Þjóðólfur - 16.06.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.06.1883, Blaðsíða 2
72 cumulus er ekki reka) heldr að hrúga upp. — accurate; „réttr“ er óhætt að sleppa og setja vandvirkr í staðinn.— acre þýðir H. „ekra“; enn hvað er þá ekra? pav sem það orð hittist í bók- um, þýðir það blátt áfram akrlendi. f>að þýðir acre ekki; því það er eins rétt að tala um hundreds oý acres of lava, barren sand, o. s. frv., eins og um acres and acres oý cornfields og enginn er nokkru nær fyrir þýðingu H’s. hvað það þýði; enn það táknar það, sem byrjandi þarf að vita, nfl. flatmál, sem nemr 4840 □ yards á vídd, eða 1210 □ föðmum. — acquit, ekk.i „lýsa“, heldr „dæma“ sýknan.— act er oss sagt að þýði, meðal annars, „þáttur“, enn í hverri þýðingu þáttar, er látið ósagt; action er þýtt, meðal annars, „sök“, enn ekki er uppi látið, hverri af hinum mörgu þýðingum sakar action samsvari; því varla mun H. ætlast til, að action taki út yfir þær allar saman. — active er þýtt hér „duglegr“, það er fáheyrð þýðing á því orði; annars þýða menn það: ötull, röskr.—addicted er ekki „gefinn fyrir“, heldr hneigðr til, sólginn í, sokkinn niðr í (ávallt i illri merkingu).—address þýðir ekki „snilli“, heldr nettleiki, það bragð, er snyrtimanni hæfir, liprð, lag, í umgengni. — Ekki þýðir adept snillingr, heldr sá, sem fullnuma er og vel að sér í því er hann hefir lagt fyrir sig.—adequate þýðir hvorki „full- nógur“ né „fullfær“, heldr samgildr, jafngildr, samsvarandi, hæfilegr. — adherent er fylgjari á góðri og gam- alli íslenzku, sá sem veitir öðrum fylgi eða dregst með honum í skoð- un; „fylgifiskr11 er bæði ljótt orð, og langtum takmarkaðri þýðing í i því enn í frumorðinu. •— adjacent og adjoining eru bæði þýdd : Jiggjandi þétt við’, (— liggende tæt ved), sem er miðr heppileg skýring, hið fyrra þýðir blátt áfram nálægr, samlægr, (samtýnis i atv. merkingu): ið síðara, áfastr, samfastur, samfeldr, o. s. f,—adjudicate, ,dœma að lögum’, það þýðir að leggja fullnaðar- dóm á.— adjure þýðir að eiðbinda, eið- festa (e-n til e-s), þá að ,leggja ríkt á’, enn lang-oftast það, sem Hjaltalín nefn- ir ekki einu sinni, að sárbiðja, særa (e-n um e-ð).-—affinity, þýðir að eins ,mægð- ir’, enn ekki ,skyldleiki’. — aífront þýðir að slást upp á (e-n), leita á, áreita, þýðingar Hjaltalíns eiga við það, sem á eftir fer, þegar aýfront (sem líka er nafn, þó H. geti þess ekki) hefir verið í frammi haft. — air segir vor frægi lexicograph að þýði meðal annars „lag“—lag þýðir nú í voru máli býsna margt: — 1. f»að, sem lagið er eða liggr, svo sem jarðlag, garðlag, grjót- lag, sandlag, snjólag, íslag. — 2. snið, lögun (á tilbúnum hlutum). — 3. lægni (sbr. koma sér út úr e-u með lagi).— 4. hegðun, framganga, viðmót, hátta- lag (sbr.: með þessu lagi er hætt við að illa fari fyrir þér). — 5. öldufall. — 6. stunga (með lagvopni). — 7. sönglag, og er nú óþarfi að rekja lengra. Hvernig á nú nýbyrjandi að vita, hver þessara sjö þýðinga á að vera í Hjalta- . líns þýðingu ? J>að er þessi sóðaskapr í fráganginum, sem segir svo illa eftir sér; hér þurfti ekki nema atkvæðið „söng-“ til að spara nýbyrja ef til vill '-'langan og mæðusaman rekstr til að finna út, hvað air, „lag“, eiginl. myndi vera. — aggrandize lætr Hjaltalin þýða einungis að ,upphefja’; eiginleg merk- ing orðsins er, að gjöra stœrri ; þá: að fœra út, rýmka um, stœkka, gjöra meiri (að auði og löndum) ; þá það, sem Hjaltalín hefir: .upphefja’. aim, „s“ segir H, þýði, meðal annars, að (sigla á’. Hvar hefir lexicographinn fiskað upp slíka þýðingu orðsins? J>að er náskylt inni stóru ætt orða, er leiða kyn sitt til gotn. stofnsins ibn-s, ísl. efn-, jafn, sem aðrir eins útættingjar myndast af, eins og t. a. m. sœnskt dmna, stofna til, ætla sér, dansk. evne, hæfi, það sem svarar þessu eða hinu, o. s. fr. Undir allri fjölmyndun stofns- ins liggr föst og glögg stefnu-, micfs-, hœfis- hugsunin, enn ásiglingar eða aðr- ar hreifingarhxigs&mv veit ég ekki til að enn hafi komizt inn 1 nokkurt orð leitt af inum frjóa ibn-stofni. — alder- man segir Hjaltalín þýði .