Þjóðólfur - 12.05.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.05.1883, Blaðsíða 3
59 um vera. sér í lagi hefði harðr vetr verið ; og voru þessi úrræði tekin af þeim megna bjargarskorti, sem á sér stað í hreppnum. En ég finn mér engu að síðr skylt, sveitar minnar vegna, opinberlega og alúðarfylst að þakka þessum heiðursmönnum ina kærleiks- riku viðleitni þeirra að bœta úr bjarg- arskorti þeim, sem á sér stað og yfir vofir hér í hreppi; því hjálpfýsi og veglyndi þeirra er ið sama, jafn virð- ingar- og þakklætis vert þótt hrepps- menn hér af áðr nefndum ástœðum ekki gætu fœrt sér það í nyt að þessu sinni. Línum þessum bið ég ritstjóra þ'jóðólfs að veita viðtöku í blað sitt. Leiðvallahreppi, 12. apríl 1883. í umboði nefndarinnar. E. Einarsson. Herra ritstjóri! í nr. 13. af þ. á. ,.þ>jóðólfi“ bls. 36, sem út kom 17. marz, stendr meðal annars grein með yfirskrift: „Fréttir af Snæfellsnesi41, dags. 19. febr. 1883, hvar í er getið: að Búðaverzlun sé eitt meinið Snæfellinga, með því að þar mætist steinolíupottrinn og smjör- pundið, og þar eð ég ekki get skilið, að aðrar meiningar eigi að leggjast í þessi orð, en að steinolíupottrinn hafi verið seldr fyrir sama auratal og smjör- pundið hafi verið keypt, og það er ó- satt, skal ég hér með lýsa yfir því, að sá, sem hefir þannig skrifað, er lygari, og leyfi ég mér að skora á yðr, herra ritstjóri, að þér, um leið og þér takið þessar línur i blað yðar, tilkynnið mér, hver hefir verið höfundr að þessari lygi, svo að ég upp á einhvern máta geti þakkað viðkomandi eftir verð- skuldan. Að endingu skal ég sem prívatmaðr, verzlunarstjóri og hreppsnefndaroddviti í Staðarsveit geta þess, að ég er sann- færðr um, að Búðaverzlun, eins og henni nú og undanfarin síðustu ár hefir ver- ið og er stjórnað, hefir hjálpað mörg- um mönnum hér í kring til, upp á þann haganlegasta og billegasta máta, að halda lífinu í sér og öllu þeirra, og hefir hún þess vegna að mínu áliti átt allt annað skilið, en að kallast mein- söm fyrir Snæfellsnes. Búðum 19. apríl 1883. Virðingarfyllst. H. Thejll. * * * Því miðr getum vér eigi sagt hr. Thejll, hver sé höfundr (o: fyrsti upp- hafsmaðr) þeirrar fregnar, er hann kallar lygi (og sem vér viljum trúa að sé ósannindi); en vér gætum vel til- nefnt höfund bréfsins í „þ>jóðólfi“, er fregnin stóð í; en í því væri hr. Thejll ekkert lið, úr því að engin vissa er fyrir, hver spunnið hafi upp fregnina í fyrstu; sleppum vér því þess vegna, til þess að freista ekki faktorsins til að láta hefnd sína ltoma niðr á sak- lausum. J>ví að vér efum eigi, að höf. bréfsins hafi haft fregnina eftir, eins og hún var fyrir honum höfð, og var engin furða, þó manninum hafi orðið að trúa þessu. sem í sjálfu sér er ekki ótrúlegra, en að '/2 pott. af rommi sé { Olafsvík jafndýr 10 pd. af fiski; en það stendr enn ómótmælt. Ritstj. Alþingiskosning. 1. þ. mán. var kosinn alþingismaðr í Skagafjarðarsýslu (til tveggja þinga 1883 og 1885) herra verzlunarstjóri Gunnl. E. Briem í Reykjavík með sam- hljóða 121 atkvæði. Onnur þingmanns- efni voru þar eigi í boði, er til kosn- inga kom. % Með skipi, er nýlega kom austan af Seyðisfirði, fréttist, að gufuskipið „Skjold“, er síldveiðafélag það eystra, er félagið hér við Faxaflóa er í sam- lögum við, hafði leigt, hefði lagt af Seyðisf. áleiðis hingað 20. f. m. Með því að það er enn ókomið, er það talið farizt hafa. Norðanrosar með frostum (alt að f/2° Cels. á nóttunni) hafa gengið hér siðustu viku. Með póstskipinu að morgni 6. þ. m. sigldi héðan meðal annara landshöfð- inginn Hilmar Finsen, er nú er orðinn