Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.03.1883, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 24.03.1883, Qupperneq 1
t’JODOLFR. XXXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 24. marz 1883. JSli. 14. mr J>ESSI ÁRGAITGR „f>JÓÐÓLPS“ GILDIR. EINNIG SEM VI. ÁRGANGR „SKULDAR“. Nýir kaupendr geta e i g i feng- ið þjóðólf frá upphafi árs þessa, par upplagið er útselt,—en frá þessu (14.) númeri og til ársloka fæst blaðið fyrir 2 kr. 40 au. Að upplag blaðsins „J>jóðólfs“ hafi frá i. jan. þ. á. verið 1400 expl., vottar hér með undirskrifaðr hingaðtilverandi verkstjóri ísafoldar-prentsmiðju. Rvík, «/3 83. Sigm. Guðnmndsson. Að upplag „f>jóðólfs“ með þessu blaði sé hækk- að í 1500 expl., vottar undirskrifaðr prentari Isa- foldar-prentsmiðju. Rvík, 22/s 83. Sigurðr Kristjánsson. Útlönd. Grikkland. Landamæranefndin hefir lokið störfum sínum, og úrskurðrinn um þau ágreiningsatriði, er Grrikkjum og Tyrkjum hafa milli borið síðan að- alskiftin urðu í fyrra, féll Grikkjum í vil í öllum atriðum. Rússland. — Á gamlaárskveld fann keisari áskorun frá stjórnarnefnd níhi- lista í svefnherbergi sínu. —í Pólen hefir Weichsel vaxið svo, að stórt tjón varð að. Holland. —í janúar varð svo mikið flóð í Brabant, að allr norðaustrhluti borgarinnar varð undir vatni. Fjöldi fólks varð húsviltr. þýzkaland- Tjón það, er offlóð Rín- ar, Neckar, Main og fleiri elfa olli þar ótal þúsundum manna, var gífrlegt. Samskotum safnað um ölllöndtil hjálp- ar þeim, er tjónið biðu; námu þau mill- íónum króna. í Prússlandi einu námu samskotin hátt á þriðju millión. — Donau komst líka í ofvöxt eins og fleiri ár í vetr, og gjörði mikið tjón i Bæjaralandi, Austrríki, en gífrlegast þó í Ungaralandi. Eftir opinberum skýrsl- um nam tala húsviltra manna af þeim völdum 10 þúsundum. — Skiptjón mikið varð i Norðrsjón- um 19. jan. Gufuskipið „Cimbria“ með 380 farþegja og 110 manna áhöfn sigld- ist í þoku á við brezka gufuskipið „Sultan“. Um 50 varð bjargað. „Cim- bria“ kom frá Hamborg, ætlaði til Ameríku. Bretland. Um miðvetr í vetr gjörði miklar rigningar og vatnsflóð i North- amptonshire, Nottinghamshire og Lei- cestershire á Englandi. Af vatnsgangi þessum komu og sjúkdómar í fólk, og jókst manndauði eigi all-lítið. — Herskip Breta „Undine“ fékk um nýársleitið tekið 8 þrælasöluskip undir austrströndum Afríku. Frakkland.—fað þykir í sumu sjá á i Frakklandi, að nú sé helzt til mikið skarð fyrir skildi síðan Gambetta dó. Flokkar þjóðvaldsmanna tvístrast öllu meir en áðr, af því að skortir höfuð yfir her þann. jþetta má nærri geta að þeim prinsum þyki vatn á sinni myllu, er til rikis þykjast bornir þar í landi. þannig lét prins ‘Jerome Napo- leon Bonaparte (tengdasonr Victors heitins Emanúels) um miðjan janúar birta í blaðinu „Figaro“ og slá upp á gatnamótum ávarpi til þjóðarinnar þess efnis, er stjórn Frakka þótti landráð- um sæta. Napoleon er næst borinn til ríkis af keisaraættinni, en keisarasinnar í Frakklandi hafa ei viljað sinna hon- um, en nefnt til Victor son hans, að honum vildu þeir fylgja og hann til höfðingja taka. Stjórnin ljet þegar handsama Jerome prins og rífa niðr auglýsingar hans. Vakti þetta alt nokkra athygli, en þó hlógu flestir að í fyrstu, kváðu prinsinn jafnan hafa flón verið, og væri það fólinu líkast, að ætla að ná ríki á Frakklandi með nokkrum pappírsauglýsingum. „Hvar eru fylgis- menn hans? Hvar er herlið hans? Hvar er tjárafli hans?