Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.09.1883, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 21.09.1883, Qupperneq 1
XXXV. árg. M 35 F f Reykjavík, Föstudaginn .21 sept. 1883. Nokkur bréf um fátœkrastjórn. (Framh. frá Nr. 29). IV. H. . , 10. jan. 1832. Góði vin ! -----— Mér þykir þú vera farinn að skrifa fjölort um fátœkramálin. Ég held að ég endist ekki til að skrifast á við þig eins ýtarlega og þú skrifar, enn ég vil samt reyna að verða við tilmælum þínum um að gjöra uppástungu til lagfæringar á fá- tœkramálastjóminni, einkum að því er þurfamennina snertir og viðleitni sveitar- stjórnanna á því að losast við hrepphelgi fátœklinga. I því á sér stað in mesta ó- regla. þ>annig eru lausaleiksbarna-mœður, þegar því verðr við komið, giftar einhverj- um utansveitar-slóða til að losast við ó- megð þeirra. þó einhver slík hafi þá lengi verið búin að njóta sveitarstyrks, og orðin sveitarsjóðnum skuldug um stórfé, er henni gefin upp öll skuldin, og gefr sveitarstjórn- in henni vottorð um, að hún sé skuldlaus við sveitina; stundum eru þá spunnar út af því langar reikningsflœkjur í sveitarbók- inni til að láta skuldina sýnast borgaða. Utansveitarfátœklingum er íþyngt á marg- an hátt, til að gjöra þá þurfandi sveitar- styrks áðr en þeir eru búnir að vinna sér hrepphelgi, og stundum er þeim svo lánað af sveitarsjóði, ef þeir vilja þiggja, upp á væntanlegt endrgjald af framfœrslusveit þeirra, ef til vill án þess þeir biðji um það, nema þá sem prívatlán ; og síðan er út- vegað vegabréf handa fátœklingnum hjá sýslum., sem optast fæst greiðlega. Aftr á móti pukra framfœrslusveitirnar oft með styrk til fátœklinga, sem búa í annari sveit, til áð reyna að halda þeim þar við, þar til þeir eru orðnir sveitlægir. Og á þessum síðustu og verstu tímum eru enda dœmi til, að sveitastjórn hafi sent óefnilega lausa- leikskonn í aðra sveit til að ala barn, í þeim tilgangi, að losast við fæðingar-hrepp- helgi barnsins. Líklegt er að nú fari að tíðkast að beita slíkum forsjálnisbrögðum; því fyrst menn eru komnir upp á lag með að fyrirbyggja fátœklingum að vinna sér sveitfestu, er nú um að gjöra að verjast fæðingum barna þeirra (!!), einkum sveitar- styrksþurfa ; því slíkt virðist oft að ganga í ættir. Én þetta er annars spauglaust atferli alt saman. Oft veldr það keppni og þrákelkni milli sveitarfélaganna; hvert þráss- ast við annað og reynir að hefna sín. Út af því spinst þras og málaflœkjur, óvild og hatr, og ýmis ónot og kostnaðr fyrir ein- staka menn og sveitarfélögin, og má oft sjá merki þess í stjórnartíðindunum. þ>að ein- kennir duglega oddvita að vera kænir og ötulir í slíkum styrjöldum ; þar eiga þeir oft bæði sókn og vörn. |>eir verða þá að vera víkingar, sem ekki fara að lögum, heldr neyta liðsmunar og allra mögulegra (ó)meðala til að koma sínu máli fram. þetta er, eins og þú komst að orði, orðið að óstjórn, er lagfæra þarf, og það sem fyrst. Ég hefi heyrt getið um að