Þjóðólfur - 22.08.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.08.1883, Blaðsíða 1
f NODOLFR XXXV. árg. Reykjavik, Miðvikudaginn 22. ágúst 1883. M 32 Hér með ítrekast yfirlýsing sú, sem stóð í 30. M. „Jjóðólfs" um, að (restr Pálsson, ritstj. „Suðra", sé ósa jniind amaðr! EielÉ á Rússlamli og sjálfsforræði (fytt eftir „Dagsavisen", sem aftr hafði tekið greinina úr„ BerlinerTageblatt"), f>að er gamalt og gott orðtæki sem segir, að »járn megi þekkja af hljómnum, og fuglirm að rómnum«. fætta merkir ekki amiað en það, að hinu sanna eðli einhvers hlutar verði aldrei svo vel leynt, hverjum brögðum og vélum sem beitt er, að það komist eigi upp fyr eða síðar við eitthvert tækifœri. Svo lengi sem gullroðin jarnskál stendr óhreyfð, má telja sér trú um, að hún sé úr gulli; en falli hún niðr á gólf, eða sé slegið í hana, þá leynir sér eigi hvers kyns hún er. Bf í hart fer, má telja einfeldningi trú um, að það sé nætrgah, sem sitji innst inn í búri, ef skuggsýnt er, en heyrist eitt einastahljóð, raá hvert barn skilja, að það er ekki annað en titlingr. Svona er nú og mannskepn- unum háttað; þær leitast og við að syngja skaplegar en gott er, til þess að geta hald- ið fram og lyktað hræsnisathöfnum sínum. Svo er og um stjórnirnar og stjórnarregl- urnar. þá list að gjöra sig betri, að fegra sig um of, hefir mörg stjórn leikið með dœmafárri ákefð ina síðustu mannsaldra. Orsökin liggr í a.ugum uppi. Hver stjórn hefir hlotið næstum eingöngu að fremja þeasa list af engu öðra en lífsfýst, svo framarlega sem hún hefir ekki viljað vera opinská við tilmælum þjóðarinnar og frels- iskröfum. Hinar voldugu hugleiðingar um eflingu framfara, mentunar og þjóðfrelsis, og sjálfsstjórn þjóðanna hafa rutt sér óvið- jafnanlega til rúmsum inn síðasta áratug fyrir þann kraft og sannleik sem í þeim býr. |>að sem er þeim gagnstætt, eiginhagnaðrinn, sjáífelskan og síngirnin, sem hafa það mark eitt, að kúga alþýðuna og hafa hana að fé- þúfu, það er enn varið oddi og eggju af fá- mennum flokki með einkaréttindum, og all- ar tilraunir þessara manna og athafnir, ailir þeir fordómar, sem þeir styðjast af, haldast enn uppi af vanakraptinum, og stjórnar- skipunin sem þeir hafa í sinni hendi, gerir jafnvel tilraunir hér og hvar að berjast til sigrs. Bn forvígismenn þeirra og frum- herjar vita það sjálfirog finna til þess, að tilvera þeirra og líf er, nú orðið, komin und- .ir því, að þeir láti smátt og smátt undan inni frjálsu, sönnu og réttlátu skilningu á þjóðríkinu, þjóðréttindunum og stjórnar- skylduverkunum. |>eir gera ekki annað en að reyna að grafa upp eitthvað sem á að heita ívilnanir, enn sem í rauninni eru merg- lausar og sama sem ekki neitt. Að svo miklu leyti sem stjórnirnar halda enn fram sama óvandanum, sama ranglæt- inu sem fyr, hefir þeim oftlega þótt það góðu gegna, að íklæðast einhverjum frelsis blæ og frjálslyndis til þess að vera sem ó- frjálslyndastar í raun og veru, og getastaðið í mót framförum sem mest mætti verða. Bf þær vildi játa opinskátt upp á sig vilja sinn, mark og mið, myndi ekki ein einasta af þeim hafa mátt til þess að verjast reiði þjóð- arinnar. En með frelsisgrímuna fyrir and- liti sér hafa þær góða von um, að geta unn- ið dular og óáreittar að aftrhaldsvinnu sinni. f>að eru svo mörg og margbrotin ríkisstörfin um þessar mundir, að það er ekki ævinlega neinn hægðarleikr að sjá inar sönnu ástœður og hugsun stjórnarinnar, sem er undirrót orða hennar; fyrir jafnvel skörpum dugnað- armönnum getr svo farið, að þeir láti blekk- jast, ef þeir hafa eigi tóm til eða færi á að grenslast eftir því, hvernig í málinu liggr í raun réttri. Hér að auk eru margir svo einfaldir í hjörtum sínum, að ef þeir heyra eitthvert frelsisgasprfrástjórn, sem er harð- stjórn og aftrhaldsstjórn, þá ætla þeir að það sé byrjun betri tíðar; þeir eru of ærlegir til þess að geta trúað því, að svik og hrœsni finnist í munni stjórnarinnar. En það er einmitt þessi hrœsni, sem nú á dögum er aðalgagnið í höndum aftrhalds- stjórnar. |>ar af kemr það, að hún er jafn- an svo hrædd við að heyra það, að hún sé með því nafni nefnd, að það er oft og einatt broslegt að sjá og heyra. f>að er af þessu, að stjórnirnar eru oftlega svo kátlega gráð- ugar í frelsisblæinn. f>að er af þessu, að þær