Þjóðólfur - 30.07.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.07.1883, Blaðsíða 3
93 — Mikil þraut er það fyrir þingið, að þurfa að burðast með annan eins skrifstofustjóra °g Lárus yfirdómara. Ekki hefir hann einu smni skyn á enn, hvað á að prenta og hvað ekki að prenta í skjalaparti þingtíðindanna. Hann er nú búinn að láta tvíprenta þrjú frumvörp orðrett, stafrétt, kommurétt, nl. frv. um afnám aðflutningsgjalds af skip- um, frv. um þjóðjarðasölu og þetta litla (!) frv. um bæjarstjórn á Akreyri. Svo er hann nú farinn að prenta »Dagskrá með ástæðunw í skjalapartinum, enda þótt þær eigi heima enn sem fyrri í ræðupartinum. þetta dýrprentaða mál nemr als á aðra örk, og er vafalaust, að Lárus, og enginn annar á að borga prentun og pappír undir þetta. það er vonandi, að þessum peningum verði haldið eftir af launum Lárusar. Annars verðr hann þinginu helzt til dýr skrifstofu- stjóri, því að önnur eins afglöp og þessi baka landinu rnargra traiskildinga virðií þarflausan kostnað. UM LESTEAEFÉLÖG. Með því að vér Islendingar erum svo af- skekt þjóð, og eigum svo lítið saman við önnur lönd að sælda, er við því að búast, að Ver getum naumast fylgt með tímanum í bóklegum mentum, þótt vér stöndum fram- ar í þeim efnum en í verklegri menningu. Vér verðum að hafa það hugfast, að vorar fornu bókmentir duga oss eigi til hlítar, og ná skamt í mörgum greinum. Vér verðum því aðafla oss inna nýjari bókmenta. Sak- lr fámennis og fátæktar getum vér eigi gef- ið út A vorutn máli allar þær bœkr, er þarf- ir vorar krefja, og verðum vér því að fá all- mikið af bókum frá öðrum löndum. Fyrir sakir þjóðernis skyldleika og annara sam- banda verðr oss að sinni bezt að kaupa bcekr frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Norðrlandaþjóðir gefa út margar ágœtar bœkr á ári hverju, og ef vér hefðum lag á Velja úr þeim þær, er bezt ættu við vort hœfi og fœra oss þær fullkomlega í nyt, yrði það oss til mikillar menningar, því að margt ttiá af góðum bókum læra, er hvervetna getr að gagni komið í lífinu. Oft hefir verið rcett og ritað um nauðsyn lestrarfélaga hér á landi. Eigi að síðr eru lestrarfélögin enn allfá, og flest atkvæðalítil, °g eiga ekki bókasöfn svo teljandi sé. Út- úndar bœkr kaupa fá lestararfélög, enda k°ttiaþær eigi öllum að notum. Vér ætlum að í hverri sókn ætti að vera lestrarfélag og bókasöfnin mætti geyma í kirkjunum. Lestr- arsali mætti hafa á kirkjuloftum, þar sem ttienn gæti lesið og skoðað þær bœkr, sem eigi væri lánaðar út. I kaupstöðum og sjó- Þ°rpum væri víða hægt að koma upp öflug- llltt lestrarfélögum. Vermenn, er oft eru Sa,ttian safnaðir í sjóplázum svo hundruðum sbiftir, ætti að hafa lestrarfélög og bókasöfn, er þeir gæti haft sér til gagns og skemtun- ai þá tíma, er þeir hafa ekkert fyrir stafni. Lf iestrarfélög kæmist alment á fót, mundu þau talsvert laga bóklegan smekk alþýðu og henna mönnum deili á góðum bókum og ill- llm- það er leiðinlegt, að ónytju-bœkr og ''þverrapésar ganga oft bezt út en góðar œkr og nytsamar seljast ekki og eru ekki lesnar. þ verskála einum á suðrlandi voru fyrir skömmu samankomnir nokkurir tugir sjomanna. þeir höfðu með sér fáeinarbœkr °g var þar á meðal veraldarsaga Páls Melsteðs. í hana leit að eins einn maðr, enn allr þorrinn hafði ekki annað sér til dægrastyttingar enn að ata sig á Símonar- leir og öðru þvílíku ritskarni. Andrarímur kváðu þeir piltar fjórumsinnum ávertiðinni. þannig velr alþýða sér bœkr, og verða enn ár og dagar að líða, áðr enn smekkr manna bróytist algerlega í þessum efnum, en betra er eigi að vœnta, þar sem villuljós fánýtrar miðaldafrœði hefir um margar aldir blekt almennings augu. Slík villuljós er mál að slökkva. Alt er undir því komið, að um- skapa hugsunarhátt almennings. þegar al- þýða er orðin ný í anda, þá fyrst er von um, að