Þjóðólfur - 07.04.1883, Page 1

Þjóðólfur - 07.04.1883, Page 1
? MÓDÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, laugardaginn 7. apríl 1883. Æ 16. L e s! — Eftirleiðis verðr tekin þriðjungi hærri borgun fyrir þakkarávörp, en aðrar auglýsingar, i „þjóðólfi11, þ. e. 15 au. fyrir smáletrs-(petit-)línu, 18 au. fyrir meðalletrs-)burgeois-)línu. Með stærra letri fást þau eigi prentuð. Mönnum ætti að vera sjálf- rátt að hafa þessleiðis rollur sem styztar. — Með 14. nr. „þjóð.“ fylgdi til allra kaupenda hér í bænum verðskrá yfir vín frá Símoni Johnsen kaupmanni.— Með 15. nr. fylgdi til allra kaupenda lýsing á óskilasendingum með gufuskip- unum siðastl. sumar. — Með þessu nr. fylgir til utsölumanna „þjóð.“ iexpl. af „Leiðarvísi til að nota lífsábyrgðar- og framfærslustofnunina frá 1871“. Hver, sem vill, getr, móti þvi að senda 3 au, frímerki í burðargjald (ef send^ skal með pósti), annaðhvort til Dr. J. Jónassens eða ritstj. „þjóð- ólfs“, fengið ókeypis expl. af „Leiðarvísi“ þessum. ‘£)ZaztuJezcf. nóttu líður. Einn jeg áfram ríð um ísi þakið vatnið. Tunglið leynist 1 skýjum hulið. Drunga-dimm er hlíð og dimm og köld mjer vetrarnóttin reynist. Jeg finn og finn, hve klárinn kippist við, cr kaldir brestir_gegnum svellið dynja, og blásvört vök er mjer á hægri hlið ; þar heyrist vatnið lágt og þungan stynja. í>ar dró frá tungli. Glætan glitrar föl og geislar steypast nið’raf tindum blökkum. f>eir renna’ & fölum fönnum nokkurn spöl og felast loks í hellismunnum dökkum. En sumir stökkva niður ísinn á, svo augu glóa við úr hverri hrufu, og lausir glampar fleygjast til og frá og falla loks í dimma vakar-glufu. Jeg finn í herðum eitthvert titrings-afl ; hvort er það golan, sem svo næmt fær þotið? Hvað ískrar þannig? Skrapp úr spori skafl. En skeifublaðið hef jeg enn ei brotið. þar vælir fálkinn raunasárum róm— í rjúpublóðið er hann löngum þyrstur; en þegar inn í hjartað krækir klóm, hann klökkur sárt, hann þekkir eigin systur. Um slíka gráa tungls og næðings nótt er næsta margt og undarlegt á sveimi. I eigin hjarta losnar drauga drótt, sem dulin liggur fyrir manna heimi. Mörg endurminning læðist fylgsnum frá og fer í köldum hrylling eftir taugum, og fellir hrukku föla gegnum brá og flaksast eins og vofa loks að augum. Jeg vildi hrópa, en jeg þeigi þó og þeysi eins og klárinn getur dregið. í>ú kyssir ískalt, vindur. Hæ og hó— jeg hef á stundum mýkri kossa þegið. Bn betri’ er kaldur koss en ekki neitt og kuldi’ og hiti skiftast á í heimi. Og hvort í nótt mjer kalt er eða heitt það kærist lítt. A morgun jeg því gleymi. Hannes Hafsteinn. ÚR ÖLLUM ÁTTUM. Eftir bréfi úr Mýrdal (Skaftaf.sýslu) ^3- ’83. „Nú eru allir farnir til sjávar, sem mögulega geta mist sig að heiman, suðr með sjó í porlákshöfn, Eyrar- bakka og Vestmannaeyjar, og austan yfir Mýrdalssand undir Eyjafjöll. Marg- ir hafa héðan farið allslausir, rétt upp á að fá að borða, og gott hvað betr gengi. Ég man aldrei eftir að jafn- margt fólk hafi farið til sjávar sem nú; nú er farið að líða undir voryrkj- ur, og mörg heimili karlmannslaus“. „Fyrir hálfum mánuði var stórlega farið að sjá á stöku mönnum. Fjöldi manna hefir ekkert annað á að lifa, en örlitla mjólk, því kýr hafa lítið gagn gjört sakir skemda á töðunum. Hvannarót hefir verið grafin hér upp, hvar sem varð, til matar, en í hana næst ekki nema síga í björg eftir henni. Sumir voru farnir að skera skepnurnar sér til matar; en svo fór ögn að fiskast. Hér í hreppi ganga 10 skip og bátar til sjávar. Nú í 9 róðrum hafa 7 þeirra fengið að meðal- tali um 60 fiska hlut, 3 um 9 fiska hlut, auk lítilsháttar af heilagfiski. Auðvitað