Þjóðólfur - 02.11.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.11.1883, Blaðsíða 1
V tJÓDÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, Föstudaginn 2. nóvbr. 1883. JVf. 39 Útlendar frétttir. I. BRÉP FRÁ AMERÍKU. Washington, D. C., 10. sept. Hr. ritstjóri!—Hér í landi er nýafstaðinn viðburðr, sem mjög hefir þótt mikið í varið og mun hafa geysi-mikla þýðingu fyrir land vort og enda fyrir norðrálfu-þjóðir. Eins og kunnugt er, lá lengi vel að eins ein járn- braut þvert um álfu vora frá hafi til hafs, in svo nefnda Kyrrahafs-járnbraut (Pacific Bail Boad) ; nefnist sá hlutr hennar, er nær frá Omaha (í Nebreska) til Ogden (í Utah), Union Pacific B. B. (þ. e. samtengingar- Kyrrahafsbraut), því að hún samtengir inar eystri brautir við vestrbrautina, er nær frá Ogden til San Eraneiseo, og er sú braut kölluð úentral Pacif. B. B. (Mið-kyrra- hafsbraut), og svo nefnd af því, að þá er hún var lögð, var þegar í ráði að leggja tvær aðrar brautir, er næðu frá hafi til hafs, aðra sunnar og hina norðar. Eins og kunnugt er, var ekki lokið suðr-brautinni fyrri en fyrir 3 árum, en norðr-brautin (North Pacif. B. B.) var fyrst fullgjör 8. þ. m. Var þá »rekið smiðshöggið« á hana með mikilli við- höfn. það var vestast 1 fylkinu Montana, fimtíu og fimm (enskum) mílum vestr af Helena, að endar járnbrautarinnar (að aust- an og vestan) mœttust. þar var margt stórmenni saman komið við þessa hátíðlegu athöfn, forseti brautarfélagsins hr. Villard, þýzkr maðr að ætt, stjórnar-sendiherrar Bretlands og þjóðverjalands í Ameríku, landsstjórar ýmsra rikja og fylkja hér í landi, ýmsir innlendir og útlendir vísinda- menn, fyrverandi forseti, hershöfðingi Grant, auk margra annara, er oflangt yrði upp að telja. Annar aðal-forstöðumaður farþegja- starfs brautarinnar hr. H. C. Davis, sem rekið hafði fyrsta naglann í fyrsta tein þess- arar járnbrautar, »sló smiðshöggið® á. Eftir ræðuhöld mörg merkra manna gengu fram 300prúðbúnir verkmenn, og lögðu á skammri stundu síðustu 1000 fetin af brautinni niðr og negldu fast, utan síðasta naglann. það var gullnagli, og tók þá hr. Davis hamar og keyrði inn slðasta naglann. Var öllu lokið undir sólsetr. 15. sept. Aðfaranótt ins 10. þ. m. og næst eftir- farandi nætr gjörði víða um austr-ríkin og miðríkin nœtrfrost nokkuð, svo að víða skemdist uppskera í norðvestr-ríkjunum. — Skömmu á undan (6.—8.) gengu stormar miklir og fórust fjölmörg skip hér á inum miklu vötnum (Michigan, Huron, Erie og 'ntario), en miklu fleiri biðu meiri og inni skemdir.—þurkar miklir hafa gengið adanfarandi og orðið miklir skógarbrunar Nýja Englands ríkjunum (einkum Massa- uusetts) og hafa skógarnir staðið í báli þar kum saman. Einnig hafa skógar brunnið Long Island í New York ríkinu og í Vir- giníu. Skaðinn nemr alt 1 alt milíónum dollara. Aths. ritsj.: Norðr-Kyrrahafs-járn- brautin, sú er hér er um talað, nær frá St. Paul (í Minnesota) vestr gegn um Minne- sota, Dakota, Montana, Idaho, Washing- ton (og Oregon) til Puget Sound (og Col- umbia River). En frá St. Paul ganga ýms- ar járnbrautir austr að sjó. Fjórða þver- brautin yfir Ameríku þvera er í smíðum, og heitir Canada-Kyrrahafsbraut, en eigi nærri fullger enn. II. EFTIR ÚTLENDUM BLÖÐUM. — Belgía. þar lauk svo þingi í ágúst í sumar, að ráðaneytið Frére-Orban og hans sessunautar áttu í fullu tré með að koma fram nauðsynlegum skattveizlum. Atti ráðaneytið þar í vök að verjast ekki að eins gegn sínum venju-mótstöðumönnum, inum kaþólsku aftrhaldsmönnum, heldr og gegn inum frjálslyndustu af sínum eigin fylgis- flokki, er ekki vildu veita stjórninni að þessu máli, nema hún héti þeim því á móti, að bera fram frjálslegt frumvarp til um- bóta á kosningaréttinum . Á endanum fékk þó stjórnin sínu framgengt um álög- urnar, og kom einnig fram réttarbót um kosningarrétt til sveitarnefnda og fylkja- ráða. Annað frumvarp, um skyldu til að senda öll börn í skóla, og um að börnum öll- um sé veitt ókeypis kensla, var óútkljáð og bíðr næsta þings. ■—• Aðalefni rjettarbótar þeirrar, er nú gekk fram, um kosningarrétt- inn, er það, að kosningarréttr, sem áðr var bundinn innan æði-þröngra takmarka við efnahag, er eftirleiðis eigi bundinn við efnahæð, en er veittr öllum þeim, sem eru í nokkurri þeirri stöðu, sem