inir ytri hagir manna taki verulegum bótum. Vér viljum hér með benda öllum dug- andi alþýðumönnum, er unna mentun og framförum á það, að ið auðveldasta og bezta ráð til að efla mentun almennings og þar með hverskonar framfarir, er að stofna lestrarfélög og koma upp bókasöfn- um. þetta mætti hafa að umtalsefni á kirkjufundum, og efumst vér eigi um, að í mörgum sveitum mundi fyrirtæki það fá bezta framgang, ef einhver röskr maðr að eins fyrir því. Lög fólaganna og til- högun geta menn hugsað sér með ýmsu móti, og sleppum vér að tala um það. Bækr þær, er félögin kaupa, ættu að koma snemma að haustinu, að því leyti sem þær eru þá fáanlegar, og er ómissandi fyrir hvert lestrarfélag, að eiga skifti við einn duglegan og áreiðanlegan bóksala, þannig að bókakaup félagsins gangi helzt öll í gegn um hendr hans, því að með því móti fær félagið bækrnar með miklu betri kjör- um en ef það hefir kaup við ýmsa. Að því er snertir útlendar bækr, er það sérstak- lega ómissandi, að hafa bóksala fyrir milli- göngumann, því að öðrum kosti fær félagið eigi bækrnar í tæka tíð, eða þá miklu dýrari r). (Niðrl. síðar). „Craigforth41 kom í gærmorgun hing- að og með henni Mr. Slimon og Eggert kaupm. Gunnarsson. Eggert kaupir nú hesta eða fisk fyrir borgun út í hönd i vör- um eða peningum; en ekki er félagið nýja komið svo á laggirnar enn, að það byrji verulega að reka verzlun sína með fullum krafti fyrri en að áliðnu sumri. En þá mun það líka byrja með fullu magni. Auglýsingar. Hvar er skrifstofa Suðra ? •I »Suðra« hefir verið auglýst, að skrifstofa blaðsins sé í húsinu nr. 8 við Austrvöll, og sé ritstjórann þar að hitta kl. 1—2 hvern virkan dag. Ég hefi nú mörgum vikum saman nálega á hverjum degi leitað ritstjór- ans á téðum stað og tíma, en hann hefir aldrei verið þar að finna og engi merki hefi I) Hér yrði of langt að fara út í það, hvaða bcekr lestrarfélög ættu einkum að kaupa; það er sjálfsagt, að félögin kaupi helzt þær bœkr, er of- dýrar eru einstökum mönnum. Af innlendum bók- um er sjálfsagt að kaupa fornsögurnar, tímaritin og blöðin in eldri, ef þau eru fáanleg, (en nútima blöð ekki, því þau mundu verða ónýt á hrakningi meðal félagsmanna) og aðrar góðar bœlcr. Af dönskum bókum mætti nefna : Cesare Cantu ; Verdens His- torie, Opfindelsernes Bog, Conversations Lexicon o. s. frv. egþar séð þess, að þar sé skrifstofa »Suðra«. Eg leyfi mér nú að skora á ritstjórann að auglýsa hvar skrifstofa blaðsins og ritstjórn nú sé niðrkomin því að egi er farandi eftir því sem fleygt hefir verið, að skrifstofa »Suðra« sé nú flutt að Haugi. Kunningi ritstjóra »Suðra.« Fimtánda bindi lærdómslista félagsrita verdr keypt á skrif- stofu „pjódölfs“. Á skrifstofu þjóðólfs fást: Kátr piltr skáldsaga eftir Bjernstjerni Bjernson. Isl. þýðing eftir jón Ólafsson. Verð: 1 kr. Söngvar og kvæði eftir Jón Ólafsson. Verð: 2 kr. Andvirði „ Jjóðólfs1 má greiða með innskrift við verzlanir þeirra Fischers og Brydc. Wlunið eftir að borga þ>jóðólf í ákveðna tíð ! ÁRÍÐANDI. logaveiki, sinadráttr, barnakrampi 0| taugasjúkdómar læknast gersamlega, ef fylgt er minni aðferð. Lækningarlaun þarf eigi að horga fyr enn hatnað er. I.æknishjálpina má fá bréflega. $'Z,ó j'eC'OO-t' Qiík&'ZX. 6, Place du Tróne, 6, Paris. EYNILEGIR SJÚKDÓMAR læknast gersamlega með minni |aðferð,sem bygð er á nýjum 'vísindalegum ransóknum, án þess að störfum líffæranna sé í neinu rask- að, og það þó veikin sé mjög slæm. Sömuleiðis lækna ég hinar óþægilegu afleiðingar af æsku-syndum, taugasjúk- dóma og holdlegan vanmátt. Pagmælsku ábyrgist ég. Gjörið svo vel að senda nákvæma lýsing á sjúkleikanum. Dr. Bela, Paris, fi, Place fie laNation, meðlimr ýmsra vísindafelaga. Hlutabrif síldveiðafélagsins er til sölu. Eitstjóri »þjóðólfs« vísar á.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.