er þetta góð björg í svip, en skammvinnr forði verðr það einhlut- ungum. í Leiðvallahreppi ganga 6 bátar; hafa þeir fengið að meðaltali 8 eða 10 fiska hlut. Yfir höfuð er á- standið hér mjög ískyggilegt; bætir það heldur ekki úr, að fólk mun vera meira eða minna all-skuldugt í kaup- stöðum. þ>ó gætu góð aflabrögð bætt talsvert úr, því að hávaði fólks á eín- hverja hlutarvon. Svo litr og út fyrir, ef sama gæða tíð helzt, að þessi fjár- stofn, sem til er, verði í góðu standi i vor. Slysfarir. þ>að er hörmulegt að frétta slys þau, sem orðið kvað hafa fyrir austan fjall í veðrunum núna fyrir siðastl. helgi. í þ>orlákshöfn hafa far- izt 2 skip, annað með 15 manns, en hitt með 14 (aðrir segja 16). Formenn á þeim höfðu verið: Olafr Jóhannes- son frá Dísastöðum (í Laugardælasókn) og J>orkell J>orkelsson frá Oseyrar- nesi. Af öðrum þeim, er á voru þess- um skipum, höfum vér heyrt nafn- greinda: Jón í Auðsholti (Ölvesi), Hal- dór á Kyrkjuferju og Björn frá Stöðl- um (Ölvesi), alt bændr. Annað stórslysið er sagt af Eyrar- bakka; höfðu 2 skipshafnir orðið að liggja þar úti á sjó í óveðrinu, náð eigi landi; er mælt, að marga hafi kalið af þeim, og suma til bana. En greinilegar fréttir eru enn eigi komnar um þetta. Aflalbrögð eru annars sögð í bezta lagi, bæði fyrir Landeyjasandi, en eink- um þó á Eyrarbakka og í J>orláks- höfn. J>ess er getið, að af Bakkanum hafi eitt sinn nýlega verið róið 5 sinn- um sama dag; höfðu hæstu hlutir þann dag orðið 150 af vænum þorski. Um lxelgina, sem leið, gekk hann aftr úr norðangarðinum; hefir síðan verið miklu mildara veðr, en nokkuð umhleypingasamt, þó mest við útsuðr. J>að þykir ráða mega af veðrinu hér nú, að vart muni mikil brögð hafa í verið um ís þann, er lausafregn að norðan kom um hér um daginn. Leiðrjetting, J>að er ranghermt í síðasta blaði voru, að kver af hreppun- um í Vestr-Skaftafells-sýslu hafi fengið 1250 kr. veittar af landshöfðingja af gjafapeningunum. Dyrhólahreppr fékk að eins 500 kr. Herra ritstjóri! 12. tölublað XXXV. árgangs af J>jóð- ólfi, sem birtist 7. þ. m., flutti lesend- um blaðsins alllanga grein með fyrir- sögn : „Bœjarfulltrúakosning í Reykja- vík“, þar sem skýrt er frá kosningu þeirri á einum bœjarfulltrúa í stað Jóns landritara Jónssonar, sem fór fram 19. f. m.; en aðalefni greinarinnar er að sýna fram á, að kjörstjórninni, sem stýrði þessari kosningu, hafi mjög svo yfir- sézt í því, að hún ekki hafi sett Jón alþingismann og ritstjóra Ólafssonákjör- skrá þá, er kosningin skyldi fram fara eptir, og fyrir sá [sic!] sök neitaði [sic!] að taka til greina atkvæði þau, sem nefndr alþingismaðr fékk. Með því að þér hafið látið í ljósi, að þér tækið því þakk- látlega, ef eitthvað skyldi mishermt vera í greininni, að hvort heldr kjör- stjórarnir, eða aðrir, bentu yðr á það, viljum vér undirskrifaðir kjörstjórar nota þetta góða tilboð yðar og geta þess, sem hér fer á eftir. Oss virðist ekki betr, en að þér vilj- ið gefa í skyn, að vér höfum fylgt því fram, að enginn sá hafi kosningarrétt eða sé 'kjörgengr til bœjarstjórnar, sem ekki hefir „int af hendi“ boejargjald sitt fyrir næsta ár á undan kosningu, en þetta er ekki als kostar rétt. J>að sem vér fylgjum fram, beint eftir orð- um tilskipunar 20. apríl 1872, 3. gr., er það, að enginn sá hafi kosningarrétt eða kjörgengi, sem ekki hefir næsta ár á undan kosningu greitt að minsta kosti 8 kr. í beinlínis bœjar gjöld, og sam- kvæmt þessu settum vér alla þá á kjör- skrá, sem höfðu greitt 8 kr. eða meira upp í bœjargjald sitt, árið 1882 og að öðru leyti fullnœgðu skilyrðunum um

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.