konungar og stjórnendr þjóða séu vanir að gjöra samninga sín á milli, til að tryggja rétt þjóðanna hverra gagnvart annari, og að sameiginlegir samningar milli fleiri þjóða hafi komið lögun á ýmislegt. sem áðr fór miðr, meðan hver þjóðin fór sínu fram. Nokkuð líkt held ég að þurfi að fara hér að með fátækrastjórnarmálið. Sveitar- félögin þyrftu að setja grið og semja frið sín á milli, og heil héruð að bindast samn- ingum, á meðan verið væri að endrskoða fátækralöggjöfina, sem annað hvort er ónóg og óréttlát í sumum greinum, eða er eigi fram fylgt réttilega. Ég vil að sýslunefnd- irnar gangist fyrir að koma á slíkum samningum í héruðunum innbyrðis, og hefðu síðan gát á, að sveitarfélögin eigi misbyðu hvort annars rétti, með ybbni við fátæklingunum, meðan þeir eru sjálfbjarga, og að takmarka dálítið aðgang letingja og eyðslumanna að sveitarsjóðunum. En hart virðist mér að útiloka þá alveg eins og þú ferð fram á. Ekki dugir að láta þá deyja fyrir augum sér. En ég vil að sveitarstjórnirnar gjöri sér að skyldu að halda þeim til vinnu og útvega þeim atvinnu jafnt hvar sem þeir eiga fram- færsluhrepp. Égheld að ekki dugi að láta þá afskiftalausa og segja þeim að þeir fái ekkert, þeir megi drepast ef þeir bjargi sér ekki sjálfir Eg þekki ekki þetta, sem þú segir um |>. okkar. Hann hefir verið talinn fremr gagnlegr maðr; en ég er ekki óhræddr um, að óbúdrjúgt verði hjá konu hans. Eitt er víst að þau eru nú bláfá- tæk og hafa bráðum 3 börnin.------------- Vinsamlegast S. (Framh. næst). ALþlNGIB MAGRA 1883. I. Árangbinn. Vér viljum stuttlega renna augum yfir árangrinn af samveru alþingis í sumar, að því leyti, sem hann er fólginn í afgreidd- um málum. Síðan skulum vér líta á á- rangrinn að því leyti, sem hann var fólg- ina í því að drepa mál. 1. Ejárlögin. Tekjur árin 1884 og 1885 er áætlað verði 875,032 kr.—f>að helzta er þeim munar í frá síðustu fjárl. er þetta : — Ábúðar og lausafj. skattr liðaðr sundr í 2 liði; ábúð- arskattr talinn 18,000 kr. hvort árið, en lausafj.sk. 17,000 (’84) og 22,000 kr. (’85). —I stað spítalagjalds, sem áðr var talið 25,000 kr. á ári1, er nú talið útflutn.gjald 36,000 kr. hvort ár.—Tekjurn af áfengum drykkjum og tóbaki er nú skipt í 2 liði: 125,000 kr. hv. ár. af áf. dr., en 18,000 kr. I) Af fjírl.nefnd. 1881, og ámæltu sumir henni fyrir ofháa áætlun, en vér vörðum þessa upphæð og kváðum hærri mundu reynast. Reynsian hefir nú skorið svo úr, að gjald af sjávarafla fyrra árið eitt (1882) varð 70 75,000 kr. J. Ól. af tóbaki. — Tekjur af póstferðum, síðast 10,000 kr. hvort ár, nú taldar 13,000 og 14,000 kr., enda sést á gjaldadálkinum, að þeim á^að fjölga.-—Stjórninni veitt (í 4. gr.) heimild til að gefa eftir leigur um fjárh. tímab. af hallærislánum veittum 1882-1883, en frá árslokum 1885 greiðist 4°/> vextir og endrborgist á ári úr því.