að kjörskrá var búin að liggja frammi (þannig er oss sagt, að hr. Einar prent- ari Jpórðarson hafi greitt sitt bæjargjald á föstudaginn þann 16. febr.). Hins vegar heyrðum vér manni neitað um kosningarrétt á fundinum, af því hann hefði enn ekki greitt bæjargjald, og kvað þó sá maðr að sögn eiga hjá bænum talsvert meira, en bæjargjaldi hans nemur, svo að hann mun hafa litið svo á sjálfr, sem hann hefði að sjálf- sögðu greitt gjald sitt með skuldajofn- uði. Aftr urðu aðrir fyrir meiri náð og voru settir á kjörskrá, þótt þá vant- aði svo veruleg skilyrði fyrir kosning- arrétti, að þeir hefðu með engu móti getað úr bætt1. Jpetta er nú það, er vér frekast vitum satt um kosning þessa, að minstakosti höfum vér eigi með vilja hallað máli i neinu í frásögu vorri, og tökum því þakklátlega, ef eitthvað skyldi rang- hermt vera, að þeir, sem betr vita, bendi oss á það, hvort heldr eru kjör- stjórarnir eðr aðrir. Vér fyrir vort leyti viljum, þrátt fyrir það, hversu þetta kann út að líta í aug- um sumra annara, trúa því að kjörstjórn- in hafi í öllu svo breytt, svo hún áleit sér vítalaust, og þykir það oss ílt, ef hávaði bæjarmanna skyldi líta öðruvísi á málið, væna nokkurn mann úr kjör- stjórninni slægð eða hrekkjum eða slíku. Að bæjarfógetinn að minsta kosti, svó vér tölum ekki um hina, hafi verið miðr minnisgóðr eða aðgætinn, en, eftilvill, hefði verið æskilegt, það álítum vér. En í þessu tilfelli er gleymska vitalaus —að lögum að minsta kosti. f>ann lærdóm ætti þar á móti kjós- endr að draga út af þessu, að var- legra er eftirleiðis að skoða kjörskrá hér í bæ, einkanlega ef raenn hafa í huga að kjósa einhvern þann, sem ekki er sem geðfeldastr kjörstjórninni; hin- um er eðlilega síðr hætt við að hún gleymi, sem hún vill sjálf halda fram til kosninga. t Jpað hefir dregizt helzt til lengi, að birta í dagblöðunum helztu æfiatriði ins háaldr- aða merkismanns JpOBLEIES dbrm. KOL- BEINSSONAE á Stóruháeyri við Eyrar- bakka, sem sálaðist næstliðinn vetr 9. marz 1882. Vér biðjum því inn háttvirta rit- stjóra þjóðólfs að taka línur þessar sem fyrst í biað sitt. þOBLEIFB sál. KOLBEINSSON var fæddr 6. júní 1799 í Brattsholtshjáleigu í Stokkseyrarhreppi; ólst hann þar upp hjá föður sínum, sem var bláfátækr fjölskyldu- maðr, þar til hann um tvítugsaldr fór í vinnumensku til vandalausra; en í þeirri stétt var hann að eins 6 ár á ýmsum stöð- I) Ettir að þetta var ritað, höfum vér heyrt, að allmargir hafi staðið á kjörskrá í þetta sirm, sem áttu ógreidd bæjargjöld.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.