Þjóðólfur - 25.04.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.04.1883, Blaðsíða 2
62 nýtt félag til að berjast gegn ensku stjórninni. „Vér verðura að berjast eigi við Englendingana eina, heldr við enskan auð og skrauthýsi, enskar verk- smiðjur og forðabúr, ensk skip og hafnir. Auðveldasta aðferðin til þessa er sú bezta. Kýrin hennar frú O. •Leary, sem sparkaði steinolíulampan- um um koll, svcr að kviknaði í fjósinu1 * *, bakaði Chicago meira tjón og voða, heldr en þýzki herinn bakaði París með öllum sínum skotvopnum í 3 mán- aða umsát. pví er steinolía, sé rétt með hana farið, miklu betra vopn en saltpétr. Vér þurfum 500 vaska menn til þessa stríðs og svo 500,000 dollars eitt ár. 300 manns taka Lundúnaborg að sér og 200 má dreifa í hinar borg- irnar. Hver af þessum leigir sér her- bergi með húsbúnaði, kaupir sér könnu af steinolíu og eldspítnakassa, og eina hvassviðris-nótt getr þá eftir gefnu merki kviknað í húsum á 300 stöðum í Lundúnum í einu. petta gæti orðið sá eldsvoði, að eldsbruninn þegar Mos- cow brann eða Chicago yrði eins og barnaleikspil þar á borð við. Við birtu þessa báls skulum vér þá lesa frelsis- skrá þjóðar vorrar“. Frakkland. [Skríl-uppþot.—Fylgi þingsins við stjórnina- Prinzarnir]. Stjórn Ferrys virðist vera að verða fastari og fastari í sessi og vinna traust þings og þjóðar. pað hefir verið mik- ið um uppþot skríls í París, en stjórn- in hefir einbeittlega tekið þar í taum- ana og stungið forsprökkunum í „holið“. Hœgri manna flokkr í efri málsofu þingsins vakti máls á tiltektum stjórn- árinnar gegn prinzum þeim, er forustu höfðu í hernum og sem Ferry leysti frá þjónustu. Var það tilgangr hœgri manna, að vekja mótstöðu þingsins gegn ráðaneytinu fyrir þetta. En með 164 atkv. gegn 110 gekk þingið til dagskrár með yfirlýsing fulls trausts til stjórnarinnar. Napóleon prinz er farinn úr landi og seztr að í Briissel. Allir prinzar af konungsættum Frakka hafa sætt sig þegjandi og mótmælalaust við það, er þeim var vikið burt úr hernum, og þykja þeir hafa komið fram með hygg- indum og stillingu. Kússland. [Krýningin_Keisarinn felr sig]. pað er nú fullráðið, að Alexander keisari láti krýna sig í júní í Moscow. Skulu 50,000 hermanna vera í boenum á meðan til að gæta reglu og vernda keisarann.—Nú sem stendr er keisarinn í Gatschina og lokar sig þar inni sem fangi. Mun hans æfi vera all-daufleg, og mundi margr eigi öfunda hann af ástsæld hans meðal þegna sinna. I) Af þessu atviki orsakaðist inn mikli eldr, er mikill hluti Chicago brann til kaldra kola. Ritstj. Spánn og Portúgal. Á Spáni hefir gjört vart við sig mikill óaldarflokkr, og síðan í Portú- gal; er það leynifélag eitt, og þykjast menn hafa komizt að raun um, að það sé dreift víða um lönd álfu vorrar, og nefnist það „svarta höndin“; er það ó- stjórnarfélag, líkt sem önnur fleiri anarkistafélög álfunnar. Hafa margir verið handsamaðir, en lítið orðið upp- skátt um stjórn og fyrirkomulag fé- lagsins. Italía. par hefir konungi verið sýnt bana- tilræði; skaut maðr á hann, er kon- ungr ók um stræti; konung sakaði ekki, en bófinn var handsamaðr. Mannalát. priggja merkra manna lát fréttust nú frá útlöndum: er fyrstan að telja Gort- schakoff fursta, ríkiskanzlara Rússa- veldis; hann var nú hniginn mjög á efra aldr (fæddr 1798) og þrotinn orð- inn að fjöri og sálarkröftum. — Annar merkismaðrinn er Commúndúros inn griski stjórnvitringr; hann var elztr maðr og vitrastr stjórngarpa allra á ættjörð sinni. Var honum veitt in virðulegasta útför á ríkisins kostnað.