Þjóðólfur - 12.05.1883, Page 1

Þjóðólfur - 12.05.1883, Page 1
/vr. d Reykjavík, Laugardaginn 12. maí 1883. M 20. XXXY. árg. Ég vona að Konsúl Paterson sé í raun- inni sannfærðr um það, þó hann láti annað uppi í flýti í þ>jóðólfi (3. marz), að ég hafi eiginlega engar „gersakir“ — false charges—fært fram gegn honum. Eg sagði söguna blátt áfram eins og hún var. þ>að er ekki á minni ábyrgð að atvika-bendan í henni flœkti Kon- súl í hallærismál Islands öðruvísi enn hann vill vera bendlaðr við það nú ; sú ábyrgð hvílir á höfundurn atvikanna, en ekki á mér. Töfina, sem varð á ferð minni i Hafn- arfirði, hefi ég hvergi kent Konsúlnum um, heldr „farminum“, sem á skipi var. Ég nefndi þessa töf einungis til að sýna, hvernig það æxlaðist, að lyga- bréf Guðbrandar ómótmælt fékk næði hér til að firrta almenning frá líknar- máli íslands og kasta óverðskulduðum níðskugga á saklausa menn. Eg verð að biðja Konsúl að virða mér það til heilbrigðrar skynsemi, en ekki til fjandskapar, að ég get með engu móti gefið honum réttinn í „hafaar- gjalds“ málinu. Af verzlunarfarmi skips bar, eftir lögum, að borga hafnargjald. pað áttu eigendr farmsins að gjöra ; er ekki svo ? Nú var herra Paterson þeirra „faktor“, og það getr víst ekki verið vafa bundið, að faktornum bar að standa í lögskilum fyrir húsbændr sína. í hvaða vasa hann varð að fara eftir lögskilunum, munu allir sjá, er sjá vilja, að er mál, sem ekki kom mér við — en ótrúlegt er það, að öll félögin í Hafnarfirði. sem utan að Lylie stóðu, skyldu hvorki eiga 180 króna ráð' né lánstraust! Að á faktor verzlunarhúss eða félaga „hvíli engin skylda, lagaleg né siðferðisleg“, að greiða lögskil þess, slík sem hér ræðir um, mun vera kenn- ing, sem aldri hefir heyrzt á íslandi fyrri en nú. Og furðulega nýstárlegt þykir mér það, að Konsúl þjóðar, sem sendir út skip með hallærishjálp, skuli hafa nokkurn lagalegan eða siðferðis- legan rétt, að leggja löghald (embargo) á slíkt skip og farm fyrir 180 krón- ur (!!) sem hvorki skip, líknarfarmr né umboðsmaðr farmsins skuldar Konsúl einn einasta eyri af!x Að ég miðlaði málum við Konsúl eins og ég gjörði, var ekki af því, að hann hefði á réttu að standa, því hann stóð á helberum órétti, heldr af því, að ég sá mér veg opinn, svo hægt færi, að snúa honum úr hendi það vopn, sem ég þóttist sjá að hann ætlaði að beita til að gjöra nýjan óvinafagnað úr íslands neyðar- máli. Konsúll gaf mér enga átyllu til að líta á málið öðruvísi þegar ég var í Reykjavík, og ekkert hafðikomið framaf hans, því síðr annara, hendi, þegar ég skrifaði fjóðólfi, til að breyta þeirriskoð- un. Nú þykist ég sjá, að félögin þar syðra hafi ekki haft efni á að borga þessar I) Viðrkenning Konsúls fyrir hafnargjaldimi tekr skýrlega frara, að ég hafi borgað það fyrir reið- arana. 180 krónur, Konsúl hafi haft sínar á- stœðr til að lána þeim elcki „summ- una“ og hafi svo kosið þann, er skapi hans var næstr til að hafa sitt skað- laust. Ekki get að því gjört, að mér finn.st enn, að önnur aðferö við mig af Konsúls hendi, en að hóta að taka skip og farm lögtaki, hefði legið nær, sem mannúðlegri var og stöðu hans sam- boðnari. þ>að sem ég nú hefi tekið fram, ætla ég nœgi til að sýna, hversu fráleitlega öfug „tilfinning“ Konsúls er um þetta mál enn inn 3. febr., er hann segir: „Og með því að hr. Eiríkr Magnússon hafði í sínurn vörzlum fé, er ég veit ekki betr en ætlað væri til að standast útgjöld (!) er fyrir kœmu á ferðinni, þá fanst mér eðlilegt, að hann legði út fé það, er til þess þurfti, og það sama