—Stykkishólms- kyrkju veittr 2 ára frestr (ekki eftirgjöf) á borgun skuldar sinnar til landssjóðs. Útgjöldin 875,032 kr. (-h 27,533 kr. af- gangi). — IJndir »dómgæzlu og lögreglu- stjórn* bætist við nýr gjaldliðr : laun hrepp- stjóra, 6000 kr. hvort ár. — Haldið á fram að veita styrk (1960 kr.) til útgáfu á »Lovsaml. for Isl«., enda þótt enginn árangr hafi enn sézt af fjárveiting þingsins 1881, þar sem bindi það, sem þar var veittr styrkr til, er enn óútkomið. — 1100 kr. veittar á þessu fjh. tímabiii til endr- bóta Vestmanneyja-kyrkju. — Við útgjöld til læknaskipunar aukið 2400 kr. hvort ár- ið ; skal það styrkr til 3 aukalækna , 1 í Dalas. og Bæjarhreppi í Strands. (900 kr.) 1 á Seyðisfirði (austr), Mjóafirði, Loð- mundarf. og Borgarf. austr (800 kr.), 1 á Skipaskaga á Akranesi með 4 syðstu hrepp. Borgarfj.s. (700 kr. árl.). — Útgj. við póst- stjórnina færð úr 36,200 kr. upp í 55,800. Vetrarpóstferðir yfir land fjölgi um helm- ing; póstleiðum sé skift í styttri kafla (t. d. 2 póstar milli Akreyr. og Bvíkur, 2 milli Akeyr. og Austrl., 2 milli Aaustrl. og Prestbakka, 2 milli Prestb. og Rvk.). |>ví er hækkað til póstflutn. hvort ár úr 11,000 kr. upp í 18,600 kr. og laun póstmanna úr 5,050 upp í 7000 kr. hv. ár. — Til kirkju og kenslumála veitt 7000 kr. meir en áðr: 1200 kr. aukið við bráðab,- upubót fátækra brauða (þar af Stóruvöllum 200 kr. árl.).—Yfir 1800 kr. aukiðvið kostn- að til læknaskólans á tímabilinu. þar á mót kroppaðar 200 kr. af lærða skól. hvort árið. — Til bókakaupa og áhalda við Möðruvallaskóla fært niðr úr 600 kr. í 400 kr.; til eldsneytis og ljósa úr 800 í 500 kr.1 Til landsbókasafnsins (og umsjónar alþ.húss.) hækkað um 750 kr. (þar af laun bókavarðar hækkuð um 500 kr., og 500 í stað 250 kr. til eldsneytis). Bókasafninu verðr eftir 1. jan. 1884 haldið opnu 3 kl. tíma hvern dag. — 300 kr. um árið bætt við forngripasafnið. — Til eftirlauna og styrktarfjár sama og vant er. þessar ekkj- ur nýjar: frú Valgerðr ekkja sra Halld. á Hofi 200 kr. og frú G. Brynjúlfson (ekkja síra Gísla sál. Br.) 150 kr. — Til vísíndal. og verkl. fyrirtækja 15,400 kr.; þaraf |>orv. Thoroddsen 1000 kr. um tímab. til innan- landsferða og 1000 kr. til utanfarar. Til gufubátsferða á Isafj.djúpi 1500 kr. hv. ár; Bened. Gröndal 600 kr. hvort árið; Stefáni Jónass. til að ljúka við sléttunarvél 200 kr. (als); til eflingar laxveiði og laxrækt- ar 3000 kr. (als); til annara vísindal. og verkl. fyrirt. 5000 kr. als á tímabil. — Til óvissra útgj. 4000 kr. (als); »eigi má af þessum gjaldlið greiða ferðakostnað emb- ættismanna eða embættismannaefna frá útlöndum til að taka við embætti hér á landi«. 2. E j á r a u k al ö g f y r i r 1878 — 79. Með þeim veittar 500 kr. í viðbót við það, er áðr var veitt til vísindal. og verkl. fyrirtækja (ferð Fejlbergs til Noregs). 3. Fjáraukal. 1880 — 81. Veittar 8,720 kr. til viðb. við fjárl. 18f£. þar af yfir 2000 kr. til póstmála. 1) J>ar kvað sparað mjög til Ijóss og eldsneytis hvort eð er; lamparnir t. d. látnir ósa glaslausír.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.