— Inn þriðji merkismaðr, sem nú er ný- látinn, er Carl Marx, nafnfrægr þjóð- meganfræðingr, kennari Lassalles og sá maðr, er mestu réð í inu mikla al- þjóðafélagi („Internationale"). Hann var postuli allra sósíalista og hans merkilega rit „Das Kapitalu hefir ó- neitanlega, þrátt fyrir einræningsskap skoðana höfundarins, gjört meira en nokkurt annað samtíða rit, til að hrinda ýmsum rótgrónum villum í eldri auð- fræðinga kenningum og skoðunum. „ D í a n a “ (herskipið danska) kom hingað á sumardaginn fyrsta eftir 14 daga ferð frá Höfn. Með henni bár- ust „pjóðólfi“ blöð til síðustu mánaða- móta. Landsliöfðingja Hilmar Finsen var nýveitt over-prœsident-zmbættið í Kaup- mannahöfn. Hans mun þó von upp hingað með næstu ferð til að skila af sér embætti sínu hér. í gær (24.) kom hér inn frakkneskt fiskiskip og dróg inn með sér skip mastralaust og mannlaust, en alfermt vörum. Höfðu fundið skipið undan Reykjanesi; það er vöruskip til Un- behagens (Carl Fr. Siemsens verzlanar). f 16. þ. m. að kvöldi andaðist að Minnivogum merkis-bóndinn Egill Hall- grímsson, fœddr 28. okt. 1817. Egill heitinn var einn með auðugustu bœnd- um hér við Faxaflóa, og sveitarskör- ungr og rausnarmaðr að því skapi. Mun hann því harmdauði þeim fjölda manna, er hann þekktu. Hann var bróðir ins mælska og merka snillings séra Sveinbjarnar Hallgrímssonar, stofn- anda og fyrsta útgefanda þessa blaðs. Auglýsingar. Eftir skýrslu hlutaðeigandi sýslu- manns hafa innan Rangárvallasýslu þessi vogrek borizt á land haustið 1881 : 1. Á Stóru-Merkrfjöru í Vestr-Eyja- fjalla hreppi fleki af hafskipi úr greni, 12 álnir á lengd og4álnir á breidd. 2. Á Stóradalsfjöru í sama hreppi brot af mastri úr hafskipi. Á vogrekum þessum voru engin sjer- stakleg einkenni. Eigendr þessara vogreka innkallast hér með með árs og dags fresti sam- kvæmt lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 22. gr. að sanna fyrir amtmann- inum í Suðramtinu eignarrétt [sinn til nefndra vogreka og meðtaka andvirði þeirra að kostnaði frádregnum. íslands suðramt, Reykjavík 13. apríl 1883. Bergr Thorberg. — Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda eftir þorfinn sál. Jónathansson kaupmann, er dó hér í bænum 14. þ. m., að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir skiftaráðanda hér innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 31. marz 1883. E. Th. jónassen. Gróð jörð til kaups. Norðr-Gröf á Kjalarnesi, 17,7 hndr. að nýju mati, með 2 ásauðar- og 1 kýr- kúgildi, og 40 kr. landskuld, er til kaups. Jörðin getr verið laus til á- búðar í næstu fardögum. Hún hefir verið vel setin og hús ekki gömul og í góðu standi. Skrifstofu almennings, Aðalstræti, Rvik 6/4 83. Egilsson. Húsnæði óskast til leigu á hentugum stað í bœn- um, þannig lagað, að þar megi hafa litla sölubúð, auk íbúðarherbergja. — Upplýsingar fást á skrifstofu „þjóð- ólfs“. Stofa og kamers með nokkrum bús- gögnum fæst til leigu. Ritstj. „f>jóð.“ ávísar. 2 rúmgóð herbergi með eldhúsi og útihúsi óskast til leigu 14. næstkomandi maímánaðar. Ritstjóri „þjóðólfs" vis- ar á. 2-3 stofur og tvö smáherbergi með eldhúsi óskast til leigu. Ritstj. ,.þjóð.“ ávísar. mr Næsta blað laugardaginn 21. apríl. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.