krefr nokkurt talsvert mentunarstig, og sömuleiðis öllum þeim, er hafa vottorð um ákveðna þekking í nokkrum þeim fræðum, er nánara eru til tekin í lögum. (—þó halda þeir kosning- arrétti að sinni, er svara 20 frönkum í fylk- isskatta eða 10 frönkum í sveitarþarfir og höfðu þann rétt er lögin komu út, án tillits til þekkingarkrafa þeirra, er annars eru gjörðartil kjósenda—). —það er eftirtekta- vert tímanna teikn, að sú skoðun, sem lög þessi eru á bygð, er nú búin að ryðja sór til rúms í Belgíu. Eins og sumir lesendr vorir kunnu að muna, er þetta alveg ið sama, sem farið er fram á í ritlingi, er Jón Olafs- son samdi fyrir fám árum og nefndi «Jafn- ræði og þekking», og lét fylgja 3. árg. «Skuldar». Hreifingar í sömu átt eiga sér nú stað í ýmsum löndum, og má vera að þær nái með tímanum fótfestu einnig hér á landi, þá er skoðanirnar jhafa fyrst rutt sér rúm í útlöndum og koma til vor t. d. gegn um Danskinn, þótt svo liti út, sem fáir gæfi þeim gaum er þær komu hér fram fyrst. — Spánn, þar voru gjörðar uppreistartil- raunir í haust á ýmsum stöðum, og reyndu uppreistarmenn (undirforingjar og dátar úr hernum ogbœndr) að lýsa þjóðveldis stjói*n- arskipun í gildi og vildu hafa Zorilla til íorustumanns. Zorilla er stjórnmálamaðr spanskr, fœddr 1837, þingmaðr frá 1860, en útlægr gjörðr 1866 ; 1868 var hann kenslu- mála og verzlanmála ráðherra undir forsæti Serranós, síðan lögstjórnarráðherra og 1870 forseti þingsins (Cortes). Fylgdi Amadeus konungi 1871 og var forsætisherra 1872, en fór úr landi, þá er Amadeus lagði niðr völdin ; hefir síðan mest hafzt við á Frakk- landi. Var það ætlan Spánarstjórnar, að Zorilla »stæði á bak við« þessar uppreistar- tilraunir. Óvíst er þó enn, hvern þátt hann hefir í þeim átt. Uppreistín varð bœld niðr, og þó ekki án talsverðrar fyrirhafnar. —Annars eru upreistir ekki nýnæmi á Spáni. Síðan 1814 hafa þær verið als 55, mest af hermannavöldum. Á stjórnarárum Isabellu drotningar (að ómyndugsárum hennar með töldum) urðu 33 uppreistir, og við þá 34. tókst þeim Serranó og Prim það, að reka burt konungsættina af guðsnáð. —Austr-lndlands eyjar. [Óheyrð eldgos. Inmestu ersögur furaaf. Borgir og eyjar sökkva í sjó. Ógnirog ódœmi. 75,000 útlendingar farast]. 26. ágúst hófst ógrlegr jarðskjálfti og eldgos á eyjunni Krakatoa, er liggr (eða lá) milli Java og Sumatra. I Batavía (höfuðstaðnum á Java) almyrkvaði, en dynkirnir heyrðust alt vestr fyrir Surakarta, sem er vestar talsvert en á miðju landi í Java. Eyjan Krakatoa sökk í sjó með fólki og fé, sjórinn gekk á land upp bæði á vestrströnd Java og á suð- austr-strönd Sumatra 30—40 meter hærra, en sjávarmál er að vanlegu lagi (1 meter= 3,18 fet dönsk). Fóru bœir í kaf á strönd- unum, fólk týndist sumt, en flýði sumt, og tjónið var ógrlegt. Milli Krakatoa og Sibe- sie-eyjanna opnuðust 16 eldfjöld, og á einu fornu eldfjalli, Soengepan, opnuðust í einu 5 gígir. Vitar í Sunda-sundinu (milli Java óg Borneo) hrundu, eyjar hurfu í kaf, en nýjum skaut upp á öðrum stöðum, svo að sundið varð ófært skipum að sinni, með því allar mælingar og sjókort voru ónýt orðin við þetta umrót náttúrunnar. Lét stjórnin (Hollendingar eiga eyjuna) þegar, er lint var gosunum og náttúru-umrótinu, leggja mörg skip út við báða enda sundsins, til að aðvara sjófarendr, er að kynnu koma og ætla að sigla gegnum sundið, án þess að að hafa heyrt getið tíðindanna. jprjár borg- ir á Java hafa á svipstundu horfið af yfir- borði jarðarinnarjj og sokkið í sæ með öllu, sem á þeim var, kviku og dauðu.—Á einum stað á Java sukku í einu 60 □ mílur ensk- ar af landi, en til hamingju var það af fjöllóttu landi og því strjálbygðasta, svo að þar fórust að eins 15000 manna. 1 Batavía hrundi nokkur hluti bœjarins, er lá við sjó- inn fram og var bygðr Kínverjum einum. J>ar bjuggu 25,000 manns, og fórust víst 20,000 af þeim. Auk þessajfórust, sem áðr er sagt, margir bœir og er svo talið til, að talaþeirra Norðrálfumanna og Vestrheims- manna, er fórust sumpart af vatnsgangi eða rotuðst af björgum er, féllu niðr úr loftinu, muni nema 75,000, þ. e.Giðlega jafnt allr' íbúatölu Islands. Java, sem orðið hefir fyrir þessum ódœm- um, er annars eitt af fegurstu og frjósöm-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.