yfir-borgarstjóri (overpræsident) í Khöfn og fluttist þannig alfarinn héðan eftir 18 ára dvöl sem æðsti embættismaðr hér. Að kvöldi 5. þ. m. var honum samsæti haldið af yfir 50 helztu borg- urum og embættismönnum bæjarins. Biskupinn mælti snjalt fyrir skál hans og auk þess var fyrir henni sungið fagrt kvæði. Biskup mintist einkum á þá breyting í sjálfstæðari átt, er orðið hefði á stjórnarhögum íslands á dögum herra Hilmars Finsens sem æðsta hérlends embættismanns stjórn- arinnar. Kvað honum að þakka stjórn- arskrá íslands öllum öðrum fremr, o. s. frv. Heiðrsgestrinn svaraði aftr, og kvað sér ánægju að renna huga aftr yfir embættistíð sína, með því að hún félli saman við mestu framfaratíð ís- lands og hefði hann haft allan vilja á að styðja að megni að velferð og fram- förum landsins í öllum greinum. Vér skulum fæstum orðum hér við hnýta, því að embættistíð vors nú burt flutta landshöfðingja liggr svo nærri. að hún er öllum kunn. Vér viljum að eins segja, að þegar þess er fyrst og fremst minzt, sem ávalt ber að minn- ast, að það stjórnfrelsi, sem ísland enn hefir fengið, er sigr, sem er árangr langrar og þrautgóðrar baráttu, sem Jón Sigurðsson vakti þjóð vora til og gekk fremstur í broddi í til dauðadags, — þegar þess er minzt, að öll frum- kvaðningin (initiatívið) kom frá inni ísl. þjóð, og að stjórnin var þar aftrhalds- aflið gagnvart þjóðinni, þá má það með sanni segja, að þaff má vafalaust meir þakka herra Hilmari Finsen, en nokkr- um öðrum af þeim mönnum, er stjórn- arinnar traust höfðu, að stjórnin lét loks að óskum íslendinga, og að stjórnar- skrá vor er þó svo hagkvæm, sem hún er. Afleiðing þessa var sú, að Ililmar Finsen, sem bæði fyr og síðar naut trausts stjórnarinnar, fer héðan sem inn ástsælasti að maklegleikum allra þeirra, er um langar aldir hafa haft œðst völd á íslandi, sakir þess, að hann sýndi það, að hann vildi efla sjálfstœði og framför lands vors í hvívetna og fékk í því áorkað meiru, en nokkur af fyrir- rennurum hans í hans embættisstöðu. Auglýsingar. Eftir skýrslu hlutaðeigandi sýslu- manns hafa innan Rangárvallasýsluþessi vogrek borizt á land haustið 1881 : 1. Á Stóru-Merkrfjöru í Vestr-Eyja- fjalla hreppi fleki af hafskipi -úr greni, 12 álnir á lengd og 4 álnir á breidd. 2. Á Stóradalsfjöru í sama hreppi brot af mastri úr hafskipi. Á vogrekum þessum voru engin sjer stakleg einkenni. Eigendr þessara vogreka innkallast hér með með árs og dags fresti sam- kvæmt lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 22. gr. að sanna fyrir amtmann- inum í Suðramtinu eignarrétt sinn til nefndra vogreka og meðtaka andvirði þeirra að kostnaði frádregnum. íslands suðramt, Reykjavík 13. apríl 1883. Bergr Thorberg. þriðjudaginn inn 15. þ. m. kl. 10 f. m. verðr opinbert uppboð haldið { fjörunni fyrir neðan stakkstæði Knudt- zons-verzlunar hér í bænum og þar seldr hæstbjóðendum skrokkrinn af inu strandaða frakkneska fiskiskipi „Roker“ frá „Binic“ ásamt öllu því, er á skipinu var, þar á meðal 4-—500 af saltfiski, línur og sökkur, segl og kaðlar, svo og vistir hásetanna og margt annað fleira. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 5. mai 1883. E. Th. Jónassen. Verzlun H. Th. A. Thomsens kaupir hert og vel verkuð sköturoð fyrir 70 au. pnd. Sömuleiðis hrosshár, þ. e. taglhár á 70 au. og faxhár á 60 au. pundið. L. Larsen. Samkvæmt undirlagi sýslunefnd- arinnar { Árnessýslu auglýsist það hér með, að sauðkindamarkaðir eru á- kveðnir að haldast skuli í Árnessýslu ár hvert á eftirfylgjandi stöðum nefni- lega:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.