Þjóðólfur - 06.10.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.10.1883, Blaðsíða 2
116 lítill; þó er síldveiðafélag Eyfirðinga búið að fá um 400 tunnur á sumrinu. Allr þorri manna er nú búinn að heyja ágætlega, því alstaðar er vel sprottið hér um sveitir. Slysalega þykir mönn- um hér bankamálið hafa farið á þingi í sumar; allir efnamenn eru hér í til- finnanlegri peningaþröng; en menn vonuðu, að banki hefði heldr bœtt úr peningaeklunni. Annars er fjármála- ráðsmenska landsins eitthvað undarleg. Ég skal ekki kasta þungum steini á ráðsmennina, þó þeir hafi safnað sam- an nærfelt x millíón króna í svo kall- aðan viðlagasjóð, og viðrkenni með því hve vitsvant þeim er, að verja tekjum landsins þjóðinni til menningar og fram- fara; en fyrst þá nú vantar vit til þessa, er ef til vill vel meint, að leggja nokk- uð í sjóð í þeirri von, að niðjar þeirra hafi betra skyn á að gera gagn með peningum landsins. En svo mikils virð- ist mér þó mega ætlast til af ráðs- mönnum landssjóðsins, að þeir hefðu vit og vilja til að gagnast bœndum með því, að lána þeim sjálfum þenn- an góða viðlagasjóð mót nœgu veði, en þetta hefir þó ekki viljað reynast svo; ég þekki menn, sem í meira en ár hafa beðið eftir láni úr landssjóði, og hafa haft nœgilegt jarðarveð, en ekkert fengið til þessa dags. f á er það frétt- ist, að bankamálið væri tekið upp i efri deild þingsins, urðu flestir mjög glaðir við. Áð setja 500,000 af viðlaga- ““ sjóðnum til að ábyrgjast peningaveltu í landinu, sýndist mörgum vel ráðið, og sögðu, að þá væri þó hægt að sjá að sjóðr þessi væri ekki alveg gagns- laus. En bankamálið féll í neðri deild- inni, svo sem kunnugt er, og var það næsta einkennilegt, að helzt mæltu í móti því einmitt sömu mennirnir, er lengst voru móti þjóðjarðasölunni, og eru það ef til vill enn, þó þeir að maklegleikum séu nú komnir í minni hluta1. Skoðun þjóðjarðasölu-mótmæl- endanna og andvigismanna bankamáls- ins virðist annars að koma mjög svo í bága við þjóðheillina: Ef einn átti peninga, og vildi eignast ábúðarjörð, sína, er landssjóðr átti, þá hefir það enn ekki fengizt2; ef annar á jörð, en vantar peninga, og vill hjá landssjóði fá ofrlítið lán mót veði í jörðinni, þá fæst það heldr ekki eða sjaldnast, en peningarnir eru settir á vöxtu suðr í Danmörku Nú í haust, mundi mörg- um sveitabónda hafa komið vel, að geta 1) fetta er að eins að nokkru leyti rétt hjá bréfritanum. J>jóðjarðasölumenn hafa í mörg ár verið í meiri hluta á þingi. I neðri deild eru varla nema eitthvað 4 þingmenn mótfallnir henni(H. K. Fr„ J. Ól., Tr. G„ sr. f>ór. Böðv.), og af þeim eru þeir sr. pórarinn og Jón Ólafsson eindreignir bankamenn, en Tryggvi og Haldór K. jafn-eindreign- ir andvígismenn bankans. — Annars má þess geta að í sumar, er leið, lá eigi fyrir þingi nein vissa fyrir, að ábúondr vildu kaupa neina þá jörð, er þingið réði af að selja. Annars efum vér inn háttv. höfundr hafi betr, en vér, sem hikum við að farga þjóðjörðunum nú sem stendr, gjört sér grein fyrir, hvað heillavænlegast er þjóðinni í því efni. ítitstj. 2) þvert á móti; það fæst nærri ávalt. Ritstj. fengið lán mót veði, til þess að þurfa ekki að farga af peningi sínum nema sem minnstu, en þess mun nú engin kostr, og verða menn því að neyðast til, að höggva skarð í inn litla fjár- stofn sinn, til þess að fullnægja inum brýnustu og bráðustu p eningakröfum. Aftr á móti hefr þetta afreks-fátæka horþing talað ósköpin öll um hallærislán og lán til ýmsra héraða, að því er „ísa- fold“ segir. Jeg skil nú ekki vel, hvað átt er við ; það er ekkert hallærislán, þó landssjóðr láni jarðeigendum, eða öðr- um, er fulltryggjandi veð hafa, til þess er hann rétt hæfilegr, úr því hann á annað borð hefir fé í sjóði. Ég vil ekki ætla, að það sé meining