öldungr’, þ. e. fjörgamall maðr. J>etta hefir orðið al- drei þýtt, og þýðir það ekki enn. Of langt yrði hér að fara út í það, hvað það þýddi hjá Engil-Söxum, þó þess megi geta, að það var hefðar titillfyr- ir konungasyni, hertoga og inn æðri aðal og byskupa; enn frá því að Eng- ilsaxa leið og til þessa, hefir það verið titill manna, er setja í ráði þeira bœja, sem kaupstaðarjett eiga, eldri menn, þ. e. heldri menn, helztu menn, beztu menn (aldurs hugsunin kemr ekki einu sinni til greina). ■— alert á að þýða (pössun- arsamr', enn það þýðir uppi(verandi), á fótum, þar af: vakr, þ. e. árvakr, eftirlitssamr, aðgætinn. — alíenate „frá- fæla; hafa undan“! orðið þýðir: að gjöra annarlegan, og þannig, t. a. m. fá í annars hendr eiginrétt á jörð, eða því um 1., afeigna, afhenda, afsala; þá að koma fæð á, þar er áðr var títt á milli. — aliment fóðrefni, eldi, þýðir aldrei „meðgjöf11 í neinum sambönd- um. — alive á að þýða „var“, enn í hvaða skilningi, sézt ekki; enda þýðir orðið það aldrei.—allot þýðir eiginlega: að hluta sundr; „úthluta11 er afleidd þýðing. — allow þýðir H. meðal annars „leggja11 ; enn í hvaða merkingu af hinum mörgu þýðingum þess orðs, sézt ekki; enda eyðum vér eigi tíma til að leiða getr að slíku. — along á að þýða, meðal annars, „sökum11!! Vænt þætti oss, að Hjaltalín vildi skýra þá þýðingu með enskri málsgrein — vel- komið, að hann búi hana til sjálfr, ef engin önnur er hendi nær.—aloof þýð- ir Hjaltalín „frá“, svo nýbyrjandí hefir enga ástæðu að ætla annað en „frá“ í öllum þýðingum sé )1aloo/u á ensku ; nú er aloof lítið haft nema í talshættinum to keep aloof (eða k. a. froni) að halda sér svo fyrir utan að maðr sé óviðrið- inn. þegar þess er gætt, að aloof þýðir eftir uppruna: „á vindborða11, í vindinn, á dönsku „til luvart11, þá liggr næst að þýða það : út undan, útfrá, utanvið, fyrir utan. — altogether „atv.“ þ. e. atviksorð (sbr. bls, 355) „allir saman11, sem er kynlegt atviksorð; orðið þýðir alls, samtals, o. því um 1.— angle „horn“, hvaða horn?—corner er lika þýtt „horn“, sömuleiðis horn. enn engin skýring gefin um þýðingarmun þessara orða. — antipodes „andfætling- ar“! ýþað er nýtt orð og hálf-hastarlegt. —ashore þýðir ekki einungis „í landi11, heldr líka: í land. — askew þýðir ekki „útundan sér“, heldr: á ská, á hlið, á snið.—assassin þýðir ekki „flugumaðr11, heldr morðingi, það sem flugumaðr þá fyrst verðr, er hann hefir framið flugu- mannserindið. — assume s. „taka sér, taka að sér, taka fyrir víst“; þetta er nú býsna óglöggt; orðið þýðir að taka upp (t. a. m. nýtt nafn), gangast undir (annars ábyrgð, skuld o. s. frv.), fara með dul, látast, þykjast (t. a. m. vera meiri enn maðr er); telja vlst, eða að víst sé. —- at „á; hjá; til“; hvernig á nú nýbyrjandi að koma þessu að orðtaki, eins og t. a. m. at the sight of him I shuddered; surprise vas expressed at this news ; at war ; at peace ? — athwart er atv. og þýðir ekki „yfir um“, sem er „fs“, heldr þvert, þvers (um). — auburn „jarpr11; vara skyldu Möðruvell- ingar sig samt á því, að tala um au- burn horses þegar um jarpa er að ræða, þeir eru aldrei auburn, heldr bay, sem Hjaltalín rangþýðir „sót- rauðr11. jþetta er alt í flýti tínt, og skyldi enginn láta sér detta í hug, að grant væri efitir gengið. Einn meingalli er enn á orðasafninu, sem nefna má; það er svo mörgum orðum sleppt, sem ný- byrjendr þurfa að þekkja, enn fjölda af klúryrðum byggt inn, sem engan skaðaði, þó hann aldrei heyrði né vissi. þ>að er ófyrirgefanlegr trassa- skapr að færa inn á listann stundum nafnið og sleppa tilsvarandi sögn, stundum sögnina, enn sleppa tilsvar- andi nafni — og hafa þó gert sér að aðalreglu, að tilfæra hvorttveggja. |>etta fer allt að handahófi, reglulaust. þ>að hefði verið hægðarleikr að hafa safnið þrefalt auðugra að orðum enn það er, á sama blaðsíðutali, ef smærri stýlar hefði verið hafðir; þó gjöri eg enga kvörtun úr slíku, því hér er langt um meira enn nóg komið af svo góðu. Eg geng að því vísu, að Hjaltalin og aðrir fleiri, ef til vill, muni finna inni íslenzku skýringu orðasafns þessa vörn i því, að það sé þeim ætlað, er lesi ensku; þegar þeir þvi komi ofan á orð, eins og t. a. m. air, sem þýði í textanum söng, eða lag, þá sé þýð- ingin rétt og samsvarandi augnamiði sínu. fessari viðbáru er ekki gegn- andi; orðskýringin á að vera ótviræð í hvívetna, hverju sem liðr um þá, er nota bókina, og hvernig svo sem þá notkun ber undir. Allar bækr skyldu höfundar gjöra villueyðandi með glögg- leik hugsunar og máls, enn ekki villu- aukandi með óglöggleik hvorstveggja.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.