taka í angist sinni og græðgi þau með- ul, sem eru jafn lygi borin og ruddaleg sem áform þeirra eru dulborin og drepvæn frels- inu. Ið langbezta dœmi upp á slíka stjórn er gamla stjórnin á Eússlandi. Eússland, þar sem þjóðarinnar atkvæði er ekkert, Eússland, þar sem in œðsta hugsjón »sterkrar stjórnar« sýnist að vera jarðnesk orðin, af því að ekki er þar snefill af laga- vernd í mót þeim ofbeldisverkum og laga- brotum, sem stjórnin og þjónar hennar gera sig seka í,—Eússland hælir sér af því opin- skátt með inni mestu ósvífni, að þar sé frjálslyndið drottnandi í öllu félagslífi. »Inar frjálslyndu réttarbœtr Alexanders annars« var stöðugt það viðkvæði, það glit- ríka digrmæli, sem Eússastjórn hefir við hvert tœkifœri tuggið upp aftr og aftr á inn viðbjóðslegasta hátt, enda þótt þessar rétt- bœtr hafi aldrei komið við hjartaðíharðræði Eússakeisara ið mínsta, og heldr ekki ver- ið framfylgt öllum. En eins og Eússastjórn er, svo er og farið hverri aftrhaldsstjórn sem er. Að sama skapi sem hún er aftr- haldin, montar hún sig með einstöku at- gjörðum til málamynda, sem eiga að sýnast frjálslegar, og þykist þykkjast heldr en eigi, ef atgjörðum hennar eru valin þau orð, er við eiga. J>á er svo er ástatt, er það bót í máli, að til eru sker, sem stjórnirnar geta strandað á, sem þær hafa ekki grun um, þrátt fyrir allar brellur þeirra og brögð; og tvöföld bót, þegar maðr veit hve mörgum meðulum og sterkum hver stjórn hefir á að skipa, til þess að leyna táldrægninni og sjónhverfingunum um stundarsakir; það eru til þau atvik, er neyða þær nauðugar viljugar til þess að hljóma með sínum eiginlega hljóm, og syngja í sínum rétta róm. f>ess háttar sker er sjálfsforrœðið. Engin stjórn, hvað aftrheldin sem hún er, getrsiglt fyrir það, svo að hún verði eigi að sýna sig eins og hún er, og svo að öllum gefist eigi kostr á að þekkja hana, nema þeim sem vilj- andi kunna að blunda.—í engu öðru máh þarf þess eins og þar, að láta undan kröfum þjóðviljans, því að engin krafa er réttlátari, nauðsynlegri né skýrari, en einmitt sú, að þjóðinni sé gefinn fullr og ótakmarkaðr réttr til sjálfsstjórnar í þeim málum, sem ein eru þjóðmál, þeim er ekki heyra undir ina »œðri stjórnvísici, sem svo er kölluð. En ekkert er það heldr, sem aftrhalds- hyskinu er meiri stuggr á, ekkert óttast það meir, en rétt þjóðarinnar til atkvæðis í mál- um sínum og sjálfsstjórnar; þvi í honum býr bitr ákœra móti inu gamla skriffinsku- ríki og aftrhaldsanda; sjálfsstjórnin brenni- merkir hrœsnisglamrandann um nauðsyn föðurlegrar stjórnar og blessun þá, er hún hefir í för með sér. fægar því málinu er beint að sjálfsstjórn, þá er hin gamla, aftrheldna, sjálfselska stjórn neydd til þess að sleppa öllum stjórn- vísisprettum. Lítum aftr til Eússlands. f>á er stjórnaraðferð Nikolásar keisara ónýttist, var Eússlandi eigi framar hægt, að hafa harðræðisstjórnina beinlínis að skjald- merki, heldr varð að koma bótum á, og þá kom sjálfsstjórnin í opna skjöldu, sem eðli- legt var, og ruddi sér til rúms. Eússastjórn raupaði þá eigi að eins af afnámi ánauðar- oksins, heldr og af því, að hafa gefið sjálfs- stjórn. En hún komst eigi lengra en á pappírinn, og þar sitr hún. Erelsi fyrir séVstaka hreppa var als ekki um að tala. Hvað mikið sem töluliðirnir gáfu borgum og sveitum af sjálfstœðri stjórn breyttist þó eigi ánauðarríki skriffinskuhyskisins ið minsta. Hár var alls ekki um það að gera að framfylgja lögunum eða anda þeirra, eins og látið hafði verið í veðri vaka svo tigulega í öndverðu; ekkert var veitt, sem gengi of nærri tilhneigingum og hagsmunum inna háu. f>ví ákvæði, sem liggr þegjandi milh línanna í hverju rússnesku lagaboði, að það sé gilt því að eins, að keisaranum, það er að segja, inum drottnanda skriffinskuskríl þóknist, hefir aldrei verið jafnríkulegabeitt, sem við frjálsforræðislögin. En það er eigi þar Jmeð búið. Eftir að Eússastjórn hafði að nýju vaxið svo fiskr um hrygg við traust það, er menn fóru að hafa á henni fyrir fögr orð og loforð hennar, að hún þóttíst vera þess um fær að ráðast aftr á hinar nýju réttarbætr, þá vóru gerðar árásar einkum og allrasnarpast á sjalfsforræðið. f>að var þá manni bezt meðmæling við stjórnina, ef hann afneitaði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.