þingsins, að hlaupa til að lána eða gefa landsins fé hreppsómögum og öðrum landeyðum og taka þá fram yfir jarðeigendr, eða þá menn, sem eru inar traustustu stoð- ir þjóðbyggingarinnar. Jeg get ómögu- lega ætlað, að sömu ráðsmennirnir sem hafa neitað duglegum og fjáðum leigu- liðum um, að fá keyptar ábýlisjarðir sínar fyrir hátt verð, sem hafa neitað bæði fátækum og ríkum óðalsbændum um lán mót veði í jörðum sínum þó all- ir viti að peningar hafi til verið, að þeir inir sömu séu svo greiðviknir við sveitarstjórnirnar að fara að ala hreppa- ómaga, eða aðra ósjálfbjarga menn á landsins fé, ofan á alt ið dýra og kostnaðar-þunga embættismanna-hald þjóðarinnar; en—þetta væri þó rétt eft- ir öðru. Auglýsingar. Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1881 sbr. lög 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, sem til skuldar teljaí dánarbúi Gísla Glslasonar, er um mörg ár hefir dval- ið á Apotekinu í Eeykjavík, innan 6 mán- aða að gefa sig Eram fyrir undirrituðum skiftaráðanda. Sömuleiðis er skorað á erfingja ins látna að gefa sig fram innan sama tíma. Skrifstofubæjarfógeta álsafirði 10.sept.1833. G. Fensmarh. Hér með er skorað á þá, sem telja til skulda í dánar búi Teits sál. Finnbogasonar dýralæknis, er andaðist hér í bænum 24. júlí þ.á. að, gefa sig fram við undirskrifaðan með kröfur sínar innan 6 mánaða frá síðustu birt- ing þessarar auglýsingar. Reykjavík, 27. sept. 1883. Guðbr. Finbogasen. Christiania Bajersk Öl. Nýjar byrgðir frá FRYDENLUNDS brugghúsi,semvarið eina, er fékk gullmedal- íu fyrir öl á Amsterdams-sýningunni í sum- ar,—eru komnar til M. Jokamiessen. Týndir og fundnir munir og hross. Á veginum úr Hafnarfirði inní Fossvog hefir tap- azt strigapoki; i honum voru nokkrar saltaðar grá- sleppur. Finnandi er beðinn að halda munum þess- um til skila til ekkjunnar Hallberu á Lækjarbotni, gegn fundarlaunum. Nýlega hefir tapazt úr vöktun frá Breiðholti í Seljaneshrepi jarpstjörnóttr foli þrévetr óvanaðr al- járnaðr, með mark : standfjöðr framan hægra. Hver sem folann kynni að finna, er vinsamlega beðinn að gjöra mér aðvart hvar hann sé niðr kominn, eða koma honum með vissri ferð annaðhvort að Breið- holti til Jóns bónda, eðr hingað til mín mót sann- gjarnri borgun á allri fyrirhöfn. Reykjavík 2. október 1883. Ólafr Bjarnarson, Skaftabœ. Á Eyrarbakka hefir fundizt: 2 brekán, gæru- skinn og melja, eigandi muna þessara getr vitjað þeirra að Ásköti í Holtum, en borga verðr hann auglýsing þessa. Leirljós hestr óvanaðr með mark : Blaðstýit fr. st.fj. aft. vinstra, og með öllu faxi hefir verið og er hér i óskilum og getr sá, sem sannar hann eign sína, vitjað hans til mín, ef hann bargar ifallin kostnað. Egilstaðakoti I. október 1883. Jón Einarsson. — Mér var í haust dregin í Reykjaréttum hvít gimbr með fléttu, með minu marki, sem er tvistýft fr. hægra, hálftaf aft. vinstra. Ég á ekki þetta lamb og má eigandi vitja til min verðsins að frá dregn- um kostnaði, undir eins og hann semr við mig um markið. Ketilvöllum í Laugardal 4/io 1883. porleifr Guðmundsson. Hjá undirskrifuðum fæst Nýtt Stafrófskver, er Valdimar Ásmundarson hefir samið, og lagað er eftir nýjustu og beztu stafrófskverum útlendum; al- veg nýprentað í ísafoldar-prentsmiðju. Kostar innb. 40 au. ísafoldar-prenthúsi, Rvik, 5. okt. 1883. cKÁÍðtjÓ/RÓÖO'M-. ÁRÍÐANDI. Flogaveiki, sinadráttr, barnakröm og taugsjúkdómar læknast gersamlega, ef fylgt er minni aðferð. Lækningarlaun þarf eigi að borga fyr enn batnað er. Læknishjálpina má fá bréflega. $'tóje'$ooZ' £íike/tX. 6, Place du Tróne, 6, Paris. Hérmeð ítrekast yfirlýsing sú, sem stóð í 80. bl. fjóðólfsþ. á. um, að GESTR l’ÁLSSOíí sé ÓSANN- INDAMAÐlt að þar tilgreindum um- mælum. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.