“ spurði Cassagnac (keisarasinni) í skopi í blaði sínu. Cassa- gnac er hans mesti mótstöðumaðr með- al keisarasinna. En það var líka hlegið fyrst að uppreistartilraunum Napóleons III., og þóttu fíflsæði eitt, en þó hefði tvítug áþján Frakklands undir stjórn hans átt að láta landsmenn kenna á alvörunni. Út af þessu spanst það, að þingmaðr einn Floquet að nafni tjáði þinginu, hver nauðsyn á því væri, að stemma stigu fyrir öllum tilraunum þeirra erfingja eldri landsdrottna Frakk- lands. Fékk þetta því fremr áheyrn, sem fregnir komu úr ýmsum áttum lands um samsæri, og ýmislegt, er þótti benda á, að einvaldssinnar væru í í- skyggilegri hreyfingu. þ>ingið setti nefnd, er í samráði við stjórnina samdi frumvarp um að gjöra landræka ein- valdserfingja á Frakklandi. þó ávann frumvarpið sér eigi samþykki neðri þingdeildar, og fór þá ráðaneytið (Du- clerc’s) frá völdum. Fékk Grevy þá Fallieres til að mynda nýtt ráðaneyti. Voru þá lög samþykt um prinsamálið i neðri deild; en efri deild feldi það frumv. (í f. m.). Varð þá enn ráðherraskifti, og varð nú vandhæfi nokkurt á að fá mann til að mynda nýtt ráðaneyti. Freyci- net bað sig undanþegin, en loks tókst Ferry að mynda nýtt ráðaneyti (um 20, f. m,). Síðan hefir efri deild fallizt á frumvarp um, hversu með prinsana skuli fara, sem stjórnin hefir og samþykt. Hefir þannig þessi eina auglýsing Je- rome prins valdið tveim ráðherraskift- um á Frakklandi, enda haft þær afleið- ingar, að flestallir keisarasinnar flykkj- ast nú að prinsinum og vilja hans flokk fylla. Prinsinn hefir síðan verið látinn laus úr varðhaldinu. Ið nýja ráðaneyti í Frakklandi byrjaði með því, að leysa frá þjónustu alla þá prinsa af ýmsu konungakyni, er foringjaembætti höfðu í herliði Frakka. — Ferd. Lesseps gat þess á fundi landafræðafélagsins í vetr, að skurðrinn gegn um Panamaeiðið yrði fullgjör árið 1888. M'ANNALAT. Snorri Pálsson, verzlunarstjóri á Siglu- firði, hefir frjezt að sje dáinn. Ólafur Ólafsson, uppgjafaprestur frá Fagranesi andaðist í Skagafirði 9. f. m.; hann var kominn um áttrætt. Jónas bóndi Kjartansson á Drangshlíð undir Eyjafjöllum er og nýlega dáinn. Kaupmaður Jón Steffensen héðan úr bænum andaðist 23. f. m. í Khöfn. t Inn 16. d. þ. m. andaðist úr heilabólgu in hjartkæra eiginkona mín Elisabeth Louise Knudtzon, fædd Balle. Hún var 39 ára að aldri og hafði legið mjög þungt haldin hálft annað ár. Kaupmannahöfn, í febrúar 1883. Nic. H. Knudtzon. t Inn 17. janúar þ. á. deyði að Kolbeins- stöðum í Hnappadalssýslu Kristín Oddbjörg Snorradóttir, prests Norðfjörðs að Hítar- nesi, fædd 25. ágúst 1847. Hún var kjörin yfirsetukona í sveit sinni, vel gáfuð, sið- prúð og góðsöm, og var því elskuð og virt af öllum, sem hana þektu; hún hafði verið í hjónabandi 6 ár, og lét eftir sig 3 börn.— Arið 1881, inn 21. ágúst, deyði að Hítar- nesi systir hennar, Soffía Sigríðr, 23 ára gömul, einnig gáfuð efnisstúlka, en mjög heilsutæp. Samvizkan var beggja þessara systra leiðarsteinn á heilbrigðu dögunum, enda báru þær líka sinn langa og þungbæra sjúkdóm með stakri þolinmæði, og tóku með rólegu geði mót fyrirsjáanlegum dauða sínum. þetta bið jeg undirskrifaðr blaðið «þjóð- ólf* að birta fjærverandi vinum og vanda- mönnum inna látnu systra minna. Staddr í Reykjavík inn 8. marz 1883. Jón Norðfjörð, (frá Hítarnesi).

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.