finst mér enn“ — að borga annara, og sjóðnum alveg óviðkomandi, skuldir, eftir skriflegri játning Konsúls sjálfs ! J>að er meir en von, að Konsúl sé reiðr Lock. Eg tel það óhappalegt, að hr. Paterson skyldi ekki hafa séð bréf Locks, er hann fordœmir að allri verðungu, fyr en 2. febr., þó Scotsman frá 23. sept., sem bréfið stóð í, kœmi með Lylie til íslands. Hefði hann ver- ið búinn að sjá það, er hann reit Lock þakkarbréf sitt 21. okt., þá efast ég ekki um, að Konsúl hefði látið til sín taka eins og hann bendir á þjóðólfi.— En var það ekki nokkuð seint, að fara 12 læknis meðfæri.—Að öðru leyti skal skotsár þvo og um binda á sama hátt sem hver önnur sár. f>á er blóðrásin þannig er nokkurn veginn stöðvuð, eða í mesta lagi mjög lítilfjörleg slagæð vætlar enn ofrlitlu blóði, þá skal um- búðirnar um leggja á þann hátt, að hreinum, þvegnum léreftsrýjum er dýft í karbólolíu, svo er strokið lauslega úr-þeim, og fimmfalt eða sexfalt lag af þeim lagt á sárið, svo að vel taki út yfir það, en á meðan er sárabörmunum þrýst svo vandlega saman sem unt er. Utan um þessar olíuvættu rýjur er bezt að leggja svo stóra pjötlu af gúttaperka-pappfr, að hylji rýjurnar á alla vegu ; þar utan yfir skal leggja vel þykt lag af baðmull og halda svo öllu saman með umvafi. Bezt er að spara hvorki olíu, léreft né baðmull; því að sé vel gengið fr4 slíkum umbúðum, geta þær legið lengi óhaggaðar, svo að sárið fser þá ró, sem því er nauðsynleg, og þarf þá fyrst að skifta þessum umbúðum, er þær annaðhvort eru orðnar gagnvotar eða ólykt af þeim komin, eða þá ef sjúklingrinn fær megna verki í sárið. Utan um sjálfar umbúðirnar má leggjanokkra samanbrotna klúta, ull eða þvíumlíkt, til að halda hita á inum særða líkamaparti, ef maðr er í kulda. Sé sárið nokkuð talsvert stórt um sig, er rétt- ást að sjúklingrinn haldi við rúmið nokkra hríð ; en annars er nóg að hafa kyrð á inum særða líkams-parti. Sé svona að farið, þá er svo fyrir girt sem verðr, að sjúklingr- lnn bíði tjón við biðina meðan læknir er sóttr, og það þótt nokkr- um fiögum skifti, áðr læknir kemr. Ekki skyldu menn heldr láta hugfallast, þó að fingr, hönd eða annar útlimr hafi orðið fyrir miklu Dálítið um sár (vulnera) og meðferð þeirra unz til læknis næst. Knífar, axirogönnur eggjárn eða oddjárn valda oft sárum; enþað er sár (vulnus), er samband og samhengi hörundsins og þeirra linu líkamsparta, er undir því liggja, raskast. Við árekstr, fa.ll eða högg ber það oft við, að hörundið rifnar ekki, en að vöðvar þeir, æðar og sinar, er liggja undir hörundinu, rifna meir eðr minna sundr, og safnast þá blóð það, er út streymir, undir húðina meðal inna linu líkamsparta. Slíkt meiðsli kallast mar (contusio). En oft ber það og við, að hörundið rifnar líka, og myndast þá sérstök tegund sára (vulnera contusa), er örðugra er að græða en skurð-sár, af því að barmar þeirra eru óreglulegri og oft inarðir af áfallinu. 1 mörgum löndum, þar sem verk-vélar eru mikið notaðar, kemr oft fyrir ein tegund slíkra sára •— véla-sár, og er þeim oft svo farið, að líkamspartrinn er gjörsamlega sundr marinn. Að nokkru leyti alveg samskonar sár koma stundum fyrir hér á landi við að kljúfa grjót. Af skotvopnum hlýzt aftr sérstök tegund sára, er oft verða hættuleg, bæði við það, hve djúp þau oft eru, og eins við það, að íþausetjast einatt annarleg efni, svo semkúlur, forhlað, flyksur úr fötum o. s. frv., en þessi annarlegu efni valda oft mikilli bólgu G. Schierbeck : Phnföld ráð.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.